Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 f-14 - -- •___ Alþjóðleg grafiksýning eftir 47 listamenn frá 22 löndum í NOKRÆJíA Iiúsinu er verið að opna í dag: einhverja stœrstu al- þjóðlego myndlistarsýningu, sem hér hefur verið, en hún er jafnframt fyrsta alþjóðlega graf- ík-Sýningin, sem félagið íslenzk grafik gengst fyrir. Eru þarna sanian komnar 127 myndir eftir 47 listamenn í 22 löndum, og eru sumir þeirra þekktir á sínu sviði i heiminum, eins og Hayter, Voshita, Tellez, Matsutani og Baumgart. Tveir íslenzkir lista- menn sýna, Björg Þorsteinsdótt- ir Og Bagnheiður Jónsdóttir. Það er hinn kunni sýningarsal ur Atelier 17 í París, sem safn- að heifur myndunum og sent þær htagað. En það var S. W. Hayter, sem stofnaði hann 1927 og rekur hann enn. Þar hafa frségir lista- — Árásarmáliö Framh. af bls. 32 að bílstjórinn, sem ók þeim til heimilis annars árásarmann- anna hafi beðið annan þeirra um að þyrma drengnum. Eina svarið, sem hann fékk var óg- urlegt öskur framan í andlitið og högg á öxlina. Jafnframt var hann látinn skilja að hann skyldi ekki skipta sér af þvi, sem honum kæmi ekki við. Þegar í stigahús við heimili annars árásarmannanna kom tóku árásarmennirnir enn að misþyrma drengnum. Þeir börðu hann þá í andlit og kvið og spörkuðu í hann, svo að hann seldi upp. Þessi hluti á- rásarinnar fylgdi ekki sögu árásarmannanna, en þeim ber þó saman um að pilturinn hafi fengið að þvo af sér blóð á heimilinu. Þá fóru árásarmennirnir með piltinn á Rauðarárstíg og þar að húsabaki misþyrmdu þeir honum enn. Segir piltur- tan að þeir hafi skipað sér að skrlða niður í sorptunnu, sem þar var, en því neitaði hann. Sömuleiðis neitaði hann skip unum piltanna um að eta upp Úr tunnunni. Þeir gerðu þá titaaun til þess að troða honum alblóðugum í tunnuna, en gáf ust upp á því og settu hann í jepparæksni, sem þar er. Seg Ist drengurinn hafa verið guðs Efandi feginn að fá að fara Inn í jeppann, því að það gaf Konum von um að sleppa. — Hurfu þá árásarmennirnir á brott, pilturinn sat um stund og húgsaði ráð sitt, en setti éíðan í sig kjark og komst á Hlemmtorg, þar sem leigubíl- atjóri bjargaði honum og kvaddi til lögreglu. / Árásarmennirnir liittu nú bílstjórann, sem ekið hafði þeim frá Tónabæ. Hann segir í skýrslu, að þeir hafi haft á orði að þeir þyrftu að ná til drengsins á ný og var því ekið að Hlemmtorgi. Urðu árásar mennirnir þá vitni að því, er lögregla kom drengnum til hjálpar. Því má segja að dreng urinn megi efti.r allt teljast heppinn, að verða mannaferða var á Hlemmtorgi. NORRÆNU FÉLÖGIN ÞINGA HÉR Á sunnudaginn hefst - í Norræna húsinu aðalfundur Sambands norrænu félaganna á öKIum Norðurlöndum. Með- al mála á dagskrá eru t. d. samvinna norrænu félaganna eftir inngöngu Dana og Norð- manna í EBE, norræni dagur- inn 14. okt., málvernd, um- hverfis- og náttúruvernd. Alls verða 25 íulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og þar á meðal einn frá Álandi og einn frá Færeyjum. menn úr öllum heimshomum sýnt, svo sem Picasso Miro, Dali, Matta, Max Ernst, Chagali og Masson. Þarna voru sl. sumar tvær islenzkar listakonur, Ragn- heiður Jónsdóttir og Björg Þor- steinsdóttir og voru það tildrög þess að þessi sýning er hér kom- in. Félagið Islenzk grafik, sem er þriggja ára gamalt, hefur það á stefnuskrá sinni að kynna jafnt íslenzka sem erlenda grafik list og er því mjög ánægt með að geta boðið upp á þessa sýn- ingu. Mikil gróska er nú í grafík list hér, en félagar í Islenzkri grafik hafa að undanförnu sýnt víða erlendits. 