Morgunblaðið - 15.06.1972, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.06.1972, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 V eira, hinn banvæni ó vinur eftir Brian Sullivan vísindaritstjóra AP Rannsóknastörí víóa um heim hafa leitt í ljós þekking-u, sem bendir tii þess að virustegundir sem orsaka al- genga, og að því er virðist mein- lausa sjúkdóma, eins og t.d. kvef og infiúensu geti verið banvaenar á þann hátt að orsaka hina alvarleg- ustu sjúkdóma þar á meðal krabba- mein. Fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu grein eftir Brian Sullivan, vis- indaritstjóra A.P., þar sem lýst er hlutdeiid veira í alvarlegum sjúk- dómum og vikið að því, hvað hægt er að gera þeim til varnar. Veiru- , sjúkdóma sem fólk þekkir bezt eins og t.d. kv»ef, infiúensu, maemusótt o. fl. má iíta á sem toppinn á ísjak- anum sem stendur upp úr sjónum, undir yfirborðinu eru vaxandi grun semdir um að veárur hafi úrslita þýðíngu varðandi alvarlegustu sjúk- dóma sem hrjá mannkynið. Einnig hefur sú kenning komið fram að veir ur séu hluti af okkar erfðarkerfi (genetic equipment) fremur en að þær séu utanaðkomandi árásaraðil- ar. Hér er um að ræða tvö megin- sjónarmið varðandi stöðu veira. 1 fyrsta iagi telja sumir vísinda- menn að þeir séu að því komnir að finna veiru sem veldur krabbameini hjá mönnum. 1 öðru lagi er hin þýð- ingarmikla kenning, að allir menn séu fæddir með sáðkom hinnar skað legu veiru sem hluta af náttúrlegri erfðabyggingu. Þekktur hjartasér- fræðingur hefur haldið því fram, að veirur kunni að valda fyrstu æða- skemmdum hjá börnum og ungling um, sem siðar á ævinni komi fram sem kransæðastifla (hjartakast eða æðakölkun). SA»KORN krarbameins 1 Bandarikjunum eru hjartasjúk- dómar og krabbamein algengasta dánarorsökin. Við það má bæta eftir farandi alvarlegum sjúkdómum sem ýmsir visindamenn telja líklegt að rekja megi til veira, en það eru ýms- ar tegundir af liðagigt, sykursýki, Lymphogranulomatosis ónæmissjúk- dómar og hrörnunarsjúkdómar í mið taugakerfi. Mikið átak hefur verið gert í veirurannsóknum að undan- fömu og hefur þar vakið mesta at- hygli, hið sennilega samband milli veiru og krabbameins hjá mönnum. Sumar af þessum rannsóknum hafa leitt til þeirrar sérstæðu kenningar að allar frumur innihaldi sáðkorn krabbameinsins, þ.e.a.s. að við séum fædd með þessi sáðkorn, sem hlufa af okkar erfðauppbyggingu (gene- tic ingredients). Þessi erfðaþáttur eða erfðaeining, kon (gen) er for- skrift fyrir framleiðslu á krabba- meinsveiru. Undir eðdilegum kring- umstæðum eru frumurnar útbúnar með sérstökum hömlum sem halda þessum konum (genum) í skefjum. En svo getur eitthvað komið til sem kveikir á geninu eða setur það af stað og þá hefst myndun þessarai' sérstöku veiru, sem kemur af stað krabbameinsvexti. Þessi veira er byiggð af eins kanar kjarna úr RNA ribunucieogasit eða DNA desoxirib- unucleogasit, en utan um kjarnasýr- una er eggjahvítuhjúpur. Veira get- ur einungis þróazt í þeim frumum, sem hún sýkir og er að þessu leyti frábrugðin bakteríum, sem vaxa i frumsnauðu umhverfi. Veirur eru þvi taldajr á mörkum lifandi vera og dauðra