Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 16
-16 MORGLTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdostjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonríS Jónsson. Aðetoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Augiýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. IÐJA Á ERLENDRI GRUND ¥ umræðum um framkvæmd- ir og atvinnufyrirtæki gleymist oft að geta um stór- fyrirtæki þau, sem íslending- ar reka á erlendri grund, þ.e.a.s. fiskvinnslufyrirtækin í Bandaríkjunum. Með þeirri starfrækslu hefur þó hag- ur útflutningsframleiðslunn- ar, sjávarútvegsins, verið stórbættur, en sérstaklega er þó mikilvægt það oryggi, sem dreifingarkerfi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna og Sam- bands ísl. samvinnufélaga í Bandaríkjunum skapar. Hér í blaðinu í gær var frá því skýrt, að Coldwater, fyr- irtæki Sölumiðstöðvarinnar, hefði hafið framkvæmdir við stækkun verksmiðju sinnar um helming, þannig að flat- armál hennar yrði 16.000 fer- metrar. Fyrirtæki þetta hefur verið í stöðugum vexti undir öruggri stjórn Þorsteins Gíslasonar, og gerir hann ráð fyrir að hið háa verðlag, sem fyrirtækið hefur náð, muni haldast, og telur að fremur muni vanta fiskblokk á Bandaríkjamarkað en hið gagnstæða. Fyrirtæki Sölumiðstöðvar- innar selur einnig fisk fyrir Færeyinga og hefur sú sam- vinna gengið vel. Mættu fleiri íslenzk fyrirtæki gjarn- an hugleiða hvort samvinna við atvinnurekendur í Fær- eyjum gæti ekki orðið til hagsbóta fyrir okkur og Fær- eyinga. Stundum heyrist því haldið fram, að íslendingar geti ekki haft samstarf við útlendinga á atvinnusviðinu, því að út- lendingarnir muni græða á okkur, en við tapa á viðskipt- unum. Þessari fáránlegu minnimáttarkennd þarf að ryðja úr vegi. íslendingar geta auðvitað átt í fullu tré við erlenda menn, sem hefur sannazt bæði þar sem þeir reka fyrirtæki erlendis og eins er samstarf hefur verið haft við erlenda menn um atvinnurekstur hérlendis. Líklega vekur starfræksla þeirra stórfyrirtækja, sem ís- lendingar eiga erlendis, minni athygli, vegna þess að starfs- fólkið er ekki íslenzkt, en fyr- irtæki þessi hafa engu að síð- ur geysimikla þýðingu eins og áður er að vikið, og von- andi halda þau áfram að eflast. Vinnutíminn I?lestir munu hafa álitið, að ■*• vinnutími hér á landi væri lengri en á hinum Norð- urlöndunum, en nú hefur verið upplýst, að vinnuvikan er styttri hér en þar. Þessar upplýsingar leiða hugann að því, hvort rétt muni vera sú stefna, sem rík- isstjórnin hefur boðað, að stytta vinnuvikuna, og raun- ar hafa einstakir verkalýðs- foringjar lýst því yfir, að þeir telji miklu mikilvæg- ara fyrir launþega að fá kjör- in bætt en að íþyngja atvinnu vegunum með styttingu vinnuvikunnar. Sannleikurinn er sá, að flestir Íslendingar vilja hafa lengri vinnutíma en nemur hinni almennu dagvinnu. Víða fá menn líka verulega eftirvinnu, og þá verður kaup ið mjög sæmilegt, en hins vegar eru til þær starfsstétt- ir, sem naumast geta vænzt þess að fá eftirvinnutíma, jafnvel þótt hinn almenni dagvinnutími sé styttur. Fyr- ir þettta fólk hefði sjálfsagt verið æskilegra að fá meiri kauphækkun. Á hitt er líka að líta, að það eru mjög óeðlileg vinnu- brÖgð, að stjórnvöld segi