Morgunblaðið - 06.09.1972, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.09.1972, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972 Oitgefandi hf. Árvaikuf, R&ykjavlk Fr.OTrtkv89mda*tjóri HaraWur Sv«m*aon. Rtortjórar M«t#iías Johamreeson/ Eýjolifur KonráO Jórisaon- AðstoSarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rrtstjóroarfall'trúi Þmrbjöin Guðmundsaon. Fróttastjóri Björn Jóhanooson. Augiýsingástjöri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiösia Aðaistrwti 6, sfrni 1Ö-100. Au^ýaingar Aðatetreati ©, sfmi 22-4-60 ÁsíkrrftargjaW 225,00 kr á mánuði iivnanlarKte f teusasöTu 15,00 ikr eirttakið hundraði frá fyrra ári. Út- vegsmenn telja, að fiskverðið verði að hækka um allt að 15 af hundraði, svo að unnt verði að standa undir aukn- um rekstrarútgjöldum báta- flotans. Sú hækkun myndi nema um það bil 400 til 500 milljónum króna. Þá hefur fiskvinnslan átt við mikla erfiðleika að etja að undanfömu fyrst og fremst vegna kostnaðarhækk- ana. Fyrir skömmu var svo komið, að fyrirsjáanlegt var STÖÐVUN BLASIR VIÐ T||jög þunglega horfir nú í atvinnulífi landsmanna. Um þessar mundir er t.a.m. áætlað, að 1600 milljónir króna skorti svo að unnt verði að komast hjá stöðvun út- gerðar og fiskvinnslu í land- inu. Rekstrarafkoma togaraflot- ans hefur verið mjög slæm það sem af er árinu. Fram- kvæmdastofnun ríkisins hef- ur gert áætlun um afkomu togaraútgerðarinnar á þessu ári, sem bendir til þess, að tap á hverjum togara muni nema allt að 10 milljónum króna. Þetta þýðir 180 milljón króna tap á öllum togaraflot- anum. Óhætt er að fullyrða, að togaraútgerðin hefur sjald- an verið jafn illa á vegi stödd eins og nú. Þessu veldur bæði minni afli og stóraukinn kostnaður við útgerðina. Aðstaða bátaútgerðarinnar er ekki ósvipuð. Talið er að aflamagn bátanna hafi minnk að um 20 af hundraði, þegar tillit hefur verið tekið til þess, að fleiri bátar stunda nú veiðar en áður. Afli hand- færabátanna hefur þó minnk- að enn meira eða um 40 af að stöðva yrði framleiðslu á frystum karfaflökum vegna hallareksturs. Þetta hefði haft í för með sér, að togurunum hefði verið lagt, en þeir hafa mestmegnis stundað karfa- veiðar að undanfömu. Sérstakar bráðabirgðaráð- stafanir voru þá gerðar með því að fella niður útflutnings- gjald af frystum karfaflökum. Sú ráðstöfun leýsti þó aðeins hluta vandans, og stendur auk þess aðeins til fyrsta október nk. Ráðstöfun þessi jók á hinn bóginn enn vanda vá- tryggingarsjóðs fiskiskipa, en í hann hefur meginhluti út- flutningsgjaldsins runnið. Þetta er einkar skýrt dæmi um það, hvernig ríkisstjómin grípur á þeim vandamálum og viðfangsefnum, sem við er að etja. Talið er, að nú skorti um það bil 900 til 1000 milljónir króna til þess að tryggja rekstrargrundvöll frystihús- anna í landinu. Þannig kemur í ljós, að allt að 1600 milljónir kr. skortir til þess að unnt verði að halda áfram útgerð og fisk- vinnslu. Engum dylst, að hér er við mjög mikla erfiðleika að etja, sem geta leitt til stöðvunar í þessum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Ljóst er, að staða ríkis- sjóðs er mjög erfið; þar hef- ur allt verið