Morgunblaðið - 15.10.1971, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.10.1971, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 Nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglu BORGARRÁÐ hefur að tillögu yflrsakadómara ráðið Magnús Egrgertsson í starf yfirlögreglu- þjóns rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík frá 1. nóvember n.k. Magnús, sem er 64 ára, á lang- an og farsælan lögreglumanns- feril að baki. Hann tekur nú við af Ingólfi Þorsteinssyni, sem læt ur af störfum yfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir. Magnús Eggertsson er fæddur 8. marz 1907 í Hjörsey, Hraun- hreppi í Mýrasýslu, sonur Magn Magnús Eggertsson. úsar Eggerts Magnússonar bónda þar og konu hans Guðríð- ar Guðmundsdóttur. Magnús varð varðstjóri í lög- reglunni í Reykjavík 1930 og gekk i rannsóknarlögregluna 1941. Frá 1. janúar 1969 hefur hann verið aðstoðaryfirlögreglu- þjónn rannsóknarlögreglunnar. LEIÐRETTING MEÐ frásögn af „buslinu", buisaskím í Mermtaskólanum við Tjömina, sem birtist í blað- inu í gær, var einnig birt mynd frá sarns konar athöfn nem- enda í M enntaskólanum við Hamrahlíð, ,,jambei'ingunum“, sem fram fóru i Öskjuhlíð á laugardagskvöidið. Vegna mis- taka féU myndartextinn niður og er hér með beðizt velvirð- ingar á því. Ný pósthús rísa á Austfjörðum Egilsstöðum, 12. október. SENN er lokið byggingu pósts- og símstöðvarhúss á Egilsstöð- um. íbúð stöðvarstjóra, sem erá efri hæðinni, er þegar tilþúin, en áætlað er að afgreiðsla pósts og síma verði tilþúin 1. feþrúar. 1 kjallara hússins eru tvö her- bergi, sem ætluð eru fyrir starfs- menn símstöðvanna, sem þurfa að koma til eftirlits og við- gerða og eru þau höfð til þess að lækka kostnað við ferðalög úti á landi. Rækjuveiðar á Vestf jörðum; Afli tregur og smá r æk j a í Arnarfirði — Heildarveiði báta takmörkuð við 6000 kg á viku í ísafjarðardjúpi RÆKJUVEIÐAR í Amarfirði hófust 15. september sl., og stund uðu 11 bátar veiðamar í sept- ember. Heildarafli á þeasu tíma- bili varð 38.7 lestir. Afli var yfir leitt tregur og rækjan mjög smá. Aflahæstu bátarnir voru með rösklega 5 lestir í 11—13 róðrum. í fyrra hófust rækjuveiðar í Þeir hlutu f lest atkvæði Rætt við séra Árna Pálsson og séra Þorberg Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til prestanna tveggja, sem flest atkvæði hhitu í prests- kosningunum í Kópavogi i í hvoru kjördæmi. Fyrst sneri Morgunbl. sér til Árna Páls- sonar, sem hlaut flest at- kvæði umsækjenda um Kárs- nesprestakall. — Ég skal vera stuttorð- ur. Ég er í senn undrandi og þakklátur yfir þvi mikla fylgi sem ég hlaut, og einnig vil ég þakka meðframbjóðendum minum fyrir drengilega fram komu meðan á kosningaundir búningi stóð. Á þessari stundu er mér efst í huga viðskiln- aðurinn við sóknarbörnin vestra. Þar þjónaði ég með frændum og vinum, sem hafa sýnt mér og konu minni ó- venjumikinn trúnað með því að fela okkur mörg ábyrgðar- míkil störf. Ég kveð þá með söknuði. Hins vegar má öllum vera ljóst, að þegar maður leggur út í tvísýna kosningu gegn glæsilegum og gegnum fram- bjóðendum, þá blasir sigur- inn engan veginn við fyrir- fram. Því heldur maður áfram sínum eðlilega starfa í heimabyggðinni og það höf- um við hjónin gert. Og nú þegar líður að vetri finn ég, að ég þarf umþóttunartíma til að komast í starfsaðstöðu í þeirri sókn, sem ég væntan- lega kem til með að vera skip aður í, þar sem ég hef eins og ég sagði áðan emgar ráð- stafanir gert. En ég vænti mikils af sam- starfinu við séra Þorberg Kristjánsson, væntanlegan starfsbróður mimn í Kópa- vogi, og hlakka til viðkynn- ingarinnar við sóknarbörn mín. Hvernig svo sem at- kvæðin hafa fallið er það min heitasta ósk og bæn að söfn- uðurinn komi heill til starfa, þegar þar að kemur, og ég vænti þess að Kópavogur muni ekki skiptast svo mjög í tvær heildir við það að fá tvo presta i afmörkuðum prestaköllum. Þá náði Morgunblaðið tali af séra Þorbergi Kristjáns- syni, sem atkvæðahæstur varð umsækjenda um Digranes- prestakall. Hann sagði: — Jú, ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með kosninga úrslitin. Þau eru skýr, þótt munurinn á atkvæðatölu minni og næsta manns sé llt- il. Þess ber að gæta, að um- sókn mín um Digranespresta kall átti sér stuttan aðdrag- anda, og ég þekkti þar tiltölu lega fáa fyrir, þótt ég ætti þar nokkra persónulega vini. En þegar ég fór að ganga um bæinn og berja að dyr- um, var mér yfirleitt tekið