Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Samfards i daurisnn Hann fékk sér glas £if sérríi til þess að róa taugamar og spurði Rakel hvort hún vildi ékki lika fá eitt glas. En hann fékk ekkert svar. Þau voru þög ul yfir máltíðinni, og Paul fór strax út á eftir, en minnti hana á að hringja til Creeds. Paul hafði aldrei komið inn í kofa Applins, en aðeins séð, hve ræfilslega hann leit út að utan og svo rifnu gluggatjöld- in, svört af elli og óhreinind- um, sem huldu lífið, er lifað var inni fyrir. Næstum öll málning var flögnuð af hurðinni og glugg- unum. Ýmislegt drasl lá á víð og dreif úti fyrir, gamlir hjól- barðar, brotið hænsnabúr, einn eða tveir slitnir kústar og gam- all flókahattur. Það virtist vera of mikil fyrirhöfn að brenna eða grafa niður hluti, sem eng- um komu lengur að gagni, held- ur var því fléygt þar sem verk- ast vildi. Þegar Paul gekk eftir stign- um að kofanum, fór hann að hugsa um, hvað hann ætti að segja við Bemice, og við for- eldra hennar, eða þá frú Appd in eina, ef maður hennar væri ekki heima. Hingað til hafði hann ekki um annað talað við þau en veðrið, þegar hann hitti þau á veginum. Applin var lítill og rolulegur með einkennilega þunnt höfuð og óróleg, sviplaus augu, og hann hafði alltaf hald ið áfram að masa, ef Paul gaf honum tækifæri til þess, og kvartað um vinnuna og hús- bænduma, hverjir sem þeir nú voru í svipinn, svo og um dýr- tíðina og krakkana. Frú Appl- in var stórvaxin og þunglama- leg, en börnin höfðu samt fríð- leik sinn sýnilega frá henni. Hún hafði enn ekki látið neitt til sín heyra annað en stöku ólundarlegt svar. Engu að síður hugsaði Paul með sér, vildi hann heldur hafa hana að kljást við en manninn hennar. Einhvern veginn tókst henni að hafa krakkana heilbrigða og vel útlítandi. Einhverja góða kosti hlaut hún að hafa. Og gæti hann talað við hana núna og komizt til botns i þessu mjólkur flöskumáli og sýnt henni, að hann væri hvorki andvígur henni né bömunum, þá kynni það að hafa i för með sér eitt- hvert samkomulag við fjölskyld una, sem gæti leitt af sér. . . . Hann stanzaði á stignum, er hann kom auga á eitthvað í eðj- unni. Og meðan hann hélt áfram að hugleiða i einhverri augnabliks bjartsýni, hvað hann gæti gert fyrir Bemice, þetta fordæmda bam, ef hann legði sig í líma, hélt hann áfram að horfa á þetta, sem lá við fætur hans. Það var þriggja pensa peningur. Hann beygði sig eftir honum en um leið tók hann eftir penní pening, i svo sem tveggja feta fjarlægð. Og svo sá hann enn einn á steini i skurðinum við veginn. Paul tók upp peningana og hélt svo áfram að gá, því að hann þóttist þess viss, að þama lægi enn einn peningur. Hann fann peninginn ekki strax, en þegar hann hélt áfram að gá, sá hann litla, máttleysislega hönd inni í runnanum. Hún var þama, illa falin. Og það var eitthvað um hálsinn á henni. Andlitið var afmyndað og fötin voru útötuð í forinni af stígnum. Sjötti pennípening- urinn, sem Paul hafði afhent henni eftir að hafa keypt vindl- ingana handa föður hennar, lá rétt hjá hendinni, sem stóð fram úr slitinni kápuerminni. 11. kafli. Paul stóð kyrr og það var lík ast því sem allt kringum hann legðist á hliðina. En þegar það rétti sig við aftur, var það orð- ið breytt. Hvorki vindurinn né brakandi greinamar virtust raunvetuleg. Og skýin vom eins og einhverjar kynjamynd- ir, Hann var gripinn djúpri saknaðarkennd, sem kom hom- um að óvömm, enda þótt hún væri fremur ópersónuleg. Hon- um fannst hann varla með sjálf- um sér. Eftir andartak leit hann samt í kringum sig. Honum fannst eins og augu horfðu á hann úr öllum áttum. En í rauninni var þama enginn. Aðeims reykurinn sem lagði upp úr reykháfnum á húsi Margot Dalziel að baki honum, og á gömlu hlöðunni fyr ir framan hann, gaf til kynna, að þarna væri einhver mann- vera nærri. Hann rankaði