Morgunblaðið - 25.09.1971, Page 10

Morgunblaðið - 25.09.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 . ■ ■: V' Hluti hópsins, sem þátt tók í keppninni. Við móttökuna hjá borgarstjóra Guatalajara. Frá tízkusýningunni. Flugfreyjubúningur Loftleiða: „Bezti flugfreyju- búningur ársinsu — rætt viö Henný Hermanns- dóttur sem var fulltrúi Loft- leióa á keppni, sem haldin var í Mexico Henný Herniannsdóttir hef ur í sumar unnið hjá Loftleið uni, og tók fyrir nokkrum dög um þátt í sýningu á einkenn- isbúningum flugfreyja, sem haldin var í Mexíkó. Þátt- takendur voru um 70 stúlkur frá hinum ýmsu félögum, og sýndu þær hver um sig ein- kennisklæðnað síns flugfé- lags. Einkennisbúningur Loft leiða hlaut þar viðurkenn- ingu sem „Bezti flugrfreyju- búningur ársins“, en hann er hannaður af Jóni Þörissyni, klæðskera, lijá Modelmaga- sín. Af þessu tilefni hafði Morg unblaðið tal af Henný, og spurðist fyrir um ferðina. — Ég fór af stað í ferðina fimmtudaginn 9. september, og var kominn til Mexíkóborg ar seinni hluta föstudagsins. Þar voru samankomnar um 70 stúlkur frá hinum ýmsu flug- félögum, og bauð ein þeirra öllum hópnum til kvöldverð- ar. Hún var reyndar flug- freyja hjá Mexico Airlines, og vænti ég að hún hafi not- ið góðs stuðnings síns félags við þessi útgjöld. Daginn eftir fórum við svo til Puerto Variarda, sem er mjög fagur smábær við strönd Mexíkóflóans. Allt er þar með rólegheita yfir- bragði, göturnar gerðar úr höggnu grjóti og húsin flest úr kalksteini eða leir. Lofts- lag er þarna mjög þægilegt, 30—35 stiga hiti og ekki mjög rakt. Þess má geta, að Burton hjónin, Elizabeth og Richard, eiga þarna sumarhús og dveljast þar oft í fríum sín- um. Sonur þeirra, sá sem fyrir skömmu afrekaði það, að gera Elizabetu að „fegurstu ömmu í heimi“ var um þessar mund- ir staddur þarna ásamt sinni fjölskyldu. Ekki virtist frú- in vera iðin við matseldina, því að þau borðuðu venjulega á hótelinu þar sem við bjugg um. Fyrsta kvöldið sem við dvöldumst í Puerto Variarda, var haldin tízkusýning, eða öllu heldur einkennisbúninga sýning, á hótelinu, og var til hennar boðið um 80 manns. Ein stúlknanna hafði reynd- ar orð á því, að líklega væru ekki fleiri konur búsettar i þorpinu, og má það vel vera. Að sýningunni lokinni var veizla og loks var dansleik- ur, úti undir berum himni. — Sunnudaginn áttum við svo frían, og var strax um morguninn haldið á strönd ina til að njóta sólarinnar. Of mikið má þó af öllu gera, og um fjögurleytið vorum við nokkrar orðnar skaðbrennd ar undan sólinni, og lágum sárþjáðar í rúminu það sem eftir var dagsins. — Snemma næsta dag var svo haldið af stað til Guata- lajara, sem er næst stærsta borg Mexíkó. Á flugvellinum þar var saman komin heilmik il móttökunefnd frá borgar- stjórninni, og var okkur tek- ið með „pomp og pragt“. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hóteli, var haldið til móttöku hjá borgarstjóranum sjálfum. Þá var farið í kynnisferð um hluta borgarinnar og m.a. var skoðað ráðhúsið og þinghús fylkisins. I hádegisverðarboði þá um daginn, hittum við umboðs- menn flugfélaganna í Mexikó. Loftleiðir opnuðu fyrir þrem ur mánuðum umboðsskrjf- stofu í Guatalajara, en þær hafa, eins og kunnugt er, rek ið skrifstofu í Mexíkóborg síð an 1967. — í Guatalajara dvöldumst við i þrjá daga í vellysting- um, fórum þar m.a. á úti- markað og sitthvað fleira. Á þriðjudagskvöldið var hald- in sýning á búningunum, og hlaut þá flugfreyjubúningur Loftleiða viðurkenningu sem „Bezti flugfreyjubúningur ársins". — Nú hefur þessi búningur verið mjög umdeildur hérlend is. Hvaða kosti hafði hann helzta, að dómi dómnefndar? — Hann þótti