Morgunblaðið - 04.01.1973, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1973
23
Sjötug;
Sólrún
Eiriksdóttir
Hinn 14. desember s.l. átti Sól-
rún Eiríkisdóttir, húsfreyja á
Krossi I Fellahreppi sjötugsaf-
mœli. Hún er fœdd í Refsmýri í
sömu sveit og voru foreldrar
hennar hjónin Guðbjörg Gunn-
iaugsdóttir, Sveinssonar, sem
fædd var og uppalin í Refsmýri
og Eiríkur Jónsson, Magnússon
ar frá Kleif í Fljótsdal. MóÖir
Eirilks var Sigríður Sveinsdóttir
frá Götu í Fellum, ein margra
systkina, sem mikiM ættbogi er
frá kominn, þótt sá bær sé nú
löngu horfinn úr tölu býla. For-
eldrar Sólrúnar voru bæði af
bændafólki komin og hafði það
fóik flest búsetu mann fram af
manni í innsveitum og inndö'lum
íljótsdalshéraðs, en byggðir
þar, I Fljótsdal, Jökuldal
og Hrafnkelsdal eru eins fjarri
sjó og komizt verður eftúr sveit-
um á Islandi.
Sólrún var næst yngst barna
i stórum systkinahópi og dóu
nokkur þeirra i bemsku. Fimm
kamust yfir tváitugt, en þá dó ein
systirin, Sigriður, úr löm-
imarveiki, önnur systirin,
Guðný, dó úr berklaveiki og var
þá gdlft Jóni Runólfssyni frá
— Ekki má
Framhald af bls. 10.
„Herdís Þorvaldsdóttir er
leikstjóri, en stjórnandi upp-
töku er Egill Eðvarðsson, og
er þeim eflaust vandi á hönd-
um, því að Sagan gerir krfffu
til nærfærinnar tæknivinnu.
Ekki er sízt mikið undir því
komið að myndataka og klipp
ing takist vel, enda veit ég að
til þess verður vandað. Sjálf
ur verð ég erlendis þegar uipp
takan fer fram í lok þessa
mánaðar.“
Nú er nám í leikhúsfræð-
um fjölskipt, hefur þú beint
námi þínu inn á einhverja sér
staka braut?
„Það er hægt að velja um
ákveðin svið innan greinarinn
ar. Ég hef lagt megin áherzlu
á það sem kallað er „drama-
turgi“ en þetta orð mætti
kannski kalla leikbygiginigu á
íslenzku. Þessi fræði fást við
hin ýmsu vandamál við leik-
ritun, leikritavál, leikgerðir
skáldverka og þar fram eftir
götunum. Við flest leikhús
eru starfandi „dramaturgar“
sem leiðbeina leikritahöfund
um, koma með huigmyndir um
ný verk til uppsetningar og
eru leikstjóruim innan handar
við að brjóta texta og form
tiil mengjar.“
Hvar ertu staddur í nám-
inu?
„Ég lýk fíl. kand prófi (BA-
prófi) með leikhúsfræðina
sem aðalgrein nú í janúar,
en hvar mig ber niður næst
veit ég ekki. Ég býst ekki við
að láta staðar numið við fíl.
kand. prófið “
Böðvarsdal. Tveir bræður
lifa enn, auk Sólrúnar: Kristinn,
bóndi í Refsmýri og síðar á Keld
hólum í Vallahreppi, kvæntur
Salnýju Jónsdóttur frá Grófar-
gerði, sem nú er látin og Jón,
sem um áratugaskeið var kenn-
ari í Vopnafjarðarhreppi en sið-
ar skólastjórl á Torfastöð-
um, kvæntur Láru Runólfsdótt-
ur frá Böðvarsdal og eru þau
nú búsett í Vopnaf jarðarþorpi.
Þegar Sólrún var á 1.
ári fór hún í fóstur til föður-
systur sinnar, Sólveigar, sem var
ljósmóðir í Feliahreppi og gift
Páli Fálssyni, er var Skaftfell-
ingur að ætt og uppruna. Þau
hjón bjuggu á Krossi. í Fellium
og þar ólst Sólrún upp í skjóli
vaiinkunnra sæmdarhjóna, sem
gengu henni algerlega í foreldra
stað, enda minnist hún
þeirra með virðingu og þökk.
