Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 7
MORGU’NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1973 7 Bridge Það vakti mi'kla athygli og ánaagjoi í Evrópumótinu í Aþenu 1971, þegar Grikkland, sem var í neðsta sæti, sigraði Pocrtúgal, sem var í íjórða sæti, rneð 20:0. Hér fer á eftir eitt þeirra spila, sem m.a. orsakaði þennan óvænta sigur. Norður S: 10-2 H: K 9 6-3 T: Á-K-6-3 L: K-G-9 Vestiir Austur S: Á K D 9 8 4 S: G-5-3 H: 74-2 H: Á-G-8 T: 74 T: G 2 1.: Á-7 I.-: 1086 53 Suður S: 7-6 H: D-10-5 T: D 10 9 8 5 L: D 4 2 Lokasögnin var sú sama við bæði borð, þ.e. vestur var sagn hafi í 4 spöðum. Þar sem grisku spilararnir voru A-V lét norður út ás og kóng i tigli og síðan tromp. Eftir þetta var auðvelt fyrir sagnhafa að gera iaufið í borði gott til þess að losna við hjörtun heima og þannig fékk sagnhafi 10 siagi og 420 íyrir spilið. Við hitt borðið þar sem grisku spidararnir sátu N—S tók sagnhafi einnig ás og kóng í tígli, en fann siðan beztu vörn ina og lét út hjarta. Sagnhafi lét hjarta 8 í borði, suður drap með tíunni og lét enn hjarta. Síð ar í spiiinu fengu N—-S slag á lauf og tóku þá slag á hjarta og spiiið varð 2 niður og fékk gríska sveitin 100 fyrir við þetta borð. Áheit og gjafir Sóknarnefnd Háteigskirkju Frá ýmsum i samskotabauk kr. 2200, Afh. af sr. Jóni Þorvarðs- syni: Áheit í orgelsjóð frá Sig- riði Böðvarsdóttur 500, Áheit frá Kristínu Þorsteinsdóttur 1000, Kærar þakkir, gjaidker- inn. PENNAVINIR Maiken Eriksson Pi 6330 921 00 Lyckseie Sviþjóð er 18 ára og hefur áhuga á ferða lögum, tungumálum, bifreiðum, tónlist og fl. Maiken vill gjarna skrifast á við islenzka drengi og stúlkur um tvitugt. Vinsamiega s’krifið sem fyrst. Regina Skogh Granvágen 8, 560 23 Bankeryd, Sviþjóð óskar eftir íslenzkum pennavini Regina er aðeins 15 ára og áhugi hennar beinist einkum að poptóniist, bömum og dýrum. Ingelia Eiriksson Utegárdsvágen 31 136 43 Handen Svíþjóð er einnig 15 ára. Hún hefur mikinn áhuga á að skrifast á við islenzka pilta á aldrinum 15—17 ára, sem hafa áhuga á feiknun, lestri og ísknattleik. FRÉTTIR iiuuuHiHutHiNiiiiiiiiiiiiuiiiuiuiiiiiimiiimiiiniiiiiimmiiiiiiiiiiiimiiMiiiiHViiiniiiiili Kvenfélag Neskirkju Fundur verður haldinn miðviku daginn 9. maí, kl. 20.30 i félags heimilinu. Til skemmtunar verð ur söngur og gamanvisur. Kaffi. Félagskonur fjölmennið. KvenféJag Bæjarleiða Síðasti fundur vetrarins verður haldinn að Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 9. maí kl. 8.30. Steinunn Finnbogadóttir kemur á íundinn og talar um orlof hús mæðra. FRflMi+HLÐS&R&flN DAGBÓK BAKAAWA.. Biðillinn hcnnar Betu Soffíu Eftir Elsu Beskov Beta Soffía þurfti í ýmsu að snúast á heimilinu á meðan frænka mín var fjarverandi, svo þess vegna gátum við Karl Hinrik gert ýmsar ráðistafanir í friði. Ég valdi einn af kjólum Betu Soffíu uppi á háaloftinu, sem var mátuíegur á Karl Hinrik. Þar fann ég líka iitia klæðilega húfu, eins og Beta Soffía var vön að hafa á höfðinu, þegar hún var í morgunverkunum, og mér til mikillar gleði fann ég fjóra langa gulbrúna hárlokka í