Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1973 Stefán Gunnlaugsson alþingismaður: Kynlegar tiltektir við f ramkvæmd „sjálfstæðrar utanríkisstefnu" Um störf sendinefndar hjá SÞ og samþykkt um landhelgismál Undanfarið hafa birzt í dag- blöðum Reykjavíkur mikil skrif um gang mála á 27. þingi Sam- einuðu þjóðanna í New York, sem aðallega eiga rœtur að rekja til fulltrúa, sem tilnefnd- ir voru af stjómmálaflokkunum til setu í sendinefnd Islands á þinginu. Hafa þau ýmist verið byggð á viðtölum við sume af fulltrúunum i sima frá New Yonk á meðan þingið stóð yfir, eða eftir að þeir komu til lands- ins aftur, svo og í greinum, sem þeir hafa samið og fengið birtar undir eigin nafni. Ýimsum kann að finnast, að um slíka fréttamennsku, sem stunduð er af sendimönnum ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, sé í sjálfu sér ekkert nema gott eitt að segja. 1 þess háttar fram- tafei feami fram virðingarverður álhugi fyrir málefnum Samein- uðu þjóðanna og hagsmunum Is- liands, jafnframt þvi sem við- feomendi einstaklingar fái kœr- feoanið tækifæri til að láta ljós sitt skina á siðum dagblaðanna. Sá sem þessar linur ritar, var fulltrúi Alþýðuflokksins í sendinefndinni um skeið, eða frá 22. ofet til 8. des. s.l. og átti að ýtmsu leyti ánægjulegt og gott samstarf við það ágæta fólk, sem þar átti sæti samtiimis, þótt ágreiningur hafi orðið i ein- stöfeum málum. En ég hefi ekki tekið þátt í þeirri skipulögðu áróðursherferð i dagblöðunum, sem virðist liggja til grundvall- ar umræddum skrifum og nán- ar verður gerð grein fyrir hér á eftir. Hvort tveggja er, að það er hlutverk utanríkisráðuneytis- ins i Reykjavík að dreifa þeim upplýsingum, sem rétt og eðli- legt er talið, að þess mati, að komd fyrir almenningssjónir — og til þess treysti ég ráðuneyt- inu fullkomlega — og svo hitt, að vafasamt er, að mínu áliti, að það fari saman, að fulltrúar í sendinefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum gegni jafniframt fréttaritara- og blaðamanns- starfi þar, svo sem átt hefur sér stað, hvað suma fulltrúa hinnar Islenzku sendinefndar áhrærir. En kannske er þetta nú ekki til tökumál, þótt ég hafi þessa skoð un, og raunar ekki nýtt á nál- inni hjá Islendingum, sem sæti hafa átt á þingum Sameinuðu þjóðanna. Slikt verður auðvitað að fara eftir smekk hvers og eins, og sjálfsagt tilgangslaust að fárast yfir þess háttar, jafn- vel fyrir sjálfan utanríkisráð- herra, sem á að vera yfirmaður sendinefndarinnar svo ráðrík og valdamikil, sem hún var á síðasta þingi samtakanna um mótun utanríkisstefnu íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna! Orsök þess, að ég tel mig knú inn til að stinga niður penna út af málefnum Islands og Samein- uðu þjóðanna á þingi þeirra undanfama mánuði, og láta frá mér fara það, sem hér birtist, eru ákaflega einhliða og áróð- ursleg blaðaskrif, sem ég geri hér að umtalsefni, og þá fyrst og fremst um landhelgismál okk ar íslendinga í sambandi við samþykkt á tillögu á þinginu um rétt strandríkja til auðæfa hafsins, svo og um „hina sjálf- stæðu utanríkisstefnu íslands" sem svo hefur verið nefnd af ýmsum, og ummæli í Morgun- blaðinu um ágreining minn í nefndinni um stefnumótun í viss um málum. MÓTUN UTANRÍKISSTEFNU OG LANDHELGISMÁLIÐ J>að er þekkt og viðurkennd staðreynd, að þeir, sem málum ráða i frjálsum, fullvalda og sjálfstæðum ríkjum, lieitast við á hverjum tíma að byggja á þeirri grundvallarreglu við mót- un utanríkisstefnu, að hún geti tryggt á sem