Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1973 Hjartasjúkdómum fer f jölgandi í Japan — með batnandi lífskjörum *- Rætt við jap- anskan hjartasérfræðing, dr. Saichi Hosoda — Heilbrigðiskerfi ykkar virðist vera gott og ég tel, að keppa beri að þvi að viðhalda þeim heppilegu aðstæðum, sem fámennið á íslandi veld ur. Unga fólkið hér virðist heilbrigt. Ef þið hins vegar hleypið margmenninu að, kann jafn fámenn þjóð og sú íslenzka að týnast. Þetta segi ég sem Japani, en i minu landi búa um 100 mirljónir manns. Mengun og margmenni eru þar mikil vandamál. Þessi vandamál eru ekki fyrir hendi hér og vinna œtti að því að koma í veg fyrir þau. Þannig fórust japönskum lækni, dr. Saichi Hosoda, m.a. orð á fundi með fréttamönn- um fyrir helgi, en þá dvald- ist hann i tvo daga hér á landi. Dr. Hosoda flutti hér m.a. fyrirlestur, en markmið ferð- ar hans hingað var þó ekki síður að kynmast islenzkum hjartasérfræðingum og skipu leggja hugsanlegt samstarf þeirra og japanskra starfs- bræðra. Sigurður Samúelsson próf- essor og formaður Hjarta- verndar kynnti dr. Hosoda fyrir fréttamönnum. Skýrði hann svo frá, að dr. Hosoda væri læknir á hjartasjúkra- húsi í Tokíó, þar sem hann væri yfirlæknir gjörgæzlu- deildarinnar. Sagði Sigurður Samúelsson, að japanskir hjartalæknar hefðu staðið í bréflegu sambandi við stjórn Hjartaverndar á íslandi með tilliti til þess, hvaða samstarf gæti komið til greina á þessu sviði milli landanna. Nú hefði dr. Hosoda verið á fyrirlestra ferðalagi í Hollandi og Svi- þjóð og því notað tækifærið til þess að koma við á ís- landi. Dr. Hosoda sagði, að áður fyrr hefðu hjartasjúkdómar verið tUtölulega fátíðir i Jap an en þeim færi nú ört fjölg andi. Slik tilfelli hefðu áður verið mun Jærri hliutfallslega en i Evrópu og enda þótt svo væri enn, þá hefði þeim fjölg að mjög, einkum á sl. 10 ár- um. Þó sagðist dr. Hosoda ekki vilja gera jafn mikið úr áhrif um sígarettureykinga á aukn ingu hjartasjúkdóma og marg ir aðrir hafa gert. Það væru fyrst og fremst miklar sígar- ettureykingar, sem hefðu skaðleg áhrif á hjartað, en al Sigurður SamúeLsson prófessor, formaður Hjartaverndar ásamt japanska hjartasérfræðingnum, dr. Saichi Hosoda. mennt reyktu Japanir minna en Evrópubúar. Lífskjör hefðu hins vegar farið batnandi i Japan og hefðu þau haft það í för með sér, að fólk borðaði gjarn an meira en áður og ætti það örugglega sinn þátt í aukn- ingu hjartasjúkdóma. Mengun væri vissulega einn orsakavaldur hjartasjúk- dóma en þó ekki nema einn þátturinn af mörgum. Eins væri um streitu. Dr. Hosoda gat þess, að nálastunguaðferðin hefði þekkzt um aldir í Japan, enda þótt hún væri fyrst og fremst kínverskt fyrirbrigði. Sagði hann, að nútima notk- un þessarar aðferðar væri vissulega framför og að nála- stungan ætti örugglega mikla fnamtíð fyrir sér sem deyf- ing fyrir minni aðgerðir en síður fyrir þær stærri. Þessi aðferð væri þó alls ekki full rannsökuð ennþá. Verður gerð s j ón varpsmynd eftir Njálssögu? „AUGL' Englendingsins bein- ast einkum i tvær áttir — til suðurs <>» norðurs. Ég hef. ailtaf verið maður norðurs- ins og ef til vill er það þess vegna að ég varð fyrir valinu að skrifa handritið að mynd- inni Running Blind." Sá er mælir þessi orð er brezki rit- höfundurinn Ian Rodger, en hann dvaldist hér um viku- tíma til að kynna sér íslenzk- ar aðstæður og íslenzkt lands lag áður en hann sezt niður til að skrifa kvikmyndahand- ritið, sem honum hefur verið falið að annast. Kvikmyndin Running Blind verður tekin hér á landi — væntanlega sumarið 1974, en hún verður gerð eftlr sam- nefmdri skáldsögu Desmond Bagleys og komið hefur út i islenzkri þýðingu undir heit- inu Út í óvissuna. Bókin lýsir æsilegum eltingaleik upp á líf og dauða