Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 16
16
MORGLTNBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1973
Otgefan di hf, ÁrveTcur, Rfeyfq'avfk
Pr«mkva9mda&tjóri HaraWur Sv«mseon.
Ritsitíóirar Mattlhías Joharmasswi,
Eyá'óllfiir Konráð Jónsson.
St/rmir Gunnorsson.
RHstfórfwrfitlH'rúi Þorbjörn Guðmimdsson.
Fréttastjóri Björm JÓhannseon
Au^ýsingastjóri Ámi Garðar Kriatinsson.
Rrtstjórn og afgreiðsla Aðerlstraati ©, sfmi 1Ó-100.
AugFýsingar Aðabtræti 6, sfrrvi 22-4-60
Aokrrftergjetd 226,00 kr á iriárrnuði mnaniefxte
I teusasðifu 15,00 ikr eintokið.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, rit-
aði að venju áramótagrein í
Morgunblaðið á gamlársdag.
þar sem hann fjallaði um
stjómmálaviðhorfið á liðnu
ári og horfumar framundan.
í áramótagrein sinni vakti
Jóhann Hafstein athygli á
þvíyað vinstri stjórnin hefur
gripið til margra sömu úr-
ræða og stjórnarflokkarnir
gagnrýndu mest í efnahags-
stjórn viðreisnarinnar á sín-
um tíma. Þegar viðreisnar-
stjómin framkvæmdi verð-
stöðvun haustið 1967 og 1970
töldu núverandi stjórnar-
flokkar það blekkingu eina
og kosningabrellu, en þeg-
ar vinstri stjórnin hafði set-
ið að völdum um tæplega
eins árs skeið, setti hún
bráðabirgðalög um tíma-
bundna verðstöðvun. Þegar
viðreisnarstjórnin ákvað
haustið 1970 að fresta
greiðslu tveggja vísitölustiga
í sambandi við verðstöðvun-
araðgerðir töluðu núverandi
stjórn:. rflokkar um vísitölu-
rán, en þegar þeir sjálfir
framkvæmdu verðstöðvun á
sl. sumri var einn þáttur
þeirra aðgerða að fresta
greiðslu 2,5 vísitölustiga til
áramóta. Þegar viðreisnar-
stjórnin ákvað haustið 1970 að
taka hækkun áfengis og
tóbaks út úr vísitölunni,
töldu núverandi stjórnar-
flokkar það hið mesta
hneyksli og tóku þessa hækk
un inn í vísitöluna á ný eftir
að þeir tóku við völdum, en
nú er það helzti boðskapur
þeirra, að ekki einungis
hækkun áfengis og tóhaks
heldur einnig margvíslegar
aðrar fjáröflunaraðgerðir rík-
isvaldsins eigi ekki að koma
fram í vísitölunni.
Þannig rakti formaður
Sjálfstæðisflokksins í skýru
og glöggu máli hinn furðu-
lega hringsnúning vinstri
stjómarinnar í efnahagsmál-
um, en stærsta kollsteypan í
efnahagsmálastefnu vinstri
stjórnarinnar var þó sú, er
hún tók ákvörðun um lækk-
un á gengi íslenzku krón-
unnar fyrir hátíðar, en áð-
ur hafði gengið verið fellt,
er krónan var látin falla með
dollaranum. Fyrir kosningar
hétu ráðherrarnir því, að
þeir mundu aldrei grípa til
slíkra ráðstafana, skjalfestu
það í málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar og hafa ítrekað
það fyrirheit æ síðan og sjálf-
ur forsætisráðherrann í út-
varpsviðtali nú síðast í haust.