hluta. Þessi tilgáta hefur ver ið kölluð kenníngin um uppruna æxla. Hún hefur verið sett fram af tveimur visindamönnum við amer- isku krabbameinsstofnunina í Beth- esda, þeim dr. Robert J. Huebner og dr. George J. Todaro. Agreiningur Ýmsir vísindamenn hafa lýst sam- bandi milli veira og krabbameinsteg unda eins og t.d. brjóstkrabba, leg- hálskrabba, hvitblæðd, Lymphogran ulomatosis, sarkmeina og sérstaks ill kynjaðs bamasjúkdóms sem fundizt hefur í Uganda í Afríku og nefnd- ur hefur verið Burkitts Lymphoma. Á síðustu mánuðum hafa komið fram skýrslur frá nokkrum vísindastofn- unum, þar sem lýst hefur verið veir- um, sem sennilegt þykir að orsakað geti krabbamein hjá mönnum, en um þessi atriði eru þó enn mikill ágrein- ingur meðal vísindamanna. Dr. Tod- aro er einn þeirra sem dregur í efa ýmsar niðurstöður í skýrslúm sem eiga að benda til þess að veira geti verið orsök krabbameins hjá mönn- um. Hefur harnn á alþjóðaþingum bent á að þær veirutegundir sem hér sé um að ræða, komi og hverfi. Þá hefur dr. Todáro og' aðrir vis- iindamenn varað mjög við þeirri bjartsýni að lækning á krabbameini sé á næstu grösum. Niðurstöður vis indarannsókna géfa til kynna að mögulegt eigi að vera að halda krabb&meini í skefjum. Þá verði eins hægt að finna aðferð til þess að hafa stjórn á þvi fyrirbæri sem setur krabbameinsmyndandi erfðaeining- una í gagn, þ.e.a.s. aðgerð til að stjórna koninu (geninu) til þess að halda hinum eðlilegu varnareigin- leikum líkamans, ónæmiskerfi hans, i réttu lagi. Það virðist langt í land að slíkt sé framkvæmanlegt. Auk þess sem talið er líklegt að sam- band sé á milli veira og krabba- meins, þá hefur einnig komið fram sú íurðulega tilgáta að það geti ver ið samband miiflli veira, seðstköJkun- ar Oig kranisæðastáifiliu. Þessi k'enning var sett fram af þekktum hjartasér- fræðingi dr. George E. Burch við Tulane-háskólann í New Orleans. Hann hefur sett þessar kenningar fram í þekktum læknaritum bæði í Amerísku og Bretlandi. COXAKIEVEIRA Samkvæmt kenningu hans skemm ast hjartaæðar hjá börnum og ungl- ingum við veirusjúkdóma. Þetta hef- ur i för með sér myndun á örvef i æðaveggnum, sem á löngu árabili breytist síðan í æðakölkun, en hún einkennist af sári eða skemmd á yfirborðsþekju æðarinnar, fitu- söfnun og kalkmyndun í æðaveggn- um. Við þetta þrengist æðaopið og blóðstraumur truflast, þá getur þetta leitt t.d. til kransæðastíflu. Dr. Burch og samverkamönnum hans hef ur tekizt að framkalla skemmdir i kransæðum hjá músum með þvi að sýkja þær með B-4 stofni á coxakie- veiru, en þessi veira veldur sýk- ingu í öndunarfærum og meltingar- færum hjá börnum. Þessar tilgátur um samband veira og kransæðasjúk- dóma, andmæla ekki þeim kenning- um sem settar hafa verið fram um að mataræði og hár blóðþrýstingur hafi áhrif á hjartasjúkdóma. Hér er aðeins sett fram sú kenning að veiru ígerð valdi fyrstu skemmdum á æð- um, sem síðan versni smám saman t.d. í sambandi við fæðu sem inni- héldur mikið af kolesterol. Þá hefur þvi einnig verið haldið fram að B-4 stofna coxakieveira geti átt þátt í sykursýki. Sykursýki hefur verið tal in eins konar enfðargallU sem flyzt frá foreldrum til afkomenda. Sú kenmng um veiruorsök útilokar eng an veginn gildi erfðaþáttarins, þ.e.a.s. að fólkið að erfðum sé næmt fárir tiltekinni veirusýki. 