milli skozks leyni þjónustumnanns og rússn- eskra njósnara yfir hálendí íslands — frá Akureyri til Reykjavíkur. Eru höfundur bókariranar og kvikmynda- framleiðandinn væmtanlegir hingað til lands i leit að hent- uguon stöðum fyrir kvdk- myndatökuna. Þó að Running Blind verði fyrsta kvikmyndahandritið, sem Ian Rodger fæst við, verð ur hann naumast taMnm ný- græðing<ur. Hanm hóf feril sinn sem blaðiamaður — „við drukkum þá daglega kaffi saman — ég og Magnús Magnússon, enda þótt við störfuðum sinn hjá hvoru blað inu og værum hatrammir and stæðingar í fréttaöflun," — en eftir margra ára amstur blaðamennskunanr ákvað hann að láta gamlan draum sinn verða að veruleika og gerast rithöfundur. Harxn lagði land undir fót og settist að í Stokkhólmi, þar sem hann dvaldi um skeið. Af- raksturinn varð fjórar skáld- sögur — „allar með sænsk- um bakgrunni" eins og hanin orðar það sjálfur. Þá hélt hann heim til Englands og tók að skrifa fyrir útvarpið. Og þannig urðu 15 útvarps- leikrit m. Það var þvi ekki nema eðli legt framhald á ferli Rodgiers að hann skyldi venda sinu kvæði í kross og snúa sér þessu næst að sjónvarpimu, þar sem hiann hefur átt góðu geingi að fagna h'n síðari ár. Hérlendis hafa sjónvarps- áhorfendur þegar kynnzt einu leikrita hans — „Sveet Eniglands Pride" — sjötta og sílðasta leikritinu i mynda- flokknum um Elísabetu drottningu. „Þessa stundina má segja að ég sé með tvennt í fcakinu fyrir sjónvarpið," segir Rodger. „Fyrst er að geta að ég hef nýlega lok'ð við sjónvarpshandrit um ferð Roalds Amundsens á Suðurpólinin fyrir nýjan fram landsdag fyrir þessa sjón- varpsmynd. Þá er að geta þess að Rodger hefur nýlega lokið við að skrifa sjónvarps- leikrit fyrir BBC um bæinda- uppreisn í Englandi anno 1381. Ian Rodger lét vel af ís- landsdvölinnd „enda er ég „lifelonig Scandophile" og með Islandsferðinrii núna hef ég sótt öil Norðurlöndiin heim nema Færeyjar." Sem dæmi um aðdáun sina á Norð urlöndum nefndi hann að hann skírði elztu dóttur síina Freyju, og jafnframt gat hann þess að það væri leynt metnaðarmál sitt að fá ein- hvern tima tækifæri til þess að mynda Njálssögu sem framhaldsmyndiaflokk fyrir sjónvarp. Undirritaður benti honum á að hann væri ekki „ég er búirnn að gamga með mikla sögu í koliinum lengi, en eiinhvern veginn hefur mér aldrei gefizt tími til að snúa mér að henni af alvöru — það verður þó vonandi fyrr en síðar." Rodger viðurkennir að það sé mikill munur á þvi að skrifa fyrir sjánivarp og skrifa fyrir kvikmiyndi'r — þetta tvennt sé ólíkara ein virðist við fyrstti sýn. „Sjóin varpið hefu.r enn sem komið er troðið áþekkar slóðir og kvikmyndin, en nú held ég að menn séu að vakna tii með- vitundar usm það hversu óiíkir þessir tveír fjölmiðlar eru i rauninni," segir Rodger. „Hinn litli skermur sjónvarps ins setur því óneitanlega nokkrar takmarkanir — það er til að mynda næstum úti- lokað að beita langskotum i sjónvarpstöku. Þess vegna verður sjónvarpstökuivéliin að Spjallað við brezka rithöfundinn, Ian Rodger, sem semur kvikmyndahandritið að Running Blind, sem tekin verður hérlendis næsta sumar haldsmyndaflokk BBC-sjón- varpsins, sem nefnist Land- könnuðirnir." Sjónvarps- myndin um Amundsen verð- ur með yfirbragðí heimildar- myndar, þar sem leitazt verð ur vð að endurskapa þessa frægu glæfraför í máli og myndum. Rodger segist styðj ast við dagbækur tveggja leið angursmanna — Amundsens sjálfs og félaga hans, en af blöðum þeirra má lesa að nokkur átök hafa orðið milli Amundsens og samferðar- manna hans. Þess ber að geta að Rodger les Norðurlanda- málin og skiiur þau, en talar auk þess ágæta „svenglish", eins og hann orðar það, eða sænsku með enskum fram burði. Myndin er um ferð Am undsens verður að n-okkru leyti