Morgunblaðið - 01.03.1973, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973
5
Þorrablótsferð
Súðavík, 15. febr.
LAUGARDAGINN 10. febrú-
ar brá fréttaritari sér á þorra
blót Djúpmanna í Hnífsdal,
sem ekki er í frásögur fær-
andi. Menn skemmtu sér kon-
unglega fram eftir nóttu við
bernskuminningar skólameist
ara M.Í., söng, dans og gleði.
Maður nokkur blótaði Þorra
svo hraustlega að hann braut
I sér framtönn (reyndar á vest
firzkum harðfisk). Um miðja
nótt er ha)da skyldi heim var
tilkynnt að vegurinn til ísa-
fjarðar væri lokaður vegna
snjóa. Var þá ekki annað að
gera en halda gleðskapnum
áfram meðan beðið var eftir
snjómoksturstæki. Var nú
dansað upp á færeyska vísu
og síðar eftir harmonikuspili
fram til kl. 5 á suranudags-
morgun. Komst nú fólk heiliu
og höldnu að yztu byggð á
Isafirði, en þar voru ailar göt
ur fullar af snjó. Var ekki ann
að að gera en yfirgefa öll
farartæki á hjólum og nota
postulana. Kvenfólkið lyfti
upp síðpilsunum og óð föran-
ina í hné. Allan sunnudaginn
var iðulaus norðan stórhríð
með mikilli fannkomu og
frosti. ísfirðingar átt« bifreið
ir sínar undir sköflum hingað
og þangað um götumar en
enginn hugsaði til hreyfings.
Á mánudag var enn sama veð
ur. Ýtur og hefiar brugðu á
kreik á aðalgötunum, entist
þó ekki dagurinn. Vegagerðin
sagði að ekki yrði byrjað á
mokstri til Súðavíkur fyrr en
veður gengi niður. Á þriðju-
dagsmorgum ætluðu nokkrir
veðurtepptir Súðvikingar með
Fagranesinu (Djúpbátnum),
en því miður var veðrið slíkt
að ekkl reyndist unnt að fara
á sjó. Símasambandslaust var
við Djúpið, því tveir staurar
voru brotnir í linunni tii Súða
víkur. Á miðvikudag var
sama sagan, en svo heyrðist í
talstöð gegnum útvarpið að
verið var að panta brauð og
fleira fyrir Súðavik. Þá hlaut
bátur að vera á leiðinni.
Jú, mik'ð rétt. Allir niður á
bryggju og eftir klukkutíma
vorum við komin heim.
í Súðavík féll mikið snjó-
flóð á stað þar sem elztu menn
muna ekki eftir flóði fyrr. —
Það tók með sér hlöðu fulla
af heyi, sem varð eftir í skafl
inum. Mun heyið veia nær ó-
skemmt. Fjárhús er standa
rétt hjá sluppu naumlega.
Nokkrir piltar frá Súðavík
gengu frá tveim bíium sínum,
er sátu fast r í snjó á laugar
dagskvöld. Þá voru þeir stadd
ir á miðri Kirkjubóishlíð and-
spænis ísafirði. Þagar að var
komið á miðvikudag liágu bíl-
arnir langt fyrir neðan veg.
Höfðu þeir lent í snjóflóðum
og borizt með þeim. Annar
var á hvolfi ofan á flóð nu en
hinn hafði grafizt niður. Tókst
að ná þeim upp i gær og
murau þeir minna skemmdir
en efni stóðu til. Þess má geta
í þessu sambandi að trygging
ar munu ekki greiða skaða af
völdum snjóflóða og skriðu-
falla.
Þegar þetta er ritað, hafa
matvæli, mjólk og póstur ekki
borizt hingað i viku. Ýtur
hafa verið á leiðinni upp und
ir 30 tíma (20 km leið) og eiga
mikið eftir enn. Rafmagns- og
símatruflanir hafa verið tíðar
og aftur er að skella á byl-
ur. Við megum vist verða
þakklát fyrir, ef umheimuriran
kemst í samband við okkur áð
ur en við lokumst inni aftur i
kannski öðru vikuáhlaupi.
