Morgunblaðið - 26.02.1972, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1972
XIV UMFERÐ
Hort missti forystuna
- Spennan í hámarki
tJRSLIT Reykjavíkurskák-
mótsins koma til með að ráð-
ast af úrslitum skáka í síð-
ustu umferð. Eftir 14. umferð
er staða efstu manna sem hér
segir: 1.—2. Hort og Georghiu
l0’/2 v., 3.—4. Friðrik og Stein
10 v., 5. Timman 9 Vi v.,
6. Andersson 8 v. og 2 biðsk.
Það eru þvi æði margir, sem
geta sigrað. Helztu möguleik-
arnir virðast þessir: a) að
Hort vinni Guðmund, Stein
vinni Georghiu og Friðrik
vinni Timman. Iȇ sigrar Hort
en Friðrik og Stein verða í
2.—3. sæti. b) Að Hort og
Georghiu vinni báðir og skipt-
ir þá ekki máli vegna efsta
sætisins hvernig skák Friðriks
endar. c) Að Hort og Georg-
liiu tapi báðir, en Stein og
Friðrik vinni báðir, en þá
verða þeir síðarnefndu jafnir
og efstir. d) Að Hort geri
jafntefli en Friðrik og Stein
vinni og yrðu þá þrir jafnir
og efstir. Enn einn möguleiki
er, að Andersson vinni báðar
biðskákirnar og verði þar
með jafn þeim Friðriki og
Stein. Geta þá fjórir orðið
jafnir og efstir. Má því búast
við harðri og skemmUlegri
keppni í síðustu umferð, og
ættu menn ekki að láta hana
fara framhjá sér. En vikjuin
nú að 14. umferð.
Fyrsta skákin sem lauk, var
milLli þeirra Timmans og
Gunnars. Teíld var Réti byrj-
um og fékk Gurunar þirönga og
erfiða stöðu út úr byrjuninni.
Framhaldið tefldi Timman
srvo mjög vel og vánm örugg-
lega. Vantar hann miú aðeinis
hálfan vinmimg tU þesis að ná
stórmeistaraáramigri.
Bragi Kristjánsson hafði
hvítt gegm Hort, sem béiibti
Piirc-vöm. Tókst stórm'eistar-
anum snetmma að jafna taflið
og ná fruimkvæðinu. f erfiðri
stöðu og bímahraki hél't Bragi
hins vegar vel á simu og eftir
35 leiki blasti jaánteflið við.
Jón Torfason teffldi köngs-
indverska vöm með sikipbum
litum gegn Ulf Andersson.
Náði Svíinm fruimikvæðiniu
eftir uppskipti, em aldrei tóíkist
honum þó að ógna stöðu Jóns
veruilega. Var samið jafnbefli
eftir 39 leiki.
Freysteinn Þorbergsson
beiitti kóngsindversikri vörn
gegn Magnúsi. Á tímabiíli
mátti svo virðast sem Frey-
steinm væri að ná undirtötoum-
um en Magnús bægði hætt-
unni frá og er biðstaðan tví-
sýn.
1 skák þeirra Harveys og
Tukmakovs var tefflt lokaða
afbrigðið af Silkiil'eyjiairvöm.
Um tima leit úr fyrir að
Tufkmakov gæti umnið á alla
vegu em hann missti af bezlu
leiðinni og Skömmu fyrar bið
fæddust tvær nýjar drottn ng-
ar. Biðsbaðan er þassi: Hvítt,
Harvey: Kf5, Db8, a3, f4, h2.
Svart, Tukmakov: Ka2, Dcl,
a7, c4, h6. Hvitur lék biðleik.
Þá eru það ská'kiir frá uim-
ferðinmi og fyrst skulum við
sjá, hverni'g Leonid Stein
teflir þegar honum tekst upp.
Hvítt: Giiðmundiir Sigurjónss.
Svart: Leonid Stein
Sikileyjarvörn.
