Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐBE), LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1972 Gyða Vigfúsdóttir — Minningarorð Fædd 16. júní 1928. Dáin 16. febrúar 1972. „Sæl, 6 hve ssel er hver leik- andi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund." Lesandi góður, getur þú sagt mér hvort það verður ég eða þú, eða einhver kær vinur okkar, sem það hlutskipti hlýtur að ganga í dag eða á morgun i gegn um dymar, sem við mennirnir nefnum dauða — inn á land lifs ins? Okkur verður, ef til vill báð- um ógreitt um svar við þessari torráðnu spurningu. Ævileið okkar mannanna er mislöng og oft ólík að blæbrigðum, en flest skiljum við þó eftir spor á veg- inum. Gyða Vigfúsdóttir, vinkona mín, er skyndilega horfin héðan af 'sviði jarðlífsins, en bjartar og fagrar minningar um hana geymast í hugum okkar, sem þekktum hana bezt. Ég minnist hennar fyrst, sem glæsilegrar, ungrar stúlku, er hún var nem- andi í húsmæðraskólanum að Löngumýri. Góðum gáfum var hún gædd og stundaði námið með dugnaði og samvizkusemi. — Viidi heldur á engan hátt vamm sitt vita. Framkoma henn- ar var auðkennd af glaðlegri háttvisi, sem gaf öðrum góða fyrirmynd. Skilningúr hennar og hjálpfýsi gagnvart skólasystr unum sýndu glögglega, að I bármi hennar bjó gott og göf- ugt hjarta. Foreldrar hennar voru þekkt merkishjón á Hellissandi, Vigfús Jónsson húsasmíðameistari og kona hans Kristín Jensdóttir, bæði kunn fyrir gestrisni og höfðingsskap, þótt þau hafi haft fyrir 13 börnum að sjá. Oft kom Gyða síðar í heimsókn að Löngu mýri — ætíð, sem glaður og vel- kominn gestur. — Um hana var jafnan bjart á þeim stað. Síðasta minning min um hana var frá Ólafsvík — þar var hún gift Sveinbirni Sigtryggssyni húsa- smíðameistara. Áttu þau glæsi- legt heimili og fjögur mannvæn leg böm. Þar kynntist ég Gyðu, sem gestrisinni húsmóður og góðri umhyggjuríkri móður. Þar er því mikið misst. Megi Guðs- hjálp gefa, að helgiþráðum dýrra minninga auðnist að mynda græðandi varnarhjúp um hjörtu syrgjendanna — eig- inmanns, bama, aldraðs föður og systkinanna 12, sem éftir lifa. Sendi ég þeim öl'lum, með þess um fátæklegu orðum minum, dýpstu samúðarkveðjur. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. Mikill fagnaður stendur fyrir dyrum. — „Ég kem gangandi," sagði Gyða heitin við systur sína syðra, „ef ekki verður bílfært suður," svo ákveðin var hún í að gleðjast með vandamönnum sínum þennan dag. Það var ekki langt um liðið frá þessu símtali, þegar aftur var hringt og það kemur rödd í símann, sem segir: — Hún Gyða er dáin. Ég, sem þessar línur rita varð fyrir svörum, og þegar ég mátti mæla urðu mér ósjáifrátt þessi orð af munni: t Dóttir mín, Sesselja Einarsdóttir, andaðist í Landspítalanum 24. þ.m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, t Faðir minn og bróðir okkar, Jón Einarsson, matsveinn frá ísafirði, andaðist að Elliheimilinu Grund 25. febrúar 1972. Einar Bjarnason, Safamýri 46. Svanhildur Jónsdóttir. t Hjartkær bróðir minn, Óskar Eiríksson, bóndi, Fossi á Síðu, andaðist I Landspítalanum 24. febrúar. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og viniarhug við andlát og útför Kristjáns Jakobssonar, Þingeyri. Fyrir hönd aðstandenda, Halla Eiríksdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir. t Móðir min, VIGDlS ANNA GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 42, lézt að Elliheimilinu Grund fimmtudaginn 24. febrúar. Fyrir hönd vandamanna. Jóhanna S. Hansen. 1 Þökkum innilega auðsýnda jarðarför ■ samúð og vináttu við andlát og STEINÞÓRS BJÖRNSSONAR frá Gröf. Böm. tengdaböm og bamaböm. — Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska. — Gyða heitin var fyrsta grein- in, sem féll af þeim mikla meiði, sem vestra gengur unidir nafn- inu Gimlisfjölskyldan. Þau, Kristín Jensdóttir frá Rifi og Vigfús Jónsson, trésmíða meistari á Hellissandi eignuðust 13 böm og var Gyða heitin 4. yngst f. 15.6. 