Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FBBRÚAR 1972 Oígefandl hif. Árvakuc R&yíqlavfk Pí'iarn'k.veemdastjóri Hairafdur Sveínsson. •Rittatjórar Matthfas Johannessen, Eýjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri sityrmir Gunrrarsson. Rftstjórnarf.untrúi hiorbliönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jófiannason. Auglýsingastjðrí Árni Garðar Kristinsspn. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistraeti 6, sfmi 10-100. Augifýsingat Aðaistræti 6, símr 22-4-80. ÁskdftargjaW 225,00 fcr á 'mánuði innanlands I faiusasöfu 15,00 Ikr eintakið. VERRI VERZLUNARKJÖR T^ins og kunnugt er hafa nú ^ verið afnumdar heimildir til að taka stutt vörukaupalán við innflutning ýmissa vöru- tegunda. Leiðir þessi ráðstöf- uh til þess, að vöruval mun fara minnkandi, en þar að auki verður nú óhægara um vik fyrir verzlunina að selja vörur með gjaldfresti. Kem- ur þetta sér einkum illa fyrir húsbyggjendur og er til þess fallið að draga úr byggingar- framkvæmdum. Þess er einn- ig að gæta, að vörukaupalán- in eru tíðum vaxtalaus, og hlýzt einnig af því nokkurt tjón að hagnýta ekki slík lán. Á aðalfundi kaupmanna- samtakanna boðaði Lúðvík Jósepsson, viðskiptaráðherra, að lán til verzlunarinnar hér innan lands kynnu að verða skert. Sú ráðstöfun hlyti einnig að leiða til versnandi viðskiptakjara almennings, því að vöruframboð færi minnkandi og lánsviðskipti hyrfu. Enn sem komið er verður þó ekki sagt, að hér sé um róttækar ráðstafanir að ræða af hálfu vinstri stjórnarinn- ar, en augljóst er þó hvert stefnt er. Hugmyndin er að hverfa í áföngum frá því við- skiptafrelsi, sem þjóðin hefur búið við, og þetta gerist á þeim tíma, þegar aukning þjóðartekna hefur verið í há- marki, en á síðastliðnu ári jukust þjóðartekjurnar um hvorki meira né minna en 12,5%. Viðskiptakjör íslendinga hafa aldrei verið eins góð og nú. Verðlag útflutningsafurða okkar er mun hærra en það hefur nokkru sinni áður orð- ið, og samkeppnin í innflutn- ingsverzluninni hefur fært neytendum góð kjör og mik- ið vöruval. Ekki er því að leyna, að enn eimir nokkuð eftir af þeim hugsunarhætti, að þeir, sem verzlunaratvinnu stunda, séu óþarfari en aðrar stéttir, og jafnvel er haft við orð, að kaupmenn séu andstæðingar alþýðu. Þessi afstaða á sér sögulegar skýringar eins og allir þekkja, en skelfilega eru þeir menn þröngsýnir, sem ekki gera sér grein fyrir mik- ilvægi verzlunarinnar í nú- tímaþjóðfélagi. Sannleikur- inn er raunar sá, að störf verzlunarmanna eru einhver hin allra þýðingarmestu, því að tilgangslítið er að fram- leiða vöru, ef hún selst ekki á góðu verði, og innflutnings- kjörin yrðu ekki góð, ef dug- miklir og útsjónasamir inn- flytjendur fengjust ekki til að annast viðskitin. En kaupsýslumenn eins og aðrir þurfa aðhald og sam- keppni, svo að þeir einbeiti sér að því að ná sem mestum árangri. Frjáls verzlun er sá hvati, sem færir þjóðinni bezt viðskitakjör í bráð og lengd. Þess vegna verður að gjalda varhug við þeim tilraunum, sem nú þegar er farið að brydda á, til þess að leitast við að skerða það frjálsræði í verzluninni, sem landsmenn hafa við búið. HVAÐAN FÁ ÞEIR TEKJ- URNAR? 