Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971
15
S^ötugur í dag:
Hallgrímur S.
Kristjánsson
SJÖTUGUR er í dag vinur minn,
og næsti nág'anni, Hallgrímur
Sveinn Kristjánsson, bóndi á
Kringlu í A-Hún. Hallgrímur er
fæddur á Hnjúki í Vatnsdal, en
vegna erfiðra aðstæðna foreldra
sinna, var hann misserisgamall
tekinn til fósturs af þeim sæmd-
arhjónum Valgerði Einarsdóttur
og Jóni Jónssyni bónda á Hofi.
Þar átti hann heimili allt til árs-
ins 1935, er hann flytur að
Kringlu á Ásum, en þar hefur
hann búið síðan. Jörðina keypti
hann 1937.
Hallgrímur hefur alla ævi
dvalizt í sveit, og þar af bóndi
í 36 ár. Hann eir mikill náttúrvi-
unnandi, og hefur meiri þekk-
ingu á sumum þeim greinum, sem
varða náttúru landsins, einkum
þó gróðurríkið, en títt er um þá
sem lengri skólagöngu hafa noi-
i«. Hann er fjármaðtir góður, og
hestamaður og hefur marga gæð
inga átt um dagana. í búskap sín-
um hefur honum farnazt vel og
bætt jörð sína mikið án þess að
um bein stórumsvif hafi verið að
ræða.
Hallgrímur hefur ekki sótzt
eftir forystu á sviði félagsmála,
en hefur þó gegnt ýmsum störf-
um fyru' sveit sína, m.a. setið í
, hreppsnefnd um skeið. Þau störí
sem önnur hefur hann rækt af
þeirri alúð, sem honum er lagin.
Hann var iþn fjölda ára grenja-
skytta og hefur margan frægan
sigur unnið í viðskiptum við
skoJla.
Kom honum þar að góðu haldi
hve létt honum vannst að skynja
háttsemi og viðbrögð dýranna, en
slíkt er aðeins á færi þeirra, sem
ganga með opin augun úti i nátt-
úrunni. Hann hefur gegnt flest-
um þeim störfum, sem varða
fjallskilamál, sem gangnamaður,
gangnaforingí og réttarstjóri og
hefur hans rúm ævinlega verið
vea skipað á þeim vettvangi.
Hann vav löngu þrautreyndur
gangnamaður, áður en hann hóf
búskap á Kringiu, og sem dæmi
um það álit, sem hann ungur
hafði unnið sér meðal Vatnsdæl-
inga í þeim efnum má neína, að
stórbændur þar fengu hann tvö
haust sem foringja við að reka
sláturlömb suður um heiðar til
Réykjavíkur. Leystí hann það
verkefni svo af hendi, að ekki
varð betur kosið, og mundi þó
ekki öilum hent. Einn ríkasti þátt
urinn í fari Hallgríms er natni
hans við skepnur. Má næstum
segja, að hann sé sjálfmenntaður
dýralæknir af guðs náð. Var
hann tíðum sóttur bæ frá bæ til
hjálpar, ef eitthvað bar út af
með skepnur, áður en dýralækn-
ir settist að í héraðinu. Einnig
ferðaðist hann talsvert til þess
að skoða fé þegar fjárpestir geis-
uðu. Aldrei hefur hann virzt ætl-
aet til launa fyrir hjálp sína við
náungann af þessu tagi, hjáip-
. semin hefur verið aðalatriðið,
enda sjaldan komíð greiðsla fyr-
r. Væri þar mikill sjóður kom-
n, ef fuilgoldið væri.
Hallgrimur er jafnan hress í
bragði, gestrisinn og skemmti-
legur heim að sækja. Hamn er
skemmtinn í vinahópi og lætur
gjaman fjúka í kviðlingum.
Munu margi.r gangnafélagar hans
minnast þess hve létt honum
veitist að halda uppi glaðværð
þegar komið er í áfanga, þangað
til mál þykir að ganga til náða.
Hann ber aldurinn vel, þótt þrek
ið sé minna en fyrrum, sem von-
legt er.
