Morgunblaðið - 20.01.1972, Síða 19

Morgunblaðið - 20.01.1972, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 19 — Erlend tíðindi I''ranihatd af bls. 14. in i sambandi við heimkomu flóttafólks ins frá Indlandi, én meginvandi Rah- mans á innanlandssviðinu er annar og meiri; hann er hin pólitísku átöik. Þrátt fyrir stórsigur flokks Rahmans — Awami-fylkingarinnar, í kosningun- um i desember sl. — (Flokkurinn vann öll 288 sætin á héraðsþingi A-Pakist- ans og 167 og 169 sætum A-Pakistans á Pakistanska þjóðþinginu) hefur borg- arastyrjöldin í landinu og stofnun Bangla Desh leitt fram á sviðið önnur öfl, sem nú krefjast hlutdeildar i vald- inu. Mujibur Rahman er að vísu sagð- ur maður harður í horn að taka og af fréttum frá Bangla Desh að dæma, virð ist hann halda öllum þráðum í hendi sér. En undir yfirborðinu kraum- ar í pottinum. Frelsishreyfingin, Mukti Bahini, gerir kröfur til áhrifa og hefur reynd- ar klofnað i hugmyndafræðilegar and- stæður, en fyrir þeim er „byltingunni enn ekki fulllokið". Vinstri foringjafr halda uppi harðri hríð að Awami-fylk- ingu Rahmans og kref jast þess, að all- ir flokkar fái aðild að stjórn landsins og efnt verði til nýrra kosninga. Á Þjóðlega Awami-flokkinn hef ég hér áður lítillega minnzt, en fyrir vel- vild Rússa við málstað frelsis Bangla Desh hefur flokkurinn náð góðri fót- festu og varð útlagastjórn Awami-fylk ingarinnar á txmum styrjaldanna m.a. að taka hann með í herráðið. Kommún- istaflokkur Bangla Desh; nokkurs kon ar undirdeild úr Þjóðlega Awami- flokknum, sá einnig dagsins ljós og komst í herráðið fyrir velvild Rússa. Annar Awami-flokkur er í landinu, sá klofnaði frá hinum á sínum tima vegna ágreiningsins milli Moskvu og Peking, og síðastur skal hér nefndur Toaha- flokkurinn, sem hæst ber i andstöðunni við Kína. Út um allt landið gætir nú hinna strið andi afla bæði ljóst og leynt. Það fer þvi ekki milli mála, að Mujibur Rah- man verður að halda vel á spilunum gagnvart landsmönnum sínum, ef valda- baráttan innanlands á ekki að hafa nei- kvæð áhrif út á við. Hvernig honum tekst þetta, getur ekki siður skipt sköpum fyrir hans nýja ríki en það, hvern hljómgrunn hjálparbeiðni hans fær hjá umheiminum. Rit um olíumöl Eftir 6 ára reynslutíma á olíumölin framtíö hér ið tæki í hans hðndum. Þess vegna veltur, eins og áður, mest á kostum mannanna, að nokkru á því að kunna að hagnýta tsekn- ina, en fyrst af öllu á samvizku- semi, trúmennsku og háttvísi í framkomu. Öllum þessum kostum vair Höskuldur búinn í ríkum mæli. Ennfremur var hann fremri flestum öðrum að fjöl- breyttri starfshæfni og hafði unnið mikilvægt starf, með góð- um árangri, að þvi að færa starf- semina i nýtízkulegt horf, eink- um að þvi er snerti viðskiptin við útlönd. Af framangreindum ástæðum var það mjög mikið áfall fyrir Landsbanka Íslands að missa svo akyndilega slíkan foruftumann sem Höskuldur Ólafsson, skrif- stofustjóri, var, langt fyrir aldur fram. Við samstarfsmenn Höskulds Ólafssonar í Landsbanka íslands minnumst hans með virðingu og þakklæti fyrir samveruna og sam- starfið, um leið og við vottum konu hans, sonum