Morgunblaðið - 02.02.1972, Page 8

Morgunblaðið - 02.02.1972, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MTÐVIKUDAGQ.R 2. KEBRÚAR 1972 *8 " BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Tónleikar Síðara misseri starfsárs Sin- fóníuhljómsveitar Islands hófst með „Látum'* s.l. fimmtudags- kvöld. Stjómandi var Tékkinn Jindrich Rohan, sem mörgum er að góðu kunnur frá því hann var hér aðalstjórnandi fyrir rétt um áratug, enda virtist hann kunna vel við sig og hafði auð- heyrilega lagt mikla vinnu og al úð í verk sitt þetta kvöld. Það kom ekki hvað sízt fram við frumflutning á verkinu „Læti“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem Þorkell Sigurbjörnsson. var fyrst á efnisskrá kvöldsins. Verkið, sem áreiðanlega er eng- an veginn auðvelt í flutningi, hefst á hógværu eintali strengja hljóðfæranna, en brátt taka biásararnir undir, sumir á mjög óvenjulegan hátt, og snúast í kringum „tón verksins" D af á- kefð, og lætin aykast um allan helming er segulbandið bætist í hópinn, þannig að i salnum mynd ast óvenjuleg hljómfylling, þó ekki virtust tækin í góðu lagi, — hljóðfallið fjörgast en brátt linnir látunum og strengirn- ir kveðja á sama tóni og af sama lítil-„læti“ og í upphafi. Tón- smíð þessi er hin skemmtilegasta og vekur löngun til nánari kynna. Hinn mikilvægi tónn D syngur sig í gegnum verkið og skapar því festu, samspil segul- bands og hijómsveitar gerir strangar kröfur til stjórnanda og flytjenda um nákvæmni, og óvenjuleg notkun sumra blást- urshljóðfæra gefur ýmsum hljóðasamböndum nýstárlega liti og kveikir stundum bros hjá áheyrendum. Þetta er aðgengi- leg og auðskilin tónsmíð, sem féll áheyrendum vel í geð, enda höfundi og stjórnanda vel fagn- að að flutningi loknum. Áður er á það minnzt að „Læti“ veki löngun til nánari kynna. Það leiðir hugann að spumingunni: Hvenær verður verkið flutt aft- ur? Ef litið er yfir síðasta ára- tug, kemur í ljós, að býsna mörg íslenzk tónverk hafa ver- ið frumflutt á þeim tima, bæði eftir Þorkel og marga aðra. Við athugun kemur einnig í ljós, að sárafá þessara verka hafa verið flutt oftar en einu sinni, þó sum þeirra hafi vakið verðskuldaða athygli. Þorkell er eitt afkasta- mesta tónskáld okkar nú í seinni tíð, og hefur samið fjölda verka. Undirritaður þekkir þó aðeins tvö þeirra sæmilega vel, þ.e. strokkvartettinn frá 1968 og „Kisum" sem frumflutt var s.l. ár. Ástæðan fyrir því er sú, að bæði þessi verk hafa verið gef- in út á hljómplötum erlendis. fslenzkt framtaík á þessu sviði til kynningar á samtímatónverkum hefur enginn orðið var við. Engu Jlíkara er en að frumflutningur flestra íslenzkra tónverka sé um leið lokaflutningur, þó mörgum leiki hugur á nánari kynnum, og óskadraumur íslenzkra listunn- enda hlýtur að vera, að ís- lenzkri list og íslenzkum lista- mönnum verði gerð jafn góð skil í íslenzkum fjölmiðlum og t.d. ensku knattspyrnunni. Þjóðverjinn Leon Spierer fór með einleiikshlutverkið í hinum gullfallega fiðlukonsert Mozarts k. 216. Hér var á ferð þroskað- ur listamaður, sem gerði hlut- verki sínu allgóð skil, og Rohan lagði áherzlu á þann léttleika blönduðum hæfilegri alvöru, sem gæðir verk Mozarts unaði og fegurð. Tónleiikunum laulk með 1. sin- fóníu Brahms. Sagan segir að Brahms hafi ekkert verið gefið um „fótatak risans á bak við sig", og mun þar hafa átt við Beethoven, og það sé skýring- in á því hve seint hann hófst handa um samningu sinfóníu. En ætli stjórnendur og meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Islands heyri aldrei fótatak þeirra hljómsveita-risa, sem hver sterio eigandi getur notið í dag, sem leiðir til þess að óvægnar kröf ur eru gerðar til oilíkar litlu hljómsveitar, og þá ekki sízt þeg ar um jafn vel þekkt verk