Hallgrímur er kvæntur Herm-
ínu Sigvaldadóttuir frá Hrafna-
björgum í Svínadal, hinni ágæt-
ustu konu. Er hennar Ihlutur ekki
smá.r- í farsæld heimilisins. Þau
hjónin eiga þrjú börn, hið mesta
myndaT- og efnisfólk. Elzt er
Gerður, sem búsett er á Blöndu-
ósi, gift Hilmari Snorrasyni bif-
ireíðastjóra, þá Jón Rejmir, sem
nú býr á Kringlu ásamt konu
sinni, Sigurbjörgu Ólafsdóttur,
og Ásdís, er lokið hefur námi sem
fóstra.
Á þessum tímamótum í lífi
Hallgríms færi ég honum mínar
beztu heillaóskir. En jafnframt
flyt ég þeim hjónum báðum og
heimilinu öllu sérstakar þakkir
fysrir nágrennið á liðnum árum.
Þar hefur aldrei skuggi á fall-
ið. Ég þakka vináttu þeirra og
sérstæða hjálpfýsi. Og ég þakka
hlýjuna, sem hverju sinni -fylgir
handtaki þeirra beggja. Megi
þau njóta farsældar til leiðar-
loka.
Vinir Hallgríms og sveitungar
bjóða honum og fjölskyldu hans
til kaffisamsætis að Flóðvangi í
dag.
Pálmi Jónsson.
Þrjátíu og sjö nýjar
h j úkr unarkonur
EFTIRTALDAR hjúkrunarkonu-r
voru brautskráðar frá Hjúkrun-
arskóla íslands 18. 9. 1971.
Anna María Halldórsdóttir frá
Akureyri.
Anna Halldís Skarphéðinsdótt-
i.r frá Akureyri.
Ágústa Halldóra Kristjánsdótt-
ir frá Akureyri.
Bergþóra Helgadóttir frá Egils
stöðum.
Birna Blomsterberg frá Hafn-
arfirði.
Birna Lárusdóttir frá Hafnar-
firði.
Bryndís Jónsdóttir frá Reykja
vík.
Edda Jóhannsdóttir frá Akur-
ejrvi.
Elín Guðrún Einarsdóttir frá
Bíldudal.
Elísabet Kemp frá Sauðár-
króki.
Erlín Óskarsdóttir frá Reykja-
vík.
Hanna Fjóla Eiríksdóttir frá
Akureyri.
Herborg ívarsdóttir frá Reykja
vík.
Herdís María Júlíusdóttir frá
Akureyri.
Jóhanna Hrefna Hólmsteins-
dóttir frá Blönduósi.
Karítas Ragnhildur Sigurðar-
dóttir frá Akureyri.
Kristín Svanhi'ldur Pétursdótt
ir frá Gautlöndum.
Lena Margareta Otterstedt frá
Akureyri.
Ma.'grét Ólöf Magnúsdóttir frá
Reykjavík.
María Tómasdóttir frá Reykja-
vík.
Ólöf Sigriður Guðmundsdóttir
frá Kópavogi.
Ragna Valdimarsdóttir frá
Reykj avik.
Ragnheiður Alfonsdóttir frá
Kópavogi.
Ragnheiður Sigurðardóttir f«rá
Sandgerði.
Ragnhildur Birna Jóhanns-
dóttir frá Reykjavík.
Sigríður Helga Aðalsteinsdótt-
ir frá Hafnarfirði.
Sigríður GuiV'ún Héðinsdóttir
frá Fjöllum, Kelduhverfi.
Sigrún Lind Egilsdóttir frá
Borgarnesi.
Sigrún Valgarðsdóttir frá
Reýkjavík.
Steinunn Hafdis Pétursdóttir
frá Keflavík.
Vigdís Eyjólfsdóttir f.rá Reykja
vík.
Vilborg Reykjavík. Ingólfsdóttir frá
Vilborg Reykj avík. Sigurðardóttir frá
Þorbjörg Reykjavík. Ásgrímsdóttir frá
Þuríður Bergljót Haíraldsdótt-
ir frá Egilsstöðum.
Ennfremur voru brautskráðar
í júní 1971;
Sigríður Þorsteinsdóttir frá
Álfhólahj áleigu, V.-Landeyjum.
Steinunn María Einaísdóttir
frá Hafnarfirði.
Kirkjukór Bústuðusóknor
óskar eftir vönu söngfólki, sérstaklega karl-
röddum. — Uppl. gefa Svavar Erlendsson í
síma 37734 eftir kl. 6 og Jón G. Þórarinsson,
sími 34230.