hagkvæmastan hátt hagsmuni viðkomandi ríkis í bráð og lengd. Þeir hagsmunir, sem tekin eru mið af, geta verið margs konar, svo sem öryggis- hagsmunir, efnahagsmál, verzl- unar- og viðskiptahagsmunir o. s. frv. Um það geta verið skipt- ar skoðanir hverju sinni hvern- ig þessum markmiðum, sem stefnt er að, verði bezt náð. En af þessu leiðir, að afstaða ríkis til málefna annarra rikja mótast aðallega af þvi, hvernig þeir, sem móta utanríkisstefnuna telja, að bezt samrýmist þvi, er hentar velferð þess og hagmun- um. Barátta íslendinga á erlend- um vettvangi fyrir viðurkenn- ingu á rétti strandrífeja til yfir- ráða yfir eigin iandgrunni og stóiTÍ fiskveiðilandheligi, hefur þvi í raun og veru verið fólgin í að reyna að opna augu sem flestra ríkja, sem land eiga að sjó og viðáttumikið landgrunn, fyrir þvi, að þeir eigi samleið með Islandi í öflun viðurkenn- ingar á því sjónarmiði. Að þessu verkefni hefur verið unnið af íslands hálfu í mörg ár, svo sem nánar verður að vikið hér á eftir, með þeim árangri m.a., sem fram kom á Allsherjarþinginu í des. s.l., þegar tillagan um yfir- ráðarétt strandrikja yfir nátt- úruauðlindum i hafinu náði fram að ganga. í stórum dráttum má segja, að þau ríki, sem andstæð voru þvi atriði í tillögunni, sem mestu máli skipti fyrir okkur að fá fram, voru þau sem ekki eiga land að sjó eða þröngt land- grunn og svo stórveldin, sem vilja sem mest rými til hvers konar athafna á og i hafsbotn- inum og sjónum þar fyrir ofan. Hér kom i rauninni til mat þeirra, er utanríkisstefnu við- komandi ríkja ráða, á þvi, hvernig það meginatriði, sem þarna var verið að taka afstöðu til snerti hagsmuni hlutaðeig- andi ríkis. Þetta er, með öðrum orðum þess eðlis, að vináttu- og frændsemistengsl höfðu hér ekk ert að segja. Um þetta mál hefur verið rit- að á þann veg i islenzk blöð, á undanfömum vikum, að ókunnugir kynnu að halda, að líitið sem ekkert hafi verið unn- ið af Islands hálfu á erliendum vettvangi til að afla fylgis við hugmyndina um rétt strand- ríkja til auðæfa hafsins, fyrr en á siðasta Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Þessi skrif hafa gefið ákaflega villandi mynd af þróun þessara mála og hvernig að þeim hefur verið staðið af hálfu Islendinga í sam- bandi við útfærslu fiskveiði markanna. Af ofangreindum ástæðum mun ég leitast við að setja þá viðleitni, sem af íslands hálfu var höfð í frammi á síðasta þimgi Sameinuðu þjóðanna til framdráttar málstað okkar i landhelgismálinu, inn i þá heild armynd samræmdra aðgerða, sem unnið hefur verið að á skipulegan hátt af starfsmönn- um utanríkisþjónustunnar og öðrum á liðnum árum undir for- ystu viðkomandi ríkisstjórna. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR OG VERNDUN AUÐÆFA HAFSINS Fyrsta skrefið í skipulagðri baráttu Islendinga fyrir vemd- un fiskimiðana og útfærslu fiskveiðimarkana við íslamd, sem staðið hefur yfir til þessa, var setning landgrunnslaganna á árinu 1948. Með þeim er sjáv- arútvegsráðherra heimilað að setja reglur um verndun fiski- miðenna umhverfis landið innan endimarka landgrunnsins. Þar er um rammalöggjöf að ræða sem miðað er við, að fram- kvæmd verði stig af stigi eftir þvi sem fært þykir samkvæmt þróun í þjóðarétti. Næsta aðgerð var uppsögn samnimgsins miH i Danmerkur og Bretlands frá 1901 þar sem ákveðin voru þriggja mílna fisk veiðitakmörk við Island. Samn- ingnurn var sagt upp 1949 og féll hann úr gildi 1951. