Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1972 — Hannibal Flramh. af bls. 32 Hannibal Valdimarsson m.a.: 1! upphafi viðtalsins segir Hannibai Valdimarsson m.a.: „Ég taldi óskynsamlegt að hafna tífikifæri tii að kynnast þessum þýðingarmiklu málum frá ann- arri hbð en við okkur blasir hér heima. Sem sé: Betra að váta en vita ekki. Allir þekkja söguna um strútinn, sem sagt er að stingi hausnum i sandinn, ef bann telur hættu náigast. — Heim kominn sé ég, að nokkrir stxútar hafa leikið listir sinar á síðum Þjóðviijans, meðan ég var i burtu og komu mér þær kúnst- ir sizt á óvart. Um þá fugia fer ég ekki fledri orðum.“ „VITUB MAÐUB OG GÓÐG.JARN“ „Nýtt land“ spyr samgöngu- ráðherra hvað hann vilji segja um þá „viðhöfn", að Morgun- blaðið hafi birt „ljómandd faU- ega mynd“ aí honum og yfir- flotaforingja Norður-Atiantshafs ins. Hannibal svarar: „Já, fyrst tilgangur ferðar- innar var að öðrum þræði sá, að fá hinar fyllstu og örugg- ustu upplýsingar um Atlants- hafsbandalagið, frá sjónarmið- um stjómenda þess, gat ég einskis fremur ósikað, en að fá viðræður við Duncan aðmirál sjálfan, en hann er æðsti mað- ur samtakanna. Og haJi það verið hugsað mér til hnjóðs, að birta mynd af mér með þessum manni, þá vil ég taka það fram að ég tel mér það þvert á móti heiður og ávinning að hafa átt þess kost að hitta þennan mann og kynn- ast honum, því að þannig kom hann mér fyrir sjónir, að hann mundi í senn vera vitur maður og góðgjarn." (Leturbreyting Morgunblaðsins). TÖKUM ÁFRAM J>ÁTT 1 VARNARSAMTÖKUM VESTRÆNNA Þ.JÓÐA Þá spyr blaðið, sem er mái- gagn SFV, Hannibal Valdimars- son að þvi, hvort hann telji úr- sögn úr NATO „brennandi dag- skrármár‘ sem stendur, þar sem niðurstaða stjómarsáttmálans sé sú, að Island verði kyrrt í NATO. Hannibal svarar: „Jú, það er hárrétt. Sú er nið- urstaðan, og því hygg ég, að abflestir Islendingar séu sam- máia um, að standa beri við áHar skuldbingar við Norður- Atlantshafsbandalagið, meðan við á annað borð erum i þeim félagsskap. En rétt er að hafa i huga, að Island gerðist aðili að NATÖ- samningnum á árinu 1949, fyrir 23 árum. En í honum segir, að þegar 20 ár séu liðin frá gild- istöku samningsins, megi hve nær sem er segja honum upp með eins árs fyrirvara. Þannig getur vera Isiands í Norður-Atiantshafsbandaiaginu verið brennandi dagskrármál hvenær sem er. Aðeins virðist um þrennt að velja: Vilja Is- lendingar taka áfram þátt í varn arsamtökum vestrænna þjóða. — Vilja þeir leita undir vemd- arvæng Sovétrikjanna. Eða vilja þeir láta skeika að sköpuðu og treysta á vemd hlutleysis, ef til átáka kæmi milii risanna tveggja í austri og vestri. Eins og nú standa sakir, virð- ist flest benda til þess, að mik- ill meirihluti þjóðarinnar velji fyrsta kostinn, hótt engum þyki að öllu góður." (Leturbreyting Morgunblaðsins). „LANDSÖLUBRIGZU KOMMÚNISTA" í lok viðtalsins er Hannibal Valdimarsson spurður að þvi, hvort nokkrir samningar hafi verið gerðir í þessari ferð hans vestur um haf. Samgönguráð- herra svarar á þessa leið: „Það er von þú spyrjir. Nei, það voru svo sannarlega engir samningar af nokkru tagi gerð- ir í þessari ferð minni 111 Bandaríkjanna. Erindið var það eitt að ski'ptast á skoðun- um um mikilsverð mál snert- andi fsland og Bandarikin. — Landið var ekki selt í þetta sinn, svo að ég gefi hrein svör við þeim „prúðmannlegu og drengilegu" orðsendingum, sem „Þjóðviljinn" hefur verið að gæða lesendum sinum á seimistu dagana. Enda ólíklegt, að nokkuð væri lengur til að selja, ef land- sölubrigzl kommúnista í garð íslenzkra stjórnmálamanna fyrr og síðar væru tekin alvarlega. Þyrfti þar ekki til að koma nein sölumennska af hendi þeirra stjórnmálamanna, sem gert hafa tíðreist t Austurveg á liðnum ár- iirn og áratugum. (Leturbreyting Morgunblaðsins). Að lokum aðeins þetta: Ferð- in var frábærlega vel skipulögð, ánægjulieg i alla staði og í henni varð ég margs visari, sem miklu betra er að vita, en vita óljóst eða alls ekki.