Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 14
F MORGU'N’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGU'R 8. MAl 1973 Rætt við fulltrúa á Landsfundi RÚMLEGA 800 manns sitja landsþing Sjálfstæðisflokks- ins, sem nú fer fram í Reykjavík. Á meðal þessa fólks er fjölmennur hópur utan af landi, úr öllum lands- fjórðungum og öllum byggð- arlögum. Það er ekki hvað sízt þetta fólk, sem setur svip á landsfundinn nú eins og svo oft áður. Margt af þessu er fólk stórra sanda og mik- illa sæva, sem býr yfir ákveðnum skoðunum, sem það túlkar af einurð og stefnufestu. Morgunblaðið koma að máli við nokkra af þessum fulltrúum utan af landi í gær og spurði þá fregna af félagsstarfinu heima í héraði, um atvinnu, tíðarfar, aflabrögð og fjár- höld, eftir því sem tilefni gafst til. Þessi viðtöl fara hér á eftir: Frjálslegt landsþing — Við bændur erurn bjartsýn- ir nú, sagði Konráð Eggertsson, bóndi á Haukagili í Vatnsdal. — Konráð Eggertsson. Það gerir betra tíðarfar. S.l. sum ar var heyfengur meiri en nokkru sinni áður. Búpeningur kom vænni af afrétti en oftast áður eftir gott sumar og þróun- in í verðlagsmálum bænda virð ist heldur þokast í réttlætisátt. Ekki er mikið um það hjá okk ur, að jarðir fari í eyði. En það eru miklir erfiðleikar hjá ung- um mönnum, sem vilja stofna heimili í sveit að komast yfir jörð og bústofn. Að minum dómi er ekki nægilega séð fyrir lána- málum frumbýlinga. Þeir þurfa á miklu hærri lánum að halda en þeir eiga nú kost á og til mi'kiu lengri tima. Ég álít, að þar sé lágmark 50 ár. Kynslóða- skipti á jörðunum eru svo erfið, að þau geta ekki farið fram mey eðlilegum hætti. Við í Vatnsdalnum eigum við frekar erfiðar samgöngur að stríða, fyrst og fremst á vetrum. Eitthvað verður þó bætt úr þessu í sumar. En það þarf svo mikið til, að það hlýtur að taka nokkur ár. Varðandi búskapinn má segja, að hann sé vel í meðallagi, mið- að við það sem gengur og gerist. Þróunin er alltaf í framfara átt. Bændur halda áfram að rækta og byggja, eftir því sem efni leyfa. Mér finnst sem landsþing Sjáif stæðisflokksins nú sé á ýmsan hátt frjálslegra en stundum áður og að fleir: af hinum almennu iandsfundarfulltrúum láti til sín heyra en áðuri Rúnar Björnsson. 40 til 50 smábátar Rúnar Björnsson á Norðfirði kvað gott atvinnuástand hafa verið þar í vetur, sérstaklega með tilkomu síðari skuttogajrans frá Japan. Þá kvað hann fyrir- hugaðar geysimiklar húsbygg- ingar þar á vegum eínstaklinga og láklega yrðu byggð milli 20 og 30 einbýlishús þar á næst- unni. Þá væri einnig i undirbún- ingi að byggja þar 10 ibúða leigu húsnæði. Höfnina kvað hann stórmál, sem yrði að sinna af krafti. Lok ið væri við I. áfanga að mestu, en þó væri ekki fullfrágengið ennþá og hann kvað það höfuð- mál að fuilgera höfnina. Smábátaútgerð hefur alltaf verið mikil í Nesikaupstað, allt frá aldamótum. Nokkuð hefði hún minnkað á síldarárunum, en siðan aukizt geysilega á síðustu árum og nú væru þar milli 40 og 50 smábátar. Þá kvað Rúnar framkvæmdir senn hefjast við stækkun sjúkra hússins og það væri metnaðar- mál hjá