Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBL AÐÍÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBROAR 1972 17 Ingólfur Jónsson: S j álf stæðismenn haf a varað ríkisst j órnina við hættunni SÍÐAN núverandi ríkisstjóm var mynduð hefur allur fjöldi landsmanna haft þungar áhyggj- ur af þeinri ráðleysis- og eyðslu- stefnu, sem virðist vera ráðandi á fLestum sviðum. Kemur þetta jafnt fram hjá mörgum, sem kusu stjórmarflokkana sl. vor eiins og hjá stjórnarandstöðunni. Fyrstu mánuðina eftir að rikis- stjórnin tók við völdum var tak- markaiiítið ausið fé úr ríkissjóði utan fjárlaga. Þegar um þetta er rætt hefur ríkisstjómin alltaf spurt, hvort menn hafi verið á móti því, að hækkun tryggingar- bóta yrði flýtt. Því var vitanlega enginn á móti eftir að séð var, að staða ríkissjóðs var góð og ríkissjóður gat staðið undir þessum greiðslum, Trygginga- bæturnar eru auk þess aðeins örntill hluti af öllum þeim greiðslum, sem um er að ræða. Þótt fjárhagurinn væri góður og þjóðarbúið vel stætt á miðju ári 1971, eins og forsætisráðherra hefur ótvírætt vottað á Alþingi, hlaut svo að fara, sem raun ber vitni, að gildum sjóðum hefur verið eytt. Séint á haustdögum uppgötv- aði ríkisstjórnin, sér til skelfing- ar, að ríkissjóður og fleiri sjóðir, sem voru mikiis megnugir, þeg- ar ríkisstjórnin settist í búið, voru þunr,ausnir. Fjárlagaaf- greiðslan var flaustursverk, sem virðist geta haft alvarlegar af- leiðingar á komandi mánuðum og jafnvel árum. Útgjöld fjáiriaganna hækkuðu um 50% miðað við árið 1971. Með þessu móti er kynt undir verð- bólgunni og aukinni þenslu á flestum sviðum. Tekjuhlið fjár- laganna er enn óafgreidd. Frv. um tekjustofna sveitarfélaga og tekju- og eignaskatt hafa fram á síðustu daga verið í athugun hjá ríkisstjórninni. Sj álfstæðismenn hafa verið ábyrgir í stjómarand stöðunni og viljað gefa ríkis- stjórninni starfsfrið. Þingmenn Sj álf stæðisf lokksins haf a gert það, sem í þeirrá valdi stendur til þess að vara ríkisstjórnina við þeirri hættu, sem þjóðinni getur stafað af því að lögfesta lagafrv., sem eru illa undirbúin og þrengja kost almennings. Meðal margs annars hafa Sjálfstæðis- menn varað við áðumefndum frv. og þeirri skattránsstefnu, sem í þeim felst. Bent hefur ver ið á, að réttast væri að draga þau til baka. Með því fengist nægi- legur tími til þess að láta fram fara endurskoðun á skattakerf- inu, sem e.t.v. mætti verða til bóta. GAGNSLAUS RÁÐSTÖFUN AÐ HAGRÆÐA VÍSITÖLUNNI OG ÓVITURLEG Sjálfstæðismenn hafa varað ríkisstjórnina við þeirri hættu, sem af því leiðir, ef dýrtíðarskrúf an snýst með auknum hraða. Rík isstjórnin hefur afnumið verð- stöðvunarlög þau, sem fyrrver- andi ríkisstjórn beitti til þess að hindra verðlagshækkajnir. Ríkisstjórnin virðist engin ráð sjá til þess að hamla gegn verð bólgunni önnur en þau, að hag- ræða vísitölunni með sérstökum hætti. Flestir vita, að það reyn- ist gagnlaus ráðstöfun þegar til lengdar lætur. Auk þess, sem slikar aðgerðir geta hefnt sín og eru óviturlegar. Sj álf stæðis- menn hafa varað ríkisstjórnina við hættunni, sem þjóðinni stafar af ofstjórn og vaxaindi ríkisaf- skiptum. Sj álf stæðismenn hafa varað við aukinni yfirbyggingu þjóðfélagsins og