Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 8. MAl 1973 Otgefandl hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Svelnsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjórl Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-lCX). Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. 17ið setningu 20. landsfund- " ar Sjálfstæðisflokksins sl. sunnudagskvöld, flutti Jó- hann Hafstein, formaður flokksins, ítarlega yfirlits- ræðu um framvindu stjóm- málanna sl. 2 ár eða frá því að landsfundur var síðast haldinn, vorið 1971. Gerði Jó- hann Hafstein glögga grein fyrir þeim umskiptum er urðu að loknum þingkosn- - ingum í júní 1971, myndun vinstri stjómarinnar, loforð- um hennar í upphafi og hvernig henni hefur með öllu mistekizt að standa við þau. En í síðari hluta landsfund- arræðu sinnar vék Jóhann Hafstein að Sjálfstæðis- flokknum og stöðu hans í stjómarandstöðu. Hann skýrði frá því, að fyrir þess- um landsfundi lægi prentað rit með álitsgerðum, sem unnin hefðu verið á vegum Sjálfstæðisflokksins um flesta hina veigameiri mála- flokka á þjóðmálasviðinu og væri gert ráð fyrir, að álits- gerðir þessar yrði grundvöll- ur umræðna og skoðana- skipta á landsfundinum, jafn- frámt því, sem með þeim hefðu verið lögð drög að nýrri stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. Síðan sagði Jóhann Haf- stein: „Mér er efst í huga, að þann tíma, sem við sjálf- stæðismenn höfum nú verið utan stjórnar, hefur ekki ver- ið um að ræða neinn mál- efnaágreining innan þing- flokksins. Þetta er meira en sagt verður um suma aðra þingflokka, þótt að ríkis- stjórn standi og ætla mætti að minni vandi væri á hönd- um. Ég hef verið að því spurður, hvort við höfum liggjandi í skúffu plagg um það, hvernig við sjálfstæðis- menn ætlum að stjórna land- inu, ef til okkar kasta kæmi. Svo einfalt er málið ekki, og mér finnst heldur ekki að til slíks sé hægt að ætlast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur kenni- setninga eða fyrirfram gerðra boðorða um einstök tilvik á þjóðmálasviði, hvemig velja skuli eða hafna, en að þvi hef ég áður vikið, að hann hefur sterk grund- vallarsjónarmið að fóta sig á. Slíkt hefur komið mjög ótvírætt fram í afstöðu þing- flokksins, ekki sízt á sviði fjármála og skatta>mála.“ Jóhann Hafstein gerði síð- an grein fyrir stefnu og til- lögum sjálfstæðismanna í þessum tveimur mikilvægu málaflokkum, en vék síðan að öðrum störfum sjálfstæð- ismanna á Alþingi og sagði: „Sjálfstæðismenn hafa bæði á nýloknu þingi og áður flutt tillögur í stórmálum, sem einkennast af vilja þeirra til þess að dreifa valdinu í þjóðfélaginu og stuðla að jafnvægi og sambærilegum kjörum fólksins. Á ég hér bæði við tillögur til þings- ályktunar um skipulag byggðamála og auknar ráð- stafanir til hagkvæmari byggðaþróunar og tillögur sjálfstæðismanna um stefnu- niörkun í raforkumálum. Að slíkum málum standa sjálf- stæðismenn jafnt úr strjál- býliskjördæmum, sem þétt- býli og í því er einmitt styrk- ur þeirra fólginn." í ræðu sinni minnti Jóhann Hafstein landsfundarfulltrúa á, hversu þýðingarmikill þessi landsfundur væri. En hann er haldinn, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn í fyrsta sinn frá árinu 1958 er í stjórnar- andstöðu. Um leið og Jóhann Hafstein vakti athygli lands- fundarfulltrúa á þýðingu 20. landsfundarins að þessu leyti, sagði hann: „Við skulum hafa í huga, að á miklu velt- ur um vinnubrögð og sam- hug á þessum landsfundi en Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei fyrr á öllu lýðveldis- tímabilinu verið í stjórnar- andstöðu, þegar landsfundur er haldinn.“ Hinni yfirgripsmiklu setn- ingarræðu sinni lauk formað- ur Sjálfstæðisflokksins með hvatningu til allra sjálfstæð- ismanna er hann sagði: „Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því mikilvæga hlutverki, sem flokkur okk- ar á að rækja nú sem endra- nær. Sjálfstæðisflokkurinn er víðfeðmasta og sterkasta afl- ið í þjóðfélaginu til þess að viðhalda trausti og festu, trú á landið og framtíð þjóð- arinnar. í lífsskoðun og hug- sjónum sjálfstæðisstefnunnar er kiölfesta komandi kyn- slóða.