Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. KEBRÚAR 1972 TVITUG STULRA OSKAST. I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. ég og vonaði að ég þyrfti ekki að hlusta á svarið. „Fer huldu höfði. Hitti hana i íbúðinni hennar, þótt þar séu oft árekstrar út af sambýlisfóiki. Eða ég fæ lánaða íbúð hjá ein- hverjum. En það eru ýmis vand- kvæði á því líka. Ég þekki fáa nógu vel til þess og flest- ir þekkja þá Kitty líka. Ekki get ég beðið þá. Og þeir sem hafa yfdr íbúð að ráða eru þeir hinir sömu sem kjafta frá. Það er eiginlega föst regla.“ Hann setti upp heimspekingssvip hins þjáða manns og sneri inn á mjóa götu sem þakin var föln- uðu laufi upp í ökkla. Hugboð mitt var að engu orðið. „Ef svo er, þá . . . þér er vel- komið að fá mína íbúð með smá fyrirvara. Og ég get þagað, eins og þú veizt.“ „Þakka þér fyrir, Duggers. Ég tek þig á orðinu," sagði hann og lét eins og þetta væri ekki greiðinn, sem hann hafði minnzt á. „Hvað er hún gömul?“ „Nítján." „Já, var það ekki,“ hrökk út úr mér því ég undraðist hvað Kitty hafði farið nærri um ald- urinn. „Hvað er að því?“ „Nú ekkert. Þá finnst mér hún muni vera nokkuð ung.“ „Hvað er að því? Skelfing vildi ég óska, að þú hættir að raða öllu í fyrirfram ákveðna hugmyndaflokka. Þetta svokall- aða kynslóðabil er ekkert ann- að en hugarfóstur fjölmiðia og Ameríkana. Þeir þekkja ekki ungt fólk í dag. Og þú hefur ekki hugmynd um, hvemig það er, hvað það veit og hvað það getur gert.“ Garðurinn var fallegur og sveitaloftið ferskt. Gatan sveigði nú upp hallann heim að húsinu. Ég var engu nær um greiðann, en ég hélt áfram. „Ertu að tala um ungt fólk al- mennt eða bara ákveðna hópa?“ „Ungt fólk almennt. Hún hef ur opnað augu min fyrir mörgu, sem var mér óþekkt áður.“ „Jæja. Eins og hverju?“ „Svo ótal mörgu . . . á til- finningasviðinu og hvernig er hægt að Iíta á ýmsa hluti.“ „Varla þó hlusta?" „Hættu þessu, Duggers. Auð- vitað er hún í pop-músík- inni. Það er allt ungt fólk. Og að athuguðu málá, þá er hún ekki alltaf slæm. Led Zeppelin til dæmís. Ekki Hermann Her- mits. En þú mundir aldrei við- urkenna það.“ „Nei“. „Það gerdr þinn staðnaði hugs unarháttur." Þetta tilsvar Roys þekki ég. Hanin greip oft til þess, þegar honum voru einhver klúryrði efst í huga. Ekkd þó vegna tepruskapar gagnvart rudda- legu orðbragði, vegna þess að það viðlhafði hann oít og það innan um hvaða fólk sem var. Sennilega mátti flokka þessi við brögð til leifa frá æskuárunum, orðbragð sem hann hafðd valið um gildandi heimilisföng eða stofnanir. „Staðnaðan hugsun- aihátt“ mátti sjálfsagt rekja til skólaáranna. „Kristilegur heið- ur.smaður" var mikið notað um Franco á dögum spænsku borg- arastyrjaldarinnar. Roy hafði orðið að leggjast á spitala þar sem hann var staddur á Spáni árið 1937 vegna botnlangabólgu. Ég hafði oft sett mér það fyrir hugskotssjónir . . . hann liggj- andi máttvana í sjútorarúminu umlandi af veikum mætti: „Kristilegur heiðursmaður". Eftir stundarþögn sagði Roy: „Henni þykir líka gaman að jass, en hún nýtur hans þó á ann- an hátt en við.“ „Sjáum til. Og hver er hún?“ „Þú þekkir ekkert til henn- ar,“ en lét þó skiljast á tónin- um að hún væri ekki af lakara taginu. „Nú, jæja, ég verð vist að segja það þér til hróss, að það má teljast vel af sér vikið af manni . . .