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. Rc3
- a6, 4. d4 - cxd4, 5. Rxd4 - Rf6,
6. Í4 - Rbd7 (!), (Hér er einnig
leikið 6. - e5, 6. - g6, 6. - e6,
en himm gerði leikur er sá
langsterkasti í stöðumni þar eð
svartur getuir nú hagað tafl-
mennSku simmi í samræmi við
uppbyggingu hvíts). 7. Rf3 -
e6, 8. Bd3 - Rc5, 9. 0-0 - Be7,
10. a4 - 0-0, 11. Khl - b6,
12. b4 - Rxd3, 13. cxd3 1 Bb7,
14. Dl>3 - Hc8, 15. Be3? (Þótt
furðulagt megi viirðast, þá er
Framh. á bis. 21
Sovézki stórmeistarinn, Eeonid
Stein, vann einhverja glæsileg-
ustu skák mótsins i 14. umferð.
Jón Ormur Halldórsson, forseti
Mótmælaaðgerðir á
menntaskólastiginu
Það gerist sem betnr fer ekki á
hverjum degi, að þegnar okkar
litla þjóðfélags rísi upp og
mótmæli opinberlega kjörum sín
um og aðbúnaði. Svo hefur þó
heil stétt manna nú gert. Þar á
ég við þær samræmdu mótmæla-
aðgerðir, sem Landssamband ís-
lenzkra menntaskólanema stóð
fyrir á öllu menntaskólastiginu
í g»r.
Tilgangnr þessara aðgerða
var fyrst óg fremst sá, að vekja
athygli ráðainanna og ekki síð-
ur hins almenna borgara á þvi
ófremdarástandi, sem nú ríkir í
menntaskólum landsins. Eðlilegt
má teljast, að almenningi séu
þessi mál lítt kunn, þar sem þau
hafa lítið verið kynnt til þessa.
Ekki væri því hægt að lá mönn-
um, þótt þeir teldu að hér væri
aðeins um að ræða óþarfa æs-
ing æskumanna. Þetta er þvl
miður rangt, menntaskólakerfið
er i megnasta ólestri; um það eru
allir sammála, sem til þess
þekkja og mun ég þvl hér á
eftir leitast við að benda á ör-
fáar staðreyndir, máli mínu til
stuðnings.
Kröfur menntaskólanema eru
í höfuðatriðum þrjár.
1. Reglugerð þeirri um mennta
skóla, sem sett var 1971 verði í
höfuðatriðum framfylgt.
2. Kennsla verði færð í nú-
tímalegra form.
3. Aðstaða manna til náms
verði jöf n.
Þetta eru sanngjarnar kröfur,
enda skilja menntaskólanemar
aðstöðu þeirra er skattana
greiða og vita, að í mörg horn
er að líta. Þess vegna vonumst
vlð til, að valdamenn verði jafn
sanngjarnir við okkur og reyni
að skilja afstöðu okkar, og geri
sér grein fyrir því, að ný loforð
án framkvæmda stoða okkur lít-
ið meira en þau gömiu, sem
aldrei voru efnd.
Fyrsta krafa okkar, sem er
sú að reglugerð um menntaskóla
fná 1971 verði framfylgt, virð-
isl við fyrstu sýn fráleit. En svo
er þó ekki. Reglugerð þessi hef-
'Ur verið þverbrotin af 'hálfu yf-
irvalda menntamála, svo lítið
stendur eftir, nema nafnið eitt.
Það er hættuleg stefna, og má
ætla að virðing manna fyrir
reglum, og þeim, er þær setja,
vaxi ekki, meðan þær eru snið-
gengnar og þverbrotnar af yfir-
völdunum.