“ — Aðalfundur V.R. Framh. af bls. 11 á árinu og var félagafjöld- inn á grundvelli greiddra fé lagsgjalda í árslok 1971 4293, sem var 322 íélögum fleira en árið áður. Var það 8,1% aukning. Fleiri konur eru í félaginu en karlmenn eða 2333 talsins á móti 1960 karlmönnum og eru kon- ur því 54,34% félagsmanna. Á siðustu árum hefur sú þró un verið áberandi, að karl- menn hætta verzlunar- og skrifstofustörfum og leita í aðrar atvinnugreinar. Á þetta sér sérstaklega stað i verzluninni. Konum við þessi störf hefur hins vegar íjölg að að sama skapi. Þá er at- hyglisvert að áætla má að rúm lega helmingur félaga í V.R. sé innan við fertugt. En Verzlunarmannafélag Reykja vikur er langf jölmennasta stéttarfélag iandsins. Starf V.R. er mjög blóm- legt. Voru á siðasta starfsári haldnir 7 féiagsfundir. Á ár- inu voru haldnir 8 trúnaðar- mannaráðsfundir og stjórnar fundir voru 29 talsins. Sam starf var gott innan stjómar- innar og fundir vel sóttir af stjórnarmönnum. Þá voru starfandi deildir innan félags ins, eins og sölumannadeild, samvinnustofnanadeild o.fl. Verulegar kjarabætur náð ust í kjarabaráttu þeirri, sem lauk með samkomulagi sem undirritað var 4. desember. M.a. hækkuðu lægstu laun- in um 23,97% og eru nú lægstu grunnlaun kr. 16.240, sem gerir með vísitölunni, eins og hún er í dag, kr. 17.599,00 segir í skýrslunni. Aðrar hækkanir samkvæmt úrskurði gerðardóms urðu frá 12,64% upp í 22,52%. Þau laun, sem gilda frá 1. desem- ber sl. hækka síðan um 4% þann 1. 6. n.k. og um 6% 1. marz 1973. 1 skýrslunni voru ítarlegir kafiar um vinnutíma af- greiðsiufólks og er nefnd starfandi í því máli. Nú, eftir að aðalsamningur félagsins hefur verið gerður, liggur fyrir að endurnýja alla sérsamninga félagsins. Ekki hefur unnizt timi til þess að vinna að gerð þess- ara sérsamninga enn sem kom ið er, en unnið verður að þeim alveg á næstunni. 16. starfsár lífeyrissjóðs- ins lauk 31. des. s.l Vöxtur sjóðsins hefur verið mikill ár írá ári allt frá stofnun og þó sérstaklega síðustu árin. Um áramótin 1971/1972 voru sjóðsfélagar orðnir 4800 og störfuðu í 1100 fyrirtækjum og hafði fjöldi þeirra vaxið gífurlega með aðildarskyldu ASl, vorið 1969. Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna vex hratt og hafði aukningin orðið 36,99% á árinu 1971. Var höf uðstóll sjóðsins þá orðinn 504,4 milljónir kr. Vegna hinnar léttu greiðslubyrði hefur árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins verið tiitölulega mikið. Hefur þess vegna verið unnt að lána mik ið fé til sjóðfélaga. Lán þessi eru veitt gegn tryggingu í íbúðum, sem sjóðfélagar hafa ýmist verið að byggja eða kaupa. Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt samtals 2.433 sjóðfélögum lán að andvirði 498 milij. króna. Á s.l. ári var 320 aðilum lánaðar 104 millj. kr. og hafði út- lánsaukning orðið 27,6%. Á siðustu árum hefur sjóð- urinn veitt verzlunarlána sjóði, stofnlánasjóðum at- vinnuveganna og fyrirtækj- um, sem greiða í sjóðinn, fjár festingarlán. 