Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBL AÐIÐ, LAUGARDAGUR 2S. FEBRÚAR 1972 ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 25555 LEIGUFLlíjG FLUGSTOÐIN HF Sknaf 11422. 26422. FLUGKENNSLA STAKSTEINAR Fjármálavit og búsýsla Umræður á Alþingi í fyrra- dag sýndu srlögglojía, að ekki er eining andans allsráðandi í herbúðum stjórnarflokkanna. í brýnu sló milii Hannibals Valdimarssonar, félagsmála- ráðherra, annars vegar og Ey- steins Jónssonar og Stein- gríms Hermannssonar hins vegar. Riðu hinir síðarnefndu ekki feitum hesti frá þeim viðskiptuni. í þessum umræð- um kom fram grundvallar- stefnumunur í húsnæðismál- um innan stjórnarflokkanna. Félagsmálaráðherrann fuU- yrti, að með því að beina auknu fjármagni í byggingu leiguhúsnæðis væri stefnt að því að draga úr áhuga fólks á því að byggja eigin íbúðir, þarna væri um að ræða val milli stefnunnar uni að fólk eignaðist eigið húsnæði eða byggt í leiguhúsnæði. Hanni- bal Valdimarsson taldi sem sé, að tillaga sú, sem til unnræðu var í þinginu þennan dag um byggingu leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, væri hin varhugaverðasta og með henni væri að auki stefnt að þvi að auka lánveitingar til þeirra staða, sem hefðu blóm- legt atvinnulif. E.vsteinn Jóns- son taldi hins vegar, að bygg- ing slíks leiguhúsnæðis væri hið stærsta mál. Hannibal taldi, að Steingrímur Her- mannsson hefði svo mikið fjármálavit, að hann færi ekki að byggja sér eigið hús- næði, ef hann ætti kost á leiguhúsnæði með vildarkjör- um. Steingrímur bað ráðherr- ann að láta sig í friði með sitt fjármálavit og sagði, að ailir þekktu búsýslu og fjár- málavit ráðherrans. Félags- málaráðherra sagði, að þar væri nú ólíku saman að jafna! Af þessum orðaskiptum má glöggt marka, að ekki er ein- ungis ágreiningur um stefnu milli stjórnarflokkanna í hús- næðismálum, heldur eru taug- ar stjórnarsinna orðnar spenntar mjög og má lítið út af bera svo að allt fari í bál og brand. (Sbr. frétt á bak- síðu Morgunblaðsins í dag). Hvað segja hinir? Annars væri fróðlegt að kynnast skoðunum annarra ráðherra á húsnæðismála- stefnu félagsmálaráðherra. Hvað segir t.d. heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Magnús Kjartansson? Meðan hann var ritstjóri Þjóðviljans barðist hann m.jög gegn eignastefn- unni í húsnæðismáliinum og vildi taka upp leigustefnuna. Nú hefur Hannibal Valdi- marsson snúizt gegn henni. Er sú stefna ríkisstjórnarinn- ar í samræmi við stefnu Magnúsar Kjartanssonar og hefur hann fallizt á þessa stefnumörkun. Þá væri heldur ekki úr vegi að kynnast skoð- unum samflokksmanna félags málaráðherra í þessu máli. Eru þeir sammála þeim skoð- unum hans, að tillaga þessi um byggingu leiguhúsnæðis í sveitarfétögum sé „varhuga- verð“? Morgunblaðið vill ein- dregið taka undir þá skoðiut félagsmálaráðherra, að fólk eigi að eignast eigið húsnæði og húsnæðismálastefna eigi að miðast við það fremur ett leiguhúsnæði. Hér er um nteg- instefnu að ræða, sem Morg- unblaðið hefur um margra ára skeið barizt fyrir. Og vissulega er það ánægjulegt, Jtegar sá ráðherra í rikis- stjórninni, sem fer með hús- næðismálin, tekur undir þessi sjónarmið Morgunblaðsins. Væntanlega má þá ganga út frá þvi sem vísu, að eigna- stefnunni verði fylgt fram í húsnæðismáluni, þótt sósíal- istastjórn sitji að völdum. BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 HAFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ Ný og betri þjónusta. SÍMI 51870 BÍLALEIGAN BLIKI hf Lækjargötu 32. Le.gjum Volkswagen 1300, 1302, 1302 S og Land-Rover, dísil. — Símsvari eftir lokun. BÍLALEIGAN AKBBA UT 8-23-4.7 sendum Ódýrari en aárir! Smoor LEIGAH VUÐBREKKU 44- SlMI 42600. 