Morgunblaðið - 30.11.1972, Side 17

Morgunblaðið - 30.11.1972, Side 17
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972 17 | JQHANNHJÁLMARSSQN~ Frétt frá Moskvu Fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir frá Moskvu, að skáldið Júrí Galanskov hefði látist í sovéskum nauðungarvinnubúðum 33 ára að aldri. Þegar orðið nauðungarvinnu- búðir er nefnt vita flestir hvað það merkir. 1 sovéskum nauðungarvinnu búðum sitja menn, sem hafa gerst sekir um „andsovéska starfsemi", og það urðu örlög Júrís Galanskovs að enda a:vi sína á slíkum stað vegna þess að hann leyfði sér að gagn- rýna sovésk stjórnvöld fyrir skerð- ingu þeirra á andlegu frelsi. Auk þess fór hann óvirðulegum orðum um eftirlæti Sovétstjórnarinnar, rithöf- undinn Mikael Sjólokov. Galanskov, sem var maður veill fyrir, hefur að öllum líkindum fengið að læra í vinnubúðunum hvað það kostar að beina skeytum að múrum hatursins i Kreml. Samkvæmt fréttinni stendur i bréfi frá honum, sem smyglað var út úr vinnubúðunum í fyrra: „Ég eng- ist ekki af kvölum, það er þjóðin, sem er sjúk.“ Þessi orð skáldsins sýna okkur inn í hugarheim, sem ekkert vald getur bugað, lýsa stolt- um einstaklingi, sem hugsar ekki að- eins um sjálfan sig, heldur vill lækna sjúka þjóð sína. En hversu sjúk er rússneska þjóðin í raun og veru, hve margir landar Júrís Gal- anskovs hafa skrifað undir dóminn yfir honum? Ekki þjóðin, heldur kerf ið. Þvi miður þekkjum við lítið til skáldskapar Júrís Galanskovs og sama er að segja um skáldskap margra félaga hans. Verk þeirra fást ekki birt opinberlega í Sovétríkjun- um, en eru gefin út leynilega. Um svipað leyti og fréttirnar ber- ast um lát hins unga skálds er sýnd i Reykjavik kvikmynd eftir frægri skáldsögu: Dagur í lífi Ivans Deni- sovits eftir Alexander Solsjenitsín. Sagan hefur komið út i islenskri þýð ingu á vegum Almenna bókafélags- ins. Útkoma þessarar sögu táknaði á sínum tima stefnubreytingu í sov- ésku menningarlífi. Þá var Níkíta Krústjov við völd og hugðist koma til móts við kröfur rithöfunda og menntamanna um andlegt frelsi, en eins og kunnugt er neyddist hann fljótlega til að hverfa af þeirri braut. Hafnarbió á heiður skilið fyrir að sýna kvikmyndina um ívan Deniso- vits. Þessi kvikmynd hefur vakið mikla athygli og umræður. Finnar treystu sér ekki til að sýna kvik- myndina af diplóniatískum ástæðum. Svo ósjálfstæð er utanríkisstefna þessara frænda okkar og vina, að kvikmynd um harðstjórn Stalínstíma bilsins er þeim þyrnir í augum. Dagur í lífi ívans Denisovits er að mínum dómi áhrifamikil kvikmynd, ekki aðeins vegna þess að hún er list ræn að gerð, heldur af þeim sökum að hún á brýnt erindi til okkar. Nýj asta dæmið er dauði Júrís Galans- kovs og þau eru ótalmörg dæmin, ef farið væri að rekja þau. En kvikmyndin, sem ef til vill býr ekki yfir nægilega spennandi at- burðarás til að hljóta þá aðsókn, sem hún á skilið (í Hafnarbíói var hún aðeins sýnd í viku, en vonandi er að kvikmyndahúsið hefji sýningar á henni að nýju), leiðir hugann að því hve misbeiting pólitísks valds er lík í öllum löndum. Myndin um Ivan Denisovits geldur þess að við höfum séð svo margar myndir líkar henni. Við höfum kynnst óteljandi kvik- myndum um ógnarverk nasista, þang að til við erum farin að halda, að engir hafi farið illa með pólitíska fanga aðrir en þeir. Við höfum orðið sefjun að bráð. Sannleikurinn er sá, að ef skipt hefði verið um búninga á Alexander Solsjenitsin. sovésku vörðunum og sett á þá merki þriðja ríkisins í staðinn fyrir hina rauðu stjörnu „alþýðulýðveldanna", hefði þessi mynd alveg eins getað gerst í Þýskalandi Hitlers. Á sama hátt vekur frétt um dauða ungs rússnesks skálds ekki þá eðli- legu