vaxandi kostn- aði í ríkisrekstrinum. Ríkisstjóm in hefur fengið samþykkt lög um- Framkvæmdastofmm ríkisins, sem gengur undir nafninu „Stofn unin“, vegna þess, að uppbygging hennar er á rússneska vísu. Með lögum um Stofnunina virðist þremur mönnum gefið meira vald en dæmi eru til um hérlend Ingólfur Jónssou is. Þeir skipa framkvæmdaráð stofnunarinnar og eru í daglegu tali nefndir „kommisserar“. — Stofnunin er allsherjar skömmt- unarskrifstofa, sem úthlutar fjár magni til framkvæmda, sem þóknanlegar eru og réttmætar að mati Stofnunarinnar. Stofnun in yfirtók Efnahagsstofnunina, Framkvæmdasjóð ríkisins og At vinnujöfnuniarsjóð. ÞJÓÐIN HEFIR EKKI EFNI Á ÞVÍ AÐ EYÐA FJÁRMUNUM f ÓÞARFA KOSTNAÐ Hefur flest, eða allt það fólk, sem áður starfaði í nefndum stofnunum starf sitt þar áfram. Þegar frv. að lögum um Stofn- unina var til umræðu í Alþingi fyrir jólin, var forsætisráðherra að því spurður, hve mikinn kostn að það hefði í för með sér að lög festa frv. Forsætisráðherra sagð ist ekki geta svarað því, en taldi vonir vera til þess að kostnaður yrði ekki mikiil. Það er með Stofnunina eins og margt annað hjá ríkisstjórninni. Fyrst er tekin ákvörðun að óat- huguðu máli um iagasetningu og framkvæmdir, en eftir á er at- hugað, hvað leiðir af ákvörðom- inni og hvað lagasetningin hefur í för með sér. Kostnaður við þetta nýja ríkisbákn verður gíf urlegur. Nú í byrjun er leitað eft ir húsnæði með 20 herbergjum, 900 fermetrum að flatarmáli. — Leitað eftir mönnum, konum og körlum, til starfa í þessu stóra skrifstofubákni, sem ætlað er að stækka og mun þenjast út eftir þvi hvað „kommisserarnir" verða röskir til verka. Efnahagsstofn- unin hafði með höndum áætlunar gerð á vegum rtíkisins. Fram- kvæmdasjóður og atvinnujöfinun arsjóður veittu lán til nauðsyn- legra framkvæmda um land allt. Kostnaður við þessar stofnanir var mjög lítill miðað við þann gífurlega kostnað, sem verður nú þega-r, en þó sérstaklega síðar við stóra nýja ríkisbáknið. Fram- kvæmdasjóð ríkisins og atvinnu jöfnunarsjóð hefði mátt efla, eins og fjárhagsgeta leyfði, án þess að reksturskostnaðurinn þyrfti að aukast við þær stofnanir. ís- lendingar eru fámennir og fjár- magnslitlir. Atvinnuvegina þarf að efla, m.a. með fullkominini tækni og aukinni framleiðni. Nýj um atvinnugreinum þarf að koma á fót til þess að auka fjöl breytni og verðmæti framleiðsl unnar. Til þess að koma í fram kvæmd sem mestu af því, sem æskilegt er að gera þarf mikið fjármagn. Það ríður þess vegna á miklu, að því fé verði vel og skynsamlega varið, sem til ráð- stöfunar er á hverjum tíma. Þjóðin hefir ekki efni á því að láta stóran hluta fjármagnsins fara í eyðslu og óþarfa kostnað. í átakanna á N - Irlandi utm, einkum á 16. og 17. öld; jarlinn af Tyrone, Hugh O’Neill stjórnaði uppreisn á árunum 1597—1603 en beið ósigur. Önnur blóðug upp reisn hófst árið 1641 en Crom well tókst endanlega að bæla hana niður á árunum 1649— 51. Þegar Jakob II leitaði stuðnings meðal kaþólskra manna á Irlandi, biðu hann og fylgismenn hans frægan ósigur við Boyne árið 1690, fyrir mönnum Vilhjálms af Oraniu. Á þessum árum flúðu marg ir merkustu menn landsins en í staðinn komu enskir og skozkir menn og tóku jarðir