Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUN'BI.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANOAR 1973 22*0-22* RAUOARÁRSTÍG 31 V-----——------/ BfLALEIGA CAR RENTAL TSk 21190 21183 14444®25555 mmm JllAmGAJJVEFISGOUMOJ 14444 ‘3“25555 SKODA EYÐIR MINNA. Shobh LEIGAN AUÐBREKKU 44^46. SÍMI 42600. FERÐABiLAR HF. Bílaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Cítroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferöabílar (m. bílstjórum). HÓPFERÐIR Til leígu í lengri og skemmri ferðii 8—34 tarþega bílar. Kjartan Ingirmrsson, simi 32716. |1 SAMVINNU- i! BANKINN Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar Aðalstrætí 6, III. hæð. Sími 26200 (3 linur). BÍIHR - BÍLAR Árg. ’72 Toyota Mark II ■— bíll í sérflokki. — '68 Playmouth Furye I, 8 cyl. sjálfskiptur, nýinnflutt ur, ekinn aðeins 25 þús. — '70 Volkswagen 1300 — '69 Volkswagen 1300 — '68 Volkswagen Fastback 1600 — ’70 Citroen Ami 8 Úrval notaðra bíla. BÍLASAUN SiMAR WS/OÐ lltll Borgartúni 1. *g«r« 1IllWBBaEiMIBBMWiWgBSMCrag3WPBaB—paWB—BWaiBCT—■ I STAKSTEINAR Skýjaglópar Á framhaldsaðalfundi I.ands sambands ísl. titvegsmanna kom fram, að fyrirsjáanlegnr er 100—200 milljón króna halli á útgerðinni á næsta ári. Er stórauknum loðnuveiðum ætlað að brúa þetta rnikla bii. Það veltur því á hinni stop- ulu veiðiiukku hvort afkoma útg-erðarinnar verður með ó- sköpiun eða ekki. í viðtali við Mbl. í gær sagði Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri sjávarafurðardeildar SlS, að liann teidi „að stjórnvöld teygðu sig lengra í bjartsýn- isátt en raunhæft mætti telja, því að í raun væri ver- ið að eyða meiru en til ráð- stöfunar væri, og ekkert mætti út af bregða svo að illa færi“. Það er svo sem ekk ert nýtt að þessi rikisstjórn eyði meiru en til ráðstöfunar er. Þessa staðreynd viður- kenndi hún sjálf, er ihún taldi nauðsynlegt að hafa í f járlög- um heimild til alit að 15% niðurskurðar á þeim útgjöld- um, sem fjárlögin ákvæðu að hennar tilstilli. Allir menn sjá, að slíkur fyrirvari er mjög vafasamur, þar sem rik- isstjómin getur þannig vas- azt með geysilegar f járhæðir án atbeina hins raunverulega fjárveitingarvalds — Alþing- is. En ríkisstjórnin sá, að út- gjaldaáætlanir fjárlaga voru ekki í samræmi við væntan- legt ráðstöfunarfé. Hins veg- ar hafði hún hvorki manndóm né innri samstöðu tii þess að skera miður fyrir opnum tjöld um, heidur leitaðist hiin við að koma sér í felur eins og fyrri daginn. Timburmenn Aikunna er, að menn, sem um nokkum tima hafa sullað í sig áfengi, halda því áfram svo lengi sem þeir mega. Ekki gera þeir það fyrir ánægj- una, heldur til að fresta með- an hægt er að taka út þá skelfilegu timburmenn, sem slíku fylgja. Þegar ríkisstjórn- in riðaði til falls nú um há- tíðarnar gerðu ráðherrarnir allt til þess að koma í veg fyr- ir að stjórnarsamstarfið rofn- aði. Framsóknarráðherrarnir munu þó ekki alfarið hafa ríg haldið sér í ráðherrastóiana, vegna ánægju af setu í þess- ari ríkisstjórn. Nei, þeir eru orðnir langþreyttir á svikum og prettum sumra samráð- herra sinna og vildu fegnast- ir losna úr þeim féiagsskap. En þeir óttuðust hina voða- legu timburmenn sem bíða þeirra — kosningarnar. Fiest- um var orðið Ijóst, livar í flokki sem menn stóðu, að Framsókn mundi bíða geysi- iegt afhroð, ef gengið yrði til kosninga á næstu mánuðum. Kjósendur treysta ekki ráð- herrum, sem iáta kommún- ista teyma sig á asnaeyrum út i hverja ófæruna af ann- arri. Framsókn tapaði stöð- ugt fylgi meðan iuin var í stjórnarandstöðu. Foringjar hennar kenndu því um, að Framsókn hefði ekki haft tækifæri til að sýna getu sína og láta „gott af sér Ieiða“ í ríkisstjórn. En nú hafa kjós- endur, jafnt námsmenn sem aldrað fóik og allir þar á milli kynnzt góðverkum Fram sóknar og viija helzt án þeirra vera. „Ekki meira af svo góðu“ mun verða dónuir kjós- enda, er algleymi vímunnar rennur loks af Framsókn og hún tekur út sína timbúr- menn. Því lengur sem hún flýr sinn dóm, því þungbær- ari verður hann. Frá heilbrigöis- og tryggingaiviálaráðuneytinu: Fyrirhugaðar hjartaskurð- lækningar hér á landi 1 Morgunblr.