46. STEFÁN HALLDÓRSSON: í snnDittssflnum N emendamót V er zlunar skólans Nemendamót Verzlunar- skóla íslands var lialdið s.l. miðvikudag, 23. febrúar. Var mótinu skipt í tvennt, þann- ig, að skemmtiatriðin voru flutt á sviði Háskólabíós, en dansleikurinn lialdinn á Hó- tel Sögu. Var þarna uni ný- breytni að ræða, en undan- farin ár liefur mótinu jafnan verið skipt í tvennt á annan hátt, þannig að það var hald ið tvö kvöld í röð og fyrra kvöldið sóttu það eldri nem- endur og gestir, en seinna kvöldið yngri nemendur. Þessi háttur var hafður á, vegna þess að fjöldi nem- enda var slikur, að enginn skenimtistaður, sem hafði leik svið á að skipa, gat tekið við honum öllum. Fyrsta Nemendamótið var haidið árið 1932 og síðan hef' ur mótið verið árlegur við- burður í skóialífinu, þannig að þetta mót var hið fertug- asta í röðinni. Svo skemmti- lega vildi til, að einmitt þenn an sama dag og Nemendamót ið hélt upp á fertugsafmæli sitt, átti skó’astjórinn, dr. Jón Gíslason einnig afmæli og færðu nemendur skólans honum að gjöf pennasett á marmaraplötu. Dr. Jón ávarp aði Nemendamótsgesti í til efni afmælismótsins. Helzta skemmtiatriðið á hverju Nemendamóti er leik- rit, sem nemendur 6. bekkjar skóians flytja. Að þessu sinni var ætlunin að taka til flutnings Ævintýri á göngu- för, sjónleik eftir Jens Christ ian Hostrup, en þennan gam- anleik þekkir íslenzka þjóð- in flestum gamanleikjum bet- ur, svo oft hefur hann verið sýndiur um allt land um margra áratuga skeið. En þegar til kastanna kom, reyndist „sá ávöxtur illmelt- anlegur og seigur undir tönn,“ eins og segir i leik- skrá, og „var uppskriftin því tekin til endurskoðunar, sumu sleppt og öðru bætt við. Tertan er nú fram borin sam kvæmt hinni nýju uppskrift. Veskú spíss." 1 upphafi næst síðustu setningar er drepið á nafn „ævintýrisins" í nýja búningnum o-g heitir það nú „Tertan.“ Leikendur í „Tertunni“ eru 23, þ.e. 18 mannverur og fimm beljur, sem leiknar eru á stórbrotinn hátt af fimm yngL«meyj|um. Af mannverun um mæðir mest á Fálma Gunri arssyni, sem leikur afbrota- manninn og strokufangann Hans Herbertsson, eða Skrifta-Hans, Guðjóni Bald- urssyni, í hiutverki Sófókles ar Kristmundssonar, sýslu manns á Selfossi, og Magnúsi Þrándi Þórðarsyni, sem leik- ur Ekkert N. Þorsteinsson, þingmann o.fl. Áttu þeir all- ir þrír stjörn’uleik og Magnús stóð sig jafnvel enn betur og skóp þingmanninn aldeilis stórskemmtilega. Tónlistarflutning í verk- inu annaðist fjögurra manna hljómsveit undir stjórn Karls Sighvatssonar, en leikstjóri verksins í heild var Pétur Einarsson, leikari. Önnur atriði á dagsikránni voru þjóðlagasöngur tveggja stúlkna, Ásdísar Blöndal og Sigrúnar Hákonardóttur, flutningur Annálsins, sem er skólaskop, og siðast en ekki sízt söngur Nem- endamótskórsins undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar. Kórinn tók að venju eitt ákveðið verkefni, sem að þessu sinni var lög úr popp- óperunni Jesus Christ Super star. Sú hefur verið reyndin 4 undanförnum árum, að söng- ur Nemendamótskórsins hef- ur verið sérlega skemmtileg- ur og góður og svo var einn- ig að þessu sinni. Ekki er að efa, að marga fýsir að kynnast þessum skemmtiatriðum Nemenda- mótsins og þvi hefur verið ákveðið að hafa sérstaka sýn ingu á þeim í Háskólabíóá á sunnudaginn kl. 13.30. Magnús Þrándur Þórðarson og Þórður Valdiniarsson S lilnt- verkum sínum. Ljósm. P. Maach. meö ÐC 8 LOFTLEIDIR PARPOmun bcin líno I foi/kráidcild asroa ^Kaupmannahöfn ^Osló } Stokkhólmur ^Glasgow sunnuddgd/ sunnuddgd/ mánuddgd/ mánuddgd/ (oriöjuddgd/ briðjuddgd/ föstuddgd. fimmtuddgd og föstuddgd. fimmtuddgd Idugdrddgd } London Idugdrddga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.