Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FBBRÚAR 1972 Maður lirapar til bana ofan af þaki bronnandi stórhýsisins í Sao Panlo á fimmtndag'Skvöld. Bruninn í Sao Paulo: — Júmbó-þota Framh. af bis. 3 myndinni lék einnig Patiriok Niel. Við erum svo að leið til Los Ang- eles.“ „Hvernig varð yður við þegar tilkynnt var um sprengjiuna?“ „Ég er í raun mjög hrifin af rólyndi áhafnarinnar og öllum viðbrögðum flugfélagsins. Ég varð alls ekkert hrædd — ekki einu sinni áhyggjufull — áhöfn- in hafði svo róandi áhrif á fólk- ið.“ Nú hefur Bertling flugstjóri látið kalla alla farþegana saman. Hann ávarpar þá og segir að allir verði að fara út að flugvél- inni, sem lagt hafi verið allfjarri flugstöðvarbyggingunni. Þar hafi allur farangur þeirra og varn- ingur verið tekinn úr þotunni og eigi nú farþegarnir að leita í eigin farangri. Allir tóku því vel. Flugstjórinn sagði að ef til vill yrði að skilja eftir ýmsar vörur, sem ekki væri unnt að rannsaka í flýti. „En einu get ég lofað ykk- ur statt og stöðugt," sagði Bert- ling flugstjóri við farþegana, „og það er að allt verður í lagi, þeg- ar við fljúgumi héðan.“ Þá ræddium við við David M. Gentry, þjónustustjóra um borð í flugvélinni og fulltrúa félags- ins um borð. Það kom i hliut Gentrys að tilkynna farþegunum um sprengjuna, sem þá var enn haldið að væri í vélinni. Gentry sagði að hann hefði tilkynnt far þegunum um símtalið og orð- sendingu mannsins, sem sagði frá sprengjunni. Því yrði að lenda i Keflavík til þess að ganga úr skugga um að sprengjan væri ekki í þotunni. Þetta væri aðeins gert öryggis vegn-a. Allir brugð- ust rólegir við tilkynningunni, enda sagði Gentry að mikilvæg- ast væri að áhöfnin sýndi still- ingu í slíkum málum. Það hefði hún gert og allt fór vel. „Já, þetta hefur svo sannarlega verið viðburðaríkur dagur,“ sagði Gentry um leið og hann fór. Þess má geta að losa þurfti þotuna við töluvert magn af elds neyti til þess að létta hana fyrir lendingu í Keflavík — enda var i henni mikið eldsneyti fyrir við- stöðulaust flug til vesturstrandar Bandaríkj anna. Menntaskólanemar aði nemendur noikkrum orð- um. Sagðist hann vona, að þau mættu öll verða virkir þátttakemdur í því að bæta þjóðfélagið. Þakikaði hamn þeim síðan fyrir komuna. ★ f greinargerð, sem kröfun- um fylgdi segir: Húsnæðisniál að skjóta úrlausn þarf. Lögbrot laga frá 1970 Lögunum um menntaskóla frá 1970 er hvergi nægilega vei framfylgt, aðaillega vegna fjárskort.s og aðstöðuleysis. Úr þessu verður að bæta. Það er ekki ti'l neins að setja lög, sem ekki er farið efitir. Sem dæmi um brotim ákvæði má Mesti eldsvoði í Brasilíu í fimmtán ár Byggingin alelda á 15 mínútum Sao Paulo, 25. febr. AP NTB. ENN hafa yfirvöld í Sao Paiilo í Brasilíu ekki tilkynnt endanlega, hve niargir fórust í eldsvoðanum i gærkvöldi, er 26 hæða skýja- kljiiftir í hjarta þessarar stærstu iðnaðarliorgar landsins eyðilagð- ist algjörlega í eldi, svx> að eftir stendnr nakin húsgrindin ein. Milli 1500 og 2000 ntanns voru lnni í byggingunni, er eldurinn kom upp. Af þeini tókst að bjarga yfir 400 með þyrluni af þaki brennandi byggingarinn- ar. Mörgum tókst