Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1972 X1 Verðlaun á skákmót- um eru of mishá Rætt við rúmenska stórmeist arann Fl. Georghiu Florin Georgrhiu. Rúmenski stórmeistarinn Florin Georghiu hefur haft forysituna i Reykjavikurskák mótinu um nokkra hrið og af því tilefni þótti okkur rétt að ræða við hann um stund. Hann féllst þegar á að veita viðtal og þar eð það hefur lengi verið háttur Is- lendinga að vera forvitnir um siði og háttu annarra þjóða, hófum við viðtalið með þvi að spyrja um skákáhuga í Rúmeníu. Þessu svarar Georghiu á þá leið, að skák sé á meðal ■vinsæl'usitu íþróttagreina þar í landi, þótt raunar sé hún fullt eins oft talin til visinda sem tii iþrótta í A-Evrópu, þ. e. utan Sovétríkjanna. Hann kvað skák stundaða af hundr uðum þúsunda í Rúmeníu, en skákklúbbar væru í öllum stærri bæjum og borgum. 1 klúbbunum hittast skákmenn , að máli, rannsaka skákir og skákbyrjanir og tefla hrað- skák, en allar rannsókn- , ir á skákbyrjunum, semmenn / hafa hug á að beita fara nátt úrlega fram í heimahúsum, bætir Georghiu við og glott- ir. Virkir þátttakendur í skák klúbbum og skákmótum í Rúmeníu, taldi hann að væru u.þ.b. 80—120 þús., ef allir flokkar væru meðtaldir. Þeg ar Georghiu var spurður um það, hvort skák væri studd af ríkinu í hans landi svaraði hann þvi til, að starfandi væri iþróttanefnd, sem skipu- legði allt íþróttalíf í landinu og úthlutaði jafnframt fé til hverrar iþróttagreinar. Skák in nyti eðlilega góðs af starfi þessarar nefndar, en þegar rúmenskir skákmenn tækju þátt i Olympíuleikum eða heimsmeistarakeppnum fengj- ust oft aukalegir styrkir beint frá rikinu. Þá var næst að spyrja: ertu atvinnuskákmaður? Þessu svaraði Georghiu neit andi og kvaðst vera blaðamað ur, ekki skákblaðamaður, eins og ýmsir góðir skák menn, sem skrifa eingöngu um skák, heldur venjulegur blaðamaður, sem skrifaði um allt milli himins og jarðar. Að vísu sagðist hann skrifa um skák í blaðið, en einnig um íþróttir, þjóðfélagsmál, bæk- ur og ferðalög. Sem dæmi nefndi hann, að í hvert sinn sem hann færi utan til þátt- töku í skákmóti, skrifaði hann grein, eina eða fleiri, um þau lönd og þjóðir, er hann dveldi hjá. Kvaðst t.d. þegar hafa i smíðum greinar um Island. Má bæta þvi hér við, að Georghiu er einn víð- förlasti skákmaður, sem uppi er, hefur teflt i öllum heims- álfum og er einn af örfáum evrópskum meisturum, sem hafa teflt í Asíu og Ástralíu. Hann er einnig vel menntað- ur maður, hefur háskólapróf í ensku og kenndi það mál um hríð í heimalandi sínu. Aðspurður um það, í hve mörgum mótum hann tefldi á ári, svaraði Georghiu, að þau væru yfirleitt 6—7, en stund um fleiri og hæst hefði hann vísit komizt í 10—11. Um á- stæðuna fyrir því, hvers vegna honum hefði ætíð brugð izt bogalistin á síðustu stundu, er hann skyldi vinna sér rétt til að tefla á milli- svæðamótum, svaraði hann þvi til, að einhverjir hefðu orðið að falla úr og þvi mið- ur hefði hann ætið verið á meðal þeirra, sem misstu af lestinni. Þegar ég spurði hann um það, hvort sagan um að honum hefði verið hót- að herþjónustu, ef hann kæm ist ekki í gegn 1969, væri sönn, hló hann við og sagð- ist hafa heyrt þessa sögu áð- ur en hún gæti því miður ekki staðizt, þar sem hann hefði þegar verið i hernum, er mótið hófst. Þessu næst kom anzi per- sónuleg spurning: hvers vegna semja stórmeistararnir svo oft stutt jafntefli sín á milli, þora þeir ekki að tefla hver við annan? Þessu svaraði Georghiu á þá leið, að flestir stórmeistar ar legðu mikla vinnu í íþrótt sína, vinnu sem oftast væri heldur illa launuð. Hins veg- ar yrðu skákmenn að lifa ekki síður en aðrir og eina ráðið til að bæta tekjurnar væri hjá flestum, að vinna til verðlauna i mótum. Verðlaun in væru hins vegar í flestum mótum svo mishá, að þegar stórmeistaramir drægjust saman í fyrstu umterðunum þyrðu þeir yfirleitt ekki að taka áhætituna af að missa af möguleikanum til verðlauna fyrr en línurnar færu að skýrast. Sumir skákmenn, og sem dæmi nefndi hann Frið- rik Ólafsson og Reshevsky, væru hins vegar í góðum stöð um og þyrftu þvi e.t.v. ekki að hafa svo miklar áhyggjur af þessari hlið málsins. Er þá Fischer og Larsen sama um peningana? Þessu svaraði Georghiu á þá leið, að Fischer heimtaði alltaf svo mikið fé fyrir að vera með í mótum, að hann væri oftast búinn að fá greidda tvöfalda upphæð fyrstu verðlaunanna áður en mótin hæfust. Sama léki Larsen, þótt að visu væri um lægri upphæðir að ræða. Sagði hann að fleiri vestur- evrópskir skákmenn væru grunaðir