þeirra og öðr- um ástvinum samúð okkar í sorg þeirra. Einvarður llallvarðsson. ÞANN 13. desember s.l. tór fram frá Dómkiikjunni í Reykjavík útför Höskulds J. Ólafssonar, dkriísíofustjóra Landsbanka ís- lands í Reykjavík, en hann and- aðist hér þann 7. s.m. Það ex með sárvim söknuði að ég skrifa línur þessar en mig langar til að minnast Höakulds Ólafssonar með nokkrum orðum þótt ég viti áð ég muni ekki vera fær um að gera það á þann hátt sem slíkur afburðamaður sem hann var á akilið, vil ég þó gera tilraun til þess. Ég átti því láni að fagna að vinna í Landsbankanum í áratugi og starfa náið með Höskuldi; og betri og elskulegri mann hefi ég aldrei þekkt. Góðvild hans, velvilji og hjálpfýsi var aiveg ein- stök, hann vildi allt fyrir alla gera og allra vandkvæði leysa sem til hans leituðu og hann taldi ekki eftir sér þá fyrirhöfn sem það bakaði honum. Aldrei varð ég annars vör en að fólk væri ánægt með úrskurð hans í mál- um sem fyrir hann voru lögð og á það reyndi mikið í ha;:.- marg- þætta starfi. Höskuldur var sérlega félags- lyndur og skemmtilegur maður. Ég minnist þess að fyrir mörgum árum síðan hafði starfsfólkið í bókhaldi og bréfritun I.ands- bankans, sem þá var aðeins örfáar mannesikjuir, þann sið að fara í smáferð að sumrinu og þegar ég fór úr bankanum kvaddi mitt nánasta samstarfsfólk mig með því að koma saman á samkomu- húsi hér í bænum Það var sam- eiginlegt með þessu hvoru tveggja að þrátt fyrir ólíkar aðstæður og breytta tíma vai þetta jafn skemmtilegt og í því átti Hös'kuld. ur drýgstan þáttinn því hvar sem hann var nærstaddur var alitaf sama skemmtilega góðlátlega glaðværðin. Hann var ákaflega vinsæll maður sem að líkum læt- ur og aldrei virtist hann skipta skapi hve annríkt sem hann átti. Höskvddur hafði ríka hljómlist- argáfu til að bera og hæíileika hans sem teiknara þekkja al’.ir af verkum þeim sem eftir hann liggja. Að endingu vil ég kveðja minn kæra horfna vin og starfsbróður með hjartans þakklæti fyrir langa og góða samvinnu og sam- veru sem aldrei bar minnsta ákugga á. Eiginkonu hans og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð við fráfall hans Sigriður BrynjólfsdóUir. — Nýtt tímabil Kramhald af bls. 11. eða ætli þeir að leggja í nýjar atvinn ugreinar. Sagan sýnir okkur, að hafta- og skömmtunarleiðin er ekki sú braut, sem þjóðin vill ganga, en aftur á móti vegnar henni ætíð vel, ef gætt -er sjálfstæðis og athafnafrelsis einstaklings ins og landinu stjórnað með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um, því að velmegunin hjá þjóð inni verður að vera almenn til þess að vel fari. V illandi ummæli í ÞÆTTINUM „Um daginn og veginn“, 17. þ.m. saigði Páll Gísla son, læknír, m.a. um Þjóðleik- húsið og starfsemi þess: „En ein hvern veginn virðist einhver lognmolla vera á yfirborðinu út á við, t.d. í vetur hefur starfsem in verið heldur síðri en oft áð ur.