í áramótahugleiðingu sinni
fjallaði Jóhann Hafstein um
landhelgismálið og sagði
m.a.: „Hvað hefur unnizt og
hvar er sú virðing, sem þessi
litla eyþjóð hefur skapað sér
í umheimsins augum. Við
erum taldir hafa unnið sigur
á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna með samþykkt til-
lögu um rétt strandríkis til
auðæfa hafsins í hafsbotni og
á og yfir honum — í hafinu
sjálfu. En má spyrja: Var
þetta ekki inntakið í sa.m-
þykkt Alþingis þann 7. apríl
1971, sem talinn var of
óákveðin í kosningunum 1971
og þáverandi stjórnarand-
stæðingar töldu sig vera
menn að meiri að vilja miða
landhelgina við 50 mílur. Það
var kjairni hinnar samhljóða
álvktunar Alþingis 15. febrú-
ar 1972, að Alþingi ítrekaði
þá grundvallarstefnu íslend-
inga, að landgrunn íslands
og hafsvæðið yfir því séu
hluti af íslenzku yfirráða-
svæði. Á þessum grundvelli
höfum við unnið sigur á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna,
á þessum grundvelli eigum
Við nú að sækja og verja mál
okkar fyrir alþjóðadómstóln-
um. Hin minnista þjóð, sem
þorir að standa á rétti sín-
um, verður ekki sigruð af
stærstu þjóðum. Af þessurn
sökum voru landhelgissamn-
ingarnir, sem íslendingar
gerðu við Breta og Þjóðverja
árið 1961 okkar „stærsti
stjórnmálasigur“, eins og
Bjarni Benediktsson orðaði
það af alkunnri lögspeki og
vitsmunum.“
Þá fjallaði formaður Sjálf-
stæðisflokksins einnig um ut-
anríkismál önnur en land-
helglsmálið í áraimótagrein
sinni og sagði m.a.: „En hver
er okkar eigin „sjálfstæða“
utanríkisstefma, undir for-
ustu núverandi ríkisstjórn-
ar? Sú, að innan sjálfrar rík-
isstjórnairinnar er einmitt
ágreiningur um það, sem
máli skiptir. Hvergi í vestr-
ænum löndum gæti það
gerzt, að mynduð væri rík-
isstjóm þriggja stjórnmála-
flokka, sem lýsti því yfir, að
innan hennar væri ekki sam-
staða um stefnuna í öryggis-
og varnarmálum landsins.
Meirihluti Alþingis fylgir
ríkisstjórninni ekki í örygg-
is- og vamiarmálum. Meiri-
hluti þjóðarinnar gerir það
ekki heldur. Hvaða stefnu
gæti núverandi ríkisstjórn
lagt fyrir íslenzku þjóðina til
úrskurðar í þjóðaratkvæða-
greiðslu? Enga — vegna þess,
að hún hefur enga samstæða
stefnu sjálf.“
KOLLSTEYPA VINSTRI
STJÓRNAR
Hörkulegar ofsóknir gegn
stuðningsmönnum Dubceks
Fimm % þjóðarinnar styðja vStjórnina
- segir tékkneski skákmeistarinn Ludek Pachman
Tékkneski stórmeistarinn í
skák, Uudek Paehman, hefur
verið „þög’ull" í nokkur ár,
eftir að hann snerist gegn rik
isstjóm þeirri, sem við tók í
Tékkóslóvakiu, þegar Alex-
ander Dubcek og stuðnings-
menn hans létu af völdum.
Paehman neitaði að vera í
skáksveit Tékkóslóvakíu á
Ólympíuskákmótinu, þegar
valdaskiptin áttu sér stað og
hélt heim tii þess að mótmæia
því, sem gerzt hafði. Mót-
mælaaðgerðiim hans Iauk
með þvi, að hann var settur í
fangelsi, þar sem hann dvald-
ist í 18 mánuði. Frá þvi að
hann vrar fangelsaður, hefur
heyrzt lítið til þessa skák-
meistara, sem er löngu heims-
kunnur í sinni grein fyrir
skákafrek sín og ekki síður
fyrir umfangsmikil og vönd-
uð skákrit.
Snemma i desember var
Paehman loks veitt langþráð
leyfi til þess að haida úr
landi og fara til Vestur-
Þýzkalands og átti
þessi ákvörðun stjórnarvalda
i Tékkóslóvakíu örugglega
rót sína að rekja til þess, hve
hart hafði verið lagt að þeirn
að veita skákmeistaranum
frelsið af hálfu kunnra
og áhrifamikilla manna inn
an alþjóðaskákhreyfingarinn
ar. Pachman er talinn einn
fremsti kunnáttumaður í nú-
tima skákfræði og bækur
hans hafa verið þýddar á
mörg tungumál. Skömmu eft
ir komuna til V-Þýzkalands
ræddi Pachman við frétta-
mann bandaríska vikuritsins
Newsweek, Milan .1. Kubic,
um stjórnmálaástandið í
Tékkóslóvakiu og fer það hér
á eftir.
Kubic: Hver var ástæðan
fyrir síðustu réttarhöldum yf
ir frjálslyndum mönmum i
Tékkóslóvakíu ?
