Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971
23
Ernst Medina
var sýknaður
Washington, 23. sept. AP.
ERNST Medina, höfuðsmaður,
hefur verið sýknaður af öllum
ákærum í sambandi við fjölda-
morðin í My Lai. William Calley,
lautinant, er þar með sá eini
þeirra sem viðstaddir voru i My
Lai, sem fundinn hefur verið sek
ur um f jöldamorð. Þrettán menn
voru ákærðir í upphafi, fimm
voru dregnir fyrir herrétt, en að-
eins Calley var fundinn sekur.
Hins vegar hafa nokkrir hátt-
settir foringjar í hernum verið
lækkaðir í tign eða hlotið opin-
berar ávítur fyrir að reyna að
hylma yfir fjöldamorðin, og einn
þeirra er enn fyrir rétti. Medina
var upphaflega sakaður um að
hafa borið ábyrgð á fjöldamorð-
unum, auk þess sem hann var
sakaður um að hafa skotið dreng
og konu. Fyrir skömmu kom hins
vegar einn hermannanna sem
voru í My Lai, og viðurkenndi
að það hefði verið hann sem
skaut drenginn, hann hefði tal-
ið að þetta væri fullorðinn mað-
ur. Skömmu siðar hefði hann
heyrt Medina hrópa: „Fjandinn
sjálfur, hættið að skjóta.“
Hvað konuna snerti, bar Me-
dina að hann hefði séð hana út
undan sér. Hún hefði lyft upp
hendinni, hann hefði talið að
hún væri að varpa handsprengju,
og snarsnúið sér við og skotið
áður en hann áttaði sig á hvernig
á stóð.
— Úttekt ....
Framh. af bls. 18
þessar breytingar, að það sé lítið
verk að gera þæf, en aldrei mega
þeir samt vera að því. Það hlýt-
ur að vera erfitt að vera stjórn-
málamaður á fslandi.
— Hvað er þetta helzt?
— Þetta er spurning um alls-
herjarlöggjöf um kvikmyndamál
í svipuðum dú.r og þegar hefur
verið í gildi um árabil í ná-
grannalöndum okkar,
— Hver hafa þau verið þessi
fáu viðfangsefni, sem þú hefu<r
haft aðstöðu til að fást við?
— Yfirleitt hafa þetta verið
verk, sem einhverjir aðilar hafa
pantað með litlu svigrúmi fyri>r
frjálsa tjáningu ellegar tilraunir.
í raun og veru hef ég aðeins
gert eina mynd, sem því nafni
getur kallazt, hún heitir Maður
og verksmiðja.
— Hefur hún verið sýnd á ís-
landi?
-— Einu sinni opnaði ég bíó í
Hve-rfisgötunni. Þar sýndi ég
myndimar mínar. Hafði 90 sýn-
ingar og það komu 382 gestir,
salurinn tók 73. Þetta mun vera
íslandsmet í ,,fíaskó“.
— En aldrei neinn jákvæður
árangur?
— Það verður aldrei neins ár-
angurs að vænta svo lengi sem
kvikmyndamenn ba.rdúsa hver í
Sínu horni, bítast eins og hungr-
aðir úlfar um þau mannskemm-
andi verkefni að gera auglýs-
ingamyndir en gleyma að gera
sameiginlega kröfu um einhvers
konar vinnuaðstöðu. Þar með er
ég ekki að segja, að þefr séu van-
þroskaðri en a&rir íslenzkir
listamenn.
— En hér prýða heiðursskjöl
veggi. (Á veggjunum í vinnu-
stofu Þ.Þ. hanga þrjú heiðurs-
skjöl varðandi Mann og verk-
smiðju frá þrem mismunandi
löndum.)
— Það er nú það versta við
þessi skjöl, að þau eru úr óætum
pappí-r.
— En þau eru viðurkennlng
samt.
— Þau eru viðurkenning,
meira að segja mjög kærkomin
viðurkenning og reka á eftir mér
til að halda áfram að heimta
skipulag á þessi mál. Til þess hef
ég þau hangandi hérna. Því sann
leikurinn er sá, að svona kvik-
myndagerð, smámyndir og heim-
ildarmyndir, sem auðvitað eru
undirstaða allrar annarrar kvik-
myndagerðar, g’efur ekkert í aðra
hönd ein og út af fy.rir sig. Svona
viðurkenning gefur að vísu af
sér atvinnumöguleika bæði hér
og þar, mér hefur verið boðin
vinna við háskóla í Bandaríkjun-
um, að kenna, og kvikmynda-
stjórn í Kanada, en rriín verkefni
eru hér. Hér ev það eina um-
hverfi, sem ég hef einhve.rja
möguleika á að þekkja og segja
frá. Ef það ekki má, þá nær það
ekki lengra.