1 Bret- landi hefur dr. D. R. Gamble svo og samverkamenn hans fundið sveiflu við tíðni sykursýkistilfella hjá fólki undir þrítugsaldri og sýnt fram á að þessar sveiflur samsvara í stórum dráttum tíðni sýkingu af völdum B-4 eoxactkieveiru. BÓLUEFNI GEGN SVKI RSVKI? 1 hiinu þekkta brezka læknatíma- riti Lancet hefur verið á það bent að ef þessar kenniingar standist, opnd þær möguleika á því að framleitt verði bóluefni gegn syfcunsýki, em benda jafnframt á að slíkt eigi langt i land þótt það kunni ein- hvern tima að verða framkvæman- legt. Með framvindu veirurannsókna hefur fylgt aukinn áhugi á veirum sem mögulegri orsöik ýmdssa sjúk- dóma í taugakerfi. Sumir þessara sjúk dómia geta stafað af óvainalegum viðbrögðum líkamans gegn algengum veirutegundiuim, aðrir sj'úlkdómair til- heyra hiinum svokölluðu hægfara veirusýkingum. Hinar hægfara veirusýkingar hafa mjög langan með göngutíma, þar sem engin einkenni koma fram mánuðum eða árum sam- an eftir að veiran hefur komizt inn i likamann. Dr. John Griffifth við Dukelæknaskólann í Durham North Carolina, sem rannsakaði samspil veira og vissra fruma taugakerfis- ins, hefur tekizt að einangra veir- una sem líkist mislingaveiru frá vefjum fólks sem hefur sérstaka teg- und heilabólgu sem er langvarandi taugasjúkdómur og kemur einkum fyrir hjá börnum á skólaaldri. Þá hefur hanm eiirunig sýnt firam á virka mislingaveiru hjá sumum sjúkl ingum með multiple sclerosis en það er langvarandi sjúkdómur í mið- taugakerfi bæði heila og mænu. Þá hefur einnig komið- fyrir að bólu- efni gegn nauðum hundum valdi skammvinnri liðabólgu hjá börnum og einnig hefur verið sýnt fram á að bóluefni þetta örvar sérstaka tegund af liðagigt hjá börnum til þess að blossa upp um stundarsakir. Dr. Rodney- Bluston í Los Angeles hef ur tekizt að framkalia langvarandi liðabólgu hjá kaninum með herpes simplex veiru, en sú veira orsakar áblástur hjá mönnum. Það er herpes veira af stofni I sem veldur áblástri, en herpis veira finnst i kynfærum hjá fullorðnu fólki og er tahð að hún berist sem kynsjúkdómur. Grun ur lei.kur á að þessi veira eigi þátt í leghálskrabba hjá konum. Við Grady MemoriaJ Hospit.al i Atlanta i Bandarikjunum var gerð ranmsók 1 á konum með' leghálskrabba og kom i Ijós að margar þeirra höfðu sýkzt af herpis veirustofni II. Læknar í At- lanta eru nú að afhuga áhrif herpis veiiru á nýfædd böm, einkum bein- ast rannsókmlr að skemmdum, sem veiran getur valriið á heila og augum hjá hörnunum. VÖRUSALAN HVERFISGÖTU 44 Komið og kynnist hinu ótrúlega lága vöruverði. Tilbúinn fatnaður og mikið af ódýrum srriávörum. VÖRUSALAN HVERFISGÖTU 44 150 fm verzlunarhúsnæði ttí leigu fyrir skyndimarkaði. Laust nú þegar. Upp'ýsingar í símum 19290 og 16568 á kvöldin. NÝ SENDING SUMARKÁPUR TERYLENEKÁPUR HEILSÁRSKÁPUR Kápu- og dömubúðin, Laugavegi 46. Þvottalaugarnar í Laugardal verða lok- aðar fimmtudaginn 15. júní nk. vegna viðgerðar. Borgarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.