17'instri stjórnin hefur nú " boðað minnkandi fjár- mögnun til verzlunarinnar. Vafalaust er þetta gert a.m.k. að öðrum þræði til að minnka innflutning. Er hugmyndin þá sú, að gengið verði á þær birgðir, sem í landinu eru. Er þetta í fullu samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að ganga á alla sjóði, bæði opin- bera sjóði og sjóði fyrirtækja og stofnana. Telur ríkis- stjórnin sér vel vært á með- an verið er að eyða þeim forða, sem þjóðin hefur aurað saman á undangengnum ár- um. En þetta er bara önnur hlið málanna. Ef stórlega verð- ur dregið úr innflutningi, minnka líka tolltekjur ríkis- ins, og þá kemur að því að afla verður tekna með öðr- um hætti til þess að standa undir þeirri miklu eyðslu, sem nú er efnt til, enda hafa fjárlög, eins og kunnugt er, verið hækkuð um nærfellt helming. Enn bíða menn eftir þeim breytingartillögum, sem stjómarflokkarnir, kunna að gera við skattalagafrumvörp- in, sem ríkisstjórnin lagði fram frir jól. Veit enginn hverjar þær breytingar kunna að verða, en ólíklegt er, að miklar leiðréttingar verði gerðar á þeim frum- vörpum, ef rýra á verulega tekjur ríkisins af innflutn- ingi; þá verður vafalaust að þyngja enn beinu skattana. Kannski hafa ráðherramir ekki hugsað þá hugsun til enda fremur en annað. Úr írlandsferð blaðamanns Morgunblaðsins 2. grein Brezkir hermenn útbúa sraddavírsffirðingru I Enniskillen til þess að stöðva göngn andspyrnuhreyfingar Norður-íriands sunnudaginn, 13. fehrúar sL UPPHAF afskipta Eng- lendinga af írlandi má rekja allt aftur til 12. ald- ar, er einn af smákonung- unum írsku leitaði hælis í Englandi, þegar hann hraktist brott úr smáríki sínu, Leinster. Jarlinn af Pembroke varð tengdason- ur hans og hjálpaði hon- um að ná aftur Dublin, en þá tók Henrik II, Englands konungur, að hlutast til um deilurnar og færa sér þær í nyt. Hann sendi her til írlands og lýsti sig kon- ung yfir landinu. Framan af stóðu Englands konungar með stjórn kaþólsku kirkjunnar í Róm — sem hafði náð yfirráðum yfir kirkju Irlands árið 1152 — og viðurkenndi páfastóll fljótlega yfirráð Englend- inga á Irlandi, enda þótt þeir réðu tæpast öðrum hlutum Sögulegt baksvR landsins en Dublin og næstu sveitum þar i kring. Irskir héraðshöfðingjar áttu jafnan í innbyrðis deil- um og héldu þeim áfram, jafnframt baráttu gegn ensk um yfirráðum. Fór svo smám saman, að þeir Englending- ar sem fyrst settust að á ír- landi blönduðust heimamönn um, en þá voru jafnóðum sendir nýir menn til þess að halda uppi enskri stjórn og verja enska hagsmuni. Átökin í Ulster Þegar Englendingar tóku að nýta að marki þá við- skiptamöguleika, sem Irland bauð upp á, var sóknin hert gegn landsmönnum og leitazt við að rýra stöðu þeirra og áhrif. Irlandi var skipt í fjóra land^hluta, sem aftur skiptust í 32 greifadæmi. 1 suðri var Munster, sem skipt ist í sex greifadasmi, í vestri Connacht, skipt í fimm greifa dæmi, í austri Leinster, tólf greifadæmi og í norðri Ulst- er, níu greifadæmi, en ailt fram á 16. öld var andstað- an gegn yfirráðum Englend- inga hvergi eins hörð og þar. íbúar Ulster voru af sama stofni og íbúar suðvestur hluta Skotlands og SufS- ureyja (raunar komu íbúar siðarnefndu svæðanna upp- haflega frá Norður-Irlandi). Ulsterbúar gerðu margar uppreisnir gegn Englending-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.