við sér og gekk áleiðis til hlöðunn ar. Þegar hann nálgaðist dymar, heyrði hann að innan smelli i ritvél, og þeir hættu ekki, þeg- ar hann barði að dyrum. Hann barði aftur, og gat ekki hætt að berja, fastar og fastar, fyrr en hann heyrði fótatak Brians nálgast. Dymar opnuðust og Brian birtist. Hann var sýnilega gram- ur yfir þessu ónæði. — Já, hvað var það? spurði hann önugur og kvíðinn. lagði af stað þangað sem Bern ice lá, inni í runnanum. — Viltu koma með mér? sagði Paul og sneri samstundis við og Hann var alls ekkert að hugsa um Brian, en fann samt, að hann var ekki eins og hann átti að sér. Andlit hans var fölt og tekið, og þreytuleg rauð aug- un báru vott um svefnleysi. Hann elti Paul, sýnilega tregur og hélt sig af ásettu ráði að baki honum, aUt þangað til hann sá rauðu kápuna og það, sem í henni var, forugt og kreppt. En þá fór hann fram fyr- ir Paul, stórum skref um og lagði höndina á afmyndað and- litið. — Köld, sagði hann, svo lágt, að það rétt heyrðist. — Hvenær gerðist þetta? — Það veit ég ekki. Ég hitti hana í morgun og við töluðum saman dálitla stund. Hún var með hinum tveimur. . . Vilt þú ekki fara inn og hringja í lög- regluna? Ég skal bíða héma. Brian rétti úr sér, steig eitt skref aftur á bak, en það var eins og hann gæti ekki haft augun af bamsMkinu, heldur hélt hann áfram að stara á það, eins og viðutan. Paul reyndi að sýnast ákveð inn og skipandi. — Við verðum að ná í lögregluna tafarlaust, og annar okkar verður að bíða hérna. Þú ert léttari á fæti en ég. Viltu fara inn og hringja? — Ég skal heldur fara beint til Gowers, sagði Brian en stóð samt kyrr og hugsi, eins og. hann tryði ekki sínum eigin aug um. — Það er fljótlegra að hringja, sagði Paul. Brian tautaði eitthvað á móti, sem Paul heyrði ekki almenni- lega. Þegar Paul spurði hann, hvað hann hefði sagt, komu kippir á andlitið á honum, rétt eins og hann hefði sem snöggv- ast gleymt, að Paul var þama. — Ekkert. . . ekkert. . . sagði hann svo lágt, að varla heyrðist. -— Ég sagði tveir dauðir, og hún svona ung. . . Það var allt I þýóingu Páls Skúlasonar. og sumt. Ekkert. Ekki hefur Ke vin gert þetta, eða hvað ? — Kevin? sagði Paul. Það hafði ekki einu sinni hvarflað að honum sá möguleiki að bróð- ir hennar hefði myrt hana. — Hvað hefur þá gerzt? sagði Birian. — Ætlarðu að f ara ? sagði Paul. Hann áttaði sig nú á þvi, að líklega hefði það orðið fljót- legra að hann hefði farið sjálf- ur, en honum var á einhvem hátt illa við að skilja Briain eft- ir einan þama. — Það þaæf fyrst og fremst að ná í lögregl- una. Án þess að svara neinu, sneri Brian sér við og hélt niður eftir stágnum. Paul sá, að hann stefndi ekki til hússins, sem hann hefði náð tfl á skemmstum tima með því að fara gegnum runnana, heldur stefndi hann til þorpsins. — Notaðu símann, bölvaður asninn þinn'. æpti hann á eftir honum. Brian greikkaði aðeins sporið og hélt áfram. Paul fann, að hann skalf af reiði, vegna þess að Brian hafði ekki gert eins og hann hafði skipað honum. En þá datt hon- um i hug, að liklega hefði það verið réttara hjá Brian að fara ekki inn að hiringja, því að þá hefðu þau Roderick og Jane bæði komið þjótandi, og það hefði Paul hreint ekki kært sig um, eins og á stóð. En þótt nokkuð dirægi úr reiði hans, þá titraði hann engu minna en áð- ur og hann var reiður sjálfum sér fyriir að geta ekki stiflt sig betur en svona. Hann gekk að tré og hallaði sér upp að stofn- inum, og reyndi að pína sig til að hugsa skipulega um það, sem gerzt hafði. velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Sjónvarp og kvik- myndahús Jóhann Þórólfsson skrifar á þessa leið: Sjónvarpið er fjölmiðlunar- tæki og mér skilst, að það eigi að veita okkur allan þann fróð leik og menningu, sem hægt er að ná til, bæði af erlendu efni og eins innlendu. Nú langar mig að fræðast af