efstu kommóðuskúffu frænku minnar, en slíka lokka notuðu konur á þeim tímum, þegar þær vildu vera vel til hafðar. Þegar Karl Hinrik var kominn í allan skrúðann og stóð fyrir framan mig og bneigði sig með slöngulokk- ana við eyrun, var hann svo líkur Betu Soffíu, að ég gat ekki varizt hlátri. Ekki var þó því að neita að svo- lítið var hann stórskornari en hún. Það eina, sem olli okkur áhyggjuxn, voru skórnir. Skói Betu Soffíu vorú allt of litlir og sömuleiðis skór frænku minnar. Hann varð að vera í sínum eigin spariskóm, enda þótt það væri dálítið hjákátlegt við hvítu siiki- sokkana. Karl Hinrik trítlaði fram og aftur og reyndi að til- einka sér kvenlegar hreyfingar með mikilli tiigerð og látalátum. Ég lá á rúminu í þakherberginu og engdist sundur og saman af hlátri. „Það er enginn vandi fyrir stelpur að vera sætar,“ sagði hann, „með allt þetta dinglumdangl á sér. Við strákarn- ir verðum helmingi sætari en þær, þegar við erum komn- ir í fötin þeirra.“ Nú þurftum við bara að koma Betu Soffíu burt, þeg- ar óðalsbóndinn kæmi. „Heyrðu, Beta Soffía,“ sagði Karl Hinrik. „Þegar þessi náungi kemur, þá skulum við gera þér viðvart, svo þú getir stokkið út í skóg og við segjum að þú sért ekki heima.“ „Ég þori það ekki fyrir mömmu,“ sagði Beta Soffía. „Svo gæti hann líka ákveðið að bíða eftir mér.“ „Farðu þá bara í rúmið og láttu eins og þú sért veik.“ „Ég er búin að lofa mömmu að taka á móti honum,“ sagði Beta Soffía og stundi. „Svo vil ég heldur ekki skrökva.“ Nú iiðu nokkrir dagar og loks kom að því að við sá- um vagn óðalsbóndans á Espihóli renna heim að prest- setrinu. Við þekktum vagninn vel, því það var íínasti vagninn í allri sókninni. Við þutum inn til Betu Soffíu. „Nú kemur biði]]inn,“ köiluðum við. „Hann verður kominn eftir fimm mínútur.“ Roðinn hvarf úr kinnum Betu Soffíu. „Ég get ekki farið niður til að taka á móti honum,“ veinaði hún. „Mér líður svo i]]a.“ „Leggðu þig þá, kæra Beta Soffía,“ sagði ég. „Ef þér líður illa, þá er ekkert við því að segja, að þú farir upp í rúm. Við skulum taka á móti honum.“ „Já, ég held að ég verði að leggjast fyrir. Ég er svo máttvana,“ sagði Beta Soffía. „Elsku Karl Hinrik, taktu á móti honum, en gerðu nú engar skyssur." „Vertu aiveg ró]eg,“ sagði Karl Hinrik og þaut upp í herbergið sitt. Nú höfðum við hraðan á, við Karl Hinrik. En við vor- um orðin svo vön að k]æða hann í kjóhnn, að við vor- um ekki nema nokkrar mínútur að breyta honum í Betu Soffíu. Og þegar biðillinn stöðvaði vagninn við tröpp- umar, stóð hin tilbúna Beta Soffía á þröskuldinum. „Pabbi og mamma eru ekki heima,“ skn'kti Karl Hin- rik með hjáróma rödd. „En herrann viil kannski koma inn og fá kaffisopa til að ylja sér í kuldanum.“ Nú var mjög heitt í veðri þennan dag, svo óðalsbónd- inn varð dálítið skrítinn á svipinn. „Þakka kærlega,“ sagði hann og gekk inn. „Að vísu finnst mér ekki kalt í veðri, en það er alltaf gott að fá kaffibolla, he, he, í yndislegum fé]agsskap.“ „Ó, þetta eru óverðskuldaðir gullhamrar,“ skríkti SMÁFÓLK FERDINAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.