„Sólveig var ljúf og mild í lund
og allltaf eins og væri sólskin og
hilýja, þar sem hún var.“ Þannig
minnist Sólrún fóstru sinn-
ar. Páll á Krossi var hið tröll-
trygga valmenni og má ég, sem
þessar línur rita, votta vináttu
hans við mína fjölskyldu. Sér-
staklega man ég, er ég eitt sinn
sem oftar líom í Kross og við
Páll sátum einn sólbjartan dag
seint í júní fyrir utan og neðcin
hólinn á Krossi. Þar lauk hcunn
upp fyrir mér furðuheimum fjar
lægra sveita og lýsti undirbún-
ingi og störfum við meltekju í
Skaftafelllssýslum. Sólrún vott-
aði fósturforeldrunum virðingu
sína og þökk með þvl að láta
elzta son sinn og elztu dóttur
sina heita nöfnum þeirra.
Þá minnist hún Margrétar Ólafs
dóttur, móður Páls, með sér-
stakri ástsemd. Hún dvaldi á
Krossi, unz Sólrún var tvítug.
Þá létust þær tengdamæðgurnar
með tveggja mánaða milli-
billi. „Báðar voru þær til fyrir-
myndar, þótt ólíkar væru
að sumu leyti,“ segir Sólrún.
Hrein unun er að lesa lýsingu
Sólrúnar á því, þegar Margrét
vann að þvi að breyta ull í fat
(sjá Múlaþing 6. hefti). Allt var
það með eigin höndum gert.
Fáum árum síðar fór Sðlrún
á húsmæðraskólainn á Staðar-
felli I Dalasýslu. Þar átti hún
margar ánægjustundir og fcengd-
ist órofa vináttuböndum við
skólasystur sinar. Síðan lá leið-
in aftur ausfcur á Hérað og ár-
ið 1928 giftist hún Stiigfúsi Gutt-
ormssyni, Einarssonar og Odd-
bjargar Sigfúsdóttur. Hann var
einnig af bændaættum á Héraði.
Þaiu hófu búskap á Dalhúsum í
Eyvindarárdal og voru þar tvö
ár en fluttu þá í Kross og
bjuggu þar síðan. Páil, fóstri
Sólrúnar og Oddbjörg, móð-
ir Sigfúsar dvöldu síðusfcu ár
ævinnar í skjöli þeirra. Og svo
liðu árin. Bömin fæddust eitt af
öðru, gamli bærinn varð of lít-
iiH, enda farinn að sýna á sér elli
mörkin, nýfct hús reis svo af
Vörulyftari
Til sölu 3ja tonna diesel lyftari. Gott tæki á loft-
dekkjum. Hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 34033.
grunnl og i það var flutft sumar-
ið 1950. En veturinn eftir kom
svo reiðarslagið. Sigfús þurfti
að fara til Reykjavíkur fcil lækn
inga, hafði viðdvöl á leiðinni hjá
Einari bróður sinum, sem
er læknir í Vestmannaeyjnm en
fórst svo með fflugvélinni Glit-
faxa á leið frá Eyjum fcil borgar
innar. Það var þungt áfall fyrir
Sólrúnu og bömin, sem þá voru
flest um eða innan við ferming-
araildur. En þau hjónin höfðu
samhent verið i búskap sínum og
nú kom í ljós, hvert uppeldis-
gildi slíkt hefur, þvi ekki brást,
að elztu bömin styddu móður
sina til að halda í horfinu. Hið
sama gerðu yngri bömin, jafn-
óðum og þau efldust. Þetta voru
erfiðleikaár, en aldrei bugaðist
Sólrún. Þá mun henni hafa kom-
ið að góðu haldi sú lifsgleði og
trúartraust, sem hún ávann sér
á bemskuheimilinu. Ærið var að
starfa og strita myrkranna á
milli, árið út og árið inn. Allt
það starf var unnið í trú, von
og kærleika og aldrei hugsað til
frístunda. Aðeins, að bömin
mættu komast upp, njóta þess að
vera ung og læra að starfa eins
og hugur og starfsorka leyfðu.