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðamna 1949 var alþjóðalaga- nefndinni, samkvæmt tillögu Is lands, falið að taka til meðferð- ar réttarreglur á hafinu í heild. Fyrsta útfærsla fiskveiði- markanna fór fram árin 1950 og 1952. Var þá flóum og fjörðum iokað fyrir veiðum útlenddnga og fiskveiðimörkin sett 4 mílur frá beinum grunnlinum. Þessar aðgerðir stóðu í nánu sambandi við málaferli í Haag milli Breta og Norðmanna þar sem beina grunnlinukerfið var viðurkennt. Á Allsherjarþinginu 1953 var gerð tilraun til að taka til sér- stakrar meðferðar tvö atiriði þ.e. annars vegar reglur varðandi landgrunnsbotn og hins vegar fiiskveiðar á úthafinu. Niðursteð an á þvi alllsherjarþingi var sú að ákveðið var að kveðja saman sérstaka ráðstefnu sérfræðinga til að fjalle um verndun auðæfa hafsins. Sú ráðstefna var hald- in í Róm árið 1955 og niðurstöð- ur hennar voru síðan notaðar í heildarskýrslu Alþjóðalaga- nefndarinnar. Hins vegar var ákveðið á Allisherjarþinginu 1953 að freste allri átfevörðun varðandi hafsbotnsmálin, þar til ÖH hafréttarmálefni höfðu verið athuguð í heUd, eins og ákveð- ið hafði verið árið 1949. Var ályktun um þetta efni gerð fyr- ir forgöngu sendinefndar Is- lands. Allþjóðalaganefndin skilaði heildarskýrslu sinni árið 1956. Var þar lagt til að sérstök Al- þjóðaráðstefna yrði kvödd sam- an ti'l þess að fjalla um réttar- reglur á hafinu á grundvelli skýrslunnar. Genfarráðstefnan um réttar- reglur á hafinu var haldin árið 1958 og var þar gengið frá samningum um heildarskipan réttarreglna á hafinu. Þó náðist þar efeki samkomulag um víð- áttu land'helgi eða fiskveiðilög sögu, en ljóst var að víðtæfeur stuðningur var fyrir 12 mílum. Eftir Genfarráðstefnuna 1958 voru íslenzku fiskveiðimörkin færð út í 12 mílur. Árið 1960 var haldin önnur Genfarráðstefna um réttarregl- ur á hafinu til þess að reyna að ná samkomulagi um viðáttu landhlegi og fiskveiðilögsögu. Ekki náðist samkomulag á þeirri ráðstefnu um þessi atriði. Bretar og Vestur-Þjóðverjar sem ekki höfðu viljað tellast á útfærsluna í 12 mfLur árið 1958 gerðu sarnkomuiag við ísland á árinu 1961, þar sem þessar þjóð- ir fengu þriggja ára aðlögunar- tíma; þeim var heimilað að stunda veiðar milli 6 og 12 mílna á vissum tímum og svæð- um. Það var ljóst á Genfarráð- stefnunum 1958 og 1960 að ekfei væri samstaða um víðtækari landhelgi eða fiskveiðilögsögu en 12 mílur, og varð það þá stefna íslenzku ríkisstjórnarinn ar að bíða átekte um sinn. Var þá við það miðað að líkur væru á því að á næstu árum mundu bætast við fleiri ríki í Samein- uðu þjóðirnar og þá aðallega fyrri nýlendur, sem að lík- indum myndu allflest styðja þau sjónarmið sem Islendingar börð- ust fyrir varðandi víðáttu fisk- veiðilögsögu. Var þá ráðgert að þegar slík breyting hefði átt sér stað myndi tímabært að vinna að þvi að ný alþjóðaráðstefna yrði haldin, þannig að þessum máium yrði þokað lengra en unnt var á fyrri Genfarráðstefn um árið 1958 og 1960. Á árinu 1967 fór aftur að kom ast hreyfing á þessi mál. Á alls- herjarþinginu haustið 1968 var sett upp sérstök hafsbotnsnefnd S.