Morgunblaðið - 21.01.1973, Page 14

Morgunblaðið - 21.01.1973, Page 14
14 MORGUONTBLAÐIÐ, SUINNUDAGUR 21. JANÚAR 1973 Sigríður E. Magu úsdóttir. JOHANN HJALMARSSON SKRIFAR UM BÓKMENNTIR KLAFI VANANS Þráinn Bertelsson: KÓPAMAROS. Skáldsaga uni óunninn sigur. Helgafell, Reykjavík 1972. ÞRÁINN Bertelsson hefur sann- að að honum er lagið að segja sögu á ljósan og skilmerkilegan hátt. Skáldsögur hans eru læsi- legar, efni þeirra tímabært og oft forvitnilegt. Hann er í hópi þeirra ungu skáldsagnahöfunda, sem stefna markvisst að þvi að koma til móts við lesendur. Sá ásetningur hans að skrifa skilj- anlega um sína eigin samtið er góðra gjalda verður. Aftur á móti verður ekki sagt að enn sem komið er hafi Þráinn náð GUÐMUIMDUR EMILSSON Sigríður E. Magnúsdóttir Söngtónieikar Sigríðar E. Magnúsdóttur í Austurbæjarbíói miðvikudaginn 17. janúar sl., svo fjötekrúðugir sem þeir voru, höfðu á sér fágað yfirbragð og báru elju sem og listfengi þess- arar unigu söng'konu órækt vitni. Á sömgskrá voru á þriðja tug sönglaga, flest yfirgripsmik il og vandimeðfarin. Að örfáum undanskildum var tónverkum þessum örugglega siglt í heila höfn, enda róður samstilltur svo sem vænta má þegar Ólafur Vignir Albertsson á hlut að máli. Söngtór.leikar þessir voru haldnir á vegum Tónlistarfélags- ins. Það er ekki daglegt brauð að íslenzk söngkona ráðist til at- lögu við stórskáldin Brahms, Hugo Wolif og Manuel De Falla í einni atrennu og það með sæmd, enda slíkt vart á færi annarra en þeirra, er hafa söng að atvinnu eða strangt akadem- ískt nám að baki. Söngtónleik- ar Sigríðar E. Magnúsdóttur voru vel þegnir. Nú, að þeim loknum er undirrituðum það sannarlegt gleðiefni að bjóða söngkonuna velkomna í þröng- an hóp okkár vænstu söngvara, sé það innan hans lögsögu. Ekki er þar með sagt að söng ur Sigriðar sé hafinn upp yfir gagnrýni. Þrátt fyrir yfirleitt þjála söngtækni, raddbeitingu og öndun, fær maður vart varizt þeirri tilfinningu að hljómblær raddar Sigriðar, svo áheyrileg sem hún er, sé að einhverju leyti tiibúinn. Er likt og áuhn- in námshula rjúki út í veður og vind þegar róðurinn herðir og dökklituð áferð raddarinnar víki fyrir meðfæddum Ijósum tónblee. Sé þetta rétt hlýtur slík stöðug hljómblæs ummyndun af hálfu söngvarans að skape þrátt fyrir að vera haldið nokk uð ■ i skefjum nutu sán vel. Ástæða er einnig til að nefna einstaklega viðfelldið sönglag Sigursveins D. Kriisitinssonar Lágnætti, er Sigríður túlikaði af mikilli sannfæringu. Verður þetta litla lag i ölluim siínum ein- feldleik óvenju minnisstætt. Það ætti að vera kappsmál miik- ilhæfra söngvara, og þá Sigrið- ar, að flytja slikt eyrnayndi hve nær er tækifæri gefsit. Húsfyllir var á tónleikunum og listamönnunum mjög vel tek- ið. verulegum árangri með skáld- sögum sínum, en hann virðist á góðri leið með að vaxa og efl- ast sem rithöfundur. Eftir lestur síðustu skáldsögu Þráins Bertelssonar, sem hann kallar Kópamaros, er ljóst að hann er óragur að glíma við viðkvæm efni, hikar ekki við að taka til meðferðar nýlegan at- burð, sem olli töluverðu fjaðra- foki. Ungt fólk, óánægt með ríkj