að forða sér frá eldinum niður brunastiga og enn aðrir sttikku ofan úr glugg- um og slnppu með lítil meiðsli. En víst er, að f jöldi látinna mem- ur mörgiim tuguni, sem annað hvort fórust i eldinum inni í bygg ingnnni eða þá á þann hátt, að þeir biðu bana, er þeir vörpuðn sér út um glugga á efri hæðiim hússins. Engin skýring hefur fengizt á þvi, hvernig eldurinn kom upp, svo að öruggt sé, en hins vegar uppi ýmsar getgátur, sem stangast á. — Byggingin varð alelda á að- eins 15 minútum, var haft eftir einum starfsmanninum, sem vann í byggingunni. Luis Ro- berto Pessosa, 27 ára gamall er sölumaður hjá olíufyrirtæki, sem er eitt af mörgum stórfyrirtækj- um, er höfðu skrifstofur í bygg- imgunni. — Ég var inni í einu af fundarherbergjunum, þegar ein- hver kom skyndilega þjótandi inn um dyrnar. Mikill reykjar- mökkur fylgdi á hæla honum og þegar við hlupum inn í annað herbergi með loftkælingu til þess að flýja reykinn, sáum við, að herbergið við hliðina var alelda, þegar við opnuðum aðrar dyr. Þá hljóp ég og fleiri upp stig- ana, en fólk ofan frá efri hæðum hússins kom hlaupandi á móti bkkur. Það skap.ðist mikill glundroði og ofsahræðsla, þegar hóparnir mættust. Loks tókst okkur að ná í slökkvitæki og sprauta eldkæfingarvökva hvert á annað. Bnáðlega komu bruna- liðsmenn til skjalanna og okkur var bjargað á þann hátt, að stigi var teygður út um glugga á næstu byggingu yfir í giugga til okkar og tókst okkur þá að kom ast út úr brennandi byggin-gunni. Talsmaður brunaliðsins í borg- inni sagði í dag, að slys af þessu tagi gæti naumast hafa átt sér stað á nokkrum öðrum stað en í Brasilíu. Brunavarnaútbúnað ur hússins hefði verið fyrir neð- an allar hellur og ástæða væri til þess að furða sig á, hvers vegna tala iátinna væri ekki hærri en raun bæri vitni og væri hún þó nógu há. Þetta er mesti bruni, sem orð ið hefur í Brasilíu í meira en 15 ár. Engin ástæða er til þess að telja, að um íkveikju hafi verið að ræða, en ekkert er þó vitað um orsök brunans, sem að framan greinir. Eldurinn kom fyrst upp í einni af neðstu hæðum bygg- ingarinnar, en á henni voru auk stórrar verzlunar með mörgum deildum f jöldi skrifstofa. menntaskólastigsins Menntaskólanemat' álíta, að öfu-gþróuin hafi orðið i hús- n-æðismálum men'ntaskólanna. 1 stað þess, að tvísetningu væri útrýmt, er ein-s og stefnt hafi verið að tví- eða þrísebn- inigu, og raunverulega hafi ekkert verið g-eirt undan-farin ár til að leysa þessi vandamál. öll úrræði hafa verið bráða- birgðalausn eða noyðarúrræði, s. s. tvísetni-ng HamrahMðar- skólans, taka Mið-bæjarsikóil- a-ns un-dir mennt-askóla, hjalla- leiga. M. R. og menntadeildim- ar. Vandanum hefu-r verið skotið á frest, hann gerður erfiðari viðfa-ngs og dýrari fyrir bragðið. Endanleg lausn krefst fjár- magns, sem dreifist á fá ár, en er ódýrari, þegar upp er st-aðið, og vandamálið e-r þeg- ar orðið það erfitt viðfangs, nefna: 1) Ákvæðum um val-greinar er ekki framfylgt 2) Aðstaða til iþróttaiðkana er ónóg eða engin 3) Ge-rt er ráð fyri-r bókavörð- um, námsráðunautum og sérmenn tuðu-m félagsráð- gjöfum. Þessir men-n eru ekiki til. Níirnsaðstaða verði söm og jöfn um allt land Hið lága hl-uitf-all mennta- skólanema frá tan-dsbyggðinni miðað við hlutfall n-emenda frá þéttbýlis'kjarnanum sýnir einna bezt hve mikið óréttlæti ríki-r enn í þessum málum. 