Morgunblaðið - 08.05.1973, Side 17

Morgunblaðið - 08.05.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1973 17 á Steinþór Gestsson, alþm.: Um orlof bænda og staðgöngumenn ÞAÐ ER öllum hugsandi mönnum Ijóst, að lögfesting á lengingu orlofs og stytt- ingu vinnuvikunnar í desem- ber 1971 hefur í einu vetfangi raskað til stórra muna að- stöðoi starfandi fólks í land- inu til þess að njóta þeirra fríðinda, sem allur fjöldi lands manna telur eftirsóknarverð- ust, þ. e. aukins svigrúms til frjálsrar ráðstöfunar á tiíma til hugla'grar frístundaiðju. Hin misjafna aðstaða starfs- stéttanna á þessu sviði hefur orðið mönnum áhyggjuefni. Sérstaklega verður þetta til erfiðleika í landbúnaði, þar sem umhirða búpeningsins krefur um skilyrðislausa vinnu dag hvern, kv’ölds og morgna. Það er því í slíkum at- vinnurekstri vandkvæðum bundið fyrir bændur að dvelja fjarri búum sínum í orlofi og það jafnvel þótt ekki sé um lengri tíma að tefla en sem svarar einni dagstund. Þegar þess er gætt, að framleiðniaukning í landbún- aði hetfur orðíð mjög mikil á síðustu árum, og að hún er að hluta til vegna aukins starfsálags fótksins, sem að framleiðslustörfum vinnur á bændabýlunum, þá er það augljóst, að þörf þeirra, sem starfa að landbúnaði, til þess að njóta jafmréttis við aðra þegna þjóðfélagsins um tóm stundir og orlof er ærin, og um leið vandfundnari leiðir til lausnar vanda þeirra, vegna þess hversu sveitaheim ilin eru orðin fámenn, þar sem tefilt er á tæpasta vað hvað vinnukraft varðar við bústörfin. Með þennan vanda í huga var á síðasta þingi borin fram tiilaga til þingsályktun- ar um orlof og þjónustu stað göngumanna I landbúnaði. Til laga þessi var flutt af fjór- um þingmönnum Sjédfstæð- isflokksins, þeim Pátma Jóns syni, Steinþóri Gestssyni, Friðjóni Þórðarsyni og Gunn ari Gíslasyni. Tillagan var samþýkkt 18. rnaí 1972 og er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd til þess að semja frum varp til laga um orlof sveita- fól'ks og þjónustu staðgöngu manna í landbúnaði. Nefnd- in skal skipuð í samráði við Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Islands. Niður- stöður skulu lagðar fyrir Al- þingi svo fljótt sem verða má.“ Eins og sjá má, af þvi sem hér hefur verið rakið, þá töld um við flutningsmenn eðli- legast, að hafa samráð við samtök bænda, bæði hin fag- legu og þau stéttarlegu, um þá lagasmíð, sem tillagan ger ir ráð fyrir. Hér er um ný- mæli að ræða, hliðstæð ákvæði eru ekki fyrir hendi hér á landi og þess vegna nauðsynlegt. að kveðja sam- an til tillögugerðar þá, sem sérþekkingu hafa um starfs- greinar í landbúnaði og þá ekki sízt þá, sem laganna elga að njóta, þ.e. bændurna sjátfa. Þegar frumvarp um þetta efni var ekki lagt fyrir Bún- aðarþing til umsagnar og á Alþingi kom það ekki fram i vetur. Þá bar Pálmi Jóns- son fram fyrirspurn til land- búnaðarráðherra um fram- gang þessa mikilvæga máls. Fyrirspurninni var svarað 27. marz 1973. Ráðherrann upplýsti, að hann hefði fal- ið Gunnari Guðbjartssyni og Jónasi Jónssyni að semja það frumvarp, sem þings- ályktunartiUagan gerði ráð fyrir, og hefði hann ákveð- ið að leggja frumvarpið fyr- ir kjörmannafundi hérað- anna á komandi sumri. Hins Steinþór Gestsson. vegar væru engar upplýsing ar gefnar um það, á hvern hátt væri á málinu tekið né með hverjum hætti orlof bænda gæti orðið annað en nafnið tómt. Það er góðra gjalda vert, að fyrirhugað er að kynna frumvarpið á kjörmannafund unum. Hins vegar tel ég það engan veginn vera fullnægj- andi að fjalla um það á fuli- trúafundi, sem aðeins starf- ar eina dagstund og hefur mörg málefni önnur til með- ferðar. En kjörmenn sveitar- félaganna þyrftu að fá frum- varpið í hendur hið fyrsta og fá það rætt á fundum heima fyrir. Með öðrum hætti ecr naumast hægt að segja, að undirbúningur að lagasetn- in.gu um þetta stórmál sé