Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1972 21 * — Norður-Irland Framh. af bls. 17 sjálfstæðisbaráttu íra — henni var haldið áfram og ár ið 1914 var brezka þingið reiðubúið að samþykkja heimastjórn fyrir Irland. Eins og áður strandaði málið á öflugri andstöðu mótmæl- enda í Ulster. Heimsstyrjöldin fyrri kom í veg fyrir borgarastyrjöld, en róttækir lýðveldissinnar gerðu árið 1916 hina sögu- frægu Páskauppreisn, sem mistókst með öllu. 1 yfir- standandi deilum á Norður- Irlandi hafa margir bent á, — ekki sízt brezkir blaða- menn — að Englendingar hafi oft og tíðum gerzt sek- ir um alvarleg pólitisk mis- tök í meðhöndlun sinni á Ir- um. Sem dæmi hafa þeir tek- ið Páskauppreisnina 1916. Þeir hafa haldið þvi fram — og ég fékk það staðfest í samtali við forystumenn írska lýðveldisflokksins — að Páskauppreisnin hafi í raun og veru ekki notið viðtæks stuðnings meðal Ira, fyrir ut- an að framkvæmd hennar hafi gersamlega verið farin í mola þegar áður en hún hófst, (— en það er önnur saga, sem e.t.v. verður kom- ið inn á síðar i þessum grein arflokki). Þessir aðilar stað- hæfa, að brezku hermönnun um, sem sendir voru sem liðs styrkur til Dublin til þess að taka fyrir blóðsúthellingar, hafi verið fagnað af fjölda borgarbúa, er þeir sigldu inn á höfnina. En svo hafi þeir gert það axarskaft að taka af lífi alla forystumenn uppreisnarinnar og þar með fyrirgert samúð og stuðningi landsmanna. Fyrir hvern uppreisnarmann, sem tekinn var af lífi, hafi risið upp þús undir þjóðernissinna og and staðan gegn Englandi magn- azt margfaldlega. Þetta atriði bera blaða menn saman við atburðina í Londonderry um siðustu mánaðamót — „Blóðuga sunnudaginn", sem svo er jafnan kallaður. Bar öllum, sem ég talaði við, saman um, að hver svo sem tildrög þess hafi verið, að brezku her- mennirnir hófu skothríðina, hafi hún verið alvarleg mis- tök og margfaldlega eflt stuðning landsmanna, bæði minnihlutans í Norður-ír- landi og ibúa írska lýðveld- isins, við lýðveldisherinn — IRA — og hryðjuverkastarf- semi hans. Aðra hliðstæðu benda menn gjarnan á; sem sé, að Bretar hafi ekki gefið sér tima til þess 1914 að fjalla af fullum krafti um málefni Norður-írlands og kveða nið ur andstöðu mótmæl- enda við heimastjórnarfrum- varpið, vegna þess, að þeir hafi verið með hugann bund- inn við Evrópumálin í heild. Sama hafi verið uppi á ten- ingnum undanfarin ár; Bret- ar hafi verið með allan hug- ann við Efnahagsbandalagið, því ekki gefið sér nægilegan tíma til að sinna N-írlands- málunum og látið deilurnar danka þar til þær voru orðn ar að óleysanlegum hnút. Skipting írlands 1 kosningum, sem fram fóru árið 1918, að heimsstyrj öldinni fyrri lokinni, vann flokkur írskra þjóðernis- sinna, SINN FEIN (nafnið er gelískt og þýðir „við sjálfir einir“) mikinn sigur og fylgdi honum eftir með skæruhernaði gegn Bretum. Sameining og heimastjórn fyrir landið í heild strandaði á andstöðu mótmælenda í Ulster og fór svo að lokum, að brezka stjórnin ákvað að skipta landinu, annars vegar í Norður-Irland, sem hefði innan sinna vébanda sex greifadæmi af níu, er til heyrðu Ulster; hins veg- ar Suður-lrland, er tæki til hinna 26 greifadæmanna í landinu. Báðum hlutunum skyldi veitt sjálfsstjórn í ýms um innanlandsmálum og kom ið skyldi á heimaþingi í hvorum hlutanum fyrir sig. Létu Bretar þar með minni- hluta ibúa Irlands neyða sig til málamiðlunar, er meiri- hlutinn leit engan veginn á sem endanlega lausn mál- anna. Árið 1921 fóru fram kosn- ingar. 