Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 17
MORGUNiBLAJÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 17 Horft yfir Skeiðarársand. Ljósm. Mats Wibe Lund. Reykjavíkurbréf Laugardagur 6. nóv. ísland og umheimurinn Á dögunum lét dugnaðarmað- ur austur á fjörðum orð falla á þá leið, að íslenzk málefni vektu mikla athygli úti í hinum stóra heimi og lét í ljós nokkra ánægju yfir því. Vissulega er það rétt, að áform ríkisstjórnarinn- ar um brottrekstur varnarliðsins og fyrirhuguð útfærsla fiskveiði- lögsögunnar hefur valdið þvi, að meira hefur verið fjallað um Is- lenzk mál í blöðum beggja vegna Atlantshafsins en verið hafði um skeið. En ekki hafa þau skrif öll orðið landi og þjóð til fram- dráttar nema síður væri. Sem dæmi um þau áhrif, sem skrifin um brottvísun vamarliðsins og veru tveggja kommúnista í ríkis- stjórn á Islandi, geta haft, má nefna, að fyrir nokkru barst kaupsýslumanni í Reykjavík bréf frá t> viðskiptaaðila á Spáni með heiðni um, að hann tæki að sér sölu á framleiðsluvörum hins spænska fyrirtækis í Sovétríkj- unum. Af bréfinu mátti glögg- lega marka, að forráðamenn hins spænska fyrirtækis töldu, að samband Islendinga við Sovét- ríkin væri nú orðið svo náið, að ekki væri öðrum betur treystandi til að afla markaða I Sovét, en kaupsýslumönnum á Islandi! Hitt er nauðsynlegt, að við Is- lendingar gerum okkur ljóst, að hvað sem líður skrifum í erlend- um blöðum, fyrst eftir valdatöku vinstri stjórnarinnar í sumar, er Island ekki í brennidepli alþjóða stjórnmála. 1 þeirri einangrun, sem við I raun og veru búum við — og er mun meiri en ætla mætti þrátt fyrir tíðar samgöng- ur við útlönd — hættir okkur stundum til að líta svo á, að við og okkar mál séum í miðdepli atburðanna. En því fer fjarri. Jafnvel í Bretlandi, þar sem mestir hagsmunir eru í húfi vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, er litið á fyrirætlanir okkar Islendinga, sem minni háttar vandamál, óþægindi, sem brezkir embættismenn verði því miður að verja einhverjum tíma til að leysa. Þótt hér hjá okkur snúist allt um landhelgismálið, gildir ekki það sama í öðrum og stærri löndum. 1 augum stór- þjóðanna erum við smáþjóð og smáríki norður í Atlantshafi. Talsmenn þeirra láta vinsamleg orð falla í okkar garð, þegar til- efni gefst til og nauðsyn krefur, en áhugi þeirra og megin við- fangsefni er á öðrum vettvangi. Stolt okkar kann að vera sært, þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að I hin- um fjölmennu ríkjum á næsta leiti, er litið á okkur sem hálf- gerða afdalakarla, en það er engu að síður nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir þessum veruleika. Þá skilst okk- ur betur, hvílíkur styrkur það er, að teljast til hinna norrænu þjóða og njóta góðs af því áliti, setn Norðurlandaþjóðirnar, sem heild, búa við á alþjóðavettvangi. Og því aðeins að við skoðum okkar eigin stöðu gagnvart um- heiminum i réttu ljósi, mun okk- ur auðnast að haga málum okk- ar á alþjóðavettvangi á þann veg, að hagsmunir okkar verði tryggðir. Áhrif okkar á alþjóða- vettvangi eru að mestu bundin því áliti, sem einstakir íslenzkir stjómmálamenn hafa skapað sér erlendis. Slíka menn höfum við átt á undanfömum árum, en því miður er þá ekki að finna í rík- isstjórn Islands í dag. Hundamálið vekur athygli Ekki er fyrir það að synja, að eitt málefni íslenzkt hafi rækilega náð eyrum almennings í Evrópu. Það er ekki landhelgis- málið, sem við lítum á sem okk- ar stærsta mál, raunverulegt sjálfstæðismál. Nei, það er hundamálið. Þegar farið er um nokkur Evrópulönd er nánast ótrúlegt, hvað fregnir um „blóð- baðið“ í Reykjavík hafa farið víða og gripið hugi fólks sterk- um tökum. Og þótt okkur hér uppi á íslandi, sem vitum hið rétta í málinu, þyki það fráleitt, er það engu að síður svo, að þær fregnir, sem borizt hafa til annarra landa og æsiblöð i Bret- landi og á meginlandinu hafa flutt, um bann við hundahaldi í Reykjavik og það hundadráp, sem hér á að hafa