kvikmynduð í Finse í Noregi á næsta ári, en eininig hefur komið til tals að Gísli Gestsson kvikmyndagerðar- maður fari til Grænlands og fiimi þar heimskauta- einn um það og hann kvaðst þá semnílega þurfa að hafa hraðann á. Hvers vegna snýr hann sér núna að kvikmynduwutm? „Eg hef oft látiá þau orð fal'la i samræðum við starfsbræð- ur mína, að brezkir rithöf- undar hafí aldrei í sögunni átt eins marga valkosti til tjáningar og einmitt nú. Þeim standa allar dyr opnar — skáldsögur, leiksvið, sjón- varp og kvikmyndir. Og ég hef aldrei verið þannig þenkj andi að ég vilji binda mig við eitthvað tiltekið — ég vil reyna allt. Og þó ég fari nú út í það að semja kvikmynda handrit þýðir það ekki að ég aetli að sitja fastur í svipuð- um verkefnwm það sem eftir er, nei, ég hef aðeins opnað eina gáttina enn og nú get ég gert hvað sem mig lystir hverju sinni." Rodger segir ennfremur, að það sé langt frá því að hann hafi alveg horfið frá skáldsagnagerð — afmarka meira, hlutinn, mann inn, atburðinn, sem myndað- u.r er, til að vekja athygli á honum, sem leiðir tii þess að hún bókstaflega matar áhorf- andann aigjöriega á því, sem sýna stoal." „Kostur kvikmyndarinnar er fólginm i dýptinni og vídd- inni," segir Roger ennfremur, „hvernig hún getur sýnt okk- ur manninn i landslaginu þannig að það verður næst- um áhrifameira en raunveru- leikinn sjálfur. í góðri kvik- mynd lifir áhorfandinn sig inn í hana — verður sjálfur þátttakandi í þvi sem fram fer. Það er þarna sem skil- ur á milli kvikmyndar og sjónvarps." Við víkjum talinu að Runn- inig Blind. Rodger kveðst hafa farið allvíða um þessa daga sem hann var á Islandi, — frá Reykjavík til Akureyrar, þar sem hann átti sólríkan dag, og eins kvaðst hann hafa fengið ofurlitla nasasjón af óbyggðalandslagi Islands, sem fer með eitt af aðalhlutverk- unum í sögunni og þá vænt- anlega kvikmyndinni líka. „Gísli Gestsson kvikmynda- gerðarmaður var með mér all an tímann, enda er algjðrlega nauðsynlegt fyrir handrita- höfund að njóta ráðuneytis manns mieð þjálfaðra mynd- skyn en hann sjálfur. Þess vegna varð líka dvöl mín hér hin lærdómsríkasta sem ég nýt góðs af þegar ég sezt við skriftir." Annars segir Rodger að hann sjá það fyrir að hann muni lenda í ýmsum erfiðleik um, þegar hann hefst handa um að yfirfæra söguna í kvik myndabúning. „Það er dálítið annað að lesa sögu en að end urskrifa hans fyrir kvikmynd um. I fyrra tilvikinu getur maður látið hugmyndaflugið ráða, en þegar kvikmyndun er annars vegar verður maður að taka tillit til hinna ýmsu þátta kvikmyndarinnar. En ég býst við að ég muni ekki aðeins tefla fram islenzku landslagi í kvikmyndahandrit inu heldur líka fólkinu — sýna andstæðurnar milli nú- tíma lifshátta íslendinga og óbyggðanna, sem í sumum til- vikuim taka við um leið og komið er út fyrir bæjarmörk- in. Þó að kvikmyndin verði hreinn „þriller" hlýtur að verða eðlilegast að klæða hana í sem raunsannast um- hverfi," segir Rodger. Hvað er þá undirbúningur fyrir Kvikmyndagerðina langt kominn? „Eftir þvi sem ég veit bezt mun ekki annað á- kveðið en kvikmyndatakan fari fram hér og ég skrifi kvikmyndahandritið," svarar Rodger. „Hlutverkaskipan hef ur ekki verið ákveðin og ég get ekki skýrt frá því á þessu stigi hver muni stjórna mynd inni, þar eð það er ekki full- frágengið. En Running Blind verður breiðtjaldsmynd i Mt- um, og ég hygg að ég geti gefið fyrirheit um spennandi atburðarás, því að eltingaleik urinn yfir hálendið gefur óneitanlega möguleika á slíku. Og leikarar verða ekki af lakara taginu, það held ég að megi fullyrða, þvi að það mún ekki vaka fyrir fram- leiðandanum að gera annars flokks mynd (B-picture) eftir þessari sögu." — b.v.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.