“ — Þessi ummæli læknisins fá alls ekki staðizt, nema síður sé og eru byggð á röngum for- sendum. Að minnsta kosti hefur engin „lognmolla" verið hjá Þjóð leikhúsinu hvað aðsókn snertir þá fjóra mánuði, sem liðnir eru af þessu leikári (1. sept. til 31. des.). Aldrei áður á þeim 22 ár um, sem Þjóðleikhúsið hefur starfað, hefur aðsókn verið jafn góð. Segja má að leikhúsið hafi oftast verið þéttsetið á þeim sýn ingum, sem fóru fram á tímabil inu 30. sept. til 31. des., en þær voru alls 71, o.g var fjöldi sýning- argesta alls 31.657. Til saman- burðar fylgir hér skrá yfir fjölda sýningagesta á fyrstu fjói'um mánuðunum á sl. 12 árum; ’ 1959 —- 21.508 gestir 1960 — 16.370 gestir 1961 — 28.332 gestir 1962 — 21.357 gestir 1963 — 27.996 gestir 1964 — 22.046 gestir 1965 — 25.643 gestir 1966 — 18.913 gestir 1967 — 22.370 gestir 1968 — 23.216 gestir 1969 — 27.046 gestir 1970 — 22.791 gestir 1971 — 31.657 gestir Rétt er að taka það fram, að nú eru sýnd þrjú leikrit í Þjóðleik húsinu, en þau eru: „Höfuðsmað- urinn frá Köpenick", „Allt í garð liinum“ og „Ný'árs'nóttin“, sem öll hafa hlotið góða aðsókn. Þrjú leikrit eru í æfingu: Óþelló eft ir Shakespeare, sem frumsýndur verður 11. febrúair, bairnaleikur inn Glókollur, eftir Magnúg Á. Árnason, frumsýning ákveðin um 20. febrúair og söngleikurinn Oklahóma, sem frumsýndur verð ur í marz. 1 aprílmánuði er svo fyrir- huguð frumsýning á Sjálfstæðu fólki, eftir Halldór Laxness. (Frá Þj óðleikhúsinu). - Eðlileg krafa Framliald af bls. 2 að almennt er vinnuvikan nú ekki nema 5 dagar. Þjónustu- grein eins og verzlunin hlýtur þvi að þurfa að verða við þeirri sjá’fsögðu kröfu neytenda, að hún veiti þjónustu á þeim tima sem þeim er unnt að færa sér hana i nyt. Þetta vei’ður að teljast hin eðli lega verkaskipting í þjóðfélag- inu. - - Nú geta kaupmenn haft opnar verzlanir tvö kvöld í viku, þ.e. þriðjudags- og föstudags- kvöld. Getur sá timi ekki á ein- hvern hátt komið í stað vinnu á laugardögum? Þriðjudagskvöld munu á engan hátt geta komið í stað laugardags, enda hefur reynslan sem fengin er, verið mjög nei- kvæð i þvi efni. Hvað föstudaginn snertir, þá tel ég liklegt að haagt verði að gera hann að nokkuð almennum mar'kaðsdegi, a.m.k. í sumum greinum verzlunar. Hins vegar getur hann alls ekki komið í stað laugardagsins. Ennfremur vil ég benda á, að afgreiðsla, sem innt er af hendi í eftir- og næturvinnu, svo sem verður þegar verzlanir eru opn- ar til kl. 10 á kvöldin, kallar á hærri verzlunarkostnað, sem veldur þá hæfckun á vöruverði. Hvað með kaupmenn, vilja þeir ekki fá frí á laugardögum? Við vildum vissulega hafa meira frí en við höfum, en hins vegar verða allir verzlunar-menn að sætta sig við að haga sínum frítíma í samræmi við þær kröf ur sem gerðar eru til jressarar þjónustugreinar. Ran nsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur gefið út bækl- ing, sem tekinn hefur verið sam an um framleiðslu og notkiin á olíiiniöl við vegalagningu. Er gerl ráð fyrir að oliumöl ryðji sér rnikið til rúms í náinni fram tíð og nákvæmni í undirbúningi er forsenda þess að góður árang ur náist af notkun olíumalar við vegagerð og þvi hefur verið tal- ið nauðsynlegt að eitt af fyrstu sérritum hennar fjalli um olíu- möl. Haraldur Ásgeirsson, for- stjóri skrifar formálsi að ritinu, en það er ritað af dr. Guðmundi