— Geturðu sagt mér í fáum
orðum hver er mismunurinn á
þeim greinum leikhúslistarinnar,
sem við þér snúa hér og annars
staðar þar sem þú þekkir til?
— Já. Það er einfalt mál. Það
er einmitt nokkuð sem erlendir
starfsbræður mínir hafa tjáð sig
fulla af öfund um: Hár er allt ó-
gert!
— Þakka þér fyrir.
Þorvarður Helgason.
Fyrsta utanför Jap-
anskeisara í 2631 ái
Toikío, 20. sept. NTB.
• HINN 27. september legg-
ur Japanskeisari upp í
ferðalag og hyggst heimsækja
meðal annars Anchorage í
Alaska, Kaupmannahöfn,
Briissel, Paris, London, Haag,
Genf og Bonn og er það í
fyrsta sinn í 2631 ár, sem
Japanskeisari fer í ferðalag
út fyrir ríki sitt.
Samkvæimt trú keisarans
verður að leggja alla rneiiri-
háttar aitburði keisarafjöl-
skyldunnar umdir dóma for-
feðranma og hafa keisara-
hjónin Hirohito og Nagako
þegar varið mörgum klukku-
stundum við legstaði fyrri
keisara og skýrt þeim frá
ferðaáætlunum sínum.
Japanskeisari hefur ek!ki
pólitísku hlutverki að gegna,
heldur er hann tákn lífshátta
og hugsunarháttar Japana.
Stjárnmálamenm hafa ekki
gaignrýnt för hans, hins vegar
hafa lögreglu borizt viðvar-
anir um að öfgasinnaðir stúd-
entar hyggi á mótmælaað-
gerðir á flugvellinum þegar
keisarahjónin leggja upp í
ferð sína.
Hirohito er lærður maður í
haffræði og líffræði og er
sagður ætla að hafa með sér
eintök af síðustu ritgerð sinni
um sikeldýr í Sagami-flóa og
leggja fyrir líffræðinga. sem
hann gerir ráð fyrir að hitta
á ferð sinni. En fyrst og
fremst er gert ráð fyrir, að
keisarahjónin hitti fyrir fólk
í ferðinni, svo sem Nixon,
Bandaríkjaforseta, Elizabetu
Englandsdrottningu, Baudou-
in, Belgíukonuong, Júlíönu
Hollandsdrottningu, Pompi-
dou, forseta Fra'kklanda, — og
dönsku konungshjónin, en
með þeim snaeðir hann há-
degisverð í Friðriksborgarhöll.
Einnig skoða keisarahjónin í
Danmörk Kronborg og Litlu
hafmeyjuna. Ferðinni á að
ljúka 14. október.
Slá, sem Aase Lund Jensen hefur prjónað úr hvítum og sauð
svörtum lopa og fóðrað með rauðu fóðri.
Kemur með nýjar
prj ónahugmyndir
INNAN skamras er væntan-
leg hingað til lands Aase
Lund Jensen, ein fremsta
prjónakona Danmerkur. Kem
ur hún hingað fyrir forgöngu
Heimilisiðnaðarfélags íslands
og Norræna hússins og með-
ferðis hefur hún fjölbreyttar
prjónavörur, sem hún hefur
ve-rið að vinna að síðasta árið.
Hér rnun hún dveljast allan
októbermánuð, sýna prjóna-
vörur, sem hún hefur verið að
vinna, og kenna á námskeið
um.
í danska blaðinu Berlingske
Tidende birtist sl. sunnudag
viðtal við Aase Lund Jensen,
ásamt þremur myndum af
tízkufatnaði, sem nún hefur
prjónað úr íslenzkri uli: lopa
slá, peysu og húfu í stíl og
röndóttu síðpilsi og peysu við
úr eingkni.
f viðtalinu segir að Heimil
isiðnaðarfélag íslands hafi snú
ið sér lil Aase Lund Jensen og
beðið hana að sjá hvort hún
hefði ekki einhverjar skemmti
legar hugmyndir að fatnaði,
sem prjóna mætti úr íslenkri
ull í sauðalitunum. Nú hefur
hún í meira en heilt ár unnið
við íslenzku ullina — og ár-
angurinn fá fslendingar vænt
anlega að sjá í Norræna hús
inu i október, eftir því sem
Aase Lund segir i viðtalinu.
N ámsf lokkar nir
senda út námsskrá
XÁMSFLOKKAR Reykja-
víkur hafa á þessu hausti
tekið upp þá nýbreytni að
dreifa námsskrá sinni eða
þeim kennsluflokkum, sem
boðið er upp á tveimur vik-
um áður en kennsia hefst.
