Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 5 'A ( Rusl «m »11 g-ólf og krotað á veggi. Rifnir bekkir og stólar. kyrwiín orðin léleg, og menin þá farnir að ræða um bættan húsa- kost Kolviðarhóls. Sem oftar var það Sigurður Guðmundsson, mál ari, sem fyrsitur hreyfðj þessiu máli. Hugmynd hans var að reist yrði veitin.gahús á Kolviðairlhóli, sem gæti fullnægt flestum þörf- um ferðamanna, og hann segir: „Þar mætti hafa hverskyns veit ingar. Þar þyrfti að blása í lúðra svo sem þriðja hvern tíma til að leiðbeina vill'tum ferðamönnum, sömuleiðis að hafa alpahumd og fl.“ Svo óttalegur hefur þessi fjallvegur verið á þessum tím- um. KOLVIÐARHÓLL SEM GISTISTAÐUR Nú líða fáein ár, en þjóðhátið arárið 1874 er þessu máli hreyifit fyrir aHvöru af Guðknundi Thorgrimsen, verzlunarstjóra á Eyrarbakka, séra Jens Pálssyni, raflýsingu nálægt 70 þúsund krónwm, sem var etórfé á þeim árum. Það er til marks um stór- hug Sigurðar, að hann kostaði bygginguna sjálfur, nema hvað hann fékk 12 þús. krónur úr ríkissjóði sem styrk, þar sem um gististað var að ræða. Þau hjón- in áunnu sér fljótlega miklar vin sældir ferðamanna fyrir gest- risni sína og ósérhlífni, og enda þótt starfið fæli í sér erfiða og erilsama þjónustu, var hún aldrei talin eftir og ávallt seld gegn vægu verði. Sigurður lézt 1935, en Valgerður rak Kolviðar hólinn áfram næstu 3 árin. Þá seldi hún íþróttafélagi Reykja- víkur Hólinn ásamt öllum mann virkjum. Þeim kaupum fylgdu 20 gestarúm og borðlhúnaðlur fyr ir 60 manns. Valgerður veitti þó gistihúsinu forstöðu áfram næstu 5 árin eða til fardaga Framhnld á bls. 24. Vindurinn næðir gegnum opnar dyr og brotnar rúður. í saggan- um á gólfi. eins herbergislns liggja nokkrir lausblöðungar úr Nýja testamentinu og við rekum aug- un í lýsiragu Páls postula í II. Korintubréfi á hrakningum þeim, sem hann hefur mátt þola í þjónustu Krists — „vegna sí- felidra ferðalaga, vegna háska- semda í vatnsföllum . . .“ og „vegna erfiðis og fyrirhafnar, vegna sifeOldrar næturvöku, vegna hungurs og þorsta, vegna iðulegra föstuhalda, vegna kulda og kiæðaleysis." í eina tíð hefði þessi tilvitnun eflaust einnig átt við þá, sem gistu þetta herbergi, en í núverandi umhverfi missir hún marks — i röku, köldu og auðu gistiher- bergi Kolviðarhóls, sem eitt sinn var sagt um: „Guð gaf okkur Hólinn til hjálpar hröktum ferða mönnum 'af f jallvegum . . .“ Þar sem eitt sinn var rekin Brotnar rúður á Kolviðarhól. „Guð gaf okkur Hólinn til hjálp- ar þreyttum ferðamönnum af fjallvegum44 Kolviðarhóll - gististaðurinn sögu- frægi er nú í algjörri niðurnísðlu og óyarinn fyrir skemmdarverkum og eyðingu vinda og veðra greiðasala fyrir þreytta ferða- menn er nú ömurlegt um að lit- ast. Enginn sem lítur reisulega bygginguna á Hólnum getur lát ið sig dreyma um hvernig umlits er þegar inn er komið. Flestar rúður í gluggum hafa verið brotnar, hurðir eru farnar af hjörum og naumast er hægt að þverfóta fyrir glerbrotum og rusili. Kjallarinn er hálffullur af vatni, þvi að vatnsleiðsla hef ur sprungið og vatnið streymir inn án afláts. Þó má sjá merkli þess, að einhverjir hafa haft í hyggju að lappa upp á staðinn, en orðið að láta í minni pokann fyrir eyðingaröflunum. Nið- urlæging Kolviðarhóls er algjör. Þetta er heldur dapurleg stað reynd, einkum þar sem í hlut á sögufrægur gististaður, sem áður fyrr hýsti marga lúna en þakkláta ferðamenn, og þaðan eiga margir ljúfar endurminning ar. Kolviðarhóll var í rúma öld helzti áningarstaður þeirra, sem yfir Hellisheiði þurftu að fara á leið milli Reykjavíkur og Suður lands. í bók sinni um Kolviðar- hól skiptir Skúli Helgason sögu staðarins i 3 tímabil eftir tækj- um og flutningum manna. 