og Brahmssinfóníu er að ræða. Slíkur samanburður er ekki sanngjarn, en er þó tii staðar. Auðsjáanlega gjörþekkti Rohan sinfóniuna út og inn og reyndi eftir mætti að mana menn til átaka, og tókst bærilega. Flutn- ingur var í heild góður og túlk- un sannfærandi. Eitt helzta umræðu- og deilu- efni tónleikagesta frá þvi að tónleikahald hófst í Háskólabíói hefuí- verið hinn frægi (að en- demum) hljómburður hússins, Ýmsar tilfæringar hafa átt sér stað til úrbóta, og sumar borið nokkurn árangur. Nú er hús- ið (ofan á allt annað) farið að hripleka, og skyggir sá galli ai gerlega á alia aðra galla, því auk þess sem sumir verða að sætta sig við að vökna á tónleik um, er regndropaskvamp ekki æskilegur viðbótarhljóðgjafi, heldur þvert á móti hefur mjög truflandi áhrif. Er mönnum hér með bent á að hafa með sér við- eigandi hlífðarfatnað, ef lítur út fyrir rigningu á næsta konsert. Egill R. Friðleifsson. Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Þórbergur Þórðarson: ISLENZKUR AÐALL Þriðja prentun. Mál og menning. Reykjavík 1971. Þórbergur Þórðarson: EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT Tuttugu ritgerðir og bréf 1925—1970. Sigfús Daðason bjó til prentun- ar. Mál og menning.. Reykjavík 1971. FYR'STU kynnin af íslenzkum aðli eru orðin að dýrmætri minningu. Þess vegna er þriðja prentun bókarinnar opnuð með nokkurri varúð. Getur verið að þessi opinberun hafi verið bleklking? Búa „sorgir heimsins og hin óskiijanlegu örlög mann- anna“ aðeins í huga æskumanns irts? Þórbergur segir um sig og félaga sína á þvi tímabili, sem íslenzkur aðall lýsir: „Á þessum árum þótti ungum mönnum það ruddaskapur við siðfágun Kfs- ins að beita það oifbeldi þekk- Hvað sagði Krishnamurti við Þórberg? Þórbergur Þórðarson. Erlendur Jónsson skrifar um BOKMENNTIR 1 lundi minninganna Sigríður Einars trá Munaðarnesi: I SVÖLU R.IÓÐRI. 86 bls. Rvík, 1971. Sigríður Einars kallar þessa bók sína 1 svölu rjóðri. Hvað er rjóður? „Autt svæði í skógi, grasblettur í kjairi." En hvert er þá þetta rjóður Sigríðar? Það er ekki í raunverulegu kjarri, heldur er það I skógi minning- anna. 1 hretviðrum og umhleyp- ingum lífsins leitar Sigriður adcjóls í þessu skuggsæla endur- minningarjóðri sinu, og er þar að Vísu svalt nokkuð (samanber heiti bókarinnar), en allbjart. Sigríður er skáld minninga og saknaðar. Yfir ljóðum hennar er angurvær einfaldleiki. Hún yririr „um eitt og um allt sem vair“. Eitt ljóð hennar heitir Tristesse. Annað heitir Stúlka í bláum reiðfötum. Og enn annað heitir Nú er langt síðan. Baksviðið er gamalkunnugt, sólvindar á vori, skýjabólstrar við sjóndeildartiring, græn tún og spraök lömb — allt er þetta ósköp þjóðlegt og ungmennafé- lagslegt. Við ber, að Sigríður vilji sanna hagmælsku sína með stuði uim og rími, og er hún þar ef tii vili hvað gerst heima. En ffliest eru ljóð hennar ðbundin, og að minnsta toosti eitt frum- samið prósaljóð er í þessari bók hennar. Sem betur fer sjást ekki stoörp skil á milli bundinna og Óbundinna ijóða Sigriðar; hún er nógu hagmælt til að táta ekki bera of mikið á stuðlunum og riminu, þar sem það er, og nógu ljóðræn í sér til að láta mann hvorugs sakna, þar sem það er ekki. Ég tilfæri hér tvö daami, fyrst rímað ljóð; Ein vísa: Þú spyrð ekiki að neinu ég spyr ekki neins við spörum orðanna mergð hér er allt svo fábreytt og alltaf eins en einmanalegt ef þú ferð Og til samanburðar annað lít- ið Ijóð, sem heibir Hið hvíta blóm: í sárasta harmleik lífsins var eitt blóm skilið éftir, hin hvíta lilja var lögð á leiði minninganna og vitundiin hið eilífa inntak lífsins vefur þetta hvíta blóm að hjarta sínu Ég hygg þessi tvö Ijóð gefi nokkuð glögga mynd af bók- inni sem heild. Stórforotið er þetta ekki og því síður