af mikilli alúð og úrslit kosn- inganna sýna, að sú alúð var ekki yfirborð eitt. Mér þykir bara leitt, að mér gafst ekki timi til að heimsækja nema nokkurn hluta af íbúum prestakallsins, en vonandi kemst ég í persónuleg tengsl við þá sem flesta áður en langur tími líður. Þetta prestkosningafyrir- komulag er auðvitað vand- ræða fyrirbæri, en ég varð ekki var við annað en allt væri sæmilegt varðandi kosn- ingaundirbúninginn. Er ég þakklátur félögum mínum, sem með mér sótfcu fyrir drengilegan leik og vona að stuðningsmenn þeirra sætti sig við orðinn hlut. Nú var kosningin að vísu ekki lög- mæt, þannig að veitingarvald- ið er í höndum kirkjumálaráð herra, en ég geri ráð fyrir að þeirri hefð verði fylgt að veita þeim, er flest atkvæði hlýtur. Ég á að sjálfsögðu mikið Framhald á bls. 21. ArnarfirÖi 21. september, og öfl- uðu 13 bátar þá 47.6 lestir. Frá Drangsnesi og Hólmavík stunduðu 5 bátar rækjuveiðar í september og öfluðu þeir sam- tals 24.3 lestir. Aflahæstur var Kópur með 6.3 lestir, en fjóvir bátanna fengu um 6 lestir. f fyrra voru 3 bátar frá Hólmavík byrjaðir rækjuveiðar í septem- ber og öfluðu þeir samtals 17.8 lestir. Við ísafjarðardjúp hófust rækjuveiðar 1. október sl. og eins og komið hefur fram, stunda nú um 70 bátar rækjuveiðar í Djúp- inu, en það er veruleg aukning frá því í fyrra. Heildarveiðimagn verður nú takmarkað við 160 lestir á viku hverri, en leyfilegt er að hagræða því á milli vikna. Fyrstu þrjá daga vikunnar má hver bátur veiða 1500 kg, en heildarafli hvers báts er tak- markaður við 6000 kg á viku, eins og í fyrra. Fréttamaður hafði samband við Björgvin Lútersson, póst- og símstöðvarstjóra á Egilsstöðum. Sagði hann að byggingarfélagið Brúnás h.f. hefði séð um bygg- ingu póst- og símahússins á Eg- ilsstöðum og gat hann þess að nú væru í byggingu póst- og símahús á Reyðarfirði, Seyðis- firði, og viðbygging við pósthús- ið á Eskifirði. Ennfremur hefði verið undirskrifaður samningur við Brúnás 2. september sl. uim byggingu póst- og símstöðvar- húss á Vopnafirði. Lauk hann miklu lofsorði á frágang og vinnu við þessi hús og sagði að Brúnás hefði það góðum fag- mönnum á að skipa, að ekki þyrfti að sækja þá til annarra landshluta. Bnnfremur sagði harm blaðinu, að Brúnás hefði séð um innréttingar í póst- og símahúsið á Höfn og í Neskaup- stað. Sjálfvirki síminn var opnaðup hér 10. apríl 1970, og var hann þá til húsa í fyrsta áfanga nýju símstöðvarinnar. — Hákon. Tvö nöfn vantaði 1 MINNINGARGREIN um Arn- grím Arngrímsson frá Þorsteins stöðum í Svarfaðardal, er birt- ist sl. laugardag eru taldir upp bræður hans. 1 þessa upptaln- ingu vantar tvö nöfn en þau eru: Tryggvi, sem dó ungur og Krist- inn, sem nú býr i Reykjavík og er 71 árs. Fastanefndir á Alþingi Á FUNDI í sameinuðu þingi í gær var kosið í fastanefndir sam einaðs Alþingis. Að loknum þeim fundi voru settir fundir í báð- um þingdeildum og fastanefndir kosnar þar. Við nefndarkjörið báru stjórnarflokkarnir fram sameiginlegan lista, en síðan komu fram tveir listar í viðbót frá Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki. Sjálfkjörið var í allar nefndirnar, þar sem ekki bár- ust fleiri framboð, en kjósa skyldi í hverja nefnd. Þingmenn skiptast í nefndist á eftirfarandi hátt: SAMEINAÐ ÞING: Fjárveitinganef nd: Ágúst Þorvaldsson, Ingvar Gíslason, Vilhjálmur Hjálmarsson, Geir Gunnarsson, Karvel Pálmason, Jón Árnason, Matthías Bjarnason, Steinþór Gestsson, Jón Ármann Héðinsson, Utanríkismálanef nd: Aðalmenn: Eysteinn Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Gils Guðmundsson, Bjarni Guðnason, Jóhann Hafstein, Matthías Á. Mathiesen, Gylfi Þ. Gíslason. Varamenn: Jón Skaftason, Steingrímur Hermannsson. Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Geir Hallgrímsson, Friðjón Þórðarson, Benedikt Gröndal. Allsher jarnef nd: Gísli Guðmundsson, Björn Fr. Björnsson, Framhald á bls. !J Brennu- vargar í Stokkhólmi H. G. 10.10. 1971. ALGER brennuvargafaraldur herjar nú í Stokkhólmi. Suður- hluti borgarinnar hefur orðið hvað verst xiti í þessu æði og líð ur naumast sú nótt að þar komi ekki upp ein eða fleiri íkveikj- ur. Frá því í haust hefur lög- reglan haft afskipti af 150 íkveikjum, en síðustu vikurnar hefur þeim fjölgað óhugnanlcga og liafa þær kostað 4 mannslíf og óteljandi slys á tæpum tveim- ur mánuðum. Tjónið sem þess- ar ikveikjur hafa vaidið skiptir tugum milljóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.