Morgunblaðið - 15.06.1972, Page 21

Morgunblaðið - 15.06.1972, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 21 íbúðir Einhamars: 200 þtisund kr. ódýrari en sambærilegar íbúðir Framkvæmdanefndar BYGGINGARFÉLAGIÐ Einham ar er um þessar mundir að grang-a frá síðustn íbúðimum í fjölbýlishúsinu að Vesturbergi 46—54 í Breiðholti. íbúðir þessar eru að ýmsu leyti sambærilegar við íbúðir Framkvæmdanefndar, sem nýlega voru kynntar hér í blaðinu, en athyglisvert er að þær eru um 200 þúsund krónum ódýrari. íbúðir Einhamars við Vestur- berg eru fjögurra herbergja og hver íbúð er uim 88 fermetirar að stasrð, en þá eru gangur og sam- eigin ekki taliin mieð, að sögn Gissurar Sigurðssooar, fram- kvæmdastjóra. íbúðimar eru full gerðar, þegar þedm er skilað til kaupandanis, málaðar og með eldhúsininréttingu ásamt fata- skápum. Teppi eru eiinnig á gönig um, og inmi í verðimu er frágamg- ur á garði. Verðið á þessum íbúðum við Vesturberg er að sögn Gissurar, samitals kr. 1440 þúsund, þannig að söluverð á rúmmetra er 4818 krónur og er þanmdg lægra en vísitölurúmmetri, sem er 5603 krónur. Verðið á íbúðum Fram- kvæmdanefndar er hins vegar 1640 þúsunid krónur, en hver íbúð þar er talin um 100 fer- metrar að stærð, og mun þá vera reiknað með gamigi og sam- eign inni í þeirri tölu. í samtali við Morguiniblaðið sagði Gisisur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, að Eihhamri hefði teflaizt að halda verðinu svona hagstæðu með því móti að sitaðla afllt, sem kleift væri að staðla. Þá væri' gerð niákvæm fjárhags- og framkvæmdaáætlun, sem allt kapp væri lagt á að fylgja til hins ítrasta og hefðu þessar á- ætlanir staðizt til þessa, bæði hvað verð og afgreiðslutíma íbúð anna snerti. Gissur sagði enn- fremur, að því miður fengi Ein- hamar ekki að halda áfram á þessari braut, þar eð skipulag Gissur Sigurð Bon, framkvæmdastjóri Einhamars, fyrir framan fjölbýitshúsið að Vesturbergi. leyfði ekki flei-ri hús af þessari tegund. Þetta þýddi, að fyrirtæk- ið yrði að stokka upp spilin og ráðast í að láta gera nýjar teikn- ingar, bæði af húsi og kerfi, en Séð inn í stofu einnar íbúðarinnar, sem þegar hefiu- verið fiutt í. það hefði í för með sér nókkur hundiruð þúsumd króna kostnað. Næsta ver'kefnii Einhamars er sjö hæða háhýsi í Breiðholti, ein Gissur sagði, að byggingakostn- aður þar myndi senmilega auk- ast verulega, því að þar væri ekki hægt að grípa til neinna af þeim stöðluðu atriðum, sem Ein- hamar hefur notazst við í undan- förnum byggingum. Kanadamenn sækja ísland heim NÝLEGA var hér á ferð hópur Kanadamanna á vegum ferða- skrifstofu í Toronto í Kanada. Dvaldist hann hér þrjá daga í sl. viku. Þetta mun vera fyrsti hóp ur Kanadamanna sem hingað kemur, þegar frá eru taldir hóp ar Vestur-íslendinga. Hópurinn var undir fararstjórn séra Frank Kreidarman, og var Island fyrsti viðkomustaðurinn á mi'kilfli ferð um Narðurlönd. LESSÐ — Bókmenntir Framliald -af bls. 15. mörg eintök, að um munaði, og loforðið enti hann svo rækilega, að 800 urðu þau, ei'ntökin, sem félagið keypti og dreift var með al íslenzku þjóðarinnar ókeyp- is! Ætli það svari ekki til 