Morgunblaðið - 15.06.1972, Page 28

Morgunblaðið - 15.06.1972, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 Stórstúkuþing á Akureyri Akureyri, 9. júni. STÓRSTtJKUÞING stendur nú yfir á Akureyri, og sækja það góðstemplarar víðs vegar að af landinu. Þingið stendur í fjóra daga og í sambandi við það eru famar kynnisferðir um Eyja- fjörð og S-Þingeyjarsýslu. Stórstúkuþingið var sett i Odd eyrarskóla í gærmorgun ki. 10 með ávarpi Ólafs >. Kristjáns- sonar, stórtemplars. Þá voru komnir til þings 60 fulltrúar auk margra gesta. Eirikur Sigurðs- son, fyrrum skólastjóri, bauð gesti velkomna til Akureyrar. 15 félögum var veiitt stórstúkustig. í gær voru umræður um skýrsl- ur og reikninga, og einnig voru starfshættir reglunnar ræddir. Þá voru lagðar fram tiiUögur og þeim visað til starfsnefnda. í gærkvöldi bauð bæjarstjórn Ak- ureyrar til sam.sætis í Skiða- hótelinu. Valgarður Baldvin.sson, bæjarritari ávarpaði gestina og minntist m. a. hins merka starfs IOGT á Akureyri, en hér var stofnuð fyrsta Góðtemplarastúk- an á íslandi árið 1884. Jóhann Konráðsson og Stgurður Svan- bergsson skemmtu mieð söng við undirleik Jakobs Tryggvasonar. Ólafur Þ. Kristjánsson, stór- templar, þakkaði af hálfu gesta með ræðu, en auk hans töiuðu þeir Ingþór Sigurbjömsson og Eiríkur Sigurðsson, veizlustjóri. 1 morgun hófst þinigfundur að nýju og teldn voru fyrir niefndar- álit. í kvöld fóru þinigfuliltrúar tU Ólafsfjarðar og hugðust heim sækja stúkuna Norðurstjömuna í Dailvík í leiðinni. Á morgun er fyrirhuguð ferð um Þingeyjar- sýslu, en á sunnudag verða þingfulltrúar viðstaddir guðs- þjóniustu í Akureyrarkirkju en eftir hádegi verður lokafundur þingsins. Þá verður kosdð í fram- kvæmdaniefnd stórstúkunmar til næstu tveggja ára. — Sv. P. W'Mi&M (Ljósm. Georg.) Gamla fólkið býst til iferðar. Hveragerði: GAMLA FÓLKIÐ í SKEMMTIFERÐ Hveragerði, 12. júní. I bauð vilstfólki frá Elli- og dval- LIONSKLÚBBUR Hveragerðis | arheimilinu Ási í Hiveragerði i skemmtiferð laugardaginn 11. júní sl. Farið var til Eiyrarbakka og Stokkseyrar, ekið var með sitröndinmi og gamla fólkilnu var boðáð upp á kaffiveitingar í Þjórsárvieri. 86 vistmenn tóku þáitt í þeseari ferð oig var almienn ámæigja með han'a. V-oniast Llons- menn til, að þetta geti orðiið ár- legur viðburður. — Geoirg. - LITHAEN Framhald af bls. 16. Gyðinga í stjómartíð Rússa. Gyðing ar í Eystrasaltslöndunum hafa verið forgangsmenn í baráttu sovézkra Gyð inga síðan á árunum eftir 1960. Einnig hefur Litnáen ailtaf verið, og er að nokkru leyti enn þann dag í dag, strangkaþólskt land eins og ná- grannalandið Pólland. Þess vegna hef ur ríkt megn óánægja í Litháen með það sem kaliað er fullum fetum sov ézkar trúarofsóknir. Fyrir nokkru fréttist til Vesturlanda, að 17.000 ka- þólskir menn í Litháen hefðu mót- mælt í bréfi til Leonid Brezhnevs, að alritara sovézka kommúnistaflokks- ins og Kurt Waldheims, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, „skipulögðum trúarofsóknum" eins og það var orðað. Þeir gagnrýndu fyrst og fremst að vissir kaþólskir menn væru sviptir atvinnu vegna trú arskoðana. Það ber vitni um geysi- sterka samstöðu, að takast skyldi að safna ólöglega 17.000 undirskriftum undir þetta bréf þrátt fyrir hættu á hefndarráðstöfunum. Áður en þessir 17.000 kaþólsku Lit háar sendu frá sér þetta bréf höfðu borizt fréttir um athyglisverð mót- mæli Litháa gegn stefnu sovézkra yf- irvalda. í október 1970 rændu Brazin kas-feðgarnir sovézkri farþegaflug- vél og neyddu flugstjórann til þess að lenda í Tyrklandi, þar sem þeir bíða dóms. Svipuðu máli gegndi með Vytautas Simokaitis og konu hans, sem reyndu að snúa annarri flugvél til Svíþjóðar. Hjónin voru borin ofur liði, og Simokaitis var fyrst dæmdur til dauða, en kröftug mótmæli víða um lönd leiddu til þess að dóminum var breytt í þriggja ára vinnubúða- vist. Frægast er þó mál sjómannsins Simas Kudirka, sem í