að- ilum vinnumarkaðarins fyrir um það, hvernig þeir eigi að haga samningagerð, hvaða atriði þeir eigi að leggja meg- ináherzlu á og hver ekki. Ráðamenn í vinstri stjórninni hafa þar með hrifsað til sín völd, sem verkalýðsfélögin eiga að hafa, og nú er öllu stjórnað ofan frá, ráðherr- arnir segja þeim verkalýðs- mönnum, sem þeir telja sig geta skipað fyrir verkum, hvað þeir eiga að gera og verkalýðsforingjarnir ákveða stefnuna, án nokkurs sam- ráðs við félagsmennina. Þessi vinnubrögð eru fráleit í lýð- ræðisríki, en hins vegar eru þau ekki ósvipuð því, sem tíðkast austan járntjalds, þar ákveða stjórnvöldin hvað verkalýðurinn eigi að bera úr býtum, hve langur vinnu- tíminn skuli vera o. s. frv. Er næsta ólíklegt, að hinn al- menni' launþegi sé ánægður með þessar nýju starfsað- ferðir, en vonandi verða þær þó ekki til að torvelda samn- inga milli verkalýðsfélag- anna og vinnnuveitenda, því að brýna nauðsyn ber til að samningar náist og ekki komi til vinnustöðvana. Bifreið Jacksons sendiherra sem honnm var rænt úr. Ognaröld Tupamaros TUPAMAROS-skærulið- arnir í Uruguay hafa gert Jorge Pachero forseta og stjórn hans að athlægi með fangelsisflóttanum á dögunum, og aðeins tveir mánuðir eru til kosninga í landinu. Flóttinn og sú ákvörðun skæruliðanna að sleppa brezka sendiherran- um Geoffrey Jackson, hafa treyst mjög aðstöðu þeirra og þessir atburðir hafa orðið til að sýna fram á nær algert getuleysi stjórn arinnar til þess að bæla niður starfsemi þeirra. íbúar Uruguay hlæja góð- látlega aS fangelsisflóttan- um, Göngin, sem þeir grófu frá fangelsinu Punta Carreta, enduðu í stafu Billy nokkurs Rials, eiganda húss seim er beint á móti fangels- tnu. Rúmlega 100 föngum skaut upp í stofu Riaíls. Þar höfðu þeir fataskipti og gengu út á götu, þar sem þeirra biðu hópferðabílar, sem stuðningsmenn þeirra höfðu rænt. Þeir óku eftir götum Montevideo, sem voru mannauðar í náttmyrkrinu, og hurfu eitthvað út í busk- ann. Leitin að þeim hefur engan árangur borið. Húseigandinn Rial lyfti simtólinu og hringdi í lög- regluna til þess að segja henni frá hinum undar- lega atburði, sem hann hafði fylgzt með. „Þetta getur ekki verið rétt,“ var svarið, sem hann fékk frá yfirvöld- unum. „Bíddu andartak, við skulum hringja í fangölsið og spyrja fangaverðina." Fanga verðirnir svöruðu því til, að allt væri með felldu í fang- elsinu, þar .væri allt rólegt og með kyrrum kj'öruim. Hálf tíma síðar kom í iljós, að kyrrðin í fangelsinu stafaði af þvi að fangaklefarnir voru tómir. • FLESTIR LAUSIR Eftir flóttann eru aðeins 50 af um 200 skæruliðum Tupamaros hreyfingarinnar, sem yfirvöld hafa handtekið á undanförnum tveimur ár- um, bak við lás og sliá. Skæruliðarnir hafa sýnt með aðgerðum sinuim, að þeir geta látið til skarar skríða þegar þeim bezt hentar án þess að þei,r þurfi að óttast gagnráðstafanir yfirvald- anna. Víðtækar ráðstafan- ir yfirvaldanna gegn Tupa- maros-hreyfingunni hafa ekki megnað að kioma í veg fyrir að skæruliðarnir haldi áfram baráttu sinni fyrir því að grafa undan stjórn lands- ins. Fangelsisflóttinn á dögun- uim var ekkert einsdæmi. Um það bil einum mánuði áður tókist 38 konum úr hreyfing- unni að flýja eftir göngum sem þær grófu frá öðru fang elsi. Skæruiliðarnir