“ ......gömlum gaur eins og mér að ná hylld nítján ára stúlku?" „Já, en ég átti ekki bara við það heldur líka, að þú getur látið hana sætta sig við að fara aldrei út með þér . . . á veit- ingahús eða skemmtistaði eða í partí, eða hún fái aldrei að veifa þvl framan í fólk að hún sé sú útvalda í augum Roys Vander- vane. Þú hefur ekki vanizt því, Roy . . . ég á við að geta hald- ið öllu leyndu . . . nema fyrir fjölskyldunni. Kitty var að segja mér . ..“ „Málið er allt dálítið sér- stætt.“ „Já. Það er óvenjiulegt nú til dags, að nítján ára stúlka sætti sig við að vera haldið innan dyra. Eða fer hún út með ein- hverjum öðrum?“ Við vorum að koma heim að húsiniu, en þá sneri Roy skyndi- lega og eins og annars hugar frá þvi aftur. Ég fylgdd honum eftir, því nú vissi ég að bónin um greiðann var á næstu grös- um. „Hún sættir sig etoki við það. Hún tönnlast á þvií í sífelJu að hún vilji ektod þennan feluleik. Nú er næstum svo komið, að hún neiti að koma í rúmið með mér, nema við förum saman út. Og það er mér ómöguliegt. Að minnsta kosti get ég ekki farið með hennd einni.“ „Þess vegna verðum við að fara fjögur saman, þú og hún og Penny og ég. Það yrði skýrt þannig: þú og vintoona dóttur þinnar, dóttir þin og vinur vin- konu dóttur þinnar, sem fyrir skemmtilega tilviljun reynist vera gamall kunningi þinn. Al- veg upplagt. Og notalegt." Hann lét etoki í ljós neina við urkenningu á skarpskyggni minni. „Mér dettur ekkert annað ráð í hug. Ég var alveg vitaráða- laus, þegar þú birti-st hér eins og af himnum sendur. Hún rak mig á dyr í morgun út af þessu. Þetta er alveg voðalegt tauga stríð, get ég sagt þér.“ „Er ekki nær að fá Gilbert en mig. Penny rnundi vilja það heldur. Eða ég geri ráð fyrir því. Og hvað aldur snertir, þá er hann .. .“ „Ég er búinn að minnast á það við hann.“ „Og neitaði hann?“ „Þvemeitaði. Þessir . . . hm . . . náungar hafa stundum furðulega strangar siðgæðdshug myndir. Það höfum við upp úr öhum andtrúaráróðrinum, sem við dengdum yfir þá til að halda þeim í skeifjum á meðan við vorum að arðræna þá.“ „Þau áhrif gilda þó ekki um alla, eftir því sem mér hefur skil izt.“ „Nei, en gilda um hann. Hatin er ófáanlegur." Roy spartoaði í golifkúlu sem lá i grasinu og bjó sig undir mót bárurnar frá mér. „Afkáralegt smiekkleysi." „Má vera að þér finnist það núna. En að athuguðu máli er ég viss um að þér finnist það ekki. Og þótt við mundum rek ast á fólto sem við þekkjum, þá mundi þvi heldur etotoi finn- ast það.“ „En mér finnst það.“ „Þú átt eftir að átta þig á þessu.“ „Gilbert mundi heldur ekki vilja, að Fenny tætoi þátt í því með mér, sem honum finnst ósið- legt.“ „Bara einu sinni! Vitleysa, Duggers. Fyrir mig. Og hvað gæti hanin svo sem gert? Mundi hann ráðast á ykkur með hniíf? Nei, hann er ekki þannig." „Nei, satt er það. En hvað segir hún? Hún þoldr mig ekki.“ „Heyr á endemi. Ekkert nema látalæti . . . uppgerðarlítilsvirð- ing. Þú hlýtur að kannast við slíkt. Hún lætur til leiðast, ef ég fer rétt að henni.“ „Ætlarðu að múta dóttur þinnd til þess að taka þátt í ósið legu athæfi til þess að þú og hjákonan geti farið út að skemmta ykkur gegn vilja velvakandi 0 Hverjum á að hjálpa? „Enginn gefur meira en sitt eigið lif. Það gerði ungur Hafnfirðingur, Jóhann Kr. Berthelsen, fyrir rúmum mán- uði. Hann bjargaði ungri stúlku frá drukknun í höfninni í Ytri- Njarðvík, en lét sjálfur lífið. Séra Bjöm Jónsson, sóknar- prestur í Keflavik, segir í Morg- unblaðinu sunnudaginn 20. febrúar að heimilisástæður Hallfriðar Júlíusdóttur, ekkju Jóhanns, séu bágar og efnahag- ur þröngur. Situr hún uppi með þrjú ung böm og gengur með það f jórða. íslendingar hafa lengi verið rausnarlegir, þegar á hefur reynt. Þeir hafa sent stórgjafir tíl bágstaddra úti um allan heim. En nú ber þeim að lita í eigin barm og launa unga sjó- manninum fórnina. 