Morgunblaðið - 30.11.1972, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.11.1972, Qupperneq 28
28 MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972 — Við gáðum að henni, sagði Bianehe. En við höfðum ekki hugsun á að gera það, fyrr en ég var búin að búa um sárið og Pétur að ná í konjaksglas handa Fioru. Hún lá héma á legu- Concord lysing Concord lompi J^afbúdtn Audbrekku49. 4 21 20. bekknum. Hún hafði nægan tíma til að ná í byssuna þar sem hún hafði skilið hana eftir og koma henni aftur í skúffuna ... —'Það gerði ég bara alls ekki! sagði Fiora í mesta æsingi. Þú ert alltaf að segja, að ... —- Hvað gerðirðu við kúluna, Pétur? spurði Cal. Ég fleygði henni út i Sundið. Cal sagði stuttaralega: — Lof- aðu mér að sjá byssuna. — Gott og vel, sagði Pétur rólega,. stóð síðan upp og gekk fram i forstofuna. Cal fór á eft- ir honum. Konurnar gátu heyrt til þeirra. — Það hefur ekki verið skot- ið úr henni, sagði Cal. Að minnsta kosti ekki nýlega. Eða það held ég. Pétur virtist dálítið hissa. - Veiztu, að mér datt það aldrei í hug. Þarna sérðu, hvort ég tap aði mér ekki alveg. — Áttu nokkrar aðrar byss- ur? — Nei. — Þá hefur einhver raunveru lega komið inn í húsið og skot- ið á Fioru. — Þetta var ég að segja þér, sagði Fora við Blanehe. — Það var verst, að þú skyld ir fleygja þessari kúlu, sagði Cal frammi i forstofunmi. Hún hefði sannað, að byssam þín var ekki notuð. Löng þögn. Svo sagði Pétur dræmt: — Ég var of fljófcur á mér. Það er aldrei hyggiiegt. En í þann veginn var Fiora að %■ Hfíngl eílif miðncelli M.G.EBERHART falla í yfirlið og kjóllinn hennar alblóðugur. En nú er of seint að ná í þessa kúlu héðan af. — Hvers vegna í ósköpunum fórstu að fleygja henni? —■ Notaðu vitið, sagði Pétur kuldalega. —- Ekki vissi ég, hvað hafði gerzt. Ég vissi bara, að skotið hafði verið úr byssu og ég átti byssu. Ef mín byssa hefði verið notuð þarna og Fi- ora hefði dáið, yrði ég fyrstur manna til að liggja undir grun hjá lögreglunni. Og kúla úr minni byssu hefði verið öflugt sönnunargagn. Róleg rödd Pét- urs var orðin dálítið óþolin- móð. — Og horfðu ekki svona á mig, Cal. Enginn getur vitað fr&wr. Ueizlumntur Smurt bruuö og Snittur SÍI.I) 8FISKUIt hvað réttast er að gera í neyð, og mér fataðist þama dóm- greindin. —- Þú hélzt, að Fiora hefði skotið á sig sjálf með byssunni þinni. — Hvað annað átti ég að ha-lda? — Ég gerði það ekki! æpti Fiora. — Ég gerði það ekki! Cal kom aftur inn í stofuna og Pétur á eftir. — Hvernig er það, Blanehe? Átt þú nokkra byssu? — Nei. — En Fiora? — Nei, ekki nema það þó. Ég sem er dauðhrædd við þær. Ég er alltaf að segja þér Pétur, að ég skaut alls á m-ig sjálf. Ca-1 sagði við Pétur. -— Þú rett ir að kalla á lögreglu-na tafar- laust. Strax! Pétur hugsaði sig um sem snöggvast. Já. Það lítur helzt svo út sem ein-hver hafi brotizt inn í húsið. Já, ég skal kalla á ha-na sfcrax. Auk þess þarf lækn iri-nn að fcilkynna það. — Ég skal hringja. Cal fór aftur fram í forstofuna. — Þú trúðir mér ekki, Pétur! æpti Fiora í re’lflutón. Ég sagði þér þó, að ég skaut ekki á mig sjálf. — Fyrirgefðu, sagði Pétur stilli-iega. — Ég hélt bara, að þú hefðir sleppt þér. Blanche sagði. — Þú verður að skilja það, P’iora, að