andi þjóðfélagsástand, sameinast um að stela sprengiefni með skemmdarverk í hyggju. Áður en það hefur nokkuð aðhafst kemst lögreglan í spilið og ráða gerðir þess verða að engu. Þráni Bertelssyni tekst ágæt- lega að sýna hið rótlausa líf þessa unga fólks, hvernig það freistar þess að brjótast undan klafa vanans án þess að gera sér markmiðið ljóst. Pólitískar öfgar eru það athvarf, sem að vissu marki dugar, í hversdags- legri og órómantískri veröld. Um samúð Þráins Bertelssonar með hinum ungu uppreisnar- mönnum verður ekki fullyrt. Oft er þeim lýst af ismeygilegri gamansemi, sem gerir bókina skemmtilega aflestrar. En hvað sem öðru liður þá skilur höfund- urinn þetta fólk og vandamál þess og gerir það ekki að nein- um afskræmum eða tómum tákn myndum. Kópamaros er skáldsaga i tveimur hlutum. Um það bil Þráinn Bertelsson. Teikning eftir Flóka. helmingur sögunnar greinir frá bernsku drengsins Snorra Sturlu sonar. Fyrri hlutinn er nærfær- in mynd af lífi þessa reykvíska drengs. En Þráinn Bertelsson lætur sér ekki nægja venjulega bernskulýsingu, heldur skiptir hann skyndilega um svið og þá er drengurinn kominn í hóp upp- reisnar- og málrófsmanna, alráð- inn í að leggja sitt af mörkum til að bjarga heiminum. Þessi tviskipting sögunnar er að ýmsu leyti veikleiki hennar. Þegar les andinn er að fá innsýn í heim drengsins missir hann sjónar á honum. Höfundurinn fær meiri áhuga á öðrum efnum, eins og hann skýrir frá í stuttum milli- þætti. Sagan beinist inn á þá braut að lýsa ungu fólki, sem vill vera gerendur, sættir sig ekki við hlutverk þolandans. Um efnismeðferð höfundarins má deila. Það ber þó að hafa í huga að skáldsaga þarf ekki að hafa neina áikveðna formúlu aðra en sín eigin lögmál. Niðurstaðan eftir lestur Kópamarós er sú, að Þráni Bertelssyni hafi tekist að semja fjörlega skáldsögu þrátt fyrir hinn augljósa klofn- ing sögunnar. Kópamaros er alla vega trúverðug mynd af hug- myndaheimi viss ungs fólks nú á dögum. óþægilega spennu inni fyrir, er dregur úr frelsi og eðlilegri tjáningu. Kom þetta einna gleggst fram í Siete Canciones Populares Espanolas eftir Man- uel De Falla, sem gerir þær kröfur til söngw.rans að hann gefi sig fullkomlega á vald hljóðfailinu og þeim léttleika, er verkið býr yfir. Hinn blóð- heiti spænski still var söngv- aranum ofviða, enda hraði á stundum svo mikili að ekki gafst timi til að beita röddinni samkvæmt kúnsferimnar regl- um. Heildarútkoman varð óhjá- kvæmilegur senuþjófnaður und- irieikarans, er lék sitt hlutverk eins og bera bar, af gáska. Þungamiðja tónleikanna voru sex sönglög eftir Brahms og fjögur eftir Hugo Woltf, sem öll hlutu hina ágætustu meðhöndl- un. Nægir í þvi sambandi að nefna stórverkin Von Ewiger Liebe og Verborgenheit, sem Þýðingar úr ensku Tímarit vill komast í samband við góðan þýðanda á enska tungu. Nánari upplýsingar næstu daga í síma 11196, Reykjavík. Traktor til sölu Ford 3000 47 hestafla, dráttarvél með öryggisgrind og ámoksturstækjum, vökvastýri. Árg. 1967, lítur vel út, lítið notaður. Upplýsingar gefur Ulfar Helgason, Hoffeli, Horna- firði (sími í gegnum