Pachman: 1 fyrsta lagi var
þar um að ræða hefnd nokk-
urra lítilfjörlegra manna eft-
ir þann ósigur, sem þeir
biðu á frelsisskeiðinu, er þjóð
in sneri bakinu við aftur-
haldssinnum. Þeir fulnægja
nú sínum auvirðilegustu hvöt
um með þvi að slá til baka,
þrátt fyrir það að slikt spilli
stórlega fyrir orðstir alls sov
ézka nýlendukerfisins.
Önnur ástæðan er skiljan-
legri, nefnilega sú, að það á
að hræða fólkið. Ríkisstjórn,
sem ekki er studd af meira
en 5% þjóðarinnar, verður
stöðugt að vera með svipuna
á lofti til þess að halda
völdunum.
— Það bætir varia úr skák
að handtaka eins og fimmtíu
menntamenn.
— Réttarhöldin eru aðeins
efsti hluti ísjakans. Efnahags
lega eiga sér stað miklar
hefndaraðgerðir. Samkvæmt
skýrslu, sem lögð var fyrir
konrwnúnistaflokk Tékkóslóv-
akiu fyrir tveimur árum,
voru í Prag einni 40.000
manns reknir úr starfi fyrir
að vera „óáreiðanlegir í
stjórnmálalegu tilLiti", eftir
að Rússar hernámu landið.
Flestir þessara manna vinna
nú sem ófaglærðir verka-
menn eða í öðrum láglauna-
störfum. Þar að auki er veitzt
að börnum þeirra manna, sem
neituðu að láta af sannfær-
ingu sinni. Rithöfundurinn
frjálislyndi, Ludvik Vaculik á
ungan son, sem neitað var um
leyfi tíl þess að fá að Ijúka
menntaskólanámi og þegar
hann reyndi að komast að
sem læriingur í verksmiðju
nokkurri, var honum tjáð, að
hann gæti aðeins fengið
vinnu sem byggingaverkamað
ur. Aliee Battek, sem er dótt
ir annars kunns umbótasinna
varð tíunda í röðinni í eink-
unn af um 500 stúdentuim,
sem tóku inntökupróf i há-
skólann í Prag. Henni var vís
að frá sökum „hæfnisskorts
á öðrum sviðuim".
IUNDA VONIR VIÐ KÍNA
— Hvemig bregðast lands-
menn við þessu?
— Það viðhorf ríkir, að úr
því að Dubcek-timabilinu
lauk ekki á þann veg, að við
fengjum frelsið, þá getum við
aldrei náð þvi með eigin at-
beina. Nokkrir horfa fram
til Öryggismálaráðstefnu
Evrópu og vaxandi mátt Kína
sem tveggja hugsanlegra
þvingunarþátta, sem á endan
uim kunni að fá Rússa til þess
að fallast á hliutlausa, frjáls-
lynda og þess vegna trausta
Tékkóslóvakiu. En eins og
er, þá er þjóð mín vondöp-
ur vegna þess, hve lítil at-
hygli beinist að henni. Fóik
ósker þess t.d., að Nixon for-
seta þætti það nauðsynlegt,
að geta. Tékkóslóvakíu með
nokkrum setninguim i ein-
hverri af ræðum sínum.
— Hvemig er ástandið
innan kommúnistafioiklksins?
— Forsætisnefndin skiptist
nær jafnt milli harðlínu-
manna og raunsæismanna,
sem ekki kæra sig um slikar
aðgerðir sem réttarhöldin yf-
ir menntamönnunum. Gustav
Husak, leiðtogi kommúnista-
flokksins, er í hópi þeirra síð
arnefndu, en vald hans er
takmarkað. Á ftokksþingimu í
október flutti hann t.d. til-
tölulega rnilda ræðiu og það
svo, að harðlíniumömnunum
tókst að koma i veg fyrir það
í hálfan mánuð, að ræðan
yrði birt. Og þegar ræðian
loks var birt, höfðu verið
máðar burt úr henni mild-
ustu yfirlýsingaraar.
I’I,OKKSBÓKIN VERÐUR
A» VERA f EAGI
Gæti Husak veitt Tékkó-
slóvakíu visst frelsi, svo sem
eins og Janos Kadar hefur
tekizt að gera lífið léttaira í
Ungverjalandi?
— Gagnstætt Dubcek, sem
hefði átt að verða skáid í stað
stjórnmálamanns, er Husak
Framhald á bls. 22.