Þ. sem gera átti tillögur varð- andi reglur er gilda skyldu fyr ir hafsbotnssvæðið utan liög- sögu hinna einstöku ríkja. Fljót lega kom í ljós í starfi þeirrar nefndar að ekki væri hægt að ákveða takmörk hins alþjóðlega hafsbotnssvæðis, án þess að vita hversu langt lögsaga hinna ein- stöku ríkja næði. Hófst þá ör þróun í þessum málum, sem leiddi tH þess að AUsherjarþing ið, árið 1970, ákvað að stækka hafsbotnsnefndina og gera hana að eins konar undirbúnings- nefnd fyrir nýja ráðstefnu er skyldi haldin á árinu 1973 og fjalla um réttarreglur á hafinu á víðum grundvelli. Sú ályktun var gerð m.a. fyrir forgöngu Is- lendinga og þarna var þá feom- inn grundvöllur til þess að hefj- ast handa á ný. Af Islands hálfu var þegar hafin virk þábttafeia í starfi þessarar nýju undirbún- ingsnefndar og hefur hún nú haidið fjóra fundi. Á öllum þeím fundum hefur af Islands hálfu verið gerð grein fyrir stefnu Is- lendinga í þessum málum og tím inn notaður tU þess að stofna til samráðs og samvinnu við þau ríki sem helzt var að vænta stuðnings frá. Hefur málinu ver ið þannig þokað álieiðis, enda var við það rniðað að til úrslita- átaka kæmi bæði í þessari und- irbúningsnefnd og á ráðstefn- unni sjálfri. Má í því sambandl einnig geta þess að nú þegar hefur verið ákveðið að önnur ráðstefne sérfræðinga um vemd un auðæfa sjávarins verði hald- in i framhaldi af Rómar-ráðstefn unni frá 1955. Verður sú ráð- stefna haldin í Vancouver í febrúar 1973 og er hlutverk hennar að leggja ti'l visindaleg sjónarmið er gætu orðið undir- búningsnefndinni að gagni. ÁLYKTUN ALLSHER.IARÞINGSINS í DES. S.L. UM VERNDUN NÁTTtlRUAUÐLINDA Það, sem hér á undan hefur verið rakið, verður að hafa í huga, þegar skoðuð er sú álykt un, sem gerð var á síðaste Alis- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna um „varanleg yfirráð yfir náttúruauðlindum þróunar- lainda“ og svo mikill áróður hef ur verið i kringum hér á la-ndi og ég gerði að umtalsefni í upp- hafii. 1 fyrsta efnislið þeirrar ályktunar segir: „Allsherjarþingið ítrekar (reaffirms) rétt ríkja til varan- legra yfirráða yfir náttúruauð- lindum sínum, þair með taldar náttúruauðlindir sem er að finna á og í hafsbotninum inn- an lögsögu þéirra og í hafinu þar yfir.“ Rétt er að hafa í huga, að orð ið „ítrekar" (reaffirms) er notað þarna, sem táknar, að hér sé ekki um neitt nýtt að ræða. Þá skal vakin athygli á þvi, sem foirmaður islenzku sendi- nefndarinnar á allsherjarþing- inu sagði á fundi efnahagsnefnd ar allsherjarþingsins hinn 4. des ember s.l. um umrædda tillögu. Hann sagði m.a. þetta orðrótt (lauslega þýtt): „1 raun og veru höfðu þeir, sem að þessari tillögu standa, gert sér far um að leggja áherzlu á rétt ríkja til yfirráða yfir náttúruauðlindum sínutn innan lögsögu þeirra, án þess að skilgreina stærð slíkrar lögsögu og þannig forðast að taka fram fyrir hendur Hafréttarráðstefn- unnar varðandi ákvarðanir sem henni er ætlað að tafea." Hinn 1. des. s.l. hafði formað- ur íslenzku sendinefndarinnar ennfremur sagt í ræðu orðrébt um sama efni: „Flutningsimenn hefðu hins vegar vandlega gætt þess að hreyfa ekki við hinum Ilögfræðilegu spurnirigum um viðáttu lögsögu yfir hinum ein- stöku svæðum. Þær spumingar yrðu aðeins leystar af hinni fyr- irhuguðu hafréttarráðstefnu." Þegar umrædd ályktun alla- herjarþingsins er skoðuð í þessu ljósi, virðist greinilegt, að þar er í rauninni ekki um nýmæli að ræða, heldur er aðeins miðað við það, sem er að gerast í und- irbúningsnefnd Hafréttarráð- stefnunnar, þar sem þetta mál á heima eins og sakir standa. Enginn skilji orð mín svo, að ég vilji draga úr raunverulegu gildi umræddrar ályfetunar. Það er síður en svo. Samþykkt hennar á siðasta aHsherjarþingi var vissulega markverðasti at- burðuriinn sem þar gerðist, út frá sjónarmiði Islendinga. En það ber að skoða málið í sam- hengi við annað, sem gert hef- ur verið af Islands hálfu i land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.