1 þeim sex héruðum Ulster, sem töldust með Norð ur-írlandi vann . flokkur Unionista — Sambandssinna, mikinn kosningasigur, þar sem mótmælendur höfðu al- geran meirihluta á þessu landsvæði. Þannig fengu Unionistar i hendur stjórn Norður-írlands og hafa hald ið henni til þessa dags. I Suður Irlandi vann Sinn Fein yfirburðasigur í kosn- ingunum og hélt áfram skæruhernaði gegn Bretum með það fyrir augum að losna alveg við yfirráð þeirra. 1 júlí það sama ár komst þó á vopnahlé og í des ember bauð Lloyd George Ir- um svipaða stöðu gagnvart Englandi og Kanada hafði fengið. Sinn Fein klofnaði út af þessu máli. Eamon de Valera, sem var forseti þings bylt- ingarmanna, Dail Eireann, var andvígur samningum við Breta en þingið samþykkti hann með sjö atkvæða meiri hluta. 1 næstu grein verður nánar fjallað um klofninginn innan SINN FEIN fyrr og nú. — mbj. 100 bókatitlar á uppboð KNÚTUR Bruun heldur fimimta bókauppboð sitt á þessum vetri — Blásýra Framh. af bls. 1 sem tekur að sér eyðingu á úrgangsefnum og fluttir sam kvæmt fyrirmælum lögregl- unnar i Warwicéshire. — Læknar hafa sagt okk- ur, að hér sé um að ræða blá sýrumágn, sem nægt hefði til þess að þurrka út milljón mannslif, var haft eftir tals- manni lögregiunnar. Senni- lega var þama um úrgangs- efni frá iðnaðiinum að ræða, en það er ótrúiegt, að noikkur geti hafa verið sv:> viti firrt- ur að koma eitrinu fyrir á þessum stað. í Átthagasal Hótel Sögu mánu- daginn 28. febrúar og hefst það kl. 17.00. Bækurnar verða til sýnis að Grettisgötu 8 laugar- dagimn 28. febr. n.k. og hefst það og 18.00 og í Átthagasal Hótel Sögu 28. febrúar milli kl. 10 ár- degis og 16 síðdegis. Margar ágætar baékur verða seldar á uppboðinu m.a. ýmisar bækur og verk Þorvalds Thor- oddsens, t. d. Landfræðisaga fs- lainds I—IV bindi, Árferði á ís- lamdi í þúsund ár og Lýsing. ís- lands I—IV bindi, Tímarit kaup- félaganina I—II gefið út í Reykja- vík 1896—1898, Grágás, Kaup- mannahöfn 1879, íslendintgasög- ur, útgáfa Sigurðar Kristjáns- sonar (I. útg.), Jarðabók Ánna Magnúsison.ar og Páls Vídalíns, gefin út í Kaupmannahöfn 1913 —1943, svo og ýmsar aðrar merk- ar bækur. — Bókmenntir Framh. af hls. 8 Þessi skýring þykir kannski nokkuð kyndug í nútímanum, en vafalaust má þó finna henni ein- hverjar hliðstæður á öllum tím- um. Uppruninn loðir lengi við. Og Mfsbaráttuna viil hver heyja með því lagi, sem honum hefur verið kennt. Um konu nokkra viðhefur höf- undur þessa einföldu og auð- skildu, en þó um leið lýsandi athugasemd: „Sigurlaug lét aldrei bugast og hélt reisn sinni þrátt fyrir sára fátækt. Hún hóf sig ein- hvern veginn ótrúlega yfir hvers dagsleikann á andlegan sjónar- hól, þar sem hún viðraði af sér þá beiskju, serri flestir í hennar sporum ganga með sálu sinni til óþrifa." Það eru meðal annars athuga- semdir af þessu tagi, sem gera ævisögu Helga Þórarinssonar lassilega hverjum, sem er, þó hún hljóti að eiga brýnast erindi til lesenda í eigin heimkynnum. Sagt hefur verið, að Skaftfeli- ingar berist litt á og gumi ekki af afrekum sinum. Þeir hafa þó átt sán framfaraskeið ekki síður en aðrir landsmenn, og tekur þessi bók til upphafs eins þeirra. Skaftfellingar- munu semsé hafa