þanið til hins ítrasta og ekki verið gert ráð fyrir neins konar erfiðleikum. Ríkisstjómin tók við völdum við einstaklega góðar að- stæður í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar. Þeirri stöðu hefur stjóminni hins vegar tekizt að glutra niður á einu ári. Það er ekki einúngis, að samdráttar verði vart í undir- stöðuatvinnugrein eins og sjávarútvegi, heldur hefur efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar haft lamandi áhrif á flest allar atvinnugreinar. Stórkostlegir erfiðleikar blasa nú t.a.m. við byggingariðnað- inum. Ríkisstjómin hefur sýnt fullkomið sinnuleysi við að fjármagna byggingarsjóð ríkisins. Af þeim sökum hef- ur enn ekki verið unnt að af- greiða lán til þeirra hús- byggjenda, sem komið hafa upp fokheldum húsum á þessu ári. Ef svo heldur áfram sem horfir í þessum efnum, er hætta á samdrætti í íbúð- arbyggingum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Rekstrarerfiðleikarnir koma jafnt niður á fyrirtækjum einkaaðila, samvinnumanna og opinberra aðila. Yfirlýs- ingar forstöðumanna atvinnu- fyrirtækja eru allar á einn veg. Ríkisstjórnin stendur nú ráðalaus frammi fyrir þess- um vanda. Útgjöld ríkisins hafa verið aukin um 50 af hundraði á einu ári og skatt- byrðin stóraukin. Verðbólgu- skriðunni hefur verið skotið á frest til áramóta, en þá á að gera varanlegar ráðstafan- ir. Nákvæmlega sömu orð voru viðhöfð í fyrra, þegar verðstöðvunin var framlengd, en án sýnilegs árangurs. Jóhann Hafstein: Hvað bar á milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og Breta 1. september 1972? EÐLILEGA hefur margt verið rætt og ritað síðan fiskveiðilandhelgin okkar var færð út í 50 mílur þann 1. september. Ég legg enn sem fyrr á það á- herzlu, að við forðumst innbyrðis deilur. Þó hefur sitthvað gefið ástæð- ur til ágreinings, en flest af því má bíða, og ætti að liggja kyrrt i bili. Hitt er sjálfsagt að leiðrétta rang- hermi og ósannindi, sem fram hafa komíð nú á ný og hampað var fyrir kosningar í fyrra, svo sem að sam- komulagið við Breta og V-Þjóðverja frá 1961 hafi verið „landráðasamning- ur“. 1 því fólst viðurkenning á rétti okkar til þess, sem þá var um deilt, þ. e. 12 mílna fiskveiðilandhelgi við Island. Samkomulagið var því viður- kenning Breta á sigri íslendinga í „þorskastríðinu", sem hófst 1. sept. 1958. Gils Guðmundsson, forseti neðri deildar, lætur hafa eftir sér í Þjóð- viljanum 22. ágúst sl.: ,,Ef ekki hefði komið tii óheillasamningurinn frá 1961 hefði enginn komizt upp með múður, með útfærslu okkar nú.“ Þetta er óskynsamleg staðhæfing og rðng. Við vitum 811, að Bretar kom- ust sannarlega upp með múður við útfærsluna í 12 mílur 1958. Ekki gat það verið á grundvelli neins sam- komulags, sem ekki var til, en nærri þriggja ára þorskastríð hófst, sem hins vegar var bundinn endi á með samkomulaginu frá 1961. Nú skal ég ekki hafa þennan inn- gang len,gri, en mér finnst kominn tími tiil, að almenningur hér á landi, fái nú ótvíræða og fulla aðstöðu til þess að átta sig á því, sem á milli bar og milM ber, eftir viðræður og tillögugerð deiluaðiia, sem staðið hafa frá því I fyrra. Um þetta hafa að vísu ráðlherrar tjáð sig, bæði I blöðum og úttvarpi, svo að hér getur ekki talizt hvila yfir nein leynd. Enn- fremur hafa ráðiherrar haldið fjöl- menna fundi með fyrirsvarsmönnum sjómanna og útgerðarmanna og fleir- um um tillögugerðir deiluaðila. En ekki hefur þetta verið dregið saman svo að mér sé kumnugt þann- ig, að aimenningur eigi auðvelt með að átta sig á hlutunum, Má vera að það hafi verið gert á fundum, sem Alþýðubandalagsmenn hafa efrnt til nú eftir, 1. september. