Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 \\ORw| ,M' Vl ANDVARI HF umboös og heildverzlun Smiðjustig 4. Sími 20433. á llstmunum Halldórssonar þvií eikki laingt að sœíkja hag- leik sinn. Innan við fermingaraldur tðk Björn að læra teikningu hjá Stefáni Eiríkssyini, hinum oddhaga, og ennfremur lærði hann hjá Guðmundi Jónssyni, sem lengi kenndi við Iðnskói ann hér í borg, og það var einmitt hann, sem hvatti föð- ur Bjöms heitins að senda hann utan til náms. Á þeim árum var Halildór völ efnum búinn og rak hér stórfyrir- tæki, þótt kreppan legði sið- an kalda hönd á það, en það er önnur saga. Við' fylgjum Birni, þar sem hann heldur úr föðurgarði aðeins 13 ára að aldri til kóngsins Kaupmannahafnar. — Ég hafði aldrei neina meiningu um hvað ég ætti að gera, eða hvað ég ætlaði að verða, þagar ég væri orðinn fulllorðinn. Þar um fjölltuðu aðrir og fór bezt á því, sagði Björn alvarlegur í bragði. Og mér fannst hann vilja gefa til kynna, að sennilega færi bezt á því enn í dag að sá háttur væri á hafður, og með tilliti til þess byggju foreldrarnir unglingana undir framtíðina. Þegar Bjöm fer utan er sérlega llítið um sérmenntaða leturgrafara hér á landi. Gísli Loftsson er sá eini, sem tekið hefir próf í þessari grein og það gerði hann í Danmörku, en þeir einu, sem tekið hafa próf í leturgrefti hér á landi eru þeir Björn Halldórsson og Ivar sonur hans, sem tók próf s.l. vor, enda er þetta ekki gert að sérstakri iðngrein fyrr en 1929. Gömlu mennirnir björguðu sér al'lir og það voru ti'l let- urgrafarar um allt Island. Frægastir voru hér í Reykja- vík þeir Árni Gislason letur- grafari og Daníel Danielsson, úrsmiður, sem vann eingöngu við leturgröft síðustu árin og var hann aðal leturgrafarinn hér i bæ, þegar Björn kom heim frá Danmörku. Björn sagði að einhverja fegurstu koparstungu, sem hann hefði séð, hefði faðir hans grafið, en hann gróf mikið í málm og fegurstu koparstungusignet voru eftir hann. Björn sagð- ist ekki hafa minnst lært af föður sínuim, þótt hann hefði aldrei lært leturgröít. Guill- smiðirnir stunduðu velflestir leturgröft, en þeir gátu að- eins grafið einstök letur og glansstungumynztur, hver var sérfræðinigur í sínu letri, en þeir voru að sjálfsögðu ein- hæfir. En nú segir Björn okkur ofurlitið frá dvölinni í Kaup mannahöfn. Þ>ar dreif að sjálf sögðu margt á daga hans og hann - kann þá list að segja frá, létt og skemmtilega með 'Sínum glaðværu og hnittnu athugasemdum, krydduðum með björtum og hvellum hlátri svo ekki fer hjá því að á- heyrandinn hrífst með. - Ég var ekki hár í loft- inu, þegar ég kom til Kaup- mannahafnar. Nei þá var „litli karlinn“ ekki stór. (Þetta uppnefni gaf Björn sjálfum sér oft í gamansöm- urn frásögnuim). Mér var kom ið fyrir hjá sænskum manni, sem var menntaður og vildi gera úr mér aristókrat". Ég stundaði nám hjá Th. Johan- sen en hann hafði leturgraf- araver'kstæði sitt hjá hirðgull smið Agust Thomsen, en það var mjög fullkomin verte smiðja, sem framkvæmdi al'ls konar gullsmíði, silfursmiði og demantaigreipingu í málma. Þarna var raunar allt gert, sem að skartgripum laut frá hinu stærsta til hins smæsta og því lærði ég margt, sem raunar féll ekki beinlín- is inn í þá grein, sem ég var að læra. Margir hlutir, sem gefnir voru í kóngahúsið fóru í gegnum hendumar á okkur og ég lenti í því að leggja að þeim hönd, en það komst Angli skyitur NÝJAR GERÐIR, LITIR OG MYNSTUR