31. desember 1971 voru þessi lán 97,6 millj. kr. og veðskuldabréf sjóðfé- laga 352,7 millj. kr. Hlutíall heiidarútlána 31. des. sl. var því sem hér segir. Til sjóðfélaga 78,37% og til stofn lánasjóða og fyrirtækja 22,63%. Þrjú hundruð sjötíu og þrír félagsmenn hafa notið styrks úr atvinnuleysistrygg ingasjóði frá þvi félagið varð aðili að sjóðnum árið 1968. Á árinu 1971 voru greiddar atvinnuleysisbæt- ur kr. 757.766.00. — Að skemmta Framh. af bls. 13 Eftir neitun hreppsnefndar um byggingarleyfi, hafðd hann flutt þangað smáhús á hjólum, reiðu- búinn að fjarlægja það um leið og það yrði fyrir öðrum fram- kvæmdum eða skipuiaginu. Er hægt að sýna samborgur- um sínum mefri kurteisi, meiri velvilja, meiri tilhliðrunarsemi, en bjóðast til þess að flytja eig- in eign, á eigin kostnað af eig- in landi. Og þetta er boðið í ríki sem hefir eignarréttinn sérstak- lega friðlýstan í stjórnarskránni og hann má ekki skerða nema almenningsheiil krefji og fuilt verð komi fyrir. Þá er spumingin, eru skipu- lagslögin hugsuð sem hagstjóm- artæki eða sem valdníðshitæki? Þvi verður ekki trúað að þau eigi að þjóna öðrum tilgangi en að vera hagstjómartæki og koma i veg fyrir dýr asnastykki eins og með Landspitaiann og Hring- brautina. Klúðrið með Miklu- brautina og stórhýsi Kol & salt á hafnarbakkanum, sem var brotið niður eftir um það bil 10 ár. Þetta var að visu ailt gert á skipulögðu svæði og margt fleira í svipuðum dúr, svo skipu- lagsyfírvöld eru ekki óskeikul frekar en páfinn i Róm. Héraðsdómur og hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu að í Tjaldanesi hefði verið um lög- brot að ræða, sem bæri að sekta fyrir o.s.frv., sem sagt slógu því föstu að skipulagslögin væru valdníðslutæld og það bæri að „respektera" þau sem sbk. Þeir höfðu lög að mæla. Þessa bölvaða vitleysu hefi ég samþykkt, sagði Pétur Beme- diktsson, bankastjóri og alþingis- maður við Tryggva í Miðdal, þessu þarf öllu að beyta. Byggingar eru ekki hættulegri en það, að eitt stærsta bráða- birgðahúsið, sem stóð lengi við hliðina á Alþingishúsinu, Lista- mannaskálinn, og fór vel á með þeim. Ég vil engum svo iUt að ég óski honum að reyna þær hug- arhrellingar og fjárhagslegt traðk, sem á mér og mínum hef- ir biitnað, en ef þessir heirar, sem vandræðunum valda, mættu reyna það í eitt eða tvö ár, sér til skilningsauka og sáiarbóta, þá væri vel. Þetta er að vísu óframkvæm- anlegt, en hitt vil ég ráðleggja þeim sem ganga með oftrú á skipulagsskyldu og vaidniðslu að líta í vestur — em ekki of langt —, þar býr þingmaður svo vitur að hann hefir sagt í frægri þingræðu að hann álíti ráðlegra að sníða skóna eftir fætinum, en ekki gera skóimn fyrst og reyna svo að troða fætinum í hanm. Þessi sannindi hafa verið is- ienzkum húsfreyjum og vinnu- konum vel kunn, með þau í huga hafa þær gert þjóðinni skó í þúsund ár. Þeim er illa í ætt skotið, sem ætla nú að hafa þessi sannindi að engu. Á konudaginn 1972. Grímur S. Norðdal, tJlfarsfelli í Mosfellssveit. Sesselja Jónsdóttir Þorlákshöf n - Áttræð Það fólk sem um síðustu alda- mót átti sin æskuár og enn er á foldu, tekur nú að reskjast. Ein í þeirra hópi fyWir í dag áttunda áratug ævi sinnar, Sesseija Jóns dóttir frá Stokkseyri, nú búsett í Þorlákshöfn. Þegar þessi merka heiðurs- >kona stendur á siíkum timamót- um er ómaksins vert að skyggn- ast um öxl til viðburða iiðinna ára og rifja upp brot úr lifs- eögu íslenzkrar alþýðukonu, sem með störfum sinum, hetju- skap og æðruleysi í ölduróti erfiðrar Mfsbaráttu hefur skráð merkan kapitula í sögu samtíð- ar sinnar. Ung að árum giftist Sesselja ungum sjómanni, Karli Guð- mundssyni, frá Gamla-Hrauni. Bjuggu þau að Gamla-Hrauni í svonefndu Hraunshverfi milli Eyrarbakka og Stokkseyrar tii ársins 1920, er þau fluttust til Stokkseyrar og byggðu sér lítið og snoturt hús, er þau nefndu Laufás. Var Karl formaður vél- báta á Stokkseyri um mörg ár. Karl var gæddur frábærum skip stjómarhæfileikium. Var útsjón- wsemi hans og glöggskyggrvi við brugðið i brimsamri og varhuga- verðri veiðistöð Stokkseyrar. Það kom ekki á óvart að syn- ir hans fetuðu í fótspor föður síns og gerðu margir sjó- mennsku að ævistarfi, og eru þeir allir í fremstu röð sjómanna. Dr. Guðni Jónsson, segir í sögu Hraunshverfis svo: „Það er í frásögu færandi, að á vetrarver tiðinni 1958 voru fjórir synir Karls Guðmundssonar formenn í Þorlákshöfn, þeir Svavar, Bald ur, Karl og Ársæll. Mun slíkt næstum einsdæmi, og haía þeir bræður dyggilega haldið uppi merki föður síns um sjómennsk- una.