Elín.
Fjárskaðar
og þrælaníð
Bæjum, 23. febr. 1973.
í FRAMHALDI af hinu geig-
vænlega norðanáhlaupi sunnud.
11. þ.m. sem stóð hér fram til
14. febr., gekk hann í vestan
ofsaveður með mikilli fann-
komu og frosti, en síðan aftur
í norðan hrið, og hefur svo ver-
ið síðan. í dag er hér norðan
allhvass og 10 stiga frost. Veg-
ir eru allir ófærir hér í Inn-Djúpi
og mjög erfitt að koma mjólk á
Djúpbátinn. Hér í Bæjum er t.d.
ófært á dráttarvélum á bryggj-
una og verða bændurnir að
draga mjólkina með eigin afli,
af veginum og þær vörur sem
með bátnum koma á sama hátt
á smá skíðasleðum. Þetta er
þrælaníð á hverjum manni. Má
svo segja, að hver vegarspotti
lokist af snjó hér í Djúpi, ef
eitthvað fennir. Áhlaupið hér 11.
þ.m. var eitt hið gífurlegasta sem
komið hefur i manna minnum.
Sortinn og veðurhæðin svo, að
ekki sást lengd sína eftir örfáar
mínútur og fylgdi því hart nær
strax frostharka. Skall þetta veð
ur á upp úr austan smágolu og
2 stiga hita, rétt kl. 2 um dag-
inn. Víðast var fé úti og mátti
ekki tæpara standa, að það næð
ist víða í hús, enda á þremur
bæjum að það tókst ek-ki og hjá
Jens Guðmundssyni i Bæjum
hröktust í sjóinn og drápust í
hrakningum 124 kindur. Sumar
kindur fundust afvelta og upp
í loft er veðrið hafði skellt um
koll. Þetta er gífurlegt tjón hjá
einum bónda. í Æðey var um
130 fjár sem ekki náðist í hús
á sunnud., en það lifði af og
náðist sumpart um nóttina og
daginn eftir. Á Laugalandi í
Nauteyrarhreppi vantar ennþá
10 kindur, en 2 hafa fundizt dauð
ar. Þar var einnig staðið í
ströngu fram á nótt að ná fénu
inn, og einnig dagana á eftir
áhlaupið að verið var að leita
i hörkuóveðri.
Simasambandslaust var við
Inn-Djúpið, og má reyndar
segja að sé alltaf, þvi þótt mað-
ur eigi að heita að fá samband,
er ekkert nema að stagla á að
segja ha, og hvað segirðu, og á
nútíma vísu er þetta svo fyrir
neðan allar hellur að algert
vandræðaástand ríkir í þessum
símamáium hér kringum Djúp-
EINS og kunnugt er úr frétt-
um, strandaði Gjafar frá Vest-
mannaeyjum í innsiglingunni
við Grindavík, aðfararnótt
fimmtudagsins sl. Það var björg
unarsveitin Þorbjörn í Grinda-
vík, sem kom skipverjum til
hjálpar, aðeins hálftíma eftir
slysið, og bjargaði þeim til lands
á örskömmum tíma.
Skipverjar Gjafars hafa farið
þess á leit við Morgunblaðið, að
það færði félögum björgunar-
ið. Það skal þó tekið fram, að
hér eiga ekki símstöðvarnar
hlut að, þær reyna að gera það
bezta sem þær geta, en það er
al'ger viðburður og nálgast und-
ur ef fyrir kemur að við hér í
Snæfjallahreppi getum talað í
síma að nokkru gagni við t.d.
Nauteyrarhrepp.
sveitarinnar sínar beztu þakkir
fyrir frábært björgunarstarf.