Angli skyrtur Nokkrir numanna á sýningunni fljótt á sú hefð að ég vann að þeim hlutuim öllum, sem til íslands fóru. Auk leturgraftr- arins og málmskurðar lærði ég málmslátt eða cisileringu, en með því handverki er silf- ur þrifið og raunar fleiri málmar svo sem kopar. Má sjá slíka muni hér á safninu frá gamalli tið og er þetta sama listgreinin. Raunar er ekki rétt að tala um letur- gröft einan sem sérstaka iðn grein. Það. nafn nægir ekki. 1 þeirri iðn er margt fleira og rétta heitið væri málmskurð- ur á sama hátt og talað er um tréskurð. En svo við vikjum frá nám inu sjálfu, þá hafði drengur eins og ég auðvitað löngun til að gera fleira en sitja við málmsikurð. Mig fýsti að taka þátt i knattspyrnu og hafði þá Val í huga, er heim kæmi. Framh. á bls. 21 FÆST UM LAND ALLT ,MISS L-ENTI-ERIC „ * I Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkurnai iMORNY |* fioHedwn Snyrtivörusamstœða, vandlega valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um A|A ^KJ1 baðsnyrtivörur. mttm Sápa, baðolía, lotionTB-v deodorant og eou de cologne. Vandlega valið af Morny til að vernöó húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. Ó JOHNSON & RAABER |í Sýning Björns UM þessar niundir hefir verið opnuð sýning á verk- um Björns heitins Hall- dórssonar, leturgrafara, sem lézt fyrir tæpum mánuði. Fyrir lát hans hafði verið ákveðið að efna til þessarar sýningar og gengust fyrir henni nán- ustu skyldmenni Björns. Nú hefir verið ákveðið, þrátt fyrir sviplegt og skyndilegt fráfall þessa vinar, að efna eigi að síð- ur til sýningarinnar. Er það vel. Fátt mun hægt að gera, sem lieldur meiri reisn yfir starfi Björns, sem var honum svo hjart- fólgið, en efna til sýningar á munum þeim, sem hann smíðaði, skar og mynd- skreytti. Hann fann að vél- menningin var komin inn á svið hans, og í raun og veru hafði hann ekkert á móti því í sjálfu sér. En hann vildi þó leggja áherzlu á að fjölmargt, sem við kom starfi hans, geta vélarnar aldrei unnið og þess vegna vildi hann veg og virðingu listiðnar sinnar sem mest. Við Björn áttum alllangt samtal helgina áður en hann lézt. Það var að sjálfsögðu miklu viðameira og lengra en venjulegt biaðasamtal. Þar var ekki einasta drepið á starf Björns og það sem því viðkoim, heldur lifshlaup hans allt í stórum dráttum og lifs- skoðanir hans, sem voru ákaf lega sérstæðar, þótt hæst bæri hans einlægu trú á lífið eftir dauðann og kraft æðri máttar, sem býr með okikur mönniunnm. Ég sezt nú niður og rek ofurliítið af efni þessa samtals og héld mig þá fyrst og fremst við það, er beinliin- is snerti starf hans og list- grein. Björn var af mjög listræn- um foreldrum korninn, sem voru þau Halldór Sigurðsson, úrsmiður, þjóðhagasmiður og mjög fær íeturgrafari og kona hans, Guðrún Eymunds dóttiir ættuð úr Vopnafirði frændikona SigÆúsar Eymund sens. Hún var mjög listræn söng og lék á hljóðfæri, enn fremur orðlögð hannyrða kona og kenndi þá list bæði konum og körluim. Björn átti Platignum penline texti og teikning A verður skýrari og fallegri, ef menn nöta PLATIGNUM PENLINE- TÚSSPENNANN Hann er með nylon-oddi, sem gerlr hann í senn mjúkan, handhægan og mjög endingargóðan. Fæst í plastveskjum með 5—15 litum i veski. Stakir lltir — ailir litir — jafnan fyrirliggjandi. FÁST í BÓKA- OG RITFANGA- VERZLUNUM UM LAND ALLT, Q csngli S0S & IB DRASBEK DESIGN rPiolenl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.