Hefur skráin legið frammi í
bókabúðum í miðbænum, og
í verzlunum í Árbæjarhverfi
og Breiðholtshverfi, þar sem
kennsla mun fara fram ef
þátttaka fæst, auk aðal-
kennslunnar í Laugalækjar-
skóla.
Er þetta tii mikils hagræðis
fyrir væntanlega nemendur og
námsfiokkana. Nemendur geta
þá kynnt sér hvernig kennslu
verður hagað í hverjum flokki,
svo þeir eigi auðveldara með að
velja sér flokk við innritun, en
hún fer fram i Laugalækjar-
skóla 28.—30. sept. kl. 16.30—
19.30 og kl. 16—19 laugardaginn
2. október i Árbæjarskóla og
Breiðholtsskóla,
Bóklegar greinar, sem boðið
er upp á eru, tungumálin, is-
lenzka, danska, enska, þýzka,
franska, sænska og spánska,
norska, sem byrjaði eftir ára-
mót i fyrra og ítalska, sem nú
er í fyrsta skipti á skrá. Auk
þess eru flokkar i reikningi og
bókfærslu. Ef nægileg þátttaka
fæst er boðið upp á kennslu í
islezkum bókmenntum, foreldra-
fræðslu og barnasálarfræði, leik-
húskynningu, sem var í fyrra og
ræðumennsku og fundarreglum,
sem er nýtt á skrá.
1 verklegum greinum er nú
boðið upp á tauprent, auk þeirra
greina, sem áður voru kenndar,
sem eru kjólasaumur, barna-
fatasaumur, sniðteikning, vélrit-
un, föndur og smelti.
Kennt er á kvöldin kl. 7.30—
10.30. Skólastjóri er Jónas Ey-
steinsson.
í $tuttu máli
GANGA FRA FINN-
LANDI TIL
PAKISTANS
Helsinki: Þrjátíu Pakistamar, t
sem ekki fá atvininuleyfi íj
Finnlandi, eftir nýtekna I
ákvörðun finnsku stjárnarinin-
ar þessa efnis, lögðu í dagj
af stað fótgangandi frá Hel-
sin'ki áleiðis til Aabo. Þaðan \
ætla þeir að fara yfir til Sví-|
þjóðar og áfram suður eftir|
Evrópu áleiðis heim til sín.
Pakistönunum hafði verið I
boðin ókeypis flugferð heimí
til sín, en það afþökkuðu þeiri
og kváðu slíkt tilboð auð- J
mýkj andi í alla staði. Aukin ’
heldur kváðust þeir gjarnan |
vilja nota tækifærið og sjáj
sig ögn um í heiminuim.
• SKÆRUR í BENGAL
Karachi: — Pakistanskir
hermenn hafa fellt 62 manns,
og tekið níu tiij fanga í árás á
felustað skæruliða í Austur-
Pakistan nálægt indversku
landamærunum að sögn Pakist
an-útvarpsins.
BJÓÐA PATHET-LAO
AÐ VERA MEÐ
Vientiane: Stjórnin í Laos
hefur boðið Pathet Lao-hreyf-
ingunni, sem er komimúnistisk
að taka þátt í almennum þing-
kosningum, sem eiga að fara
fram í janúar á næsta ári, að
því er opinberar heimildir
greindu frá í dag. Var orð-
sending þessa efn is send fyrir
nokkrum dögum frá innan-
ríkisráðherranum Pheng
Phong Favan til leiðtoga
Pathet Lao-hreyfingariunar
Souphanoouvong prins.
SPRENGINGAR!
New York: Sprengja sprakk
úti fyrir aðsetri fulltrúa
Kongo-lýðveldisins á þingi
1 Sameinuðu þjóðanna í dag, og
skömimu síðar fannst sprengja
af svipaðri gerð úti fyrir
I bækistöðvum sendinefndar-
innar frá Malawi. Slys urðu
ekki á mötnnum, við spreng-
inguna, en talsverðar skemmd-
ir á byggingunni.
1 m'* '
Leif Panduro
i
PANDIIRO FÆR
BÓKMENNTAVERÐLAUN
Kaiipmannahöfn: Danska
akademian ákvað í dag að
rithöfundurinn Leif Panduro
hlyti bókmenntaverðlaun aka-
demíunnar í ár. Þau nema nú
50 þúsund dönskum krónum.
Panduro mun veita verðlaun-
unum viðtöku þann 28. nóv-
ember. í forsendum segir, að
höfundurinn sé gáfaður skáld-
sagnahöfundur og hafi einnig
lagt fram merk og vönduð
framlög til sjónvarpsleikrita-
gerðar í Danmörku.