þeim, sem eru mér fróðari um það, sem ég ætla að gera að umtals- efni. Við heyrum það oft, bæði í útvarpi og blöðum, að við sé- um menningarþjóð og höfum jafnvel getað miðlað öðr- um þjóðum fróðleik og söguleg ar staðreyndir frá fyrri öldum um sögu þjóðarinnar, mönnum og málefnum og er ekki nema gott eitt um það að segja. í því sambandi langar mig til að spyrja forráðamenn þjóðarinn ar og þá auðvitað ekki hvað sízt menntamálaráðherra, sem er fulltrúi æskunnar og allra skólamála í landinu: Tel- ur hann æskilegt, að börn og unglingar skuli geta alizt upp við stríðsglæpamyndir, sem sýndar eru í sjónvarpinu, svo að segja á hverju kvöldi? Er ekki orðið tímabært að banna slíkar myndir? Eins og allir vita þá hafa manndráp, inn- brot og alls konar hryðjúverk aukizt stórkostega, nú upp á síðkastið. Mín skoðun er sú, að allar þær striðsglæpamynd- ir, sem sýndar eru, eigi sinn þátt í þessum hryðjuverkum. Aflir vita, að böm og ungl- ingar eru áhrifagjörn og þau eru jafn móttækileg fyrir þvi vonda, sem þau sjá og heyra, eins og þ'/i góða. Það er oft talað um það, að æskan eigi að erfa landið og auðvitað er það alveg rétt. Væri ekki skynsam legra fyrir þá menn, sem ráða þessum málum að stuðla að því, að æsku þessa lands verði séð fyrir trúarlegu efni, og meiri vitneskju um sína eigin þjóð í auknum mæli, fremur en að horfa sýknt og heilagt á skriðdrekaáhlaup, byssukúlur og blóðuga bardaga, utan úr hinum stóra heimi. Ég held, að flestir mundu verða mér sam- mála um það. Ég er þeirrar skoðunar, að væru þessar stríðsmyndir bannaðar yrði það til þess að draga úr atls konar glæpum, sem færast alltaf í vöxt. 0 Ábyrgðin er þeirra fullorðnu Nú munu kannski marg- ir segja, að það sé foreldr- anna að sjá svo um, að börn- in og unglingar fái ekki að horfa á þessar myndir, sem að framan greinir, en til þess liggja margar ástæður, að feð ur og mæður geta ekki fylgzt með öllu, sem varðar bömin. Að öllu þessu athuguðu fæ ég ekki betur séð, en að það hljóti að vera hlutverk forráða- manna sjónvarpsins, að sjá svo um, að afltt það efni, sem þeiir koma með á sjónvarps- skerminn, hafi ekki skaðvæn- leg áhrif á æsku þessa lands. Uppeldismálin eru einhver vandasömustu mál, sem foreldr ar, skólar og forráðamenn þjóð arinnar bera ábyrgð á. Ég segi það alveg hiklaust, að enda þótt börn eða unglingar lendi í hendur lögreglu fyrir ýmiss konar afbrot, þá er það alls ekki þeim að kenna, held- ur þeim fullorðnu, sem eiga að sjá um uppeldi þeirra og fram- ferði. Mér finnst, að orðið sé tímabært að taka þessi mál til rækilegrar meðferðar, og það af meiri skilningi, heldur en hingað til hefir átt sér stað. Leggjum meira kapp á að inn- ræta unglingunum allt það, sem er trúarlegs eðlis og leiðbein- um þeim inn á betri brautir, svo að þeir megi öðlast fagurt líf og verða landi sínu og þjóð tfl sæmdar og fyrirmyndar. Til að svo megi verða, skora ég á þá, sem ráða sjónvarpinu og kvikmyndahúsunum, að leggja niður allar stríðsglæpamyndiir og allt það, sem kann að hafa vond áhrif á ungmennin í land inu. Jóhann Þórólfsson." £ Hægindastóla á barnaheimilin? Amnia nokkur hefur haft sam band við Velvakanda og vildi hún koma þeirri hugmynd á framfæri, að barnaheimilin yrðu betur búin húsgögnum en nú er. Fannst henni meðal ann ars, að þörf væri á þægilegri sætum fyrir ungviðið. 1 því sam bandi benti hún á, að húsgögn úr plastsvampi væru ódýr og auk þess létt og þægileg i með förum. Þessi hugmynd getur vel ver ið þess virði að velta henni fyr ir sér, en annars hefur Vel- vakanda virzt svo sem böm- um upp að sex ára aldri láti flest betur en að sitja og láta fara vel um sig. Blómaskáli Mithelsen Hveragerði Okkur vantar starfsfólk í afgreiðsfu og gróðurhús Upplýsingar á staðnum, frá þriðjudegi til föstudags kl. 2—6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.