Guðmundssyni. í þessu riti er tekin saman al menn þekking á olíumöl, íslenzk reynsla og niðurstöður rann- sókna við Rannsókhastotnun iðn aðariins á þessu slitlagsefni. En störf við Ran nsóknastof nun byggingariðnaðarins hafa greini- lega leitt í ljós, að nákvæmar prófanir á bindieiginleikum þeirra bergefna, sem til olíumal ar eru ætluð, eru nauðsynlegar til þess að tryggja góðan árang ur, segir i foi'mála. Og einnig seg ir þar: Nú eftir 6 ára reynslutíma þykir sýnt, að olíumölin á fram- tíð fyrir sér hérlendis sem slit lag á vegi og götur með léttari umferð. Þa,r sem mestur hluti is lenzks vegakerfis ber létta og litla umferð, mun notkun olíu- malar fara ört vaxandi, og með höndlun hennar á eftir að kom- ast í margra hendur. í ritinu er ýmis fróðleikur um olíumöl, svo sem um mala'nslit lög, slitlög bundin með asfalti og skyldum efnum, oliumöl og sögu olíumalar. Þá er kafli um hönn un, blöndun og lagningu olíumal ar og í lokin er aftan við ritið verklýsing, sem Vegagerð ríkis ins hefur notað við útboð á fram leiðslu og lagningu oliurnalar vegna yfirstandandi hraðbrauta framkvæmda, þar eð viðbótin er talin geta gefið lesandanum betri innsýn í hiina verklegu hlið olíumalarfi'amleiðslunnar. í ritinu kemur fram að rann sóknir á olíumöl og lagning olíu malar hefur vei'ið að þróast hér á landi á undanförnum áruni. Með tilliti til áraingurs þeitra til- rauna, var ákveðið í sambamdi við hi-aðbrautaáætlanir árið 1970, að leggja olíuslitlag á veg inn frá Lækjarbotnum til Selfoss árin 1970—1972. Var fyrsti áfang inn lagður sumatið 1970, 14 km langur kafli frá Lækjai'botnum að Hveradalabrekkum. — Rann- sóknastofnun byggingariðnaðai’- ins hafði með hendi und- irbúningsrannsóknir á hráefnum og hafði síðan eftirlit og prófain ir við blöndun og lagningu. Við blöndunina var notuð gamla olíu malarstöðin frá 1965, en lagning fór fram með malbikslagninigair vélum. Fyrirtækið Olíumöl fram kvæmdi verkið. í sumar er ver. ið að leggja olíumalarslitlag á hluta af kaflanum frá Kömbúm að Selfossi og er undirbúniings- rannsóknum að ljúka. Keypt vat til landsins ný blöndunarvél, sem m.a. hefur það fram yfir eldrí vélina, að henni fylgir þuri'kari, sem hitar og þurrkar steimefnið að hluta áður en því er blandað við olíuna. Fyrirtækið Olíumöl h.f. hefur einnig haft það verk með hönd- um. Þökkum vinsemd og virðingu á demantsbrúðkaupsdegi okkar Oddný F. Arnadóttir og tngimar Báldvinsson Þóishöfn. Orðsending til ljósmyndara Ung stúlka með mikinn áhuga á ljósmyndun, óskar eftir að komast að í nám hjá ljós- myndara. — Upplýsingar í síma 85871. Sölumiðstöð hruðírystihúsunna efnir til aukafundar að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 21. janúar 1972. kl. 14.00. Fundarefni: Afkoma frystihúsanna Stjórnin. Útför konunnar minnar, móður og dóttur, MAGDALENU KRISTJANSDÓTTUR SCHRAM, Vesturgötu 36 B, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21 janúar klukkan 1.30. Ari Gíslason, Gísli M. Arason, Guðrún L. Aradóttir, Kristján E. Arason, Lára og Kristján Schram. Jarðsett verður að Lágafelii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.