fullnægjandi. Ég hygg, að það, hversu búið verður uin hnúta varð- andi orlof og staðgöngumenn á beendabýlum, geti ráðið úr- slitum urn það, hver fram- vinda verður og þróun í land- búnaði á íslandi. í mínum huga er þetta mál þess eðlis, að það fer eftir því á hvem hátt það verður leyst, hvort það bil verður brúað, sem orðið er milli manna, eftir starfsgreinum. Landbúnaður á afflt undir þvi að vel tak- ist til i þessu efni. Því vil ég hvetja bændur til þess að fylgjast vel með framvindu málsins og koma á framfæri þeim athugasemdum, sem þeir kunna að vilja gera við frumvarpið, þegar það verð- ur sýnt. Það eru bændumir sjálfir, sem mest eiga undir þv4 að vel takist til í þessu efni. Þess vegna skulu þeir, þegar færi gefst, koma sin- um sjónarmiðum á fram- færi í tíma. Það er von mín, að landbúnaðarráðuneytið hiutist til um, að bændur fái til þess tækifæri, og að frum- varpið verði hið fyrsta sent búnaðarfélagum sveitanna, svo að skoðun á þvi geti orð- ið gaumgæfileg og umsögn kjörmannafundanna eihhvers virði. En kafna í spiki á næstu hæð Og þannig er mér . . . „kleift að gera eitt í dag og annað á morgun, að fara á dýraveiðar að morgni dags, fiska eftir hádegi, stunda nautgripa- rækt á kvöldin, en gerast gagnrýn- andi eftir kvöldmat, rétt eins og mér dettur í hug, án þess þó, að verða nokkurn tima veiðimaður, fiskikarl, kúreki eða gagnrýnandi." Sá mid- night cowboy, m.m., sem hér mælir, er sjálfur Karl Marx, að lýsa til- verunni i framtiðarlandi sameignar og jöfnuðar, síðasta stiginu í þróun mannfélagsins. Það er alkunna, að Marx skipti sögunni í tímabil eftir ríkjandi at- vinnu- og viðskiptaháttum. Þessi hagsögulegu timabil renna fram í vissri röð, knúin af þróun fram- leiðslutækninnar, en á hverju skeiði kúgar allsráðandi yfirstétt, sem á framleiðslutækin, lítils megnuga und irstétt þræla, ánauðugra bænda eða öreigaverkamanna. 1 iðnaðar- þjóðfélögum Vesturlanda ríkti, að sögn Marxs, auðvaldsskipulagið, sem einkenndist meðal annars af fjölda- framleiðslu í verksmiðjum einokun- arhringa, alheimsmarkaði, gífurlega háþróaðri framleiðslutækni og öreiga lýð, sem sífellt varð fátækari og sí- felit fjölgaði við það, að smáir at' vinnurekendur bættust i hóp- inn. Marx, sem varði ævi sinni til lítils annars en að rannsaka þetta ömurlega þjóðfélagsform, taldi það að hruni komið seinni hluta 19. ald- ar. Við mundi taka tímabil, sem væri algerlega einstætt í mannkynssög- unni, enda síðan ekki söguna meir. Þetta var hið kommúníska þjóð- skipulag, himnaríki á jörðu. Þar yrði framleiðslutæknin svo fullkomin, að „efnahagsvandamálið" leystist, allir gætu fengið nægju sína af lífsins gæð um: handa hverjum eftir þörfum, frá hverjum eftir getu. Framleiðslutæk- in yrðu sameign þjóðarinnar, svo að fyrri skiptingin í undir- og yfirstétt hyrfi og um leið valdafíkn, valda- barátta og valdarán. Atvinnuskipt- ing eftir starfsgreinum mundi úr sög unni, en menn bauka við þau störf, sem bezt uppfylltu starfslöngun og sköpunargleði þeirra, og vinnan yrði ekki lengur kvöl og þrældóm- ur brauðstritsmannsins. Allir yrðu jafnir að virðingu. Fallega hugsað, segja menn, en fremur einfeldnings- lega. Sovétrikin hafa næstum í 55 ár fylgt uppskrift Marxs, a.m.k. í orði kveðnu, og þó ekki án lagfæringa þeirra Leníns og Stalins, en þeirra var þörf m.a. vegna þess, að auð- valdsheimurinn lifði af rússnesku byltinguna, og lifir reyndar enn í hárri elli, þegar þetta er ritað. Reynsla Sovétrikjanna er áhuga- verð. Augsýnilega búa þau ekki við allsnægtir, efnahagsvandamálið, er óleyst, ella væri hvorki keypt hveiti af jafn vafasömum karakter og R.M. Nixon, né slegin lán þessa dagana hjá Davíð Rockefeller í Chase Man- hattan bankanum i New York. En ójöfnuðurinn, sá Írafells-Móri, sem fylgt hefur mannlegu samfélagi frá öndverðu? Ástandið, sem Davíð Stef ánsson lýsti