hér var allt í uppnámi. Við gátum ekki annað gert en s-inna þér, eins fljótt og unmt Var. Þú ski-lur ekki. . . . í þýðingu Páls Skúlasonar. Hún þagnaði, þegar þau heyrðu til Cals í símanum. Hann sagðist tala vegna hr. Vleedam —- einhver hefði brot- izt inn i hús og skotið og sært frú Vleedam. Nei, frúin væri ekki alvarlega særð. Nei, það virtist ekki vera neinn aðskota- gestur núna í húsinu — þetta hefði gerzt fyrir einum tveiimur kl-ukkustundum. Nei, frú Vlee- dam hefði engan séð. Enginn hafði séð komumann. Nei, þetta hefði ekki verið tilkynnt fyrr, af því að þau hefðu verið að sinna frú Vleedam og hefðu ekki hafj hugsun á að ná í lög- reglutna. Hann hlustaði svo stund-arkorn, þakkaði slðan fyr- ir og kom inn aftur. - Þeir ætla að senda lögreglubíl strax. Fiora æpti enn upp yfir sig: — Þú vildir ekki trúa mér, Pét- grænt hreinol ÞVOTTALÖGUR velvakandi Velvakand: svarar i síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • „Hvar kreppir skórinn að?“ Húsmóðir skrifar: „í marga daga, margsinnis á degi hverjum, hafa verið frétt ir af Alþýðusambandsþing- inu. Ætli engri húsmóður hafi brugðið nema mér? Þó heyrir maður, að aldrei hafi kaupmátt ur launa verið meiri en nú, og þess vegna ætlar þingið að bíða eftir plöggum frá nefnd- inni, sem ríkisstjórnin setti til þess að rannsaka iaunakjör og svo framvegis. Alþýðusam- bandsþingið biður ekki einu sinni um að hún flýti sér við störfin það virðist svo sem ekk ert liggi á núna. — Öðru vísi mér áður brá. Hvað skyldi hafa sézt í Tímanum og Þjóð- viljanum eftir alla ráðs- mennsku ríkisstjórnarinnar á þessu rúma ári, ef svona vinnu brögð hefðu verið viðhöfð á dögum Viðreisnarstjórnar- innar. Þetta eru sem sé þakk- irnar fyrir það að ekki var far ið í verkfall á meðan á samn- ingum stóð, eins og oft var gert hér áður. Þá loksins urðu allir sammála um, að verkfall kem- ur niður á allri þjóðinni, og sýndu forráðamenn verkalýðs mála í fyrsta skipti stjórninni skilning, af hverju, sem það svo stafaði. Jæja, sama er hvað an gott kemur, það er kannski hægt að sanna og afsanna allt með tölum, en það er ekki hægt að afsanna það, að maður veit bezt sjálfur hvar skórinn kreppir að. Hér er gerður sam- anburður, bara á örfáum brýn- ustu nauðþurftum. í tíð fyrri stjórnar kostaði t.d. mjólkurferna 26,20 kr. nú 32,10, skyr 27,30 nú 44,10, ost- ur 30% 139,00 n. 169.00, smjör 1.30.00 og nú 196,50. Fiskur hef ur einnig hækkað, sérstaklega saltfiskur Ef nú húsmóðir ætl ar að róa taugarnar með einni sígarettu, þá fer nú allt versn andi, því pakkinn hefur hækk að úr 36,00 í 71,00. Brennivín má víst ekki nefna, en það kost aði 470,00, nú 650.00. • „Valdið og þjóðin“ Ég hef alltaf haldið því fram, að ómögulegt sé að fá góða skó, eftir að Framsóknarfjármálaráð herra er búinn að vera lengi við völd, og líki því við það, að í gamla daga þótti það lé- legur bóndi, sem ekki gat skó að konu sína, en þetta er eins hvað snertir ráðslag Framsókn ar á þjóðarbúskapnum. Með kommúnistana gegnir öðru máli. Þar er það bara ráðstjórn in, sem leyfir enga samninga. því að allir eru réttlausir þar, og þess vegna getur stjórnin bara skammtað að eigin vild. Ef einhver möglar, þá seg-ir eft irlitsmaðurinn