reiði, sem hún á að gera. Við erum hætt að vænta annars en þess versta af sovéskum valdhöfum. Hugs analetin og doðinn setur mark sitt á veröld okkar. Frétt er aðeins frétt, en ekki nálægur veruleiki. Enginn mótmælir fyrir framán sovéska sendi ráðið; það er ekki einu sinni haft fyr ir því að skrifa bréf, eins og frægir rithöfundar hafa stundum gert, til þess að friða samvisku sína. Ekkert heyrist frá Rithöfundasambandi Is- lands. Það er engu likara en finnsk sjónarmið í utanríkismálum hafi fengið yfirhöndina á Islandi. Agnar Guðnason skrifar landbúnaðarmál: Aukin fr jósemi sauðf jár Meiri tekjur ÞAÐ er viðurkennt af flest- um sauðfjárbændum, að eiinn þýðingarmesti þáttur til betri afkomu fjárbúa sé aukin frjó- semi. Þrátt fyrir þessa stað- reynd, er víða þannig ástatt, að ekki fæst lamb að jafnaði eftir vetrarfóðraða kind. Með kymbótum og fenigieldi má auka frjósetmi sauðf járins. Sveinn Hallgrímsson, sauð- fjárræktarráðuhautur, hefur gert ítiarlegan samanburð á frjóseimi áa í tveimur sauð- fjárræktarfélögum, Þistli og Mýrahrepps. Eftirfarandi tafla sýnir, hvernig frjósem- in hefur aukizt: á nokkru áraibili að rækta upp verutega frjósemi í stofn- inum. ÚR BÚREIKNINGUM í skýrslu Búreikningastofu landbúnaðarins fyrir 1971 var birt súiurit það, sem sýnt er hér. Þar kemur fram, hversu mikilíl munur er á afkomu fjárbúanna eftir frjósemi. Þar, sem fæðist 1 lamb eða færri eftir vetrarfóðraða kind, eru framteiðslutekjur á kind minni en 2000 kr., þar sem fæðast 1,3—1,4 lömb eftir vetrarfóðraða kind, eru fram- leiðsilutekjurnar kr. 2.426. Framtegð á vinnustund er lægst kr. 100, en mest kr. 179 Tímabil: 1940—1946 1946—1951 1952—1956 1957—1961 Sf. Þistili: 33.3 33.4 36,1 58,3 Sf. Mýrahrepps: 22,1 26,3 34,5 52,7 Sveinn gerði jafnframt at-— hugun á því, hve mikiH hluti ásettra girobralamba voru fæddir tvíitembingar. Að með- altaM fyrir þetta tímabil voru það 58,7% i Sf. Þistli eða 47,2% í Sf. Mýrahrepps. Veru- leg aukninig í frjósemi var í báðum félögunum. Á timabil- inu 1940—1946 voru 46,2% ásettra lamfoa tvílembingar í Sf. Þistli, en aðeins 27,9% í Sf. Mýrahrepps. En á síðasta tímabili, sem þessi rannsókn tók yfir, voru 76,7% tvílemb- ingar af ásettum gimbrum hjá Sf. Þistli og 59,1% hjá Sf. Mýrahrepps. Þannig er hægt ið 18 dögum fyrir fengitíma, en í hinum 8 dögum síðar. Ærnar, sem lengur voru á fengieldi, gáfu að meðaltali 1,71 lamb, en hinar 1,60. Mið- að við 100 ær, þá fæddist 11 Franthald á bls. 20. Runólfi Þorsteinssyni, Brekku ÞykkK'fcbee, hefur tekizt að rækta mikla frjósemi í fjár- stofni sínunt. Hér er hann með fjórlembu. % áa, sem áttu tvö lömb og fleiri í Sf. Þistli og Sf. Mýrahrepps á ártinum 1940—1961. (fraimtegð = framleiðslutekj- ur -f- breytitegur kostnaður). Framtegð á vinnustund hækk- ar með aukinni frjósemi. FENGIEEDI Með sérstöku fengieldi er hægt að auka frjósemi ánna. Margar tilraunir hafa verið gerðar hér á landi tii að rann- saka áhrif fóðrunar á frjó- semina. Á Hesti voru gerðar tilraunir árin 1969 og 1970 til að kanna hvað áhrif mislangt fengteldi hefði á frjósemina. Ánum var skipt í tvo flokka. f öðrum fíliokknum hófst eld- i Kr-. 3 .000 2.500 _ 2.000 - 1.5 00 1.000 - 500 - Áhrif frjásemi sauSfjár á framlegð á vetrarfóÖraða kind og vinnustund. Talan efst á sálu er framlegö á vinnustund. Framleiöslutekjur á vetrarfáðraða kind. 157 Braytilegur kostnaöur á vetrarfáöraða kind. Framlegö á vetrarfóðraöa kind. 128 1 I i 11 jua—l—i--,—tuí——i—i-------- —un i—1-,——1—----,——*—'—■--. --------- 0,30—0,89 ' 0,98-0,99' 1,00-1,09 ‘ 1,10-1,19 1 1,20-1,29 1 1,30-1,39 1 1,90-1,49 Fasdd lömb á vetrarfdöraða kind. 1,50 og yfir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.