um það sama og ylli þetta nokkurri óánægju á stundum. Þá var vikið að því móti, sem nú stendur yfir og sagði Georghiu, að sér þætti mjög gott að tefla hér og að íslenzk ir skákmenn væru víðlíka sterkir og hann hefði búizt við. Þó kvaðst hann hafa bú- izt við meiru af Jóni Kristins syni, sem hann hefði kynnzt lítilega á Olympíumótum, þar sem hann hefði teflt mun bet ur en nú. Um það hver muni fara með sigur af hólmi, sagði Georg- hiu, að hann teldi Hort, And ersson, Stein og sjálfan sig hafa einna beztu möguleika, en möguleikar Friðriks væru einnig miklir, ef honum tæk- ist að haida sikákinni við And- ersson. Timman ætti hins veg ar mjög erfiða andstæðinga eftir. Jafnframt benti Georg- hiu á, að hann teldi 11—11% mundu duga til sigurs. Að lokum spyrjum við svo, hvert leiðin liggi frá Islandi. Georghiu kvaðst fara héðan til London, en síðan til Paris- ar, þar sem hann ætti að tefla nokkur fjöltefli. Næsta mót, sem hann tæki þátt í yrði svo annaðhvort í Mar del Plata i Argentínu í marz, eða í Newcastle í apríl. Jón Þ. Þór. Aöalfundur V.R.; V.R. f jölmennasta stéttarf élag landsins 4293 félagsmenn Konur í meirihluta Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Reykjavikur var haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 21. febrúar s.l. Á fundinum var lýst kjöri í stjórn og trúnaðarstöður fé lagsins. 1 janúar var auglýst eftir framboðslisitum og barst aðeins einn listi, sem var sjálfkjörinn. í aðalstjórn voru kjörnir til 2ja ára: Formaður, Guð- mundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveinsson, Elís Adolphsson, Óttar Októsson, og Bragi Lárusson. f Varastjórn til eins árs: Friðrik Theódórsson, Garð- ar Siggeirsson, og Kristín Aðalsteinsdóttir. f aðal- stjóm voru fyrir: Bjarni Felixson, Grétar Haraldsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Helgi E. Guðbrandsson. Stjómin hefur skipt þann- ig með sér verkum: Varafor- maður Magnús L. Sveinsson, ritari Bjami Felixson og gjaldkeri Hannes Þ. Sigurðs son. Formaður félagsins, Guð- mundur H. Garðarsson, gerði grein fyrir starfsemi félags- ins s.l. stafsár. Skýrsla stjórnar V.R. fyrir starfsár- ið 1971—1972 var fjölrituð og dreift til fundarmanna. í henni kemur fram, að starfsemi félagsins hefur ver ið mjög umfangsmikil s.l. ár og einkennzt af þeirri kjara- baráttu sem háð var á árinu. Gjaldkeri félagsins, Björn Þórhallsson gerði grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir samhljóða. Gunnlaugur J. Briem vara formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna, gerði grein fyrir starfsemi Lífeyr- issjóðsins. Margar tillögur voru sam- þykktar á fundinum, þ. á m. eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur V.R. haldinn mánudaginn 21. febrúar 1972 samþykkir að kjósa 7 manna nefnd til að athuga skipulagsmál V.R. og gera til lögur um framtíðarskipulag félagsins. Nefndin skal vinna í samráði við stjóm V.R. Álitsgerð og tillögur nefnd- arinnar skulu vera tilbúnar fyrir næsta aðalfund félags- ins.“ „Aðalfundur V.R. haldinn 21. febrúar 1972 beinir til stjórnar félagsins, að á næsta starfstímabih verði athugað, hvort grundvöllur sé fyrir hendi, að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefji sjálf- ur, eða í samstarfi við aðra, byggingu íbúða fyrir sjóðfé- laga. íbúðimar geti verið í eigu: 1. Lifeyrissjóðsins að fullu. 2. Einstakra sjóðfélaga. 3. Sjóðsins og einstakra sjóð- félaga að hluta. 4. Lífeyrissjóðsins og ann- arra aðila t.d. lífeyr- issjóða, sem mynduðu eign anfélag um slikar íbúðar- byggingar. Aðalfundurinn heimilar stjórninni að verja fé vegna nauðsynlegrar aðstoðar og fagvinnu við könnun þessa máls. Sjö manna framkvæmda- nefnd vinni að þessum mál- um með stjöminni. Formaður V.R. veiti umræddri nefnd forustu." Samþykkt var að félags- gjald fyrir árið 1972 skyldi vera kr. 2.200.- og af hverju félagsgjaldi skuli kr. 100.- renna í fræðslu- og menning arsjóð V.R. og kr. 100.- í vinnudeilusjóð V.R. Tillaga varðandi hugsan- legar breytingar á reglugerð fyrir LífejTissjóð verzlunar- matina var einnig samþykkt ásamt nokkrum öðrum tillög- um. 1 skýrslu stjórnarinnar var nú sú nýbreytni að í fyrsta skipti voru í verkalýðsfélagi birtir reikningar og fjölrituð skýrs'a stjórnarinnar og þvi dreift til fundarmanna á að- alfundi. Kom þar fram að höf uðstóll er tæpar 10 milljón- ir kr. Félagið hélt áfram að vaxa Framh. á bls. 20 Frá fundi V.R. þegar sanmi ngarnir voru lagðír fyrir, 4. desember sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.