frá og þá er sá undir eins rekinn, og upplýs- ingar um hann síðan sendar út á vinnustaðina, og gæti þá orð ið erfitt að fá vinnu. Ég kann nú bara söguna af borgarstjór anum í Leningrad. Hann hafði þennan háttinn á, og svo þeg- ar mannvesalingurinn var bú- inn að ganga atvinnulaus um tíma, þá var hann dreginn fyr- ir borgarréttinn, og dæmdur til fangabúðarvinnu fyrir leti. Þessi borgarstjóri var í mikl- um metum hjá valdhöfum, svo núna er hann sjálfsagt kominn í miklu betri aðstöðu. Það má lesa um eftirlitsmennina í bók eftir Arnór Hannibalsson, „Valdið og þjóðin". Á þessum árum var 1 eftirlitsmaður á hverja 3 verkamenn. Það ættu allir að lesa þessa bók, því þar er ástandinu svo vel lýst og allt með tiivitnunum, svo ná- kvæmlega, að það er ekki hægt að rengja eitt orð. • Brjóstgæði „friðarsinna“ Mig hefur lengi langað til að sjá svipinn á félögum í hinum ýmsu Menningar og friðarsam- tökum, og sérdeilis í „gegn-her -í-landi samtökum", þegar þeir eru að lesa þetta. I þeirri bók er nefnilega margur stórbiti, sem ætti hálfpartinn að standa í þessu fólki, sem alltaf er að kenma í brjósti um nærri allt fólk á jörðinni, nema það sem býr við kommúnistíska kúgun. Mig langar líka til þess að spyrja þetta brjóstgóða fólk, að því, hvort matvælaskortur- inn í heiminum gæti ekki að einhverju leyti verið kommún ismanum að kenna t.d. í Rúss- landi, sem kallað var korn- forðabúr Evrópu á dögum keis aranna, en nú verður að flytja inn kornvörur á hverju ári. Getur komskorturinn ekki ver ið af því að í Rússlandi rekur ríkið 92%> af öllu landinu en sjálfseignabændur bara 8%, en þessi 8% framleiða 40% af allri framleiðslunni en 92% skila bara 60%. Sannast þá það gamla, að það grær ekki gras í sporum kommúnismans frek- ar en hjá hestum hans Attila. Húsmóðir." • Kcnnsla í framkomu og háttprýði Steinunn Sigurðardóttir, Garði, hringdi og spurði, hvort ætlaður væri tími fyrir kennslu í framkomu og háttprýði í frum varpi fyrir nýrri fræðslulög- gjöf, en ætlunin mun vera að leggja frumvarpið fyrir Al- þingi fyrir lok þessa árs. í menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar, að frumvarpið væri enn í smíðum og væri ekki unnt að skýra frá efni þess, fyrr en það yrði lagt fram. Certina-DS: úriö, sem þolir sitt af hverju! Certina-DS, algjörlega áreiðan- legt úr, sem þolir gífurleg högg, hita og kulda, í mikilli hæð og á miklu dýpi, vatn, gufu, ryk. Ótrúlegt þol, einstök gæöi. Litiö á Certina úrvalið hjá helztu úrsmíðaverzlunum landsins. Skoðið t.d. Certina-DS Chronolympic Chronograph, sérstaklega högg- og vatnsþétt, ryöfrítt stál, þrír teljarar fyrir sekúndur, minútur og klukku- tíma Svört eða hvít skífa. Certina-DS, úr fyrir áræðna. Certina-DS Chronolympic Chronograph, sérstaklega högg- og vatnsþétt, ryðfrítt stál, þrir teljarar fyrir sekúndur, mínútur og klukkutíma. Fæst með svartri eða hvítri skífu. Certina-DS fæst, ásamt úrvali Certina úra, hjá helztu úrsmiða- verzlunum landsins. CERTINA Certina Kurth Fréres SA Grenchen/Switzerland Ú tgerðarmenn Get bætt við stöðina EYJABERG einum netabát á komandi vertíð. Hef til netaveiðifæri. Sími 1123, Vestmannaeyjum, eftir kl. 8 e. h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.