verið framið, hafa orðið til þess að skaða veru- lega álit Islands erlendis. Svo fjarstætt, sem það kann að þykja, skal það óhikað full- yrt, að hundamálið muni verða til þess að draga mjög úr því, að t.d. almenningsálitið í Evrópu veiti okkur stuðning í landhelg- ismálinu. Um það geta sendi- menn Islands i þessum löndum borið, að alvarlegur misskilning- ur ríkir meðal almennings í Evrópu um þetta hundamál og hvað raunverulega hafi í því gerzt og að þessi misskilningur hafi valdið umtalsverðu tjóni. Það kann að vera of seint nú, en vissulega hefði fyllsta ástæða verið til þess að gripa til öflugra mótaðgerða í því skyni að leið- rétta þá trú fólks, að blóð hafi runnið um stræti Reykjavíkur og hundum verið útrýmt. Tæknilegt afrek Þótt umræður um landhelgis- mál og öryggismál þjóðárinnar hafi að vonum mótað öðru frem- ur þjóðmálaumræður síðustu vikur og mánuði, má það ekki verða til þess, að önnur stórmál falli í skuggann. Eitt þeirra er vegagerð yfir Núpsvötn og Skeið- arársand, sem mun tengja vega- kerfi landsins saman og opna hringveg I kringum landið. Þeir, sem ekki þekkja þau landsvæði, sém héf er um að ræða, gera sér tæpast grein fyr- ir því, hvilíkt tæknilegt afrek það verður, ef tekst að koma á sæmilega varanlegri samgöngu- leið um þessi miklu vatnasvæði. Áreiðanlega er þetta viðfangs- efni í vegagerð einstætt i okkar heimshluta og þótt víðar væri leitað. Fyrir þann, sem ekki hef- ur áður kynnzt þessum hluta landsins, var ævintýri likast að fljúga fyrir nokkrum dögum sjónflug frá Höfn í Hornafirði yfir sveitirnar þar í kring, Suð- ursveit og Öræfasveit, og vestur á bóginn yfir Skeiðarársand og Núpsvötn undir öruggri flug- stjórn Elíeser Jónssonar. Ekki dró það úr þeirri upplifun, sem flU'g um þessar slóðir er, að hlýða á frásögn Sverris Her- mannssonar, alþingismanns, um sveitirnar og fólkið austur þar. Bersýnilegt er, að í Öræfasveit eru blómleg bú og myndarleg. Yfirleitt standa bæirnir í þyrp- ingu, 3 og 4 saman, og hefur einangrun þessa byggðarlags vafalaust valdið mestu um það. Liklega eru það kvikmyndir frá Öræfasveit fyrr á árum, sem valda því, að ókunnugir gerá sér allt aðra hugmynd um þetta byggðarlag en efni standa til. Þegar hringvegurinn kemur, verður Öræfasveitin skyndilega komin í þjóðbraut og þá verða mikil umskipti í lífi fólksins þar. Hitt er svo annað mál, hvort þau umskipti verða til hins betra í raun og veru. Það á timinn eftir að leiða í Ijós. Þegar flogið er yfir Skeiðarár- sand, upptök Skeiðarár skoðuð og síðan yfir Núpsvötn vaknar sú spurning i huga leikmanns, hvort yfirleitt sé hægt að leggja veg yfir þetta mikla vatnasvæði og sanda. Höfundur þessa Reykjavíkurbréfs verður að játa, að honum er um megn að skilja, hvernig það er tæknilega fram- kvæmanlegt. Enda er það svo, að talið er, að vegagerð á þessu svæði muni kosta um 500 milljón- ir króna, sem er ekki MtU fjár- hæð. En þegar. vegurinn verður kominn munu landsmönnum al- mennt opnast nýir heimar, sjá Island i nýju ljósi. Fegurð skrið- jöklanna er einstæð. Þessi sér- stæði blágræni litur Skeiðarár- jökuls og Breiðamerkurjökuls hefur sterk áhrif. Eða Jökulsár- lónið. Margbreytileiki okkar lands er slíkur, að það kemur ferðalangi sífellt á óvart. * I örum vexti Höfn I Hornafirði er kauptún í örum vexti. Hvarvetna má sjá merki um uppgang og velmegun. Að mörgu leyti minnir Höfn í Hornafirði á Bolungarvik. Svip- mót beggja þessara staða ber dugnaði og framtaki íbúa þeirra góða sögu. I Bolungarvík hefur einkaframtakið haft forystu á hendi, en í Höfn í Hornafirði hef- ur samstarf einkaframtaks og samvinnuhreyfingar verið til fyr- irmyndar. Höfn i Hornafirði er því glöggt dæmi um það, hverju þessi tvö rekstrarform geta feng- ið áorkað, þegar kröftunum er einbeitt að sama marki í stað þeirrar togstreitu, sem alltof viða ríkir á milli atvinnufyrir- tækja i einkaeign og samvinnu- reksturs — sérstaklega þar sem stjórnmálabaráttan blandar sér í leikinn. I Höfn eru nú 34 ný