“ Enn eru tveir þeirra bræðra, Baldur og Karl formenn og mikl ir aflamenn í Þorlákshöfn. Sesselja varð fyrir þeirri þungu l'ífsreynslu að missa eig- inmann sinn á bezta aldri, að- eins 37 ára, frá 9 börnum á ó- magaaldri, því yngsta aðeins árs gömlu, en Karl lézt hinn 10. júlí 1929. Þá reyndi á þrek og hetju lund þessarar sterku og þrótt- miklu konu. Og Mfsþróttur henn ar, bjartsýni og trúarþrek sigr- aðist á öllum erfiðleikum. Með hjálp og aðstoð góðra manna tókst henni að koma upp barnahópnum. Þar var ekki Veigalítill þáttur drengsikapar- mannsins Sigurðar Pálssonar, er bjó með Sesselju um árabil og reyndist henni og börnunum styrk stoð. Að sjálfsögðu varð hún að leggja hart að sér, ein- beita kröftum og vilja að á- kveðnu marki. En takmarkinu varð náð, uppeldisstarfinu full- nægt, þótt áfallið væri þungt, er hún hlaut, við fráfall eigin- mannsíns og að þvi er þá sýnd- ist nærri öyfirstiganlegt. Ekki verður sagt að lifið hafi rósum stráð ævibraut þessarar konu, sem í fangbrögðum við fá tækt, ástvinamissi og margs kon ar raunir, hefur staðið sem klett ur í ölduróti örlagaríkra við- burða, æðrulaus og róleg. Sesselja er ekki allra. Ber ekki tilfinningar sínar á torg, ihugar málin af glöggskyggni og raun- sæi Mfsreyndrar konu. Árið 1950 fluttist hún til Þor lákshafnar með syni sínum Svav ari, er þá var skipstjóri í Þoir- lákshöfn og reist hafði þeim mæðginum fal'iegt hús á góðum stað i Þorlákshöfn við A-götu 8, þar sem þau bjuggu saman með an hans naut við. En einnig þeim örlögum varð Sesselja að sæta, að missa þennan són sinn Og styrku stoð á bezta aldri, en hann lézt hinn 12. marz 1964, og varð öUum harmdauði, en þó mestur þeim, er þekktu har.n bezt. Starfsdagur Sesselju er orðinn langur, arfurinn, sem s'kilað er til samfélagsins mikill í barna- hópnum mannvænlega, er nú á- vaxtar sitt pund við þjóðnýt störf, sem og verða þjóðfélagi okkar þýðingarmikil, þótt oft séu að litlu metin af þeim, sem þjóðartekjum ráðstafa. Á áttræðisafmælinu er Sessel'ja hamingj'Usöm og ánægð, ein í sinu fallega húsi, sterk og einbeitt, sem ung væri. Á ströndinni við hafið óútreiknan lega stendur húsið hennar i Þor lákshöfn. Glugginn á stofunni snýr til hafsins, sem verið hef- ur svo mikill örlagavaldur í Mfi hennar. Á söng hafsins, magn- þrunginn gný úthafsöldunnar hlustar hún hrifnæmum huga, er hún ein situr við gluggann í stof unni sinni með minningar frá liðnum ævidögum efstar i huga. Mikilfengleg verður sýnin, þeg- ar hafrótið teygir hvitfexta toppa sina, svo við himin ber í tign sinni og fegurð. En haíið á líka sína lógnværu kyrrð, sína hljóðlátu þögn, sem vekur til- finningar trega og saknaðar, þeim, er við hafið eiga minning- ar og mörg sjómannskonan og sjómannamóðirin þekkir svo vel. Þannig sat Sesselja líka stund um, ung að árum við gluggann sinn á Stokkseyri, er eiginmað- urinn stýrði æfðum höndum lít- illi bátsskel inn úr brim- sundi Stokkseyrar og skilaði ávallt öllu heilu í höfn. Hlutskipti einbúans í kyrrð æviikvöldsins hefur hún sjálf kosið sér meðan heilsa og kraft ar leyfa, en vera þó í návist og skjóli barna og barnabarna. Til Sesselju streyma i dag þakkir og árnaðaróskir samferða fólksins. Ég tek undir þær ósk- ir að viðtoættu persónulegu þakk læti fyrir frábæra viðlkynningiu, hlýju og vináttu á áratuga sam- ferð. Björgvin SígurðwHHi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.