Norðfirðingum að halda frumkvæði í þeim málum á Aust fjörðum. Ráðgert væri að fjölga sjúkrarúmum úr 20 í 50 og þar væri um að ræða framkvæmdir upp á 130 millj. kr. Margrét Magnúsdóttir. Mikill starfsandi. Á Sauðárkróki er mjög mik- iHl starfsandi innan sjálfstæðis- félaganna, sagði frú Margrét Magnúsdóttir frá Sauðárkróki. — Atvinnulíf hefur verið mjög sæmilegt hjá okkur. Ibúar á Sauðárkróki eru nú um 1700— 1800 og fer fremur fjölgandi. Raí orkumálin eru nú sem oftar mjög ofarlega á baugi hjá okkur. Von ir standa til, að tekin verði í notkun ný vatnsveita í sumar eða haust. Alltaf er verið að von ast eftir því, að þarna verði stofnuð læknamiðstöð, en mikil þörf er á því að bæta aðstöðuna í þeim efnum. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég sit Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins og mér finnst það í senn gaman og fróðlegt. Maður kynn ist hér ýmsum þáttum í flokks- starfinu, sem maður var ekki kunnugur. Ég vona, að flokkur- inn megi eflast og koma sem allra sterkastur út úr næstu kosningum. Málmblendiverk- smiðja við Grundar- tanga Þorleifur Bjarnason á Lítla Mel í Skiknannahreppi í Borg- arfirði er formaður verkalýðsfé- lagsins þar. Hann kvað veturinn nú venju lega vera róiegan þar i sveit þar sem búskapurinn væri aðal at- vinnuvegurinn, en að auki kvað Þorleifur Bjarnason. hann unnið við Hvalstöðina, olíu stöðina og hjá íslenzkum aðal- verktökum. Atvinnu kvað hann næga og vöntun á fólki, félagslíf gott, en ekki kvað hann mikið um ný byggiingai'. Þó væri svolitil aukn- ing í gripahúsum. Þá kvað hann hafa komið til tals að reisa málm blendi verksmið.j u við Grundar- tanga og legðu íbúarnir áherzlu á að af þessari framkvæmd yrði til að auka fjölbreytnina og festu í atvinnulífinu. Þá kvað hann alla vonast eftir brú yfir Hval- fjörðinn og svo væri nú ýmis- legt sem kallaði á eins og til dæmis bætt simakerfi. Sjálfstæðisfélag í Grenivík — Á Grenlvík var stofnað sjálf stæðisfélag s.l. haust með um 50 stofnfélögum, sagði Margrét Jó- hannsdóttir, húsmóðir frá Greni vík. — Ibúar í Grenivík eru nú um 180. Félagið nær einnig yfir Svalbarðsströnd. Atvinna hjá þorpsbúum byggist fyrst og fremst á sjávarafla og þar sem hann hefur verið góður, hefur hún verið yfirdrifin. Þama hefur verið lögð ný gata í útjaðri bæj- arins og eru þegar risin upp Margrét Jóhannsdóttir. nokkur hús þar. Ibúum fer sem sagt stöðugt fjölgandi. Á þeim árum, sem liðin eru, síðan frystihúsið komst á lagg- irnar, hefur staðurinn eflzt mjög, en .án frystihússins væri senni- lega lítið um að vera þama, hvað atvinnu snertir. Raforkumálin eru hvað veiga- mesta málefni okkar. Þar rikir mikil óánægja, því að ekkert er á rafmagnið að treysta. Það héf ur stundum farið dögum samain og atvinna þá verið i kalda koli. RaforkuMnan frá Laxá er orðin mjög gömul og menn fá ekki héðan í frá heimild til þess að kynda upp hús sín með raf- magni. Mikilil áhugi er ríkjandi hjá sjálfstæðismönnum um að halda uppi öflugu starfi í hinu nýstofn aða félagi sínu og erum við bjart sýn á þróttmikið og skemmtilegt félagsstarf. Húsnæði