Hornafjörð). Haukur Ingibergsson: Hanna Valdís Guðmundsdóttir Fjögur barnalög 45 s. Mono SG-hljómplötur. Það er erfiitt að skrifa um hljómplötu, sem selzt hefur í 5.600 eintökum á tveim vik- um. Er slák sala fslandsmet, ef ekki heimsmet. Má til gam- ans geta þess, að fyrir slíka sölu hefði H".nna Valdís hlot- ið 5 gullplötur ef þetta væri á bandarískum markaði. Og það hlýtur að vera eitt- hvað óvenjulegt á plötu, sem selst svona vel. Og Lína Lang sokkur er heldur ekki venju- teg og sjónvarpsmyndirnar um hane hafa haft ótrúlega mikil áhrif hér á landi á börn jafnt sem fuiiorðna og titiWagið úr myndumum, lagið sem selur þessa plötu hefur alla þá kosti, sem geta prýtt gott sölulag, einföld laglína, sem allir geta lært og sunigið, ása.mt góðuim takti. Magnús Pétursson sá um út setningu og hljómsiveitar- stjórn, og það er virðingar- vert, að hann hefur ekki fall- ið í þá freistni að reyna að líkja nákvæmlega eftir sænska undirleiknum, heldur hefur hann farið eigin slóðir. Þetta á að vísu eingöngu við um Línulagið, en hin lögin þrjú, sem öll eru úr sögum eða leikritum Astrid Lind gren, hef ég aldrei heyrt áð- ur og veit því ekki, að hve miklu leyti Magnús hefur þar farið eftir erlenduim útsetn- ingum. Hljóðritunin á tónlist- HUOMPLOTUR Hanna Valdís Guðnjundsdóttir inni er hins vegar afskaplega mött, þannig að hún verður ekki eins lífmiikii og efni standa til. Hanna Valdis er greimOiega músíkalskt barn og syngur mjög þokkalega. Það hefðu að vísu fleiri börn getað sung ið svipað en ekki mörg, sem hefðu gert það tii muna bet- ur. En það er einn stór galli á þessari plötu og þeim mun al- varlegri, þar sem platan hef- ur srvo mikil áhrif á böm. Það er framburðurinn, sem er einn sá linasti, sem ég hef heyrt sbr. hendimguna (skrif- uð eftir fraimburði). Svo þú sérð minn aba minn sæda, fína, litla aba Og því miður er þessi til- vilnun ekkert einsdæmd því mörg P eru borin fram sem B, mörg K sem G o.s.frv. Þetta er vitaskuld ekki nógu gott á meðan þeirri móður- mátestefnu er haldið, að bera P fram sem P og K sem K á svo harðan hátt, að engimn þurfi að vera í vafa um, hver stefurinn er. En þetta atriði bendir til að stjórn upptök- unnar hafi verið ábótavantf og þessi plata virðist vera unnin í nokkrum flýtá enda er þessi ísienzka útgáfa af Límulaginu ekki jafn lífleg og sú sænsika, þótt hún jafnist á við damsika útgáfu, sem ég hef heyrt. Bay City Rollers Manana/Because I love you 45 s. Stereo Fálldnn Þetta lag, Manana er eftir náunga, sem samið hafa mörg vinsæl lög á uimliðmuim árum, Ken Howard og Alan Blaik- ley. Þeir hafa og amnazt út- setningu og stjórn upptföku, sem er frábær að gæðutm, enda fengu þeir verðlaun fyr ir hljóðstjórnina á þessu lagi í alþjóðlegri samkeppni. Þessi hljómsiveit Bay City Rollers, er litt þekkt, og þeg ar um svona fullfcomna upp- töku er að ræða, er litla grein hægt að gera sér fyr- ir hljóimisveiitinnd. Lagið er fyrst og fremst áramgur hljóð stjómarimnar. Em Lagið er grípandi ag senniiliega vinsæl- asta lagið á Islandi í dag, jafnvel að Límu mieðtalinmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.