1928 og að auki tóku þau tvö börn i fóstur og ólu þau upp með eigin bömum. Það er ekki ofmælt, að það hafi oft verið glatt á hjalla á GimliSheimilinu meðan ailur þessi hópur var að vaxa úr grasi. Og það var sönn gleði, sem ríkti á því heimili, guðstrú og góðir siðir, einstök hjálpsemi og umtalsmýkt, en það sem ein- kenndi heimiiisbraginn öðru fremur hið ytra, var söngíhneigð fjölskyldunnar. Það mátti með sanni kalla hana hina syngjandi fjölskyldu. Það er sagt að söng- urinn göfgi. Ég tel, að það hafi ásannazt á Gimilsfjölskyldúnni. Meiri andans og hjartans héið- ríkju, samfara einstökum heiðar leika í öl'lum viðskiptum við sam ferðamennina, hef ég aldrei kynnzt, og ég held það hljóti að vera fádæma að svo stór fjöl- skylda, sé jafnsamvalin að þess um dyggðum og Gimlisfjölskyld an. Söngyagleðin af æskuheimil- inu fylgdi börnunum út í iífið, og hvenær sem fjölskyldan kom saman, eftir að börnin hurfu að heiman, var tekið að syngja og ævinlega hugljúfa söngva. 1 söngnum birtist fegurðarþrá og lífsgieði þessa heilbrigða fólks. Gimiisfólkið bjó við ræt- ur Jökulsins mikla og hreinleiki hans og tign mótaði það, eins og marga góða Snæfellinga. Enginn getur orðið ósnortinn af því að lifa æsbuár sín við rætur Snœ- fellsjökuls, þessa konungs fjall- anna, ímynd hins mikla, fagra og hreina, sem hlýtur að göfga mannssálina. Sannur Snæfelling ur horfir dagiega i átt til Jök- ulsins, þótt hann sé stadd- ur fjarri honum. Jökullinn gróp ast i vitund hans í æsku og fylg ir honum allt lifið. Hann er Snæ fellingum táknið mikla um það sem tignast er, fegurst og hrein ast í mannlífinu. Þegar mér barst fregnin um lát Gyðu mágkonu minnar, horfði ég i átt til Jökulsins. Hann var hulinn skýjum, en varpaði jafnt fyrir það ijóma inn í hugskot mitt og gaf mér styrk Ég fann, að þó að mann- lífið sé hverfult, vakir Guð yfir okkur mönnunum óumbreytan- legur í mikilleik sinum, stund- um sveipaður skýjum, svo að við greinum hann ekki, en stund um birtist hann okkur í allri sinni tign og mikilleik og varp- ar birtu á okkur öll, svo veik og smá og skammlíf. Gyða heitin fór í atvinnuleit til Reykjavíkur 16 ára gömul, því að svo sem nærri má geta, veitti ekki af á þessu stóra heim iii að börnin færu snemma að Bjarni H. Jónsson frá Þúfu - Fæddur 19. nóvember 1908. Dáinn 19. febrúar 1972. Það hefur verið glaðasólskin og breyzkj uþurrkur allan morg- uninn. Fullorðna fólkið, sem fór á fætwr fyrir allar aidir, fær sér blund eftir hádegismatinn, en það er þá enn föst' yenja um sláttinn. Á meðan það nýtur þeirrar hvíldarstundar hittast fjórir drengir við lygnan lækjar hyl á milli bæjanna til að sigla þar litilli skútu, og um stund verður hylurinn að björtu út- hafi, sem skilur lönd og álfur. Það var þessi mynd, sem fyrst kom fram í huga mér, þegar ég frétti að leikbróðir minn í æsku, Bjarni Jónsson frá Þúfu í Kjós, væri látinn. Það var aðeins naumur kallspölur á milli bæj- anna þar sem við báðir fædd- umst og slitum barnsskónum. Við systkinin vorum þrjú. Þúfu systkinin níu. Ég átti að heita aldursforsetinn í þeim hópi, sem annars var svo samrýndur að aldursmunar gætci ekki, hvorki við leiki né annað. Þótt ótrú- legt kunni að virðast kom aldrei til sundurþykkis á milli þessara tveggja nágrannaheimila hvorki þeirra fullorðnu né okk- ar leiksystkinanna. Það er því bjart yfir öllum minningum, sem þeim bemskudögum eru tengd- ar. Bjami Halldór Jónsson var fæddur að Þúfu, þann 19. nóv. 1908, elzti sonur þeirra hjóna, Guðrúnar Bjamadóttur og Jóns