nóvember 1970 strauk af sovézku skipi um borð í skip bandarísku strandgæzlunnar. — Hann var hins vegar framseldur og var dæmdur í 10 ára hegningarvinnu. í réttarhöldunum bar hann fram að eins eina ósk — að Litháen endur- heimti sjálfstæði sitt. „Frjálst Litháen“ var einníg sterk- asta krafan í hinum alvarlegu óeirð um, sem geisuðu um hvítasunnuna í bænum Kaunas í Litháen. Neistinn, sem kom af stað þessum óeirðum, var útför 20 ára kaþólsks verkamanns, Roman Talanta, sem brenndi sig til bana á opinberum stað áf „pólitískum ástæðum". Hundruð manna hafa ver ið handteknir vegna óeirðanna, og einn lögreglumaður beið bana. Fall- hlífahermönnum var att gegn fólkinu og sýnir það hve ástandið var alvar- legt. Einna athyglisverðast er, að meiri hluti þátttakendanna í óeirðunum var ungt fólk. Það sýnir, að lokaniður- staða bókar minnar um Eistland virð ist einnig gilda um Litháen — það er að skipulögð innræting og rússaser- ing i þrjátíu ár hefur ekki megnað að brjóta niður mótstöðuvilja Eystra saltsþjóðanna. Þvert á móti virðast þær staðráðnar í að standa vörð um þjóðleg sérkenni sin og efla þau. Mót staðan gegn rússaseringunni virðist einna sterkust meðal æskunnar í Eystrasaltslöndunum. Þjóðirnar við Eystrasalt hafa búið við erlenda yfirdrottnun í hundruð ára, og fram til þessa hafa þeir bjart sýnismenn haft rétt fyrir sér, sem þvi hafa haldið fram að þær muni einnig lifa af rússneska yfirdrottnun og íil- raun núverandi herraþjóðar til þess að krossfesta draum þeirra um frelsi og sjálfstæði. - UPPELDISMÁL Framhald af bls. 17. semi leirsins og hinir óendanlegu mótunarmöguleikar róa taugar barn anna og veita þeim unun og fró, auk gleðinnar, sem sjálf sköpunin vekur. Ekki má gleyma þeirri gleði, sem söngur, hljóðfærasláttur og ryt- mik (hreyfing eftir hljómlist) hefur á barnssálina. Söngurinn er oft allra rauna bót, og er það alkunna hversu mikið er sungið á leikskólum og dag heimilum, og hversu mikið börnin, sem dvelja þar, kunna yfirleitt af ljóðum og lögum. Það er sungið bæði úti og inni. Hin síðari ár hefur böm- um á leikskólum og dagheimilum hér í Reykjavík verið gefinn sifellt meiri kostur á að leika frjálst á alls kon- ar ásláttarhljóðfæri, trommur, þrí- hyrninga o.fl. og rytmik heldur von- andi smám saman innreið sína á stofnanirnar. Vekur hljómlistin og rytmikin óskipta ánægju barnanna, ef vel er á haldið. Allt, sem heilbrigða gleði og nautn vekur, er tilfinningalífi barnanna til eflingar og vemdar. Oft heyrist, að börn læri ekki neitt í leikskólastarfi, þau „bara leika sér“. En einmitt í leik læra böm eðlilegast og bezt, vegna þess m.a. að þau hafa áhuga. Greindar- þroski eða vitsmunaþroski bama er örvaður með ýmsum hætti í leikskóla starfi, án þess þó að börnunum sé íþyngt með nokkurri kennslu í venjulegri merkingu þess orðs. Völ er á margvislegum uppeldisleikföng- um, sem hæfa hverju þroskaskeiði, skerpa athygli barnanna og minni, skírskota til hugsunar og hug- kvæmni. Má hér til nefna margvís- leg mynda- og röðunarleikföng, myndaþrautir (púsluspil), margar gerðir af kubbum og mekkanóum. Slík leikföng veita börnunum þrot- laus viðfangsefni, sem hvetja til hugmyndaflugs og sköpunar. Á þessu sviði sem öðru er hlutur fóstrunnar veigamikill. Fóstran á að vera fræðari í þess orðs beztu merk- ingu. Hún á að fræða bömin um líf- ið í kringum sig á einfaldan hátt. Einu sinni á dag a.m.k. safnar hún barnahópnum saman (einkum eldri börnunum) til svokallaðra „samveru stunda". Fóstran talar við bömin, segir þeim sögur við þeirra hæfi, mátulega langar á einföldu og góðu máli og um efni, sem þeim eru hug- stæð. Það er gamall og góður ís- lenzkur siður að segja börnum sög- ur og fara með vísur og þulur fyrir þau og syngja með þeim. Þessa góðu og gömlu uppeldishefð okkar ber að efla. Með þvi að lesa fyrir bömin og segja þeim sögur gefst tækifæri til margra hluta í senn: að veita börnunum ánægjustundir, róa