Morgunblaðið - 17.06.1973, Side 10
V
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNl 1973
%
Listaverk búið
undir Islandsf ör
í JTJLÍMÁNUÐI kemur lista-
konan Gerður Heigadóttir og
starfsmenn á verkstæðum
Oidtmans í Þýzkalandi með
mósaík-mynd þá, sem setja á
upp á nýju tollstöðina í
Reykjavík, en í vetur hefur
listakonan og starfsmenn
verkstæðisins unnið að henni,
klippt niður mósaík-steinana
og komið þeim fyrir í mynd-
inni. Síðan verður myndin
flutt í htutum og unnin sam-
kvæmt hinini hefðbundnu
mósaík-list á vegg stöðvarinn-
ar.
Morgunblaðið hefur fengið
nokkrar myndir af vinnslu
verksins í Þýzkalandi og
birtir þær hér með. E'nnig
mynd af líkani af mynd, sem
Gerður mun gera úr kopar
og bronsi, og sem standa á
fyrir framan nýtt hverfi, er
fyrirtækið Societe Centrale
Immobiliere de ia Caisse des
Depots er að reisa i Caen í
Norður-Frakklandi. Á stytt-
an að vera tveir og hálfur
metri á hvem veg og hefur
Gerður skrifað undir samin-
inga um að gera hana í haust,
er hún kemur frá íslandi. En
hún hefur áður skreytt íbúða-
hverfi með listaverki á sama
stað.
Vinnuaðstaðan er ekki sein bezt í bráðabirgðavinnustofu
Gerðar i París. Hér er hún að stækka vinnuteikningar af
mósaík-myndinni á gólfinu og hefur fengið starfsbróður sinn,
Enaril tii bjálpar.
Gerður Helgadóttir og starfsmenn á verkstæði Oidtmans vinna við mósaík-myndina í
verkstæðinu i Linnicb. Aðeins bluti af myndinni sést á gólfinu, en greina má skipamyndir
í horninu til hægri.
Líkan af brons- og koparsty ttiinni, sem Gerður mun vinna
og setja upp í C aen i Frakklandi.
V
THE OBSERVER
Eftir
Roland Huntford
*
Enn styðja Svíar Víetcong
ÞAÐ EB einkar algeng sjón
í Svíþjóð, að sjá vei metna borgara
með rauð, gnl og blá merki í fötun-
um með einkennisorðunum „Með
Víetnömum tii sigurs“. Þctta
er merki sænskra stuðningsmanna
Vietcong. Þeir virðast ákveðnir í því
að hafa að engu þá staðreynd að
striðinu í Víetnam er opinberlega
lokið, og halda áfram að bera merk-
in svo lengi, sem þeir sjá ástæðu til.
Svíþjóð er ólík flestum vestræn-
um þjóðum að því leyti til, að Víet-
namhreyfingin hefur mikil áhrif með
al ven julegra kjósenda. Og þelr hafa
stofnað með sér landssamtök, nokk-
uð þýðingarmikil, einmgarsamtök
Þjóðfrelsisfylkingarinnar, þótt rök-
réttara væri að segja Samtök stuðn-
bigsmanna Þjóðfrelsisfylkingar-
innar.
Um 50.000 meðlimir eru í samtök-
um þessum víðs vegar um
Olof Palme.
landið, en aðalstöðvamar eru í Stokk
hóimi.
Sænska ríkisstjómin er hlynnt
samtökunum og Olof Palme, forsætis
ráðherra, Krister Wickman, utanrík
isráðherra og aðrir ráðherrar, hafa
opinberlega lofað Þjóðfreisisfylking-
arsamtökin, og gera svo enn þó að
vopnaihlé hafi verið samið.
Víetnamstríðið hefur haft mjög
mikil áhrif á sænska æsku, og hafa
Svíar verið virkastir í baráttunni
gegn stríðin'U af öilum Norðurlönd-
unum. 1 Svíþjóð heldur fylkingin
áfram að marséra um vegna þess að
hún hefur ekki fenigið neitt hentugt
baráttumál í staðinn.
Heimurirm bíður eftir að endanieg
ur friður komist á í Vietnam, en
það eru Bandaríkjamenn einir, sem
geta bundið enda á stríðið en Svíar
viðurkenna bráðabirgðabyltingar-
stjómina í Víetham.
Þó að Sviar séu eindregnir stuðn-
ingsmenn Hanoi og Viietcong, munu
þeir ekki skuldbinda sig till beinna
aðgerða, svo lengi sem bráðabirgða-
stjómin stjómar ekki Suður-
Vietnam.
En það er greinilegt, að sænska
Þj óðfrelsisfylkingin á erfitt uppdrátt-
ar, þótt hún haldi áfram að starfa, og
kom það fram á útifundi í Stokk-
hólmi' nýlega, hvað fylkingin mun
taka sér fyrir hendur i framtíðinni.
Fundurinn var haldinn til stuðn-
ings Palestinu-Aröbum, en var óvin-
veittur Israel. Ef til vill sýnir þetta,
að vandamál Palestínu-Araba taki
við, þegar styrjöldinni í Vietnam lýk
ur, og verði baráttumál Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar í Svíþjóð.
Fylkingin hefur einnig mikinn
áhuga á málunum á Norður-lrlandi.
Stuðnimgsmenn Víetconig hafa mikla
samúð með írska lýðveldishem-
um. Þeir hafa gengið um götur Stokk
hólms, með kröfuspjöld, sem lýsá and
úð á Bretum, en stuðningi við „Prov-
isional“ arm írska lýðveldishersins.
Það er þó ásetningur Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar, að berjast eins lengi
og unnt er fyrir því að endi verði
bundinn á styrjöldina í Víetnam.