0 Kólerufaraldur GENF: — Kólerufaraldurinn í Afriku heldur áfram að breiðast út, og hefur Nígería orðið harðast úti til þessa. Þar hefur orðið vart 3.000 nýrra tilfella á einni viku. Það sem af er þessu ári hafa 129.868 manns í heiminum tek ið kóleru og af þeim hafa 19.987 látizt. í Indónesíu hef- ur orðið vart 1.500 nýrra kólerutilfella. 0 Mistök ollu flugslysinu BRÚNSVÍK: Mistök við við- hald ollu flugslysinu þegar brezk farþegaflugvél fórst skammt frá Hamborg 6. sept. með þeim afleiðingum að 22 manns biðu bana, samkvæmt-- niðurstöðum rannsóknar slyss1 I ins. Parafíni í stað vatns var hellt i kælikerfi flugvéla- hreyflanna og við ofhitun sem varð kviknaði í hreyfl- , unum. Ofhitunin verður rann- sökuð nánar. 0 Heath á móti flugvélahávaða LONDON: — Brezka stjórn- in hefur bannað lágflug yfir sveitasetri Edward Heaths, forsætisráðherra, þegar hann ræðir við forsætisráðherra Irlands og Norður-Irlands eft- ir nokkra daga. Truflun varð frá flugvél á fundi Heaths með írska forsætisráðherran- um snemma í september og nú mega flugvélar ekki fljúga í minna en 2.500 metra hæð og 1.5 mílna fjarlægð frá sveitasetrinu. 0 Nixon velur nýja dómara WASHINGTON: — Tvö sæti hafa losnað á dómarabekk Hæstaréttar Bandaríkjanna og Nixon forseti reynir nú að skipa eins fljótt og hann get- ur nýja dómara, sem hafa svipaðar stjórnmálaskoðanir og hann sjálfur, að sögn fréttaritara Reuters. Dómar- arnir Hugo Black, sem er róttækur og John Harlan, sem er íhaldssamur, hafa látið af störfum af heilsufarsástæð- um. Frjálslynt yfirbragð Hæstaréttar frá stjórnarárum Roosevelts forseta hefur breytzt síðan Nixon skipaði tvo nýja dómara, Warren Burger og Harry Blackmun. fslenzkir grafiklistamenn sem gengu ásamt fleirum frá sýningunni: Einar Hákonarson, for- maður félagsins, Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Anna Sigríður Bjömsdóttir og Valgerður Bergsdóttir. Myndi rnar til vinstri eru eftir norsku listakonuna Anne Breivik. Mynd- in var tekin á sýningunni í gær. Myndirnar, sem sýndar verða í Norræna húsinu eru aðallega kopargrafik og nokkrar með silki grafilk. Grafisk listaverk eru þrykkt á pappír með þrykk- plötu, sem listamaðurinn hefur sjálfur unmið mymdtaa í, með ýmisium hætti. Eru helztu gerðir af þrykkplötum úr kopar, zinki, tré, limoleum og steini. Eru myndirmar gerðar í mörgum ein- tökum, sem þó eru hvert og eitt upprunalegt listaverk, ekki eftir- prentun. Og eru þau oft merkt sem slfk í sýntogarskrá, þar sem sjá má hvar þrýkkið er í röðinni af hve mörgum. Eru myndiirmar á grafiksýn- ingummi allar til sölu. 1 gær voru forstöðumaður Listasafns íslands og stjómarmaður þess að velja myndir handa safnimu, þegar fréttamenn Mtu þar inn. Voru þeir búnir að taka frá nokkrar myndir, sem Listasafn íslamds ætlaði að kaupa. En verðlag á myndunum er frá þremur upp í 10 þúsund krónur. Formaður félagsins fslenzk grafik, Einar Hákonarson sagði Mbl., að mýi salurimn í kjallara Norræna hússinls væri sérlega góður fyrir grafik og á lista- hátíðinni næsta sumar, mundi verða komið þar