“ „KJÖLFESTA K0MANDI KYNSLÓÐA“ JíeitrJJðrfcSitneð! Eftir C.L. Sulzberger og umheimurinn Japanir TOKYO — Langar samræður við Kakuei Tanaka forsætisráðherra benda til þess að núverandi utanríkis stefna Japana grundvallist á trygg- ingum Bandaríkjamanna i ðryggis- málum, vináttu við Kínverja og tví- ræðum samskiptum við Rússa, kulda legum á stjómmálasviðinu en mild- ari í efnahagsmálum vegna mikilla tækifæra, sem standa Japönum til boða. Þegar þau viðhorf sem núver- andi forsætisráðherra lætur I ljós eru vegin og metin, er eftirtektarvert að Vestur-Evrópa er honum ekki of- arlega í huga. Tanaka viðurkennir, að yfir standi umræður í Japan um þessar mundir um hlutleysisstefnu annars vegar og bandalagið við Bandaríkin hins veg- ar, en tekur lítið mark á málsvörum fyrrnefndu stefnunnar og telur þá skipta tiltölulega litlu máli. Ef hug- myndir þeirra verða ofan á, segir hann, yrði þróunin sú að velja yrði á milli kommúnisma og núverandi stjórnarforms og „eina rökrétta af- leiðingin yrði skipting Japans eins og Víetnams". Hann játar, að Japanir setja traust sitt á 7. flota Bandarikjanna til varn- ar og kjarnorkumátt þeirra ef grlpa verður til örþrifaráða, en heidur því fram um leið, að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að Japanir endurgjaldi þetta eins og Vestur-Þjóðverjar gera með fjárframlögum fyrir hernaðar- stuðning Bandaríkjanna í Evrópu. „Það mundi aðeins styrkja röksemdir þeirra sem vilja afnema öryggissátt- málann," fullyrðir hann. „Við erum ekki Þjóðverjar. Við hofum engan Berlínarmúr sem blasir við okkur.“ Auk þess, heldur hann áfram, hafa Japanir engan áhuga á því að verða aftur hemaðarstórveldi. Síðari heims styrjöldin var fyrsta stríðið, sem Jap anir hafa tapað, og þeir eru óvanir þeim „leik Evrópuþjóða" að „vinna stundum, tapa stundum". Þar að auki eru þeir fyrsta og eina þjóðin sem hefur orðið fyrir barðinu á eyð- ingarmætti kjarnorkunnar. Þess vegna er mikil andúð á þeirri hugmynd að endurvekja hernaðar- mátt landsins að öðru leyti en þvi að koma á iaggimar hóflegu sjálfs- vamarliði. „Enginn,“ segir hann, „gæti unnið kosningar á baráttu fyr- ir endurskoðun á stjómarskránni til þess að leyfa eflingu hernaðarmátt- ar." Með þetta í huga heldur hann því fram, að milli stjórnanna í Tokyo og Washington ríki enginn grundvallar ágreiningur og engar ólíkar skoðan- ir séu uppi um afstöðu til Kína og Rússlands. Hann bætir við: „Japanir gera ekki eina einustu ráðstöfun í þessum málum án þess að hafa fyrir fram samráð við Bandaríkin og kom- ast að samkomulagi við þau.“ (Ekki virðast allir ráðerrar Tanaka eins lausir við gremju og hann virðist vera vegna svokallaðra „Nixon- áfalla", þ. e. af völdum sáttaumleit- ana hans gagnvart Kínverjum og ráð stafana í efnahagsmálum, allra sízt Yasuhiro Nakasone, ráðherra utan- ríkisviðskipta). Hvað Kinverja snertir, en gagnvart Kakuei Tanaka þeim eru Japanir haldnir sektarkennd og líta menningu þeirra sömu augum og Rómverjar litu menningu Grikkja, er forsætisráðherrann sannfærður um að þeir hafi enga löngun til þess að verða risaveldi. Hann segir: „Þetta sögðu þeir Nixon forseta og þetta hafa þeir sagt mér síðan." „Auk þess er þriðjungur geysi- langra landamæra Kína gagnvart Rússlandi og Indlandi illa merktur og þar rikir ókyrrð," segir Tanaka. „Kínversku þjóðinni fjölgar um hér um bil 2% á ári. Samt er heildar- þjóðarframleiðsla þeirra aðeins helm ingur hinnar japönsku. Þess vegna verða þeir að einbeita sér að uppbygg ingu innanlands. Ef Kínverjar hefðu í raun og veru sótzt eftir því að verða heimsveldi og risaveldi, hefðu þeir ekki hvatt Norður-Víetnam til þess að hætta stríði sínu.“ Tokyostjómin fagnar stuðningi Kínverja i deilu hennar við Rússa um landsvæði, sem voru hernumin 1945. Japanir gera tilkall til fjögurra smáeyja í Kúrileyjaklasanum. Tanaka segir, að Pekingstjórnin geri meira en styðja þessa kröfu, blöð hennar hafi auk þess haldið því fram að skila ætti aftur öllum Kúrileyjum, en það hefur stjórnin í Tokyo ekki einu sinni farið fram á. Forsætisráðherrann heldur þvi fram, að afstaða Sovétstjómarinnar hafi ekki breytzt í þessu máli síðan 1957, þegar hún bauðst tii að skila tveimur eyjanna, ef Japanir féllust á að semja um stöðu hinna eyjanna tveggja. Hann geti ekki með nokkru móti „horfið 15 ár aftur i tímann" i þessu máli. Þess vegna eigi hann örð ugt með að fara til Moskvu eins og valdhafarnir þar hafi lagt til. Samt er hann reiðubúinn að gera greinarmun á stjómmálum og efna- hagsmálum í ljósi þeirrar tillögu Rússa, að Japanir aðstoði við hag- nýtingu jarðgass og olíuauðlinda í Siberíu. Til þessarar tillögu megi taka afstöðu eins og hún liggi fyrir og vega hana og meta með hliðsjón af nánar tilteknum skilmélum, sem Moskvustjórnin bjóði, og einnig með hliðsjón af viðbrögðum Pekingstjóm- arinnar, sem lítur fyrirætlanir Rússa grunsemdaraugum. Niðurstaðan er því sú, að Tanaka virðist reiða sig mikið á áframhald- andi skilning og stuðning Bandarikj- anna og vonast einonig eftir að geta aukið samúð Kínverja og stjórnmála legan stuðning þeirra. Hálfgert ósam ræmi virðist vera i viðhorfum hans ti! Sovétríkjanna. Annars vegar vill hann bersýnilega samkomulag, sem veitti blómlegu athafnalífi Japana aðgang að nýjum og tiltölulega ná- lægum orkuauðlindum. Hins vegar kýs hann heldur kuldalega afstöðu á stjórnmálasviðinu unz landadeilan leysist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.