orðið einna fyrstir hérlendra manna til að raflýsa híbýli sín, og er sú saga merkileg fyrir margra hluta sakir og væri meir á loft haldið, ef tæknin þætti nógu skáldleg til að fá rúm í margfrægum og títtnefndum „þjóðlegum fróðleik". En þeir (þ. e. Skaftfellingar) hafa líka kunnað að koma fyrir sig orði á prenti, þó það sé sízt af öllu í hámælum haft; það sannar með- al annars þessi umrædda bók. En hún er einnig — auk greina góðs texta — prýdd fjölmörgum myndum, sem komast flestar vel til skila á þjálum pappír; þökk sé útgefendum, þeim Goðasteins- mönnum i Skógum undir Eyja- fjöllum. Erlendur .Tónsson. Unnur Árnadóttir — Skák Framh. af bls. 14 — Minninc Ég hefi naumast efni á því, nýstaðinn frá veizluborði æsk- unnar, að ræða dauðann við mér eldri og reyndari menn. Ég hefi í sannileika nýverið upp- götvað hann sem staðreynd, ■uppgötvun sem gjörbreytt befur lífsskoðun minni og verðmæta- mati. Dauðinn er mér ekki leng ur eittihvað fjarlægt og hræði- legt, heldiur orðinn hluti af líf- inu. Hann er ékiki lengur óvel- kominn gestur heldur einnig mildur lausnari. Sem slíkur mun hann og hafa birzt tengdamóð- ur minni, sem kvödd er í dag, eftir langvarandi og erfið veik- indi. Unnur Árnadóttir fæddist að Njálsgötu 45 i Reykjavlk þann 17. júlí 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Branddís Guð- mundsdóttir frá Litla-Holti í Saurbæ, og Árni Jónsson frá Varmá í Mosfellssveit. Á Njáls- götunni ólst Unnur upp i hópi fjögurra systra, unz fjöiskyld- an fluttist að Þverholti 3, þar sem hún hefur búið siðan. Ekki er ég til frásagnar um uppvöxt þeirra systra annað en það, sem ráða má af órofa samheldni þeirra og tengslum við æsku- heimilið. Árið 1938 giftist Unnur eftir- liifandi manni sínum Samúel Torfasyni járnsmið og siðar iðn- rekanda í Reykjavik, ættuðum frá Kollsvík í Rauðasandsihreppi Þau Saimúel reistu bú sitt að Njálsgötu 36 í Reykjavik, þar sem þau bjuggu til ársins 1952, en fluttusit þá að Bólstaðailhlíð 7. Fyrsta bam þeirra Unnar og Samúels, Mtil dóttir, fæddist rorð andvana, en þau sem á legg kom ust.eru Hlíf Braaddís, gift und- irrituðum Pétri Stefánssyni, Ámi verzlunarmaður kvæntur Guðnýju Á. Björnsdóttur i Keflavík og Torfhiildur Guð- björg, gift Guðmundi Ágústs- syni tæknifræðingi í Reykja- vik. Unnur Árnadóttir var kona björt yfirlitum og frið sýnum, lundin áköf og næir barnslega einlæg. 1 vöggugjöf hlaut hún mjög háa og bjarta söngrödd, sem hlédi'ægni hennar og feimni komu í veg fyrir að skóluð yrði að verðleikum. Hún var í senn glaðvær og félagslynd i sínum hópi og hafði sérstakt - ■.aiáaaraa þesisi eðlilegi leikur tapleikur- inn. Betra var 15. Bd2 ásamt Hcl og hvitur stendur dável). 15. - d5!, (Nú nær svartur ör- uggu frumkvæði, sem hann notfærir sér mjög fallega). 16. e5 - d4!, 17. Rxd4 - Rg4, 18. Bgl - Rxh'í! !, (Nú er skák- in í rauninni unnin á svart, þótt Guðmundur verjist af hörku unz yf ir lýbur). 19. Hfcl (Eftir 19. Bxh2 kæmi auðvitað Dxd4 og ef 19. Kxh2 þá 19. - Hxc,3!, 20. Dxc3 - Bxb4! og gegn hótuninni Dh4v og mát er engin viðwnanidi vöm). 19. - Rg4, 20. Re4 - Bxb4!, 21. Rg5 (Auðvitað ekki 21. Dxb4 - Dh4f og mátar i næsta leik). 21. - Dd5, 22. Rgf3 - Dxb3, 23. Rxb3 - Bd5, 24. Rfd2 - Bc3, 25. Hal>l - b5, 26. axb5 - axb5, 27. Re4 - Bxe4, 28. dxe4 - Hc4, 29. g3 - li5, 30. Kg2 - Hd8, 31. Hc2 - Bxe5! (Enn einn fallcgU'r lei!kiur). 