öinu fimmtudag- inn 28. desember s.l., birtist fyr irspurn og grein eftir dr. med. Friðrik Einarsson, yfirlækni á skurðlæknisdeild Borgarspítal- ans. Þessi grein gefur ráðuneyt- inu tilefni til að skýra stutt- lega frá þeim undirbúningi að framkvæmd hjartaskurðlækn inga hér á landi, sem gerður hef ur verið, og einnig þvi hvað fyr irhugc.ð er að gera á þessu ári. Brjóstholsskurðlækningadeild Landspítalans, sú eina hérlend- is, hefur nú starfað á annan ára tug og þar hefur verið gerður meginhluti skurðaðgerða á líf- færum i brjóstholi, sem gerður hefur verið hérlendis. Fyrstu árin voru meginverkefni þessar ar skurðdeildar í sambandi við lungnaberkla og afieiðingar þeirra, en síðari árin hefur þetta breytzt og meirihluti sjúkl inga hefur verið á þeirri deild vegna illkynja sjúkdóma í lung um. í>að eru nú orðin allmörg ár síðan yfirlæknir brjósthols- skurðdeildar, Hjalti Þórarins son, benti stjórnarnefnd ríkis- spítalanna á nauðsyn þess, að hefja undirbúning deildarinnar með það fyrir augum að hún gæti tekið að sér, auk þeirra lungnaskurðlækninga, er hún fæst við, skurðaðgerðir á hjarta og æðum í brjóstholi. Stjórnar- nefnd þótti hins vegar önnur verkefni brýnni og var því ekki leitað fjárveitinga til þess að hefja skurðaðgerðir á hjarta hér á landi, hins vegar var unn- ið að því, að koma á fót við lyflæknisdeild Landspitalans og í sambandi við hana, rannsókn araðstöðu vegna hjartasjúkl- inga og hefur sú rannsóknarað- staða verið að smá aukast og batna undanfarin ár. Nokkur undanfarin ár hefur verið mjög náin samvinna miilli hjartaskurðlækna í London, einkum við Hammersmith og Brompton sjúkrahúsin og lyf- læknisdeildar Landspítalans og hefur rannsóknaraðstaða á lyf- læknisdeild verið miðuð við það sem. nauðsynlegt þótti til þess að gera undirbúningsrannsóknir og eftirrannsóknir á sjúklingum hér heima. Á árinu 1971 komust þessi mál að nýju í sviðsljósið meíra en áður og var það eimkum fyr- ir forgöngu þeirra skurðlækna, er hér starfa og hafa fengizt við hjartaskurðlækningar. Ár- lega hafa farið erlendis og þá einkurn til London, sjúklingar til skurðaðgerða, eins og fyrr segir og hafa að meðaltali farið 17 sjúklingar á ári. Allir voru sammála um, að þessi hópur sjúklinga væri of fámennur til þess að byggja upp þeirra vegna skurðlæknisþjónustu hér á landi, meðan hægt væri að njóta þeirrar þjónustu, sem til boða hefur staðið og stendur enn í London. Hins vegar hefur síðan á árinu 1969 verið vax- andi bjartsýni um árangur af skurðaðgerðum vegna kransæða þrengsla og hefur slíkum að- gerðum farið ört fjölgandi, eink um í Bandaríkjum Norður-Am- eriku. Sé miðað við tölur frá Bandaríkjunum í dag, væri hugsanlegt að árlega féllu til hér á landi sjúklingar til slíkra aðgerða, um 25 til 30. Enn er allmjög deilt um gildi þessara skurðaðgerða, hvað snertir auknar lífslíkur þessara sjúkl- inga, en hins vegar virðast flest ir sammála um, að þær geti gef- ið góðan árangur í bili og oft mjög góðan árangur þar sem lyfjameðferð eða önnur meðferð er árangurslaus. Aðeins örfáir sjúklingar af þessu tagi hafa verið sendir til London. Þanniig stóðu mál fyrir réttu ári, þegar heilbrigðisráðherra bárust boð tveggja aðila, þ.e. Ás bjamar Ólafssonar, heildsala, og Seðlabanka Islands um stór fjárframlög ef það gæti stuðlað að því, að gera hjartaskurðað- gerðir hér á landi. Ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti þessum gjöfum, en gerði jafnframt ljóst að með mót töku þeirra hefði hún skuld- bundið sig tíl þess að hrinda málinu í framkvæmd. Frá þessu var skýrt með fréttatilkynningu frá ráðuneytinu hinn 20. janúar 1972. Þegar þessi ákvörðun ríkis- stjórnar var tekin, hafði verið gengið frá fjárlögum ársins 1972 og ekki gert ráð fyrir fjárveit- ingu til þessa verkefnis, en strax við gerð fjárlaga fyrir ár- ið 1973 gérði ráðuneytið og stjórnarnefnd ríkisspítalanna tillögur um fjárframlög til þessa máls og ér í fjárlögum fyrir ár- ið 1973, fé til þess að koima þess- um málum