I fyrstu grein þessarar títt-
nefndu reglugerðar segir, að
menntaskólar skuli vera svo
margir, sem þörf er á. Til sanns
vegar má færa, að slíkt hljóti
að vera matsatriði á hverjum
tíma. Engum manni dettur þó í
hug að halda þvi fram, að húsa-
kostur menntaskólastigsins sé
nokkuð í námunda við að vera
nægilegur og má í því sambandi
benda á, að húsnæði á hvern
nemanda í menntaskólanum í
Reykjavík var meira árið 1845
en árið 1972. Dönsku nýlendu
kúgararnir voru sem sé fram-
sýnni í menntamálum en inn-
lendir valdamenn vorra daga.
Við gerum okkur fyllilega
ljóst, að þessi mál verða ekki
leyst á einum degi. Til þess eru
þau i of miklum ólestri. En við
gerum okkur líka ljóst, að við
óbreytt ástand verður ekki un-
að. Húsnæðisskorturinn stendur
í vegi fyrir nýjum og eðlilegri
kennsluháttum og hann hefur
lamandi áhrif á námsgetu og
námsárangur nemanda. Kennt
er I heilsuspillandi húsnæði og
svo mörgum hrúgað í hverja
stofu, að borðum verður ekki
við komið. Sérkennsiustofur séu
þær þá fyrir hendi, eru teknar
undir almenna kennslu. Vinnuað
staða kennara er óvíða fyrir
hendi og félagsaðstaða nemenda
jafnvel enn minni. Kennt er
hálfan sólarhringinn án þess
að nemendur hafi aðstöðu til að
matast.
Hér eru hvergi nærri talin öll
þau atriði, sem miður fara í
menntaskólakerfinu. Þessi upp-
talning ætti þó að gefa örlitla
innsýn í þann mikla vanda, sem
nemendur og kennarar eiga
við að etja.
En hver hafa þá úrræði hins
opinbera verið? Hefur ekkert
verið gert? Jú, vissulega hefur
ýmislegt verið gert, en úrræðin
hafa flest verið bráðabirgða-
lausnir, sem orðið hafa dýrari,
þegar fram í hefur sótt, en var-
anleg lausn vandans. Nokkuð
hefur þó vel verið gert og ber
að þakka það, en þó hefur stöð-
ugt sigið á ógæfuhliðina i þess-
um málum, og sígur enn.
Þessi mál verða ekki leyst með
öðru en stórátaki, sem þegar
verði hafizt handa um og stefnt
verði að einsetnlngu á öllu
menntaskólastiginu innan fárra
ára. Allar aðrar úrbætur eru
óraunhæfar, og aðeins kák,
SMkt kák verður dýrara, þegar
til lenigdar lætur, þótt ótalinn sé
sá skaði, sem þjóðfélagið bíður
af því að mennta ekki einstakl-
inga sína, svo sem kostur er.
Allra þjóða sízt höfum við ís-
lendingar, fámennis okkar
vegna, efni á slíkri óhæfu.
Fleiri greinar þessarar, að
mörgu leyti ágætu reglugerðar,
eru brotnar af yfirvöldum. Of
langt mál yrði að tíunda hér öll
þau lögbrot, sem nemendur og
kennarar hafa orðið að þola af
hálfu hins opinbera. Má þó í
þvi sambandi nefna eftirtaldar
greinar:
18. grein, sem fjallar um
tengsl skólanna út á við, og ger
ir ráð fyrir kynnisferðum nem-
enda í hinar ýmsu stofnanir og
fyrirtæki þjóðfélagsins, en lít-
ið hefur bólað á þeirri starf-
semi.
53. grein, sem fjallar um starfs
lið skólanna, en skólayfirvöld-
um hefur ekki tekizt að fram-
fylgja henni, einkum vegna
skorts á fjárveitingum til þess
arna.
61. grein, sem fjallar um hús-
rými, og er í henni gert ráð fyr
ir ýmsum húsakosti, sem óviða
hefur fundiztr, og þá aðeins ein-
Jón Orimir Halldórsson.
angruð dæmi, reglunni til sönn-
unar.