Og timinn leið. Börnin uxu úr
grasi, fóru að heiman eifct og eitt
ttl náms og ýmissa starfa en allt
af hurfu þau aftur heim í Kross
fyrstu árin á eftir, hvenær sem
þau átfcu frísfcund. Ætíð var samt
eitfchvert þeirra heima hjá móð-
ur sinni, enda síður en svo frá-
hverf því að fást við sveita-
störfin flest þeirra. En svo fóru
þau að stofna sin eigin heimili
og nú er aðeins eitt úr hópnum
eftir á Krossi og hefur tekið við
ölium búskap þar, því Sólrún er
hætt að búa, enda hafa heilsa og
kraftar farið þverrandi hin sið-
ustu ár. Börn hennar eru:
Páll, bóndi á Hreiðarsstöðum í
Fellum, kvæntur Þóreyju Eiriks
dóttur og eiga þau fimm dæt-
ur; Oddur, húsasmiður í Reykja-
vík, ókvæntur, starfsmaður hjá
áhaldahúsi Reykjavíkurborg-
ar; Sóllveig, ógiift, vinnur hjá
verksmiðjunni Föt h.f. i Reykja
vík; Gufcfcormur, bóndi á Krossi,
kvæntur Sigriði Sigfúsdóttur og
eiga þau f jögur böm; Eiríkur, bú
settur á Sunnufelli i Fellum,
kvæntur Þórlaugu Jakobsdótbur
og eiga þau tvö börn; Þórey, sem
ólst upp á Reyðarfirði og er nú
húsmóðir í Reykjavík, gift og
eiga þau tvö böm; Baldur, bú-
fræðingur, ókvæntur, vinnur nú
að húsasmíði hjá Húsiðjunni á
Egilsstöðum; Jón, bifvélavirki,
búsettur við Lagarfljófebrú,
kvæntur Svölu Óskarsdóttur og
eiga þau 2 börn; Oddbjörg, hús-
móðir á Arnórsstöðum á Jökul-
dal, gift Víkingi Gíslasyni frá
Skógargerði og eiga þau tvö
böm.
Sólrún hefur síðusfcu árin dval
ið á víxl hjá bömum sínum. 1
vetur kannar hún nýja stigu og
dvelur hjá dótfcur sinni á Am-
órsstöðum og unir hag sin-
um vel. Hún sifcur samt ekki iðju
laus, því nú sem fyrr eru marg-
ar litiar hendur, sem þurfa á vet
lingum að halda og litlir fætur,
s©m þurfa hlýja Xeista. Samt gat
strákurinn minn stundum komið
inn úr snjó og kulda og beðið
um að fá vettlingana, sem Sól-
rún hafði sent homum. Svo fór
hann brosandi og ánægður út í
snjóinn aftur til að leika sér.
Því nefni ég þetta dæmi, að það
er táknrænt fyrir, hvemig Söl-
rúnu hefur tekizt að bregða
birtu og yl á samveru-
sfcundir okkar.
Hún hefur' mikið yndi af lestri
skemjmtilegra bóka, hvort held-
ur er um sögur eða ljóð að ræða.
Sjáifri er henni létt um að segja
frá og orða frásagnir sínar svo,
að þær bera vott um hógværa
gleði, jafnframt því að falla inn
í létt form. Sjálf bregður hún
sönnustu bliki yfir ævikjör sín
i kvæðinu Heima, sem birtist i
bókinni „Aldrei gieymist Aust-
urland,“ og var útgefin hjá
Prentveiki Odds Bjömssonar á
Akureyri árið 1949. Hef ég sterk
an grun um, að Sólrún hafi hér
búið yfir hæfileifcum, sem ekki
vannst timi til að beita, meðan
hún var yngri.
Þrátt fyrir kjör sín, eða
_ 3B904 38907 ■
-JSKS!
Seljum í dng
1972 Chevrolet Blazer
1972 Vauxhall Victor SL
1972 Saah 99, 4ra dyra
1971 Opel Kadett, 2ja dyra
1971 Taunus 1700 Station 4ra
dyra
1971 Vauxhall Viva
1970 Opel Kadett, 2ja dyra
1970 Vauxhall Viva De Luxe
1970 Vauxhall Victor 1600
1968 Opel Commodore Coupe
1968 Ford Cortina, 4ra dyra
1968 Opel Caravan
1967 Scout 800
1966 Opel Record, 4ra dyra
1966 Scout 800
1964 Willy’s jeppi, lengri gerð
Hótel til sölu
í fullum gangi utan Reykjavíkur. Mjög eftirsóttur staður fyrir
erlenda ferðamenn. Vínveitingaleyfi allt árið.