upp norrænni grafiksýntogu á vegum félagsims. Alþjóðlega grafi'ksýndngto verð ur opnuð kl. 4 í dag, og verður síðan opin kl. 14—22 daglega. - Áfrýjar Framhald af bls. 32. jöfnunarsjóðs. Hefði það ekki verið þannig, hefði ákvörðun Verðlagsráðs vafalaust verið önn ur. Þá sagði Davíð Ólafsson, að þó að þetta mál snerist eingöngu um tímabilið frá janúar til sept- ember 1970, þá myndi dómurinn sem slíkur eflaust hafa áhrif á þróun mála síðan. Málshöfðun er gerð á meðan verðlag á rækju var hæfckamdi. í lögum um Verð- jöfnunarsjóð segir, að hann skuli deildarskiptur eftir tegundum afurða. Honum er skipt í þrjár deildir: deild fyrir allar frystar fiskafurðir, deild fyrir saltfisk og deild fyrir lýsi og mjöl. Davíð sagði að hlutverk sjóðs- ins væri að draga úr áhrifum verðsveiflna á útflutningsafurð- unum og þar af leiðandi hjálp fyrir fiskframleiðendur, hverjir svo sem þeir væru, þegar verðfall yrði á afurðum þeirra, eða ull að gera þeim kleift að greiða hærra hráefnisverð en ella væri mögulegt á grundvelli markaðs- verðs afurðanna. Til þess að slíkt sé hægt, þarf að safna fé í sjóðinn og að sjálfsögðu er skynsamlegast að gera það þeg- ar verð hækkar mikið umfram það sem telja má venjulegt. Rækjan er einmitt gott dæmi um afurð, sem miklar verðsveiflur eru á, svo sem sýnt hefur sig síðustu tvö ár. I ársbyrjun 1970 varð mikil verðhækkun á rækju, en aftur mikil verðlækkun á þessu ári. Nú eru I Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins eitthvað á sjö- unda hundrað milljónir króna og mestur hluti þess fjár hefur kom ið inn fyrir.frystan fisk. — Kaupkröfur Framhald af bls. 32. á mánuði — og tilsvarandi viku- og tímakaup — hækki í samræmi við reglu, sem sett er fram í skjali, er fylgir kröfunum. Sam- kvæmt því skjali hækkar t.d. 4. taxti Dagsbrúnar um 6.07% eða sem svarar 925 krónum á mán- uði, en 9. taxti Dagsbrúnar fær hins vegar enga hækkun eftir þessari reglu. Lægsta talan í skala fylgiskjalsins eru grunn- laun 14.500 krónur og er krafizt hækkunar 7.70%, sem svarar l.llt krónum. Hæsta tala skal- ans er 18.000 krónur, enda er gert ráð fyrir því að það séu lægstu laun, sem kaupkröfur fyr ir láglaunafólk ná ekki til. Á þau laun kemur því engin hækkun samkvæmt reglunni um láglauna fólk. Mismunur upphafstölu skal ans og lokatölu hans er 3.500 krónur. Vilji menn finna prós- entu kaupkröfu í launaflokki sín um, þá skulu þeir finna mis- mun launa sinna og 18.000 króna, margfalda hann með 7.70 og deila í útkomu þess með 3.500 krónum. Fæst þá prósenta kaup- kröfunnar í viðkomandi taxta. I öðru fylgiskjali er fjallað um slysatryggingar og greiðslur kaups í veikinda- og slysatilfell- um. Þar segir: „Vinnuveitendur tryggja verka fólk, verði það fyrir slysi á vinnu stað eða á leið frá heimili til vinnustaðar, eða á leið frá vinnu stað til heimilis fyrir kr. 750.000. 