Forsíða Sjálfs bjargar 1971
S j álf sb j ar gar dagur
á sunnudaginn kemur
Meirihluti
fylgjandi
Kínaförinni
Washiisgton, 20. sept. NTB.
SAMKVÆMT úrslitum skoðana-
könnunar, sem Harris-stofnunin
birti í Washington Post í dag,
er meirihluti Bandaríkjamanna
fylgjandi fyrirtætlunum Nixons,
forseta, um að heimsækja Kína
og trúaður að heimsóknin muni
fljótlega hafa í för með sér auk-
in viðskipti Kína og Banda-
ríkjanna.
Samkvæmt þessari könnun
voru 68% fylgjandi heimsókn-
inmi, 19% andvígir henni og 13%
höfðu ekki tekið afstöðu. Helm-
ingur þeirra, sem spurðir voru,
kváðust samþyk’kir diplómatískri
viðubkeniningu á Kínverska al-
þýðulýðveldinu, 24% voru andvíg
ir. Þá voru 48% fylgjandi því að
Kína femgi aðild að Saimeinuðu
þjóðunum en 24% á móti því.
Hims vegar voru 62% á móti því
að Formósu yrði vikið úr sam-
tökunum en 9% voru því fylgj-
andi. Þá kom í ljós, að 52%
þeirra sem spuxðir voru, höfðu
litla trú á því, að Kmaheimsófcn-
in mundi leiða til þess að banda-
ríska herliðið yTði kallað fljótar
heim frá Suður-Vietnam — 26%
voru bjartsýnir í þeim efnium.
Loks töldu 66% að heimsókn
Nixons til Kína mundi fljótlega
hafa í för með sér aukin við-
skipti milli Kína og Bandaríkj-
anna.
MERKJA- og blaðsöhidagur
Sjálfsbjargar, landssarnbands
fatlaðra, verður á sunnudaginn
kemur. Tímaritið Sjálfsbjörg
kemur nú út í þrettánda sinn og
meðal efnis þess er ávarp heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Magnúsar Kjartanssonar
og greinar um menntun fatlaðra.
Til Sjálfsbjargar teljast nú 12
félög með á ellefta hundrað
félaga, en fyrstu félögin voru
stofnuð fjTÍr 13 árum.
Eitt aðalmál samtakanna nú
er bygging Vinnu- og dvalar-
heimilis við Hátún í Reyfcjavik
og er stefnt að þvi að taka húsið
í notkun á næsta ári. Á dvalar-
heimilinu verða 45 einstaklings-
herbergi og hafa margar fyrir-
spurnir um dvöl þar þegar bor-
izt. Auglýst verður eftir um-
sóknum fyrir áramót.
„Yfir fold
og flæði‘
í GREIN í Morgunblaðinu í gær
um nýjar bækur, sem koma út í
haust misritaðist heitið á sjálfs-
ævisögu Sigfúsar M. Johnsen fyrr
verandi bæjarfógeta í Vest-
mannaeyjum, en bók hans ber
heitið „Yfir fold og flæði“ og er
gefin út af ísafold. Þetta er 5.
bók höfundar hjá þessu sama for
lagi og er ■rithöundarferill Sig-
fúsar orðinn nokkuð langur, því
fyrstu bók sína ritaði hann á
unga aldri, en nú er hann 85 ára
gamall.
JUDO
Júdódeild Ármanns hefur vetrarstarfsemi sína með haustnám-
skeiðum 1. október. Kennsla fer fram í byriunaflokkum kvenna,
karla og drengja ásamt framhaldsflokkum kvenna og karla.
Innritun fer fram að Ármúla 32 (14) miUi kl. 7 og 9 e. h.
Nánari upplýsingar í síma 83295 á sama stað.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS, Armúla 32 (14),
Reykjavík, sími 83295.
Sölumannadeild.
Sölumannadeild
Hádegisverðarfundur
Fundur verður haldínn laugardaginn 25. september næstkom-
andi í Átthagasal Hótel Sögu klukkan 12.15.
Gestur fundarins: Hr. Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur.
Ræðuefní:
1) Staða sölumannsins í fyrirtækinu.
2) Félagsmál.
Mjög áríðandi er að allt sölufólk mæti á fundi þessum.
Stjóm sölumannadeildar V.R.