2500 eintaka nú? Jón forseti vissi manna bezt, uppalirm vestur i Amarfirði, að þjóðtrúin — eða kannski ég noti hrei'nlega orðið hjátrú — lifði enn góðu lifi í hugum fólksins, hann hafði meira að segja — eins og ég, allt að hundrað árum seinna komst að raun um, — að Am- firðingar kunnu skil á viðureign landdrauga og sjódrauga — og að loftandar þóttu varhugaverð ir — en svo sem Nordal tekur fram, var ekki þessana tegunda af furðuverum að neinu getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar! Jón forseti vissi líka, að merk- isklerkar vestur við Breið£Lfjörð höfðu haft persónuleg kynni bæði af huldufólki og draugum, og ennfremur, að í sjálfum lat- ínuskólanum var draugskömmin Þorgarður sýnilegur á vappi um stiga og ganga. Hann mun þvi hafa þótzt viss um, að allur þorri landa hans mundi kunna að meta Þjóðsögnmar, enda varð sú raunin. Hann hafði og rit- að fágætlega vel um þjóðsögur út af þjóðsagnabók Maurers, gekk þar almenningi til hollrar leiðbeiningar í berhögg við hina státnu upplýsingu og var ekki myrkur í máli. „Til hvers er að láta sér svo drembilega, eins og maður þykist vita allt og skilja allt, og ekki vilja heyra annað nefnt,“ segir hann meðal annars, og um þjóðsagnasöfnun, segir hann, að sá vandi sé safn- endunum á höndum, „að velja svo, að sú rétta og óspillta skoð un þjóðarinnar komi fram, en hvorki ofstæki hjátrúar ein- staikra manna, né sx>ott heimskra gárunga né trúleysi ofvitring- anna,“ já, ofvitrlnganna, segir hann . . . Og vissulega varð for- seti þess vis, að það þótti all- mörgum furðu djarft og ærið óþarft af slíkum manni, að strá út sem gjöfum — tii hreinnar og beinnar uppörvunar hjátrú- arfullum aflmenningi — riti, sem heita mátti að nálgaðist sjálfa biblíuna að lesmáli! Hann seg- ir í bréfi, að dómur sumra manna hafi reynzt sá, „að þjóð- sögurnar væri sú argasta vit- leysa, hjátrú og hindur- vitni, sem væri bæði fé- laginu og Islendingum til eilífr ar skammar." Það var ekki að ófyrirsynju, að hann hafði ver- ið við öllu búinn. Um Sigurð Nordal og hjátrúna er það að segja, að hann telur að rénun hennar kunni frekar að stafa af „meiri raflýsingu ein meiiri uppflýsmigu". Hann kveður Jón forseta hafa ákveðið að taka í hornin á bola, og það gerir Nordal lika, ekki sízt með þvi, sem hann segir í lok ForspjalLsins um röðun huldufól'kssagnanna í þessu fyrsta bindi: „Ég hef sikipað þar fremst fá- einum sögum, sem ég tel tvi- mælalaust sannar, þ.e. eftir heim ildum, sem ég treysti mér ekki til að rengja og veit ekki hvem- ig unnt sé að bera brigður á með rökum. Með þessu er samt ekk- ert gefið í skyn um það, hvort sumar þeirra sagna, sem á eftir fara, geti ekki verið jafnsann- ar, þótt augljóst sé, að álfasög- urnar færist smám saman í átt- ina til skáldskapar og ævintýra. Þá er í öðru lagi skylt að játa um hinar „sönnu“ sögur, að það er ekki nema ályktun, að huldu- fólk sé þarna á ferð eða að verki. En hvað er það þá? Og hvað er huldufólk? Hér er sem víðar, að spurningarnar standa, hvað sem svörunum líður.