1 hjálparbeiðni séra Björns Jónssonar er bent á, að af- greiðsla Morgunblaðsins, Spari- sjóður Hafnarfjarðar og Aðal- stöðin og Sparisjóðurinn í Keflavik taki á móti framlög- um. Á.B.T." £ Útvarpsþátturinn fordæmdi „Þegar ég las á dögunum í Mbl. fregn um að útvarpsráð hefði hafnað erindaflutningi Guðmundar Magnússonar, próf essors, um verzlun og viðskipti, þá hnykkti mér við. Of mikið væri að segja að það hefði kom- ið yfir mig eins og köld vatns- gusa, svo vitnað sé til 'demb- unnar, sem hann Lúðvík fékk á dögunum — en skuttogararn- ir veita nú gott skjól fyrir ágjöfum, svo honum ætti nú hvað úr hverju að verða borg- ið. — Öðm máli gegnir með okkur hina, sem komum til með að eiga í vök að verjast gegn gjörningaveðrum komm- issara, menningarvita, rauð- sokka og alls þess hers, sem verið er að „hervæða" gegn frelsi og framtaki í okkar landi. Fátt væri meiri þörf fyrir í útvarpinu en að vel hæfur fræðimaður fjídlaði þar um viðskiptamál og verzlun á nú- tímavisu. Fátt hefur þar lengst af verið meira afflutt af ýms- um og grátlega lítið heyrzt af iifandi og raunsæjum ummæl- um um hvers konar almenn við- skipti, — miðað við allan þann flaum, sem þar er tilreiddur. Góðir hálsar, sem kunnið að lesa þessar fátæklegu línur og eruð kannski sama sinnis — látið í ykkur heyra og að ykk- ur kveða gegn ósómanum. Gnúpur.“ • Ræningjar og grammófónninn „Óðinshanar“ storifa: „Nýtt land er út kom 10. febrúar sl. getur ekki stillt sig um að rifja upp þrjú atriðd er það sá á sömu sdðu í Morgun- blaðinu, sem það segir lýsa vel sálarástandi Óðinsmanna og tel ur enga tilviljun, að samþykkt- ir Óðins eru settar á sömu síð- ur og frásögn um Biblíuna. Sú bók hefur, sem kunnugt er, annað innihald er Ólafskver og kverið hans Mao, sem Magnús Torfi ann ekki síður en skæru- liðafulltrúinn frá Víetnam, er lagðd sinn skerf tíl hátíðahald- anna á fullveldisdegi okkar Is- lendinga 1. desember sl. Af upp eldisástæðum var hann leiddur í flesta framhaldsskóla við hrifningu yfirvalda, sem segja: Rússar og Grýla eru hugar- smíð, ekkert er að óttast nema það, sem „Nýtt land“ sá á sömu síður og Óðinstillögurnar og BibMufrásagnirnar, þ.e. hinn aldraða grammófón. Óðinsmönnum skyldi nú etotoi detta í hug að spila á hann Kardimommubæinn. Það væri nú Ijóta sálarástandið, ef allir færu að líkja tekjuöflunar- flokkunum við Kasper, Jesjper og Jónatan, sem hrópuðu húrra fyrir þeim, er þeir hugðust ræna, eða ef aðstoðarkonum ráðherra yrði líkt við Soffíu frænku. Óðinshanar." 0 Pennavinir Tvítugur Pólverji, sem leggur stund á háskólanám í landafræði, óskar eftir bréfa- skriftum við Islendinga. Áhuga mál hans eru mjög aihliða og fjölbreytt og hann skrifar hvort sem er ensku, pólsku eða rússnesku. Nafn hans er: Bob Wichowski, Radom — 1, Box 112, Polland. Þá er ósk frá 16 ára júgó- slavneskri stúiku um bréfa- skipti við íslenzka jafnaldra, pilta eða stúlkur. Hún storifar ágæta ensku. Nafnlð er: Nada Stanoer, Put udarnika 113, 58000 SpUt, Jugoslavia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.