svo: í kjöllurum þínum kveljast menn af hungri, en kafna í spiki á næstu hæð. Hvernig líður þvi? Hvernig er sam- anburðurinn milli hæða í Sovétinu? Hefur tekizt að útrýma þar félags- legri mismunun, að koma jöfnuði á dreifingu gæða og verðmæta? Er tog streita milli þjóðfélagshópa úr sög- unni, er metorðastiginn horfinn, finn ast engir forréttindahópar? Voru hin ar marxísku kenningar, sem rúss- nesku bolsarnir leiðréttu með gerð- ir sínar, falskar eða var Marx svik- inn af mönnum, sem fölsuðu kenning ar hans vegna þess, að þeir mátu stjórnmálahagsmuni sína meira? Árið 1917, þegar fámennur hópur áhugamanna um þá þýzku heimspeki, sem að framan greindi, tók völdin með byltingu í Rússlandi, var land- ið á mörkum léns- og auðvaldsskipu lags. Iðnverkamenn voru sárafáir og burgeisar bágbornir og undir vernd- arvæng landeigenda. Bolsarnir not- uðu ríkisvaldið í upphafi til að tryggja völd sín (alræði öreig- anna), meðal annars með því að út- rýma gömlu forréttindastéttunum og smábændum. Þar næst tók ríkið við fyrirtækjarekstri og fjármunamynd- un, hlutverki borgaranna í auðvalds þjóðfélagi, og byggði á skömmum tíma iðnaðarþjóðfélag eftir hin- um frægu fimm ára áætlunum. Af iðnvæðingu þessarar landbúnaðar- þjóðar undir handleiðslu hrepp- stjóra kommúnistaflokksins leiddi meðal annars endurstokkun tekju- dreifingarinnar og myndun nýrra félagshópa, svo sem sameignar- bænda, kommissara, sovét mennta- manna og iðnverkamanna, en ekki draumaland Marxs. Hafði lærimeistar inn ekki sagt, að yfirbygging þjóð- félagsins og tengsl manna í atvinnu- lífinu ákvörðuðust af framleiðslu- tælcninni? Að kommúnískt þjóðfélag kæmi aðeins, þegar auðvaldsþjóðfé- lagið væri búið að renna skeið sitt á enda, vegna þess, að aðeins þá væri framleiðslutæknin nægilega öflug til að sjá fyrir efnislegum alls- nægtum? Engan Marxista skyldi því undra, þótt Sovétríkjunum svipaði til auðvaldslandanna um félagslegan jöfnuð þegnanna. 1 Sovétríkjunum er að finna kerf- ÞRÁIIMIM EGGERTSSON STRIK í REIKNINGINN isbundinn ójöfnuð, sem rekur rætur til verkaskiptingarinnar i atvinnu- lifinu. Hin vaxandi eftirspurn eftir menntuðu starfsliði, sem er fylgifisk ur háþróaðs iðnaðar, hefur skapað þar svipað kerfi ójöfnuðar og á Vesturlöndum. Þótt einkaeignarrétt- urinn yfir framleiðslutækjunum hafi verið afnuminn, fylgir sumum starfs- greinum bæði réttur til að segja öðr- um fyrir verkum og ráðstafa verð- mætum, en af þvi leiðir auðvitað póli tískt vald og ýmis forréttindi. Launa mismunur er mikill á starfsgreinum (verksmiðjuforstjóri getur fengið 30 sinnum hærri tekjur en verkamað- ur), og rétt eins og á Vesturlöndúm þykja sumar starfsgreinar fínar, aðrar ekki. Misrétti kynjanna hefur ekki verið upprætt enda þótt þar hafi margt verið vel gert. Rúss- ar drottna yfir öðrum þjóðum og þjóðabrotum Sovétríkjanna. Enda þótt framleiðslutækin séu ekki lengur einkaeign í Sovétrikjun um, er stéttaskipting ekki úr sög- unni. Lægst settir eru bændur og búalið í sveitum, sem hafa lægra kaup og njóta minni virðingar sam- félagsins en vinnandi fólk í borgum, auk þess sem þeir eru valdaminni (dræmari aðgangur að floktonum). 1 öðru lagi skiptir með handverksmönn um og öðru vinnandi borgarfólki. Mestur er munurinn á handverks- mönnum og háskólagengnum mennta mönnum. Hinir síðamefndu hafa hærri tekjur og njóta meiri virðing- ar og haga neyzlu sinni á annan veg en verkamenn, kvænast innbyrðis og stofna til ólikra vináttusambanda. Loks er klofningur milli forustuliðs kommúnistaflokksins og forustu- manna atvinnulífsins, sérfræðing- anna, en staða hinna síðarnefndu i þjóðfélaginu byggist æ meir á hæfni og menntun. Vald flokksleiðtoganna er hins vegar komið undir stjóm- málahæfileikum (þ.e. slóttugheitum og lýðskrumi). Þessi óliku sjónarmið Framhaid á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.