þeirra óg aðrar eignir. Inn- flutningur þeirra hófst í stór um stíl nokkrum árum eftir sameiningu Englands og Skotlands, á fyrsta áratug 17. aldar — og voru lands- menn markvisst hraktir til rýrari landsvæða i suður og suðvesturhluta Irlands. Vegna trúarágreiningsins varð lítil sem engin blóð- biöndun milli þessara að- komumanna og Ira, en hin keltneska menning beið mik- ið afhroð. Ulster varð nán- ast eins og hvert annað brezkt hérað, en stundum bar það við, meðal annars fyrir áhrif frá frelsishreyf- ingum í Frakklandi og Norð- ur-Ameriku, að einþykkir mótmælendur, einkum Pres- byterianar, sameinuðust kaþólskum í uppreisn gegn Englendingum, meðal annars árið 1798, en urðu jafnan að lúta I Iægra haldi. Gladstone og samtök Oraegista Þó urðu talsverðar stjórn- málalegar breytingar á stöðu Ira á 18. öldinni. Eng- lendingar höfðu sett þeim sér stök lög árið 1494, sem voru mjög óvinsæl og þau voru nú afnumin. Irar fengu að kjósa 100 fulltrúa í neðri málstofu brezka þingsins og 32 full- trúa í lávarðadeildina. Mjög var mönnum þó mismunað í kosningum eftir trúarbrögð- um, það var ekki fyrr en ár- ið 1829, að kaþólskir fengu jafnan kosningarétt á við mót mælendur. Um miðja 19. öldina flutt- ust tvær milljónir manna úr landi, er kartöfluuppskeran eyðilagðist og hungursneyð varð í landinu. íbúar Irlands voru um 8 miiljónir talsins árið 1840 en eru nú einung- is háif fimmta milljón samtala og segja þessar tölur sína sögu um efnahagsástand og lifsskilyrði á Irlandi á þessu timabiii. Á síðari hluta 19. aldar risu upp ýmsar sjálfstæðis- og þjóðernishreyfingar, sum- ar býsna róttækar. Glad- stone hafði mikla samúð með þjóðernishreyfingu Ira og var einn af fáum Englend- ingum, sem gerði sér grein fyrir því hve þjóðernis- tilfinning þeirra var öflug. Hann beitti sér fyrir heima- stjórn þeim til handa, en beið ósigur í því máli. Harð- astir andstæðingar heima- stjórnar í Ulster voru svo- kallaðir „Orangemen", (hér á eftir kallaðir Orangistar) sem nutu stuðnings brezkra íihalds afla. Orangistar voru og eru hagsmunahreyfing mótmæl- enda sem ber nafn sitt af Vil- hjálmi frá Oraniu, og heldur jafnan hátíðlegan 12. júlí, daginn sem Vilhjálmur sigr- aði við Boyne. Hreyfingin varð upphaflega til árið 1795 eftir harða orrustu kaþólskra og mótmælenda í greifadæminu Armagh. Til- gangur hennar var að halda uppi lögum og rétti mótmæl- enda í Ulster og viðar í ír- Iandi — og verja hagsmuni þeirra allra. Hreyfing þessi varð brátt býsna fjölmenn og hefur myndað megin- kjarna andstöðunnar gegn írskum þjóðernissinnum. Starfsemi Orangista hafði Ieg ið niðri um hríð, þegar tiUög- ur Gladstones um heima- stjórn komu fram, en þá reis hún margefld upp á ný. Hreyfingin er skipuð fólki úr ýmsum stéttum, eigna- mönnum og iðnaðarmönnum, um, smábændum sem stór- bændum og háskólamönnum ýmissa greina. Innan hennar er haldið uppi strangri sið- vendni og rik áherzla lögð ái, að félagar Orangista hafi ekk ert saman við kaþólsku kirkj una að sælda. Eru þess dæmi, að félagar hafi verið reknir úr samtökum Orangista fyrir að vera við brúðkaup I kaþóiskri kirkju. Sögulegar hliðstæður En svo vikið sé aftur að Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.