Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 4, JANÚAR 1973 19 — Gárur Framhald af bls. 17. ákveðið hvernig framlögum til ein- stakra dagvistunarstofnana verði hagað, þá kemur líklega að greiðslu — nei ekki alveg, rikinu er aðeins skylt að hafa lokið framlagi sinu inn- an 4 ára miðað við upphaflega kostn aðaráætlun. Hvað ætli árin verði orð in mörg frá þvi að sveitarfélag eða einhver annar aðili lætur sér detta i hug og treystir sér til að fara i að byggja dagvistunarstofn un og gerir fyrstu áætlun, og þang- að til hann er kominn í gegnum alla skoðun hjá ráðuneytinu og þingi og i ofanálag er liðinn fjögurra ára greiðslutími? Það verður lik- lega ekki mjög stór hluti af raun- verulegum byggingarkostnaði sem rikið þarf að leggja fram samkvæmt áætluðum byggiingarkostnaði, þegar öll árin eru liðin og á að fara að reiða fram fé eftir margra ára verð- bólgu og kostnaðaraukningu. Ekki munar mikið um það framlag, en það gæti tafið fyrir byggingarfram- kvæmdum, ef að líkum lætur. Og eitt hvað kostar eftirlitið, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu. Foreldrarnir, sem nú koma börn- um sínum ekki á dagheimilin, verða sýnilega að láta sér nægja hugar- farsbreytinguna næstu árin, þangað til börnin þeirra eru orðin stór. Á meðan má segja þeim söguna af snjöllu mönnunum, sem ætluðu að reisa dagvistunarheimili og greiða niður kostnað fyrir öll börn í landinu fyrir 10 milljónir — betri fantasíur finnast varla í ævintýrun- um. Þetta er bara allt í plati, eins og krakkarnir segja. Og þó! Nú liggur nefnilega ekkert á að drifa þetta frumvarp í gegn um þingið — fyrst það var ek.ki látið ná fjárlögum fyrir næsta ár. Og því hægt að gera á því allar þær lag- færingar, sem að gagni mega koma, svo að næsta ár verði þessi stjóm — eða kannski sú næsta — að finna fé til að leggja án undanbragða fram til byggingar dagvistunarstofn ana í landinu. Þarna gætu konur — þ.e. þær sem vilja fleiri dagvist- unarstofnanir strax, áður en börnin þeirra eru orðin stór auðvitað — þrýst á og látið nema burt úr laga- frumvarpinu allt, sem tefur og lækk- ar framlag ríkisins úr 50% af raun- verulegum byggingarkostnaði dag heimila og 25% af byggingarkostnaði leikskóla. Annað mætti líka gera, ef vill, til að drýgja fé til uppbyggingar dag- vistunarstofnana, þar til nægilega margar eru fyrir hendi fyrir öll böm í landinu, sem foreldrar vilja hafa þar. Það er að fella burtu ákvæðið um að aðstandendur megi ekki greiða meira en 30% af rekstrarkostn- aði dagheimila og 50% af rekstrar- kostnaði leikskóla, svo að tekjuhá- ir foreldrar, sem vinna báðir úti og þurfa að fá góða umönnun fyrir barn ið, geti greitt raunverulegan kostn- að við það, eftir að forgangsflokk- um sleppir. Vonandi kemur að því að tekjuhátt fólk, „með breið bök“, komist líka að með börn sín. Margir þeirra mundu vafalaust vilja greiða áfallinn kostnað fyrir börn sín held ur en að verða af rými þar meðan þau eru að vaxa upp og búið að reisa nægar dagvistunarstofnanir fyrir alla. — Eftirlitssveitir Framhald af bls. 17. vinna er með eftirlitsaðilum á þessu svæði og er leitazt við að skrá nákvæmlega ferð ir sovézkra farartækja frá því að þau koma inn á eftir- litssvæðið og þar til þau hverfa út af því. Varnarstöð- in i Keflavík er mjög mikik vægur hlekkur í þessari keðju, þar sem hún spannar yfir svæði, sem liigigur utan seilinigarfjarlægðar annarra eftirlitsstöðva. Einkar mikil- vægt þykir að fylgjast með ferðum sovézku kafbátanna og verður því eftirliti af s'kilj anleguim ástæðum ekki kom- ið við í landl Það er í sam- bandi við þetta ef'tirlit, sem mikilvægi Keflavikurstöðvar innar rís hvað hæst. Tæknin sem notuð er í sambandi við þetta eftirlit er í stórum drátt um sú, að fliuigvélar varpa niður hlustuinarhyl'kjum í haf ið á svæðinu, þar sem líkur þykja á kafbátaferðum. Sér- hver kafbátur gefur frá sér sin sérstöku hljóð og nema hlustunarhylkin þau og end- 'urtvarpa til móttökutækja um borð í flúgvélunum. Síð- an er unnið úr þesisum uipplýs ingum í tölvum og feröl ein- stakra kafbáta skráður. Um 500 manns starfa i þess um eftirlitssveitum á Kefla- víikurfluigvelli. Alls eru þar 9 flugvélar, sem sérstakleiga eru útbúnar til þessarar kafbátaleitar og hefur hver þeirra 12—15 manns innan- borðs. Um 300 mianns arnnast viðhald flugvélanna og leitar- tækjanna og um 100 manns vinna úr þeim upplýsinguim, sem berast og samræma þær upplýsingum frá Bretum og Norðmönnum. Hvað er þvi til fyrirstöðu að íslendingar taki við þess- IfÉUGSLÍF Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30. Alimenn samkoma. Allir velkomnir! Akranes Kvenfélag Akraness heldur árshátíð sína sunnudaginn 7. jan. í Hótel Akranes. Skemmtunin hefst kl. 4 e. h. Allir bæjarbúar 67 ára og eldri velkomnir. — Félags- konur fjölmennið. Fíladelfía Almenn æskulýðssamkoma í kvöld kl. 8.30. Æskufólk tal- ar og syngur. Stjórnandi Guðni Einarsson. Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur 4. janúar fellur niður. Saumanámskeið byrjar á næstunni. Þáttaka tilikynnist í síma 66168. um störfum? Þess er þá fyrst að geta, að mennimir 100 um borð í flugvélunum og hinir 100 sem annast úrvinnslu upplýsinga þurfa geysimikill- ar sérþjálíunar og menntun- ar við og eru þeir flestir verk fræðingar að mennt. Getur hver maður sagt sér sjálfur hvaða grundvöllur væri fyrir því, að útvega 200 íslenzka sér fræðinga I náinni framtið og ráða til svo óarðbærra starfa. Auk þeirra þyrfti til að koma fjöldi sérþjálfaðra flug- manna, flugvirkja og tækni- manna. Við skulum nú samt sem áður gera ráð fyrir því, að unnt myndi reynast að mennta til nauðsynlegan fjölda sérfræðinga til þess- ara starfa. Væri þar með allt klappað og klárt? Nei, langt frá því, þær upplýsingar sem aflað er, og ýmis tæknileig framkvæmdaatriði við öflun þeirra eru vitanlega álitin hernaðarleyndarmál. Og hitt er ekki minna um vert, að jafnhliða því að upplýsinga er afl'að um ferðir sovézkra kafbáta um 'Norður-Atlants- haf, berast með sama hætti upplýsingar um ferðir kafbáta ríkja Atlantshafsbándalags- ins. Þær eru að sijáifsögðu ekki síður hernaðarleyndar- mál. Ekki þarf að ganga að því gruflandi, að ríki Atlants h a fe'b a n d a la gs i n s kæra sig ekki um, að tefla varðveizlu þessara leyndarmála i neina tvísýnu, Þau myndu þvi áreið anlega gera það að skilyrði fyrir framkvæmd íslendinga á þessum störfium að geysi- legrar varúðar yrði gætt og eftirlit haft mieð þeim, sem þarna koma nærri, sem merk ir á mæltu máli, að tekinn yrði upp heragi. Ég er ekki viss um, að þingmenn Al- þýðuflokksins hafi fremur en aðrir áhuga á að innleiða þann visi að hermetnnsku sem í þessu fælist. — Það má því með sanni segja, að þing- menn Alþýðuflokksins ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hinu má svo ekki gleyma, að til viðbótar þeim 500 mönn um, sem starfa að kafbáta- eftirlitinu, eru 600 manns við riðnir útgerð sveitar orrusbu fluigvéla, sem fylgjast með ókunnum (sovéztoum) flug- vél'um, sem fljúga inn á eftir- litssvæðiið án þess að gera boð á undan sér. Þær reynd- ust rúmlega 150 á árinu 1972. Þetta eftirlitsflug er hvort tveggja í senn liður í beinum vömum landsins og til vam- ar eftirlitskerfinu með kaf- bátum. Það verður því varla skilið frá kafbátaeftirlitinu. Framikvæmdahlið þessa máls væri þó að öllum líkindum auðveldari yfirtöku kafbáta- eftirlitsins, þar sem senni- lega yrði hægara um vik að þjálfa þá menn, sem til þyrfti í þessu sambandi, auk þess sem minna fer fyrir hernað- arleyndarmálum á þessu sviði. Niðurstaða þessara hug- leiðinga er því sú, að tillaga þeirra Alþýðuiflokksmanna sé með ööu óraunhæf. Hinn heimskunni fréttaskýrandi bandaríska stórblaðsins The New York Times, C. L. Sulz- berger hefur ef til vill rennt grun i að tiöaga þessu liík myndi líta dagsins l'jós, þeg- ar hann í grein í ágústmánuði 1971 ræddi um þann mögu- leika, að íslendingar tækju sjálfir að sér að annast gæzlu og viðhald hemaðar- legra tækja og önnur hemað- arleg störf. Hann sagði: „Þetta er tæpast gerlegt. Al- gerlega vopnlaust ríki gæti ekki varið herstöðina og ís- lendingar, tvö hundruð þús- und talsins, hafa ekki nægi- lega þjálfaða tæknimenn eða þá aðstöðu til gagnnjósna, sem með þarf.“ Ndmsflokkarnu Kópavogi Innritun í síma 42404 alla daga kl. 2—10. Skrifstofuhúsnœði á góðum stað við Suðurlandsbraut um 400 ferm. til leigu. Næg bílastæði. Fyrirspurnir sendist blaðinu merkt: ,,9313“ fyrir 7. þ.m. ÚTSM Töskuiítsala MIKILL AFSLÁTTUR! i i \r •i ;:i :i ;Í3 Til leigu verzlun iðnadur Húsnæði sem er í byggingu í einu af aðal verzlunar- og iðnaðarhverfum Reykjavíkur verður selt á leigu fyrri hluta árs 1973. Þær einingar sem leigja á eru: A. Iðnaðarhús (skemma) 500 ferm. B. Skrifstofuhúsnæði 230-435 ferm. á 2. hæð, verzlunarhúsnæði 200 ferrrv á götuhæð, lagerhúsnæði 200 ferm. í kjallara. Allar áðurnefndar einingar eru falar í einu lagi eða sér, eftir nánara samkomulagi. Þeir sem hug hefðu á að kynna sér nánari skilmála og aðra tilhögun, vinsamlegast leggið bréf með lýsingu á væntanlegum iðnaði eða þjónustu í Pósthólf 881, Reykjavík. MiMil IHIHLHIEI- IHTH 11—11 1—11UJT -I-I- rtúTt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.