vantar á Suðureyri Jón Valdimarsson frá Suður- eyri við Súgandafjörð sagði að ailt gengi sinn vana gang heima við, mikil vinna, en vertíðarlok- in væru að komast í þetta. Hann kvað mikið hafa verið um að- komufólk á Suðureyri í vetur, 50—60 manns í Landi og eitthvað á bátunum. Nýja frystihúsið kvað hann hafa reynzt vel, en nú standa fyrir dyrum endurbætur á stóra bfjótnum sem stóru skipin leggj ast við þegar þau taka frystiaf- Jón Valdimarsson. urðir og landa vörum. Kvaðst hann hafa heyrt að þessar fram- kvæmdir ætti að vinna í sumar. Þá kvað hann í undirbúningi að hefja byggingar á staðnum, en mikið vantaði af húsnæði. Kvað hann fólk vilja flytja til staðarins, en húsnæði vantaði. Kvað hann hafa komið til tals að hreppurinn byggði blokk og einnig væri fyrirhugað að mal- bika aðalgötuna og ljúka við vatns- og skolpkerfi þar sem frá var horfið s.l. ár. Kísiliðjan lyftistöng — Afbragðsafkoma hefur ver ið á Húsavik i vetur, sagði Jó- hann Kr. Jónsson, bókhaldari á Húsavlk, — og þvi mikil gróska í öJKu þar. Þetta byggist að mestu á sjávarútveginum en einnig á verzlun og þjónustu. Fiskafli hefur verið sæmilegur og góður nú um tíma og því veru leg gróska í útveginum. Ég tel, að hitaveitan, sem við fengum fyrir tveimur árum sé þegar búin að sanna ágæti sitt. Bygging gagnfræðaskóla, sem lokið var á síðasta ári, var mik- ill áfangi. Þá veit ég ekki betur en að fyrir liggi 10 ára áætlun i gatnagerðarmálum. Auknar hafn arframkvæmdir eru nauðsynleg- ar. Þá má geta þess, að nýtt og Jóhann Kr. Jónsson. fuillkomið hótel tekur til starfa í sumar. íbúar á Húsavík eru nú rúm- lega 2000 og fer heldur fjöig- andi. íbúðarbyggingar eru mikl- ar. Ég held, að það beri vott um velimegunina hjá okkur, að yfir- leitt byggir fólk ekki annað en einbýliishús. Kísi'ldðjan og sölufélag hennar, John Manwille, hefur haft mjög jákvæð áhrif á Húsavík og orð- ið byggðarfLagi okkar mikil lyfti- stöng. OtfLutningur kísiLgúrs á þessu ári verður væntanlega allt að 24.000 tonn. Á s.l. hausti stofnuðum við sjálfstæðismsnn á Húsavík sér- stakt félag. Voru stofnfélagar 107. 1 þessu sjálfstæðismannafé- lagi Húsavíkur ríkir mikill hug ur í mönnum um að halda uppi öflugu og þróttmiklu félags- starfi. Blómlegt félagslíf á Isafirði Ragnhiidur Helgadóttir frá ísafirði sagðist hafa mikinin áhuga á stjórnmálum og kvaðst hún fyigjast með þeim af Lífi og sál. Félagsllf á Isafirði kvað hún ákaflega blómlegt og t.d. væri starf Kvenfélagsins Hlífar ákaflega öflugt og kvaðst hún óska þess að starf sjálfstæðis- kvennaféiagsins yrði eins öflugt. Kvenfélagið kvað hún vinna að ýmsum félagsmálum og velferð armálum í byggðarlaginu. Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhildur kvaðst hafa legið sjúk að undanförnu og ekki ver ið heima á Isafirði, en hún gat ekki orða bundizt um 1. mai hátíðarhöldin og kvaðst sér hafa blöskrað að hlusta á tilkynning- ar frá öllum þessum nýj-u fé- lögum öfgafólks, sem þjóna Öllu öðru en íslenzkum hagsmunum. Hef ánægju af landsfundunum — Ég hef alltaf haft ánægju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.