vera mjög ný tízkulegur í sniði, og sam svara sér vel sem alklæðnað ur. Flest flugfélögin voru með slétta kjóla og stutta jakka. Skór og veski voru jafnvel í allt öðrum stíl en búningurinn sjálfur, og að- eins örfáar voru með hatta. T.d. voru stúlkurnar frá Suð ur-Amerikulöndunum íklædd- ar búningum, sem einna helzt minntu á „Baby-dolI“- nátt- föt, þ.e. stuttbuxur og óveru legir jakkar. Islenzki búningurinn þótti hafa upp á að bjóða mun meiri fjölbreytni en almennt gerist, enda tilheyra honum: pils, jakki, síðbuxur, skokk- ur, sem hægt er að nota sem vesti við buxur og tvær gerð ir af blússum. Allt þetta er svo hægt að velja um i tveimur litum. Ennfremur fylgja honum bæði vetrar- og sumarkápur, stígvél, hattur, svuntur og veski, sem allt er í sama lit. — Á miðvikudag tókum við þátt í skrúðgöngu, sem var kölluð Alþjóðlega vináttu- skrúðgangan eða „Internat- ional friendship parade“. Auk okkar tóku þátt í henni fegurðardísir víðs vegar að úr Mexíkó og Bandaríkjunum, og hópur stúlkna, sem voru íklæddar hinum ýmsu þjóð- búningum, þ. á m. var ein sem bar íslenzka fánann, en ekki er ég nú viss um, að þjóðbúningurinn hafi verið héðan. Gangan tók tvo tíma, og höfðum við þá gengið samtals um tvær mílur, sem er ekki eftirsóknarvert í þessum hita. Öllu var þessu sjónvarpað beint út, og þegar gangan endaði á ráðhústorginu, sat borgarstjórnin á svölum ráð- hússins og veifaði til mann- fjöldans. Seinna komu þeir borgarstjórinn og fylkisstjór inn, og tóku i höndina á öll- um þátttakendum skrúðgöng- unnar, sem voru um 300 tals- ins. Sátum við svo hádegisverð arboð þeirra og fengum af hent árituð viðurkenningar- skjöl eða „diploma" frá þeim. — Um kvöldið var svo heil mikið um að vera í borginni, m.a. var flugeldasýning á ráð hústorginu, og ávarpaði þar borgarstjórinn mannfjöld- ann. Reyndar voru borgar- stjórakosningar í Mexíkóborg daginn eftir, og vera má, að þetta hafi allt verið liður í einhverju kosningabralli. Daginn eftir var svo hald- ið heim á leið, fyrst til Mexí- kóborgar þar sem ég dvald- ist í einn dag, og loks til New York og heim. 3-400 þús. kr. tap ALLS seldust 1603 aðgöngumiðar á hljómieikana í Laugardalshöll- inni, samkvæmt tainingu toll- yfirvalda, og kostaði hver miði 600 krónur. Kom því tæp milljón i kassann, en hún dugði þó ails ekki til að greiða allan kostnað og að mati Ingibergs Þorkeissonar, umboðsmanns skemmtikrafta, sem stóð fyrir hljómleikunum, má áætla tapið um 3—400 þúsund krónur. Kvaðst hann þó ekki verða gjald- þrota, þar sem hann gæti greitt allar skuldir. Það voru fjögur atriði, sem réðu þvi, að dómi Ingibergs, að aðsóknin varð ekki meiri. I fyrsta lagi var boðið upp á hljóm sveitir, sem unglingarnir þekktu ekki; í öðru lagi var laugardagur inn óheppilegur dagur til að halda hljómleika; í þriðja lagi voru hljómleikarnir of langir (6 tímar) að mati margra og í fjórða lagi voru miðarnir of dýr- ir. Taldi Ingibergur að hægt ætti að vera að bæta úr öllum þess- um atriðum, nema þá kannski þvi fjórða, en miðaverðið ákvarð- aðist með hliðsjón af ýmsum óumflýjanlegum kostnaðarliðum. Af verði hvers miða þyrfti hann að greiða 40% í skatta og húsa- leigu, laun til hljómsveita næmu um 2—300 þús. kr. og flutnings- kostnaður þeirra fram og til baka milli Englands og Islands næmi um 400 þús. kr., þrátt fyr- ir mikinn afslátt Flugfélagsins. Ingibergur kvaðst ótrauður mundu halda áfram að færa upp hljómsveitir; hann hefði góð sambönd við þekktar umboðs- skrifstofur erlendis, sem litist vel á alla aðstöðu hér, og síðast er ekki sízt: Honum hefði þótt mjög gaman á hljómleikunum á laug ardaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.