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra, greinir frá síðustu tiilögum íslenzku ríkisstjómarinnar til Breta frá 11. ágúst sl. í viðtali við Þjóð- viljann þ. 15. ágúst. Ráðherramn greinir þar orðrétt frá síðustu tillögum rikisstjórnarinnar að þvi er ætla verður. Áður en hann gerir það segir hanin, að íslenzka rikisstjómtn hafi Iagt áherzlu á tvö atriði: „1) að viðurkennt yrði, að Islend- Lmgar hefðu framkvæmd þeirra reglna sem settar yrðu (þ, e. ef samkomu- lag næðisit um veiðiheimildir o. fl.) 2) viðurkennt yrðí, að Islendingar skuli njóta meiri réttinda til fisk- veiða á svæðum utam 12 mílna en aðrar þjóðir.“ Það er vitað af öðrum frásögnum, að þegar brezka sa!mninganefndin var hér síðast fyrir miðjan júlí und- ir forsæti lafði Tweedsmuir ráðiherra, þá var hún reiðubúin að failast á, að svæðatakmarkanir ættu aðeins að taka til Breta en ekki fslendinga, ef að öðru leyti yrði samkomulag um eftirfarandi atriði: 1. Afli Breta við Island yrði minnk- aður um 25% miðað við afla þeirra 1971. 2. Samið yrði um svæðaskipulag. 3. Mörk svæðanna skyldu hefjast við 12 mílna takmarkið. 4. Engar hömlur yrðu á veiðum ís- lenzkra skipa innan svæða, sem lok- uð væri Bretum (nema sérstakra um- samdra hrygningarsvæða eða sér- stakra vemdarsvæða). 5. Um fyrirkomulag við fram- kvæmd reginanna yrði saimið sér- staklega síðar. Jóhann Hafstein 6. Samkomulagið skyldi gilda til 1. september 1975. ----O---- Þegar framangreint er athugað, sést að sáralítið ber á milli íslenzku ríkisstjómarinnar og Breta, eða í aðalatriðum: 1. Samkvæmt upplýsingum sjávar- útvegsráðherra sem áður er vitnað til, hefur íslenzka ríkisstjómin þ. 11. ágúst stungið upp á því að fyrri uppástungur um taikmörkun á stærð skipa verði breytt þannig, að leyfðar verði veiðar stærri brezkra togara en áður var ráðgert, eða allt að 800 tonna. 2. Islenzka rtkisstjómin stingur upp á, að veiðisvæði ætluð brezkum skipum nái á ýmsuni svæðum inn að 12 mílna mörkum. Bretar vilja að þau nái alls staðar að 12 mílna mörk- unum: -----°--- Hér ber of Mtið á milU til þess að endahnútur verði ekki bundinn á þá deilu sem nú er risin, með yfirvof- andi hættu á lífsíiæbtulegum árekstr- um á islenzkum fiskimiðum. íslenzka landheigisgæzlan hefur farið að með gát. Efflaust er það að boði forsætis- og dómsmálaráðherra. Hér er hyggilega að farið. Sama verð- ur ekki sagt um brezka togara, sem skipa sér í fiokk sjóræninigja með því að breiða yfir nafn og númer og ögra Islendingum með hljóðfæra- slætti um það, „að Bretar stjórni á hafinu“. Hver ber nú gæfu til að stöðva án tafar deiiur áður en óihöpp hljótast af?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.