1 fyrsta lagi lestarferðirnar, þeg- ar klyf j'ahesturinn með reiðinign um og Hyfberanum var allsráð- andi. 1 kringum aldamótin tók hestvagnaöldin við en með henni urðu þáttaskil í sögu flutninga og ferðalaga. „Margur gamail maður man enn ferðalög sín með hestvagnana um Hellisheiði — vetur, vor og haust," segir Skúli, og var þá Kolviðarhóll jafnan helzti áfanginn og gististaður- inn. Upp úr 1920 hófst svo bíla öldin, sem stendur enn og á vafa laust töluverðan þátt í niður- lægingu þessa sögufræga gisti- staðar, enda þótt hann væri vin sæll áninigastaður, þegar fyrstu bílunum var ekið út úr Reykja- vík — austur fyrir Fjaii. SÆLUHÚSIN Sæluhús var fyrst reist að Kolviðarhóli 1844. Áður hafði sæluhús staðið um langan aldur fyrir framan Húsmúlann við tjörn eina sem nefndist Drauga- tjörn. Sveinn Pálsson, læknir, getur um mannvistaveru þessa 1793, og segir m.a.: „Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda." Mun þetta sízt ofmælt og til er gömui sögn úr ölfusi, þar sem greinir fró ferðamanni, sem komið hafði um vetur í vondu veðri austan yfir Fjall. Hafði hann náttstað í sæluhúsinu, lok aði á eftir sér og lagðist til svefns. Að nokkurri stundu lið- inni heyrði hann að tekið var í hurðina og reynt að komast inn. Maðurinn sem inni var hugði það draug vera og opnaði ekki. Heyrði hann um hríð þrusk við hurðina en að síðustu vsir allt hljótt. Um morguninn þegar mað urinn leit út brá honum ómota- lega, þvi við dyrnar lá látinn maður. Var þar kominn sá, sem um kvöldið hafði knúið dyra og maðurinn haldið vera draug. Eftir þennan atburð varð það hefð að loka aldrei húsinu að sér um nœtur og hélzt um lang ■an aidur, jafnvel eftir að Kolvið arhóll var mönnum byggður. Á miðri 19. öld varð mönnum ljóst að sæluhúsið við Húsmúl- ann var orðið ófullnægjandi og þörf var á betra skýli fyr- ir ferðamenn. Var þá hafin fjár- söfnun til að reisa nýtt sæluhús og fyrir ti'lstiUi séra Páls Matthiesen í Arnarbæli í Ölfusi var þvi valinn staður á Kolvið- arhóli. Var húsið síðan að mestu fullgert að hausti ársims 1844. NÝJA HUGMYNDIR Þetta sæluhús þjónaði vel til- gangi sínum næstu 30 árin eða svo. En i kringum 1870 eru húsa presti í Arnarbæli í Ölfusi og Randrup, lyfsala og konsúl í Reykjavík. Gangast þeir fyrir almennri fjársöfnun meðal Sunn lendinga í þessu skyni, sem sótt ist þó seint, þrátt fyrir hressi- legiar hvatninigagreinar séra Matthíasar í Þjóðólfi. En með framlagi landshöfðingja hafði loks vorið 1877 safnazt sivio mik- ið fé, að hæigt var að hefja fram kvæmdir á Kólviðarhóli. Var hið nýj'a hús að mestu fullgert um haustið 1877. Fyrsti gestgjafinn, Ebenezer Guðmundsson, réðst að Kolviðarhóli vorið 1878 og bjó hann þar næstu tvö árin. Gekk á ýmsu hjá honum og eins eftirmönnum hans tveimur, en með komu Jóns Jónssonar og Kristínar Danielsdóttur, sem þarna bjuggu frá 1883—95, færð ist rausnarbragur yfir staðinn, og nutu margir gestrisni þeirra hjóna. Þá tók við Guðni Þor- bergsson, og reyndist hann einn ig hinn nýtasti maður. Hann bjó á Kolviðarhóli frá 1895—1906 og aldamótaárið reisti hann að stofni nýtt íbúðar- og gistihús á Hólnum, auk þesis sem hann fékkst við ýmsar aðrar fram- kvæmdir og umbætur á staðnum. SIGURÐUR OG VALGERÐUR Þá er komið að þeim hjónum Signrrði Daniíelssynd og Valgerðd Þórðardóttur, sem lengst bjuggu á Kolviðarhóli og urðu víðkunn ust allra gestgjafa þar. Það var árið 1929, að Sigurður byggði hið miMa og vandaða hús á Kol viðarhóli, sem enn stendur og við fáum nú að sjá grotna niður. Húsið kostaði með ljósavél og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.