“ Þjóðsögurnar eru löngu viður kenndar sem ærið merkilegur vitnisburður, skáldlegt hugar- flug, oft listilega frásagnargáfu og hrein-íslenzkt og auðugt mál far, sem hvort tveggja er óræk- ur vottur uim þjóðlegt lífsgildi fornra menningarerfða. Þær þykja og ótvirætt stórmerk heknild um hugsu'narhátt þjóðar innar og lífsviðhorf og ennfrem- ur um þjóðsiði, og þjóðhagi á liðnum nauðöldum. En þjóðsög- urnar eru meira. Þær vitna um órækar gáfur fjölmargra ein- staklinga til að skyggnast inn í flestum ósýnilega heima. Ég er vissulega um þetta sama sinnis og Sigurður Nordal, hef og allt frá fyrstu bemsku kynnzt fjöl- breyttri reynslu manna í þess- um efnum, karla og kvenna, sem ég „treysti mér ekki tifl að rengja,“ enda reynt þetta fólk að vöndun til orðs og æð- is. En auðvitað hef ég hitt f jölda af þeim mönnum, sem okkar mesti maður kallaði of- vitringa. Við þau kynni hef ég undrazt það hvað mest, að þar eru fremstir í flokki menn, sem svo að segja daglega lesa um eða fá á annan hátt sannanir þess i sinni mikilvægu sérgrein, að þar er eitthvað alveg spón- nýtt, sem þá hefur ekki órað fyrir, komið í ljós sem vísinda- leg staðreynd. Og nú er svo komið góðu heilli, að viðtækar rannsóknir í mörgum menningar lönidum hafa staðfest sumar verstu hégiljumar, þó að um margt í þessum efnum sé ekki lengra komið en svo, að við á að segja eins og Sigurður Nor- dal: ef þetta er ekki eins og sannorð alþýða hefur þótzt kom ast að raun um — „hvað er það þá“ vonandi líður ekki á löngu héðan af, unz viðurkennf verði, að það, sem kallað er yfirnáttúrulegt, en er engu síður raunhæft en hold og blóð, hníf- ur og skeið, verði vísindalega og þá um leið almennt viður- ken'nt sem staðreynd, þó að við þekkjum ekki þau náttúrulög- mál, sem þvi ráða. í þessu bindi Þjóðsagnabókar innar er úrval fjögra tegunda fornra og nýrra sagna. Fyrsti hlutinn heitir Huldufólk, annar Sæbúar og vatna, þriðji Tröll og dvergar og fjórði Draugar. Alfls eru í bókinni 188 sögur. Þær eru valdar úr um það bil tveim tugum safna, en mikill meiri hluti þeirra — eða 112 sög- ur — er úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Úr Gráskinnu eru 19 sögur, 12 úr Þjóðsögum Ólafs Daviðssonar og 7 úr Þjóðsögum og munnmælum dr. Jóns Þor- kelssonar. Úr öllum öðrum söfn um eru færri sögur í þessu bi'ndi. Huldufóflkssögurnar eru alls 77, þar af 40 úr safni Jóns Árnasonar. Sæbúa og vatna eru 28, 18 úr Þjs. J.Á. Trölla og dverga eru 28, þar af einungis þrjár úr öðrum söfnum en Þjs. J.Á. Sögur af draugum eru næst flestar eða 52, þar af helming- urinn úr Þjs. J.Á. Þar eð safn Jóns Árnasonar er miklum mun eldra en öll hin, sýna þessar töl ur greinilega, að þegar aðrir hefja söfnun, eru sögur af tröll- um og dvergum orðnar sjaldgæf ari en áður, enda trúin á slíkar verur orðin fágæt — og að lík- indium er hún nú aldauða, þó að ég hafi fyrir hitt að minnsta kosti hálfa tylft manna allt frá bernskuárum minum og fram undir miðja þessa öld, sem trúðu á veru þessara dularvera, þó að eins tvo, sem trúðu þvi, að tröll væru enn til hér á landi — en á tilveru þessara dularvera, þó að nokkuð margir enn í dag. Af trú á tilvist sæbúa og vatna eru nnþá leifar — einkum trúa marg- ir þvi enn, að til séu