Bjarnasonar, sem hóifu þar búskap það sama ár. Guðrún lézt árið 1952. Þá voru aðeins tvö systkinanna eftir heima á Þúfu, Bjami og yngsta systir- in, Ásta, og árið eftir að Guð- rún lézt, seldi Jón jörð og bú í hendur þessum elzta syni sín- u. en Ásta gerðist bústýra hans. Hjá þeim lézt Jón árið 1967, háifníræður að aldri. Minning Bjarni hafði þá átt við heilsu- brest að stríða um nokkurt skeið og svo fór að hann sá sér ekki annað fært en bregða búi, og fluttust þau systkinin, Ásta og hann, þá til Reykjavíkur. Varð Bjarni síðan oft að dvelj- ast að Reykjalundi og síðan að Vífilsstöðum vegna sjúkdóms síns unz hann lézt þann 19. þ.m. að Vífilsstöðum. Þannig er ævisaga Bjama í fám orðum, hvað atburði snertir. Af þeim verður þó litið ráðið hver maður hann var. 1 rauninni er óþarft að hafa mörg eða fjálg orð um það, enda mundi það honum ekki að skapi. Dag farsprúðari og grandvarari maður í orði og verki varð naum ast fundinn. Eljumaður var hann við öll störf með afbrigð- um, smekkvís og lagvirkur. Hamn var félagslyndur í eðli sínu, hafði yndi af söng og virk ur þátttakandi bæði í ung- mennafélagi hreppsins og karla kór þeirra, Kjósarmanna. Þó að hann væri hlédrægur að eðl- isfari, gat hann verið gaman- samur í svörum — en aldrei létta undir, sem kallað var. Gyða var síðar um tíma í Noregi hjá systur sinni, en hugurinn leitaði heim undir Jöbul og hún festi ekki yndi ytra. Hún kom því heim og staðfestist í Ólafsvík og vann þar fyrst við verzlunar- störf og þá kynntist ég þvi, hvi lík afbragðsmanneskja hún var. Hún var öllum góðum kostum búin, sem prýða mega eina unga stúlku. Árið 1952 giftist Gyða eftir- lifandi manni sínum, Sveinbirni Sigtryggssyni trésmíðameistara í Ólafsvik, ágætum reglu- og heiðursmanni og eignuðust þau 4 börn, tvo drengi og tvær stúlk- ur. Voru þau hjón samval- in mjög að mannkostum. Gyða bjó manni sinum og börnum vist legt og gott heimili, var kær- leiksrík og farsæl húsmóðir og fyllti hús sitt hjartahlýju. Gyða hafði yndi af félagsstarfi, ef hún taldi það gott og göfgandi og í kirkjukór staðarins fékk hún útrás fyrir söng- og trúar- þörf sína. Gyða lézt þann 16. þjn. í bil- slysi, þegar hún var á leið heim tii sin frá Stykkishólmi. Mikili harmur er kveðinn að eiginmanni, börnum og öldrwð- um föður Gyða min. 1 stað þess mannfagnaðar, sem við bjugig- um okkur undir, fagnar þú nú með Guði. Leiðir þín og fjölskyldu þinn ar hafa skilið í bili, eða svo virð ist það fyrir okkar sjónúm sem lifum. Ég trúi því samt, að enda þótt við sjáum þig ekki lengur, þá sértu meðal okkar eftir því sem hið nýja líf þitt með Guði leyfir, og gefir börnum þínum og eiginmanni styrk í song þeirra. Minningin um þig verð- ur okkur vandamönnum þínum ijósgeisli sem fylgir okkur þánn spöl, sem við eigum sjálf ófarinn. Einar Bergmann. glettinn á annarra kostnað, og aldrei heyrðist hann mæla styggðaryrði við eða um nolkk- urn mann. Sjúkdóm sinn bar hann með þolinmæði og æðru- l'eysi, og þó að það hafi áreið- anlega verið honum þungbœr ákrvörðun að bregða búi og kveðja æskubygigð sina, hafði hann ekki hátt um það fremur en annað. Um leið og ég kveð þennan gamla leikbróður minn hinztu kveðju, færi ég honum innileg- ustu þakkir fyrir alla vináttu hans, tryggð og hjálpsemi, bæði við foreldra mina og systkini mín, alla tíð, sem al'drei brást þegar á reið. Vil ég sérstaklega þakka honum hjálpsemi hans alla, þegar bróðir minn varð að þola erfið veikindi, og eins við heimili hans við andlát hans. Þá kom það í ijós eins og alltaf hve góður granni og mikill dreng- skaparmaður Bjarni var. Betri Allar útfararskreytingar Gróðurhúsinu, Sigtúni. sími 36770. Grensásvegi 50, simi 85560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.