00 miðað við dauða, eða kr. 1.000.000.00 sé um 100% örorku að ræða, en sé örorka minni þá greiðist hlutfallslegar bætur mið að við örorku og tryggingarupp- hæð. Veikist verkamaður, skal hann á fyrsta starfsári fá laun 1 dag fyrir hvern byrjaðan mánuð. Eft ir eins árs starf, skulu verka- menn halda óskertum launum i veikindatilfellum, sem hér seg- ir: — eftir fyrsta starfsár 60 daga á hverjum 12 mánuðum — eftir 5 ára starf 120 daga á hverj um 12 mánuðum — eftir 10 ára starf 180 daga á hverjum 12 mán uðum. I þessu sambandi skal miðað við 12 mánaða tímabil, áður en verkamaður veikist. Verkamenn skulu halda óskert um launum i allt að 2 mánuði, verði þeir fyrir slysi á vinnu- stað eða á leið frá heimili til vinnustaðar eða frá vinnustað til heimilis eða Veikist af orsökum, er rekja má til vinnunnar, enda gangi dagpeningar Trygginga- stofnunar ríkisins til vinnuveit- enda. Auk þess greiði vinnuveit andi verkafólki sínu dagpeninga í allt að 4 mánuði til viðbótar þannig, að heildardagpeninga- greiðsla frá Tryggingastofnun ríkisins og vinnuveitendum nemi 80% af grunnlaunum að við- bættri verðlagsuppbót ásamt vaktaálagi og fastri yfirvinnu. Vinnuveitendum er skylt að greiða allan sjúkrakostnað og læknishjálp verkafólks í slysa- tilfellum og vegna atvinnusjúk- dóma. Ekki er skylt að greiða verkamanni laun fyrir veikinda- daga nema fyrir liggi læknisvott orð, enda sé það verkamanni að kostnaðarlausu." Um kauptryggingu tímavinnu- fólks segir í kröfum verkalýðs- hrey f ingarinnar: a) Atvinnurekendur tryggi verkafólki, sem unnið hefur hjá þeim í 4 vikur föst vikulaun, sem svari til 44 klukkustunda (40 klst.) i dagvinnu, skv. þeira launataxta, sem viðkomandi vinn ur eftir. b) Þegar verkafólk hefur áunn ið sér framangreindan rétt, skal það hafa einnar viku uppsagnar- frest með sömu kauptryggingu. c) Verkafólk, sem vinnur að staðaldri hluta úr degi njóti hlut fallslega sömu réttinda til kaup- tryggingar. d) Verkafólk, sem ráðið er til vinnu vertíðarbundið á fisk- vinnslustöðvum, sem fjarri eru þeirra lögheimilum, njóti þessara réttinda viku eftir að það mæt- ir til vinnu. Barði Friðriksson, skrifstofu- stjóri hjá Vinnuveitendasam- bandi Islands sagði í viðtali við Mbl. í gær að útgjaldaaukning atvinnurekenda á hverja unna vinnustund samkvæmt þessum kröfum væru frá 30 til 50%, þegar kröfurnar hefðu allar ver- ið reiknaðar út. Deilitala tima- kaups lækkar með kröfunum úr 190.67 i 173,30. Vísitala hefur hækkað i 7,19, lífeyrissjóðsgr. um 1,5%, launa- skattur um 1,5% og þegar út- gjaldaaukning atvinnurekenda hefði verið gerð upp með þess- um hætti kæmi í ljós að hún væri um 10% frá síðustu samn- ingum, sem hljóðuðu upp á 18% kauphækkun. Þannig næmi út- gjaldahækkunin á 18 mánuðum i raun 28%, sem væri mjög mik- ið á svo skömmum tima. Barði sagði, að kröfur verkalýðsfélag- anna hefðu verið mun hærri nú en Vinnuveitendasamband íslands hefði búizt við. Stjórn Vinnuveitendasambands ins mun koma saman til fund- ar á þriðjudag kl. 15, en næsti samningafundur hefur verið boð aður á fimmtudag í næstu viku. — Vopnagnýr Framhald af bls. 32. deildina þar sem gert var að sár um hans, en þeir linntu ekki lát um á sviði Þjóðleikhússins þrátt fyrir óhappið, bitu í skjaldarrend urnar, börðu saman hausum og létu öllum illum látum eins og gengur í Höfuðsmanninum frá Köpernich. — Slippstööin Framh. af bls. 2 mundur Skaftason, löggiltur end urskoðandi, Ingólfur Árnason, rafveitustjóri, Árni Vilhjálmsson, prófessor og Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Nefndinni er ætl- að að Ijúka störfum hið bráð- asta. Á grundvelli skýrslu nefndar- innar mun ríkisstjórnin siðan á- kveða aðgerðir i málinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.