sjóskrímsli, sem ég — ekki síður en Þór- bergur — þykist hafa af sannar sögur. Trúin á huldufólk og drauga lifir enn góðu lífi — og ekki er ég frá þvi, að hún eigi sér langan aldur og að menn geti jafnvel sagt um þau efni: Ég lifi í skoðun, en ekki trú. Um val sagnanna hljóta að verða skiptar skoðanir, þar sem af jafnmiklu er að taka, en það fullyrði ég, að Sigurður Nordal hafi einungis valið vel sagðar sögur og ennfremur lagt áherzlu á fjölbreytni innan hvers flokks, en auðvitað hef- ur honum verið mikill vandi á höndum, og þarf ekki að draga í efa, að honum sé það ærið ljóst sjálfum. Hann segir svo í For- spjallinu um valið: „Um val sagnanna í þessa bók er bezt að hafa sem fæst orð. Hjá því verður ekki kom- izt, að einn sakni þessarar sögu og annar hinnar, allir einhverra og sumir margra. Getur það orð ið þeim einhver huggun, að lík- lega sakni enginn eins margra og ég sjálfur! Þótt kjarni þess- arar bókar, sögurnar sem allir verða að þekkja, sé úr Þjóðsög- um Jóns Árnasonar, hef ég feg- inn viljað láta efni úr yngri söfnum njóta sín eftir föngum . . .“ Hann getur þess síðan, að oít hafi hann óskað þess með sjálf- um sér, að sum söfn hefðu verið minni að vöxtum, en unnin af meira vandlæti og vandvirkni, en lætur þess þó getið, að „þakkaverðara sé, að ýmsu léttvægu sé leyft að fljóta með, heldur en ein góð og gild sága hverfi algjörlega í djúp gleymskunnar. ‘ * Þessi orð bera þvi ljóst vitni, hve mikils hann metur gildi góðra þjóðsagna. Hann tekur rækilega fram, að hann telji sig engan fræðimann á sviði þjóð- sagna og þjóðtrúar. O, jamm og jæja. Ég, sem raunar er ekki fræðimaður á neiniu sviði, tel það að minnsta kosti einstakt lán, að Álmenna bókafélagið skuli hafa fengið hinn hálfní- ræða Nestor íslenzkra fræða og bókmennta til þess verks að velja í þriggja binda safn, sem dreift mun verða út á með- al þjóðarinnar i hlutfaRs- lega ekki færri eintökum en Jón forseti gaf stuðningsmönn- um Bókmenntafélagsins fyrir rúmum hundrað árum. Og það er trúa mín, að val Sigurðar Nor- dals á sögunum muni falla i góð an jarðveg hjá þorra leikra sem lærðra — og að hið meitl- aða og í senn fróðlega og skemmtilega Forspjall, þar sem hann meðal annars gerir menn- ingarstarf hins snauða og við brauðstrit önnum kafna og heilsuveila Jóns Árnasonar að lýsandi kyndli, megi — sem og margt annað frá hendi Sigurðar Nordals — verða hinum mörgu tiltölulega ungu og mjög sam- hentu eldhugum í heimspeki- deild Hásköla íslands örvandi fordæmi um sem víðtækasta áhugavékjandi starfsemi innan og utan veggja þeirrar mikil- vægu og virðulegu stofnunar, sem þeir með göfgu stolti og fá- gætri eindrægni vilja vernda gegn hvers konar utan að kom- andi mengun. Hvers megum við svo ekki vænta af hinni sam- huga og glæsilegu forystusveit islenzkrar þjóðmenningar, sem hefur nú hlotið allmiklu sóma- samlegri starfsaðstöðu en menn eins og Bjöm M. Olsen, Sigurð- ur Nordal, Alexander Jóhann- esson, Guðmundur Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason áttu við að búa í húsakynnum Alþingis? Guðmundiir Gíslason Hagalin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.