marg- brotið. Ekki er heldur kraftin- um fyrir að fara í ljóðum Sig- ríðar. Hún á einn tón, l'ágan yfirlætislausan, en sæmilega hreinan. Hins vegar má segja, að sum ljóð hennar skorti fylMng og ferskleiika: yrkisefnln eru gam- alkunn, látum það nú vera, en hitt verður að teljast miður, að málfarið, skírskotanirnar eru liíka margnotaðar og marklitlar nú orðið sakir langvarandi of- notkunar. Ekki tjóir að diásama fögur blóm og skínandi birtu til eilifðarnóns með sama orðalag- inu, þó að hvort tveggja sé víst eiliflega lofsvert; svo fer um síð ir, að það missir lit og hljóm. Einu gildir hvort skáld yrkir um eigin reynslu, almenna reynslu eða spinnur allt upp í Sigríðtir Einara. hugskoti sínu — hvert Ijóð verð ur að vera heilt og ferskt i sjálfu sér eða nrveð öðrum orð- um: einstakt í sinni röð. Ann- ars er það bara framleiðisla. Mér virðast mörg Ijóð Sigríð- ar standa á mörkum þess toon- ar iðnaðar og — listar, ef strangasti mælikvarði er á þau lagður. En þá er líka talið of sjálfsagt til að reiknast til tekna það atriðið, að slkáldikonan vinn ur vel, vandar sig, ann yrkis- efnum sínum og leggur alúð við úrvinnslu þeirra. Kannski er það líka list, þvi ekki það? Freistandi er að bera þessa bók Sigríðar saman við ljóð, sem ungar skáldltoonur létu frá sér fara á síðastliðnu ári, en þær létu þá margar — ef til vill venju fremur margar — til sín heyra. Auðséð er, að Sigpíður vill fylgja þeim að formi. Hún líkist þeim líka í því að vera ekki með öllu innhverf, heldur leyfa tilfinningunum að leika svolítið á sitt ofurviðkæma lang spil. Ungu skáldkonurnar eru líka búnar að yrkja sín sakn- aðarljóð; enginn er of ungur til að sakna. Þar eiga þær allar samleið. En svo koma aðrir hlutir og skilja á milli. Sigríður stendur á túni eða í rjóðri sínu, en ekki á torgi, eins og obbinn af yngstu skáldakynslóðinni. Milli þeirra sjónarsviða liggur óra- leið, sem ekkert form og engin stefna fær brúað. Örfáar þýðingar, sem Sigríð- ur birtir í bókarlok, leiði ég hjá mér að ræða, því þær gera hvorugt að minnka né auka gildi bókarinnar — sem betur fer, verð ég að segja. Sigríður þarf ekki að leggja neina upp- bót með ijóðum sinum, þegar öllu er á botninn hvolft. ingar eða raka. Þeim var nautn i óskilj'anleikanum, höfðu ímu- gust á heiðríkju afhjúpandi vdts- muna. Þeir leituðu aðeins stemmninga, þráðu angurværan grunntón í hljómkviðu lífsins, furðulegan, óræðan, dularfull- an.“ Þeir sem einhverra hluta vegna hafa farið á mis við frá- sagnargleði Þórbergs Þórðar- sonar eins og hún birtist í Of- vitanum, Islenzkum aðli og fleiri bókum hans, ættu að byrja á Islenzkuim aðli. Engin bók Þórbergs er líklegri til að vinna hylli lesenda; það er und- arlegur maður, sem etoki lætur heiliast af Islenzkum aðli. Allir vita að Þórbergur Þórð- arson er snjall greinahöfundur. Það er þess vegna fróðlegt að fá í hendur úrval greina hans og bréfa. Sigfús Daðason hefur búið til prentunar pappírskilju með tuttugu ritgerðum og bréf- um Þórbergs; væntanlega merk- ir það að Sigfús hafi ráðið vali efnisins i bókina. Einum kennt — öðrum bent, en svo nefnist pappirskiljan, er yfirleitt sikemmtilegur lestur og glögg heimild um uimihugsun- arefni og skoðanir Þórbergs Þórðarsonar. 1 bókinni er til að mynda hin toostulega grein Lýr- isk vatnsorkusálsýki, ósikapleg krufning á séníum. Bréf til Vil- mundar Jónssonar og Kristínar Guðmundsdóttur eru til vitnis um tatomarkalausa hreinskilni Þórbergs og óviðjafnanlegan húmor. Vatnadagurinn mi'kli, sem fjallar um ferð iþeirra Þór- bergs og Margrétar konu hans um Austur-Skaftafellssýslu vætusumarið 1933, er mögnuð lýsing á bilinu milii llífs og dauða; lesandinn er algjörlega FiTunhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.