þau, fræða þau, efla mál- þroska þeirra, orðaforða og mál- skilning, venja þau á að sitja kyrr og hlusta og einbeita athygli sinni um stund. Þetta er mikill og hollur lærdómur fyrir börn á þessum aldri. Sögurnar eiga fyrst og fremst að fjalla um „ævintýri" hversdagsleik- ans, en mega ekki vekja ótta eða ugg með börnunum. Þær eigá að vera einfaldar í sniðum með fallegum og skýrum myndum, á mjög einföldu máli og stuttar, en smám saman, eft- ir þvi sem þroski barnanna krefst, eiga þær að vera efnismeiri og lengri og með fjölbreyttara og auð- ugra orðavali. Það gefur auga leið, að börn, sem mikið er talað við og lesið er fyrir, heyja sér meiri orða- forða og skilja betur mælt mál en hin, sem vanrækt eru á þessu sviði. Sannleikurinn er sá, að skortur á eðlilegum málþroska, eðlileg: um orðaforða og orðskilningi, háir mörgum börnum við lestramám og skólanám almennt. Skemmtilegt og gagnlegt er einnig að örva börnin til að tjá sig í mæltu máli með þvi að láta þau leika sér með handbrúð- ur. Vekur þetta mikla ánægju meðal bamanna. Handbrúður hafa verið notaðar með frábærum árangri til að fá feimin og fámál börn og börn, sem stama, til að tala frjálslega. Margt annað er gert til að örva greindarþroska bamanna og veita þeim raunhæfa fræðslu um ýmsa hluti í umhverfi þeirra, þótt það verði ekki rakið nánar hér. Nú þeg- ar skákíþróttin er efst á baugi og Island í brennidepli í skákheiminum má geta þess til gamans, að ég las nýlega í fréttum frá Uppsölum í Sví- þjóð, að s.l. ár hefðu verið gerðar tilraunir með að kenna eiztu börn- unum i leikskólum þar (þ.e. 6 ára börnum) að tefla skák. Reyndist mjög auðvelt fyrir börnin að læra undirstöðuatriðin. Fylgdi sögunni, að þeir, sem tilraunina gerðu, hefðu aldrei haft leikefni, sem haldið hefði áhuga barnanna föngnum jafn lengi í einu. Talið er, að skákin örvi fé- lagsþroska bamanna, þar sem þau læra að fylgja reglum. Skákin get- ur einnig haft jákvæð áhrif á til- finningalif bama, einkum þeirra, sem hlédræg eru og eiga erfitt með að taka þátt í frjálsu félagslífi. 1 skákinni öðlast þau jafnræði innan hópsins og ákveðinn sess. Fyrir greindarþroska barnanna er stókin örvandi, þar eð börnin standa frammi fyrir vitsmunalegum vanda- málum, sem þau eiga að leysa á eig- in spýtur og eftir eigin getu. Böm- in kærðu sig ekki um hjáip i þess- um efnum. Áberandi þótti, hversu ró andi áhrif skákin hafði á 6 ára börnin, sem oft em haldin hreyfióróa, enda þjálfar hún einbeitingarhæfileika þeirra. Þetta hefur ekki verið reynt mér vit anlega í leikskólum eða dagheimil- um hér á landi. En þetta mætti sa'nn arlega reyna í þeirri leikskólastarf- semi, sem rekin er, í 6 ára deildum bamaskólanna. Skýt ég þessari hug- mynd hér með að þeim kennurum eða fóstrum, sem hafa þessar deild- ir með höndum. Að sjálfsögðu er ekki sama, hvaða aðferðir eru not- aðar við kennsluna, og þarf að fara að henni með gát. Ég hef reynt að gera hér grein fyrir uppeldisáhrifum þeim, sem dag- vistunarstofnanir geta haft og hafa á böm á forskólaaldri. 1 daglegu tali gerum við greinar- mun á tvenns konar dagvistunar- stofnunum. Við tölum um leikskóla, þegar börnin dveljast aðeins 4 stund ir á dag á stofnuninni, en daghekn- ili, þegar stofnunin er opin allan daginn allt upp í 11 tima. Börnin fá og máltíðir á dagheimil- um. En hér ber að minnast, að ekki fer fram leikskólastarfsemi í orðsins réttu merkingu á öllum þeim stofn- unum, sem kölluð eru dagheimili eða leikskólar. Til þess að um leikskólastarfsemi sé að ræða, sem það nafn á skilið, þarf sérhæft starfs lið eða fóstrur, sem hafa yfir að ráða tilteknum uppeldislegum leik- föngum og viðfangsefnum við hæfi barna og annarri aðstöðu, er geri fóstru og börnum kleiít að njóta sín. Dagvistunarstofnanir án þessara of- angreindu þátta eru ekki uppeldis- stofnanir, heldur miður heppilegar gæzlustofnanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.