hafa meðal annars tæmt allar fjár hirzlur landsbanka Uru- guays og liflátið starfsmann bandarlsku leynilþjónustunn- Jackson sendiherra í fanga- vistinni. ar CIA, Dan Mitriones. Rán brezka sendiherrans Geoflf- rey Jacksons hefur þó vakið meiri athygli en ailar aðrar aðgerðir Tupamaros-skœru liðanna. Sendiherranuim var rænt 8. janúar þegar hann var á leið til brezka sendiráðsins í Montevideo. Tupamaros- skæruliðar stöðvuðu bifreið sendiherrans, yfirbuguðu bíl stjórann ag verði í bíl, sem ók á eftir sendiherrabílnum, og óku á brott með semdiherr ann í bifreið hans. Jackson var tekinn til fanga til þess að neyða stjórnina að sleppa þeim skæruliðuim, sem stjórn in hafði llátið handtaka, en yfirvöidin neituðu að semja við skæruliðana. Eftir fang- elsisflóttann töldu Tupamar- os-skærulðar ekki ástæðu til að halda Jackson lengur í gislingu, þar sem flestir þeir skæruliðar, sem hafa setið inni, eru sloppnir út. • AUKNAR AÐGERÐIR 1 hópi fanganna, sem tóku þátt I fjöldaflóttanum, var einhver þekktasti for- ingi Tupamaros-hreyfingar- innar, Raul Sendic, sem er nobkurs konar þjóðsagnaper sóna. Að minnsta kosti tveir aðrir kunnir skæruliðafor- ingjar voru i hópi flótta- mannanna, Jorge Manera Lluveras verkfræðingur, og Julio Marenales Saenz, próf- essor í listasögu. Fjórði Skæruliðafloringinn, Raul Bideegain Gréissing, slapp úr fangelsi einum og hálfum mánuði fyrir flóttann mikia. Fangaverðirnir uppgötvuðu eítir hieimsóknartíma, að bróð ir hans hafði tekið sæti hans í fangaklefanum. Sennilega hefur Greissing átt hvað mestan þátt í skiputagningu fjöldiafióttans. Tupamaros-hreyfingin hef- ur hert mjög aðgerðir sínar að undanflörnu, og er það sett í samband við forseta- kosningar og þingkosningar, sem fara fram 28. nóvember. Nitj^án ára stúdient var ný- lega skotinn ti'l bana í götu- óeirðum. Skömmu síðar voru tveir lögreglumenn skotn- ir til bana úr biflreið, sem var ekið með oflsahraða, sennilega í hefndarskyni við dauða piltsins. Útflör stúd- entsins, Julio Cesar Sposito, snerist upp í kröftugar mót- mælaaðgerðir gegn stj'órn- inni. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælaaðgerðun- um, mörg verkalýðsflélög efndu ti'l verkfalla og se.gja má að allt athafnaliíf hafi lamazt meðan útförin fór fram. Jorge Pachece Areco for- seti og ráðherrar hans gáfu út í tilefni þassara atbuirða opinbera tilkynningu, þar sem sagði að „landið stæði á barmi upplausnar" og að „lýðræðið væri í hættu vegha undirróðursstarf- semi“. Fimm vinstrisinnuð blöð voru bönnuð, oig forseta efni „breiðfiylkingar“ rót- tækra og sósíalistísbra flokka, Liber Seregni hiers- höfðingi, kallaði þá ráðlstöf- un pólitiska oflsókn til þess ætlaða að múlbinda einu mál gögnin, sem styddu hann. • ALLENDE STÆLDUR Ibúar Uruguay virðast hafa misst alla trú á því að sbjöm Pacheco Arecos for- seta sé þess megnug að upp- ræta Tupamaroshreyfinguna. Neyðarástand hefur rikt í landinu í þrjú ár, og forset- inn hefur stjórnað með til- skipunum, án þess að barátt- an gegn skæruliðum hafi bor ið nökkurn árangur. Gert er ráð fyrir, að ástandið miuni enn versna, eftir því sem nær dregur kosningunum í nóv- emiber. Tveir flökkar, Blanco- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.