Morgunblaðið - 25.09.1971, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.09.1971, Qupperneq 8
8 MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR. 25. SEPTEMBER 1971 26. Allsherjarþing S.Þ. sett: Fjármál samtakanna tví sýnni en nokkru sinni — sagði fráfarandi forseti, Edward Hambro. Adam Malik forseti þessa þings New York, 21. sept. AP-NTB 0 26. Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna var sett í dag kl. 3.14 að staðar- tíma — 19.14 að ísl. tíma. 0 Fráfarandi forseti Ed- ward Hambro flutti setningarræðu en síðan var kosinn nýr forseti, Adam Malik, utanríkisráðherra Indónesíu. 0 Þrjú ný ríki fengu upp- töku í samtök hinna Sameinuðu þjóða, smáríkin Butan, Bahrein og Qatar og eru aðildarríkin þá orðin 130 talsins. 0 Helztu mál, sem fyrir þinginu liggja — af 109 málum alls — eru aðild Pek- ingstjórnarinnar að Samein- uðu þjóðunum, kjör fram- kvæmdastjóra í stað U Thants, deilur ísraels og Arabaríkjanna og fjármál samtakanna, sem sögð eru í verra ástandi en nokkru sinni fyrr, raunar svo slæmu, að tvísýnt sé um áframhald- andi tilvist samtakanna, verði ekki gagnger breyting þar á. Edward Hambro, fráfarandi forseti þingsins og sendiherra Noregs hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði í setningarræðu sinni, að það mundi setja sterkan svip á þingið, að stjó-rnir Bandarikj- anna og Alþýðulýðveldisins Kína hefðu stigið skref í þá átt að bseta samskipti sín. Lét Hambro í ljós þá von, að að þessi þróun máia yrði til þess að gera samtök um Sameinuðu þjóðanna betur fært en áður að gegna því hlut- verki, sem þeim hefði upphaf- lega verið ætlað. Hambro ræddi sérstaklega um fjármál samtakanna og skoraði á aðildar.ríkin að láta þau mál rækilega til sín taka og koma í veg fyrir fjárhagslegt skipbrot samtakanna. Hann kvaðst hafa orðið þess var í samtölum við sendinefndir hinna ýmsu aðildar rikja samtakanna, að öll væru þau fylgjandi áframhaldandi og helzt auknu starfi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar væri hann efins um, að þau gerðu sér öll grein fyrir því, að starf samtak anna væri óhugsandi nema lausn fyndist á fjárhagsörðugleikum þeirra. Hambro var heiðursgestur í há degisverðarboði, sem U Thant, framkvæmdastjóri, hélt í aðal- stöðvunum áður en þingið hófst. Þar sæmdi Thant hann nýslegn um friðarverðlaunapeningi SÞ., en til þessa hefur hann einungis verið veittur bandarísku geimför unum þremur, er fóru tunglferð ina með APPOLO 15, er þeir heim sóttu aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna skömmu eftir hina vel heppnuðu för. 1 FRESTUÐU AÐ LEGGJA FRAM TILLÖGURNAR Búizt var við, að bandaríska sendinefndin mundi þegar í dág leggja fram titlögur sínar varð- andi sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. En skömmu fyrir þing setningu upplýsti nefndin, að hún mundi fresta því um sinn að leggja tillögur sínar fram en hún væri þeirrar skoðunar, að tillög urnar yrðu samþykktar að lokn um umræðum um málið. Ekki er búizt við, að Kínamálið komi til almennrar umræðu á þinginu fyrr en i næsta mánuði. Af hálfu Sovétstjórna-rinnar hefur verið til kynnt, að hún muni beita sér fyr ir því, að Pekingstjórnin fái aðild að Sameinuðu þjóðunum og að Formósustjórn verði vikið úr samtökunum en sendinefnd Alb aníu flytur væmtanlega tillögu þar um. Almennar umræður hefjast á Allsherjarþinginu á mánudag nk. E.r gert ráð fyrir, að 50—80 ut- anríkisráðherrar komi til þings- ins og haldi þar ræður. Verða þar i fararbroddi utanríkisráð- her.rar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, Andrei Gromyko og William Rogers. Utanrikisráðherrar Norður- landa tala á þinginu í næstu viku — allir nema hinn danski, en vegna kosninganna í Dan- mörku er ekki ljóst hver sækir þingið þaðan. Hver svo sem hatm verður, er gert ráð fyrir ræðu hans 13. október nk., að því er NTB segir. Trésmiðir Vantar nokkra trésmiði úti á land. Frítt fæði, ferðir og vetrarálag á mælingatexta. Upplýsingar í síma 30431. Vantar íbúð Skólastjóra utan af landi vantar 4ra til 5 herbergja íbúð til leigu. Tilboð merkt: „6636" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 28. september. Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður yður keunslu í 40 námsgreinum. Eftirfarandi greinargerð ber fjölbreytninni vitni: I. ATVINNULÍFIÐ 1. LANDBÚIMAÐUR Búvélar. 6 bréf. Kennari Gunnar Gunnarsson, bú- fræðikandidat. Námsgjald 720,00 kr. Búreikningar. Kennsla í þeim verður bráðlega hafin að nýju. 2. SJÁVARÚTVEGUR Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson, skólastjóri. Námsgjaid 930,00 kr. Mótorfræði I. 6 baréf um bensínvélar. — Kennari Andrés Guðjónsson, skólastjóri. Námsgjald 930,00 krónur. Mótorfræði II. 6 bréf um dísilvélar. Sami kennari. Námsgjald 930,00 kr. 3. VIÐSKIPTI OG VERZLUN Bókfærsla I. og II. 7. bréf í fyrra fl. og 6 I síðara fl. Kennari er Þorleifur Þórðarson, forstjóri F.R. Færslu- bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald 930,00 kr. í hvorum flokki. Auglýsingateikning. 