ein- býlishús i byggingu og fram- kvæmdir hafnar við nýtt frysti- hús, en einna mesta athygli vek- ur þó hið myndarlega hótel, sem þar er nú starfrækt af þeim Árna Stefánssyni og Þórhalli Dan. Kristjánssyni. Til þess hef- ur þurft furðu mikla dirfsku og áræði að leggja út í þá fram- kvæmd, en þessi glæsilegi gisti- staður eykur á reisn kauptúns- ins og verður forsenda þess, að Höfn í Hornafirði verður byggð- arlag í mjög örri uppbyggingu, ekki sízt þegar hringvegurinn er kominn. Fyrir þá,, s<?m búa og starfa á þéttbýlissvæðinu suðvestanlands er ótrúlega mikil endurnæri'ng í því fólgin að ferðast um litlu sjávarplássin út um land og kom- ast í beina snertingu við það lif, sem fólkið lifir. Klaustrið í Clervaux Úr því talað er um náttúru- fegurð á Islandi er ekki úr vegi að minnast á annað smáríki i Evrópu, sem við eigum mikii samskipti við. Þegar ekið er norður i land í stórhertogadæminu Luxemborg, sem nú er önnur megin stoðin undir starfsemi Loftieiða, er eftir u.þ.b. fjögurra tíma akstur komið í einstaklega fagra skógi- vaxna kvos eða dal, sem áreiðan- lega er með unaðslegri blettum í Evrópu, Þar stendur gamall kastali frá fyrri öldum og við hann gömul fallbyssa og skrið- dreki, sem minna okkur á, að þarna var barizt í báðum heims- styrjöldum af mikilli heift. En þarna er líka klaustrið í Clervaux, þar sem Halldór Lax- ness dvaldi fyrr á árum og þvi ekki úr vegi að Islendingar, sem þess eiga kost, fari þangað í pílagrimsför til þess að kynnast umgerðinni að einum sérstæð- asta kapítula I lífi þekktasta Is- lendings á okkar dögum. Klaustr- ið I Clervaux mun hafa verið sett á stofn, sem eins konar úti- bú frá munkareglu einhvers stað- ar í Suður-Evrópu til þes<s að vinna að því, að Norðurlanda- þjóðirnar hyrfu aftur til ka- þólskrar trúar, enda varla hægt að hreyfa sig i kirkjunni þar án þess að rekast á samskotabauk, þar sem hvatt var til þess, að að- komumenn létu eitthvað af hendi rakna í því skyni. Munkamir i Clervaux eru ekki síður trúir köllun sinni nú en þeir voru í þann tíma, sem Laxness lýsir með þessum orðum I Skálda- tima: „Aðalkvöð í þessu bæna- félagi er sú, að lesa mariusalt- ara einusinni á dag í von um afturhvarf Norðurlanda, en minnast einnig þessarar vonar I öðrum bænum sínum, svo og biðja þess að sálum framliðinna skandínava mættu linast þrautir í hreinsunareldi." Munkarnir virðast vera tals- verðir fjáraflamenn, þvi að í klaustrinu er rekin verzlun fyr- ir aðkomumenn, sem hefur á boðstólum bækur og hljómplötur, hvers konar minjagripi og drasl, eins og sjá má almennt í minja- gripaverzlunum. En ef marka má frásögn Halldórs Laxness í Skáldatíma hefur þeim fjármun- um, sem munkarnir hafa aflað, ekki alltaf verið varið til þess verðuga verkefnis að snúa Norð- urlandabúum til kaþólskrar trú- ar. Laxness segir frá þvi, að hann hafi hitt að máli þýzkan ritstjóra, sem dvalizt hafði í klaustrinu í tíð sama ábóta og hann. Hann skýrði honum frá þvi, að ábótinn hefði, skömmu eftir síðari heimsstyrjöldima, horfið úr klaustrinu með sjóði þess: „Hann væri nú búsettur í Paris, umsvifamikill viðskipta- höldur kvæntur annálaðri feg- urðardis mig minnir af portú- gölsku þjóðerni. Sjóð þann hinn mikla er hann hafði haft á burt með sér úr klaustrinu kallaði hann sinn, því undir forsjón hans og ráðsmensku hefði hagur klaustursins vaxið af mjóum stofni, uns það var orðið að stór- fyrirtæki, sem rakaði saman fé.“ Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á og Þjóðverjar réðust inn í Luxemborg, ráku þeir munk- ana úr klaustrinu í Clervaux og settu þar upp kátinuhús, eins og Björn á Löngumýri mundi kalla það, fyrir þýzka liðsforingja. Munkarnir komu aftur að styrj- öldinni lokinni, en nú mun þar enginn frá timum Laxness og fljótlegt yfirlit yfir bókakost í verzlun munkanna, benti ekld til þess, að þar væru á boðstól- um bækum eftir Nóbelsskáldið islenzka, sem þar dvaldist fyrir u.þ.b. fimm áratugum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.