62. grein, sem fjallar um
tækjakost, bókasöfn, og ýmsa
smáhluti aðra, sem reynzt hafa
einkar fáséðir á þessu skóla-
stigi.
Þessi fáu atriði, sem ég hef
drepið hér á, ættu að sýna
nokkuð það óhagstæða hlutfall
milli loforða og efnda, sem ríkir
hjá yfirvöld'um menntamála.
Undrar þvx nokkurn, að
menntaskólanemendur séu orðn
ir þreyttir á straumi loforða og
efnda?
önnur aðalkrafa okkar mennt
skælinga er að kennsla verði
færð í nútímalegra form. Með
þessu eigum við þó ekki við að
gjörbylting verði gerð á öllu
kennslufyrirkomulagi, síður en
svo, sUkt ,væri hrein glæpa-
mennska. Hins vegar viljum við,
að skólayfirvöld þreifi sig
áfram og þrói kennsluhætti í
samræmi við niðimstöðu r til-
rauna. I títtnefndri reglugerð
um menntaskóla er gert ráð fyr
ir, að settur verði á stofn til-
raunaskóli. Slíkt væri að sjálf-
sögðu mjög æskilegt, en enda-
laust er ekki hægt að bíða eftir
honum og má benda á,. að
Hamrahlíðarskólinn var að
nokkru leyti hugsaður sem slík-
ur. Væri því til að byrja með
eðlilegt, að gefa þeim skóla
aukið svigrúm, til þess að hann
geti fullnægt að einhverju leyti
þeim tilgangi sínum. Þess má
geta, að í athugun er að reyna
hið svoka'laða punkta- og stiga-
kerfi í þeim skóla náista ár, en
það er kennslufyrirkomulag,
sem að flestra dómi er það, sem
koma skal. Ýmislegt bendir þó
til þess, að það verði ókleift i
framkvæmd vegna húsnæðis-
skorts, en kerfið gerir ráð fyr-
ir einsetnum skólum.
Þriðja aðalkrafa okkar
menntaskólanema er sú, að að-
staða manna til náms verði jöfn
uð. Er þá átt við fjárhagsað-
stöðu. Hver maður hlýtur að sjá
í hendi sér, hver hrópandi
óhæfa það er, að aðstaða
manna til náms miðist við bú-
setu þeirra, eða öllu heldur
framfærenda þeirra. Allir eru
sammála um nauðsyn „jafnvægis
í byggð landsins", en gera sér
þá Hklega ekki grein fyrir einni
aðalástæðunni fyrir hinum
mikla flóttamannastraumi til
Reykjavíkursvæðisins. Einu
sinni stóð ég í þeirri meiningu,
að fulltrúar landsbyggðarinnar
væru í meirihluta á Alþingi! Svo
virðist þó ekki vera.
Þessi mál verða í bráð a.m.k.
ekki leyst með öðrum hætti en
þeim, að stórhækka þá styrki til
dreifbýlinga, sem örlítill vísir er
kominn að.
Hér hafa verið taldar þær
helztu af þeim kröfum, sem
menntaskólanemendur með
stuðningi kennara sinna hafa
viljað vekja athygli á með nýaf
stöðnum mótmælaaðgerðum sín-
um. Þekki greinarhöfundur yfir
völd menntamála þessa lands
rétt, er þó aðeins fyrsta stig mót
mæla okkar afstaðið. Því bar-
áttunni verður haldið áfram,
unz sigur vinnst. Á því er eng-
inn vafi, að nemendur mennta-
skóla þessa lands ætla þó ekki
að feta í fótspor æðstu yfir-
valda mála sinna, þvert á móti
munu þeir í einu og öllu virða
lög þessa þjóðfélags og treysta
því, að almenningur skilji af-
stöðu okkar og styðji okkur,
þessar réttlausustu verur þjóð-
félagsins. Ef svo reynist, höfum
við engu að kvíða.