4 bréf ásamt nauðsynl. áhöldum. Kennari Hörður Haraldsson, viðskiptafræðingur. — Námsgjald 500,00 kr. Almenn búðarstörf. Kennslubók ásamt 5 spurninga- bréfum. Kennari Höskuldur Goði Karlsson, framkvstj. Námsgjald 575,00 kr. Kjörbúðin. 4 bréf. Kennari Húnbogi Þorsteinsson. Námsgjald 500,00 kr. Betri verzlunarstjóm I. og II. 8 bréf í hvorum flokki. Kennari Húnbogi Þorsteinsson. Námsgjald 800,00 kr. í hvorum flokki. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. — Kennari Húnbogi Þorsteinsson. Námsgjald 860,00 350,00 kr. II. EELEND MÁL Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. — Kennari Ágúst Sigurðsson, cand. mag. Námsgjald 720,00 krónur. Danska II. 8 bréf og Kenslubók í dönsku I. Sami kennari. Námsgjald 860,00 kr. Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III., les- bók, orðabók og stilahefti. Sami kennari. Námsgjald 1000.00 kr. ENSKA I. og II. 7 bréf í hvorum flokki og lesbækur, orðabók og málfræði. Kennari Eysteinn Sigurðsson, cand. mag. Námsgjald 930,00 kr. í hvorum flokki. Ensk verzlunarbréf. 8 bréf. Kennari Snorri Þorsteins- son, yfirkennari. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald 1000,00 kr. Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson, yfir- kennari. Námsgjald 930,00 kr. Franska. 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson, dós- ent. Námsgjald 1000,00 kr. Spænska. 10 bréf, og sagnahefti. Sami kennari og í frönsku. Námsgjald 1000,00 kr. Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Kenn- ari Ólafur S. Magnússon. Orðabækur fyrirliggjandi. Námsgjald 575,00 kr. Framburðarkennsla er gegnum Ríkisútvarpið yfir vetrarmánuðina í öllum erlendu málunum. III. ALMENN FRÆÐI Eðlisfræði. 6 bréf og kennslubók J.Á.B. Kennari Sig- urður Ingimundarson, efnafræðingur. Námsgjald 720,00 kr. islenzk málfræði. 6 bréf og kennslubók H.H. Kennari Heimir Pálsson, cand. mag. Námsgjald 930,00 kr. fslenzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, mag. art. Námsgjald 500,00 kr. islenzk réttritun. 6 bréf. Sami kennari og í brag- fræði. Námsgjald 930,00 kr. Reíkningur. 10 bréf. Má skipta í tvö námskeið. Kennari Þorleifur Þórðarson. forstjóri F.R. Náms- gjald 1000,00 kr. Algebra. 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson, yfir- kennari. Námsgjald 780,00 kr. Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval" með eyðublöðum. Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur svarar spurningum og leiðbeinir um stöðuval. Gjald 400,00 kr. IV. FÉLAGSFRÆÐI Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Þurfður Kristjánsdóttir, uppeldisfræðingur. — Námsgjald 575,00 kr, Saga samvinnuhreyfingarinnar. — 8 bréf og þrjár fræðslubækur. — Kennari Guðmundur Sveinsson, skólastjóri. Námsgjald 600,00 kr. Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiði. Kennari Baldur Johnsen, læknir. Náms- gjald 350,00 kr. Fundarstjóm og fundarreglur. 3 bréf. Kennari Eiríkur Pálsson, lögfræðingur. Námsgjald 575,00 kr, Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf, ásamt fræðslubók- um og eyðublöðum. Kennari Guðmundur Ágústsson, skrifstofustjóri. Námsgjald 500,00 kr. Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Kennari Sigríður Thorlacius, ritstjóri. Námsgjald 575,00 kr. Lærið á réttan hátt. 4 bréf um námstækni. Kennari Hrafn Magnússon. Námsgjald 575,00 kr. Hagræðing og vinnurannsóknir. 4 bréf að minnsta kosti. Hagræðingardeild ASl leiðbeinir. Námsgjald 575,00 kr. V. TÓMSTUNDASTÖRF Skák I. og II. 5 bréf ! hinu fyrra og 4 í því síðara. Kennari Sveinn Kristinsson, skákmeistari. Náms- gjald 575,0 kr. í hvorum flokki. Gítarskólinn. 8 bréf og lög á nótum. Kennari Ólafur Gaukur hljómsveitarmaður. Námsgjald 650,00 kr. TAKIÐ EFTIR: Bréfaskóli SÍS og ASÍ veitir öll- um tækifæri til að afla sér í frístundum fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið á möguleika yðar til að komast áfram í Iffinu og meðal annars búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið gerzt nemandi hvenær sem er og ráðið námshraða að mestu leyti sjálf. Skól- inn starfar allt árið. Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður yður velkomin. Undirritaður óskar að gerast nemandi 1 eftirfarandi námsgrein: □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr............... Nafn Heimilisfang Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið. BRÉFASKÓLI S.Í.S. OG A.S.Í., Sambandshúsinu v/Sölfhólsgötu, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.