10—15 þúsund k-róna styrkir eru aðeins dropi í útgjalda- hafið, og meðan heimagöngu- skólar e-ru ekki til, er rétt- lœtisikrafa, að al-lur dvalar- og fæðiskostnaðu-r utanbæjar- nemenda sé greiddur. Nám á ekki að vera forréttindi hinna efnaðri, heldur almenn mann- rét-tindi. Nemendur fái vald í skóia- stjórnum á við aðra starfs- menn skólanna Nemendur hafa 2 fullt-rúa á móti 4 í sikólastjómum, og eru þar af leiðandi algjöriega valdaiausir, eins og reynslan hefur sýnt. Þessu þyrfti að breyta þannig, að nemendur hefðu 3 fulltrúa á móti 3. Nemendur eru raunveruleiga starfsmenn skólanna og það eru þeirra hagsmunir, að skólarnir verði sem hæfasti-r til að gegna hlutverki siin-u. Kennarar fái Iteimavinnu sína greidda Fáir gera sér grein fyrir, hversu alvarle-gt ástandið er í þessum málum. Nú sem stendur fá kennarar eikki greidd laun fyrir heimavinnu og fara þar af leiðandi ekki yfi-r neinar verkilegar úrlausn- ir. Þetta eyðileggur áligjörlega allan árangu-r af verMegu námi, sem er helmingur af raungreinanámi og stór hluti af öllu öðru. Þessi námsþátbur hefur verið vanræktu-r í ís- lenzkuim skóium og mátti sízit við skerðingu. — GSB. „Við gerum ráð fyrir herskipavernd“ segir framkvæmdastjóri brezkra togaraeigenda í viðtali við Times LUNDÚNABLAÐIÐ Tini- es birti sl. þriðjudag við- tal við Austen Laing, fram kvæmdastjóra Samtaka brezkra togaraeigenda, þar sem hann sagði m.a.: „Það getur vel farið svo að við siglum inn í vænt- anlega 50 mílna fiskveiði- lögsögu íslendinga undir vernd brezkra herskipa og við gerum ráð fyrir að brezka stjórnin veiti okk- ur þá vernd, enda hefur hún ekki útilokað neinar aðgerðir gegn íslending- um.“ Laing sagði ennfremur í viðtalinu: „Við getum ekki gefið frá okkur hefðbundin fiskveiðiréttindi eins og ekk- ert hafi í skorizt, þvi að fisk- miðin við ísland eru togurum okkar lífsnauðsynleg." Hann sagði einnig að 75% af öUum fiskafla frá fjarlægum mið- um kæmi frá Islandsmiðum, 70% landana í Fleetwood væru íslandsfiskur og 50% i Hull og Grimsby. Það væri því ljóst að ef brezkum togurum yrði meinað að veiða á fs- landsmiðum myndi það hafa alvarleg áhrif í för með sér fyrir þrjár helztu löndunar- borgir Bretlands. Laing sagði að íslendingar myndu eiga í erfiðleikum með að verja landhelgina, en sagði að ef brezkir togarar nytu ekki herskipaverndar myndu íslenzk varðskip taka þá oft og jafnvel yrði um daglegar landhelgis-tökur að ræða. Laing sagði um hugsanleg- an aðlögunartíma fyrir Breta og V-Þjóðverja: Þegar eitt- hvað, sem þú átt er tekið af þér, heitir það ekki aðlögun, og ef fallizt er á aðlögunar- tíma, er það sama og að sam- þykkja 50 mílurnar. Laing sagði að brezkir tog- araeigendur hefðu ekkert að kvarta yfir brezku ríkisstjórn- inni, því að hún kannaði nú aðgerðir gegn fslendingum og hefði þar ekki útilokað að láta brezk herskip vemda tog- arana innan 50 mílnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.