fram. Enda þótt auðsætt væri að hjartaskurðlækningar gætu ekki hafizt fyrr en á árinu 1973, þá var af hálfu ráðuneytisins unnið nokkuð að undirbúningi málsins. Eins og fyrr sagði hafa sjúklingar farið aðallega til London til skurðaðgerða, vegna hjartasjúkdóma, og ráðuneytið hafði þegar í marzmánuði sam- band við skurðlækni þann, dr. Cleland, sem fyrst og fremst hef ur annazt þessa sjúklinga, og var mælzt til þess að hann yrði aðilum hér til ráðuneytis um alla framkvæmd þessa máls. Það var auðsótt og í júlímánuði er dr. Cleland var hér á landi, m,a. til eftirlits þeirra sjúklinga sem verið hafa í London til skurðaðgérða, var að tilhlutan ráðuneytisins haldinn fundur með honum og þeim læknum ís- lenzkum, er beima voru og helzt var taiið að mundu koma að þessu starfi. Það kom glögglega fram á þessum fundi, að dr. Cleland var mjög gagnrýninn á það, að sjúklingafjöldi væri nægur hér á landi, til þess að hægt væri að halda læknum, hjúkrunarliði og tæknifóíki, er að þessu þyrfti að vinna saman, í nægi- legri þjálfun. Hins vegar benti hann á þá hættu, sem á þvi væri, að erfitt yrði að koma sjúklingum til aðgerða, einkum ef aðgerðir vegna kransæða- sjúkdóma yrðu árangursríkar og færu þess vegna vaxandi. Á þessum fundi kom fram frá þeim læknum á Landspítala, sem vinna að rannsóknum þess- ara sjúklinga, að Rannsókna- stofa Landspítalans hefur enn ekki bolmagn til að bæta á sig þeim verkefnum, sem óhjá- kvæmilega koma í sambandi við hjartaskurðlækningar, en talið var að hægt yrði að bæta úr því á 6—12 mánuðum, með þjálf un starfsliðs og auknum tækja- búnaði. Niðurstaða þessa fundar varð í raun sú, að hyggilegt væri að vinna að undirbúningi þessa mlás, en gera ráð fyrir að fara hægt í sakir, þannig að haldið yrði því góða sambandi um hjartaskurðlækningar, sem Landspítalinn hefur nú við sjúkrahús í London, en leggja áherzlu á að koma upp á árinu 1973, aðstöðu til hjartaskurð- lækninga hérlendis og miða þá fyrst og fremst I byrjun við skurðaðgerðir vegna kransæða sjúkdóma, þar sem talið er að þær skurðaðgerðir séu mun auðveldari og hættuminni en skurðaðgerðir vegna með- fæddra hjartasjúkdóma, loku- gaLIa og rnnars þess, sem gert er. Dr. Cleland bauðst til að vera til ráðgjafar um þessá úpp byggingu alla, auk þess bauðst hann til að útvega tæknifólki aðstöðu til sérmenntunar á deildum í London og til þess að senda einn af sínurn beztu tæknimönnum, til þess að kenna fólki hérlendis meðferð hjarta- iungnavélar og vera hér í nokk urn tíma, meðan skurðaðgerðir væru að fara í gang. Rannsóknastofa Landspital- ans hefur þegar notfært sér að senda fólk til sérmenntunar til London. Auk þeirrar þiggja milljóna gjafar, sem heilbrigðisstjórninni barst í lok ársins 1971, er á fjár lögum þessa árs gert ráð fyrir þrem milljónum tll tækjakaupa, vegna hjartaskurðlækninga á þessu ári, auk þess sem heiimild er til að ráða sérmenntaðan hjartaskurðlækni í fullt starf að brjóstholsaðgerðadeild og tæknimenntaðan mSnn í hálft starf. Gjörgæzludeild fyrir hjarta- sjúklinga hefur verið starfandi á Landspitala um nokkurra ára skeið, en auk þess verður gjör- gæzludeild spítalans væntanlega tilbúin til notkunar snemma á þessu ári og skurðstofur á Land spítala eru innan þeirrar lág- marksstærðar, sem talið er að þurfi til að gera hjartaaðgerðir. Af því, sem hér hefur verið sagt að framan er augljóst, að enda þótt keypt hefði verið til landsins hjarta-lungnavél á síð astliðinu ári, þá hefði hún ekki komið að notum við skurðað- gerðir vegna hjartasjúkdóma, þar eð rannsóknaraðstaða, sem nauðsynleg er til að geta fram- kvæmt slikar aðgerðir með nokkru öryggi, er enn ekki fyr- ir hendi, enda þótt alTt kapp hafi verið lagt á að koma henni á. Það hefur verið meginsjónar- mið heilbrigðisstjómariinnar I þessu máli, að undirbúa málið sem , bezt, ná„ tengslum við a’ð- ila, sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og forðast alla til- raunastarfsemi, sem óhjákvæmi- lega hefur fylgt þessum aðgerð- Framhald á bls. S1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.