32. Hxc4 - bxc4, 33. Ra5 - Ild2t, 34. Kf3 - Bd4!! (Þesisi biskup er búinn að gera það gott, ef nú 35. Rxc4 þá Rh2t!, 36. Bxh2 - Hf2+ mát. Lokin þarfnast ekki skýringa). 35. Bxd4 - Hd3t, 36. Ke2 - Hxd4, 37. e5 - c3, 38. Hcl - Hd2+, 39. Kf3 - Hd3t, 40. Kg2 - Re3t, 41. Kf2 - Rf5 og hvítur gafst upp. Það má niikiö vera ef þessi skák fier ekki fegurðarverðlaun nióts- ins. Hvítt: Jón Kristinsson Svart: Friðrik Ólafsson Benoní-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 - g6, 4. Rc3 - d6, 5. e4 - Bg7, 6. Be2 - e6, 7. Rf3 (Hér er einmig leikið 7. Bg5 eða 7. f4, sem leiðir til hinnar svonefndu fjögurra peða árásar). 7. - 0-0, 8. 0-0 - exd5, 9. cxd5 - a6, 10. a4 - Bg4, 11. Dc2 (Til álita kom að leika hér Rd2 eða jafnvel 11. h3, nú verður bisik- upinn á g4 hvítum erfiður). 11. - Rbd7, 12. Bf4 - Dc7, 13. Hfel - Hfe8, 14. Hadl (Þessi hrókur virðist eiga lítið erimdi á d-línunni. Til greina kom 14. h3 ásamt a5). 14. - Hab8, 15. h3 (Nú getur hvitur ekki hindrað b5 lengur). 15. - Bxf3, 16. Bxf3 - b5, 17. axb5 - axb5, 18. Be2 - c4, 19. Bfl - Rh5, 20. Be3 - Rc5, 21. Bd4 - Rd3, (Nú missir hvítur sterkasta manninn úr vörninni). 22. Bxd3 - Bxd4, 23. Bfl - Dc5, 24. Dd2 - Be5, 25. Re2 - b4, 26. Hcl - Rf6, 27. Rf4 - c3, 28. bxc3 - bxc3, 29. De3 (Hvítur á ekki annars úrkosta). 29. - Dxe3, 30. fxe3 - Rxe4, 31. Hedl - Bf6, 32. Bd3 - Rc5, 33. Kf2 - Hb2t, 34. Kf3 - Hea8, 35. Bbl og gafst upp um leið. Og að lokum kemur hér ein skák án athugasemda. Hvítt: Fl. Georgliiu Svart. R. D. Keene Griinfelds-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5, 4. Bf4 - Bg7, 5. Rf3 - 0-0, 6. Hcl - c6, 7. e3 - Be6, 8. Rg5 - Bf5, 9. Be2 - dxc4, 10. Bxc4 - Rd5, 11. Bxd5 - cxd5, 12. Db3 - Rc.6, 13. 0-0 - e5, 14. dxe5 - d4, 15. exd4 - Dxd4, 16. Rd5 - Rxe5, 17. Hcdt - Dc5, 18. Ih'3 - Bc8, 19. Hd5 - Dc7, 20. Hxe5 - Bxe5, 21. Rdð - Dd6, 22. Re4 - De6, 23. Hel - Bxf4, 24. Ref6+ - Kh8, 25. Hxe6 - Bxe6, 26. Db4 - Bli6? (Bg5), 27. Dh4 - Kg7, 28. Rh5t - gefið. Þegar ég var að Ijúka við greinina bárust mér fréttir af úrslituni biðskáka: Harvey — Andersson jafntefli. Tukina- kov — Harvey 1:0, Andersson — Freysteinn 1:0, Magnús — Freysteinn 1:0. Staðan eftir 14 umferðir er þá þessi: 1.—2. Hort og Ge- orghiu 1014 v., 3.—4. Friðrik og Stein 10 v., 5.—6. Anders- son og Timman 914 vinning, 7. Tukniakov 9 v., 8. Keene 7 v., 9.—10. Giiðmundur og Magnús 6 v., 11.—12. Bragi og Jón Torfason 514 v., 13.—14. Freysteinn og Jón Kristinsson 314 v., 15.—16. Gunnar og Harvey 3 vinninga. Andersson hefur því litla möguteika til sigurs, en það er ekki bara hanm og Timman, sem geta náð í stórmeistara- titil með þvi að fá 10 vinnimiga, Tukmiakov er einnig i þeim hópi. Siðasta umferðin hefst i dag kl. 13 en á morgun kl. 13 hefst almennt hraðskákmót með þátttöku flestra, ef ekki allra erlendu þátttakendanma og að auki munu þeir Blaek- stock, aðstoðarmaður Keene og sæmski meistarinn Sköld, sem hér er staddur sem fréttaritari og aðstoðarmaður Anderssons taka þátt i mót- inu. Þátttökugjald er 300 kr. og eru menn beðnir að mæta stundvislega. Jón I>. Þör. Innilegar þakkir sendi ég öll um vinum minum, sem glöddu mig með gjöfum og heilla- óskum á 70 ára afmadi minu 14. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Magðalena Hinriksdóttir, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.