Tilboð sendist blaðinu fyrir nk. þriðjudagskvöld merkt:
„Einstakt tækifæri — 9233".
Einkullugmenn - Flugnemnr
Flugmálastjóri heldurfund um öryggismál með einka-
flugmönnum og flugnemum í fundarsal Hótel Loft-
leiða fimmtudaginn 4. janúar kl. 20.30.
Einkaflugmenn og flugnemar eru hvattir til að fjöl-
menna.
FLUGMÁLASTJÓRINN.
Lóubúðl
Útsala hefst í dag. Mikill afsláttur eins og fyrr. LÖUBÚÐ, Starmýri 2.
íbúð til leigu
5 herbergi og eldhús á bezta stað í bænum.
Sanngjörn leiga.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi
laugardag merkt: „207".
kannski einmitt vegna þeirra*
hefur Sólrún alltaf átt þann auð,
að ég hef allfcaf farið glaðari af
fundi hennar. Því eru henni núl
sendar árnaðaróskir á þessum
timamótum í ævi ihennar, ásamt
jóla- og áramótakveðjum.
Reykjavik, á jólunum 1972,
Sigurður Kristinsson.
irio m ml
BATAR TIL SOLU
Mikið úrval af bátum til sölu
m. a.i^
4ra lesta dekkbátur með Volvo
Penta vél.
6 lesta furu- og eikarbátur.
Byggður 1961. Línuspil með af
dr.karli. Handfærarúllur. Svefn-
pláss fyrir tvo.
7 lesta stálbátur. Radar og dýpt
armælir. 2 rækjunætur. 27 ha
Lister vél.
9 lesta furu- og eikarbátur. Ný-
uppgerður. 72 ha Lister vél frá
1970. Radar og dýptarmaelir.
Rækjuútbúnaður.
10 lesta fgru- og eikarbátur.
Endurbyggður 1971. Nýlegur
radar og dýptarmælir. Rafm.
rúllur, Hnuspil. 84 ha Ford vél.
11 lesta frambyggður stálbát-
ur, dekkspil og línuspil. 5 rafm.
rúllur. GM vél. Radar, dýptar-
mælir og miðunarstöð.
12 lesta frambyggður Bátalóns-
bátur. Byggður 1962. Línuspil,
veiðarfæri. 86 ha Ford vél.
16 lesta eikarbátur. Byggður
1971. 165 ha Scania Vabis.
Línuspil. Útbúnaður til nóta- og
netaveiða. 6 rafm.rúllur.
20 lesta frambyggður bátur.
Byggður 1971. 185 ha Kelvin
vél. Ljósavél. Rækjuútbúnaður.
Togspil. Kælikistur.
21 lesta nýr bátur. 185 ha
Kelvin. KH radar og dýptarmæi
ir með hvítri línu. Linuspil. Af-
dr.karl. Renna. 4*/2 tonna Rapp
spil. 6 rafm.rúllur. Gálgi.
Rækjunót.
49 lesta eikarbátur. Byggður
1955. Nýleg 330 ha Caterpillar
vél. KH radar og Simrad dýptar
mælir með hvítri línu. Línuspil.
Trollútbúnaður. Humartroll.
51 lesta eikarbátur. Endur-
byggður 1970. 240 ha GM vél.
KH radar. Simrad dýptarmælir.
59 lesta eikarbátur. 280 ha
Alfa vél. 6 tonna dekkspil. Út-
búnaður til netaveiða. Línuspil.
Vökvaspil. Trollgálgi. Trollhlera-
sett. Nýinnréttaður lúkar.
61 lesta stálbátur. Byggður
1955. Nýleg Wickman vél. Ný
Ijósavél. 7i/2 tonna togspil. Línu
og troll veiðiarfæri fylgja. Nýleg
klæðning í lest. f fyrsta flokks
standi.
Höfum kaupanda að 100 til 120
lesta báí.
Höfum kaupanda að 300 lesta
bát.
Höfum kaupendur að 20 til 50
lesta bátum.
Skip og fasteignir
Skúlagötu 63.
Sirnar: 21735 og 21955.
OPIÐ TIL KL 19.
margfaldor
markod ydar