Telja þeir að hér sé um þaul-
æfða og þrautreynda menn að
ræða, og aðdáunarvert hve vel
skipulegt starf þeirra hafi ver-
ið í alla staði. Og er þakklæti
skipverjanna hér með komið á
framfæri.
Það má og geta þess, að alils
hefur björgunarsveitin Þorbjörn
í Grindavík, bjargað um 200
manns á þessu svæði.
— Fréttaritari.
Skipverjar á Gjafari:
Þakka f rábært
björgunarstarf
Skipuleg söfnun
íslendinga
í Bandaríkjunum
SKIPULEG söfniui tíil styrkt-
ar Vestmannaeyingiim hófst í
Bamlaríkjunum fyrir
skömmu. Nefnd hefur verið
skipuð til að sjá um viðtöku
f j árfr amlaga, og eir hún skip
uð þeim: Hans Indriðasyni,
ívari Guðmundssyni og frú
Ingibjörgu Gíslason.
Nefndin mun beitia sér fyr-
ir að hafa sambamd við alla
ísliendilnga, sem búsettir eru
i Bandiarikjuraum, o.g a-uk
þess við fjöimarga aðira að-
ila, sem vilja styr'kj'a sjóðimn.
Nefndin hefur samiið við
American Scandinavian fo-
undation, um að fjárframl'ög
gefeinda verði skattfrjális.
Fjár'framlög, sem berast til
nefndarinnar verð'a síðan
send til American Scandina-
Vian foiundation, sem mun sjá
um afhendin.gu þeirra til Is-
lands, en nefndin sjálf mun
ákveða hvernig fjármaigninu
verður ráðstafað.
Þar sem vafasamit er, að
mefndi'mni takist að hafa upp
á eða ná til al'lra þeiirra, sem
gefa vilja, óskar hún eftir að-
stoð allra þeirra, sem vita
um hugsanliega gefendur í
Bandaríkjunum, og biður þá
að koma til þeirra upplýsimig-
uim um hvert þeir eigi að
senda framlög sím, en það er
á eftirfarandi hátt.
Ávíisanir skulu stilaðar á
American Scandin.avi,an Fo-
undation, og síðan skuiiu þær
sendar til:
Icelandic volcanic relief
coimimittee,
1075 Park Aveniue,
Scarsdale, New York, 10583.
Sænsku DOSI beltin eru löngu
landskunn. Þau styrkja og
styðja hrygginn og draga úr
verkjum. Þau eru lipur og
þægileg í notkun. DOSI beltin
eru afar hentug fyrir þá, sem
reyna mikið á hrygginn í
starfi. Ennfremur þá, sem hafa
einhæfa vinnu. Þau eru jafnt
fyrir konur sem karla. DOSI
beltin hafa sannað, að þau eru
bezta vörnin gegn bakverkjum.
Fjöldi lækna mæla með DOSl
beltum. Fáið yður DOSI belti
strax i dag og yður líður betur.
R
EMEDIA H.F
Laufásvegi 12 - sími 16510.
Hestamannafélagið
Fákur
Skemmtikvöld verður i félagsheimilinu föstudaginn
2. marz kl. 21. Hefst með kvikmyndasýningu úr
ferðalagi Fáks í sumar austur að Hellu og fjórð-
ungsmótinu að Rangárbökkum og Vindheímamelum,
sem Walter Feldman tók. — Dans.
Þeim, sem voru með í ferðalaginu er sérstaklega bent
á að koma og sækja aðgöngumiða milli kl. 14 og 17
sama dag, á skrifstofu félagsins.
Kaff hlaðborð verður í umsjá kvenna úr Fáki í félags-
eimilinu sunnudaginn 4. marz.
Hestaunnendur komið og drekkið síðdegiskaffið þar.
Húsið opnað kl. 14.30.
iiil
S:
ipljtgH
Grettisgötu -16 - Reykjavik
25580