Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 14
Í4 MORGUNTBLAÐIÐ, SUNNUOAGLTR 17. JÚNl 1973 Trúnaðarbrestur MORGUNBLAÐIÐ hefur áður skýrt frá því, hver viðbrögð er- lendra bLaðamamna urðu við framkomu Hannesar Jónssonar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar, þegar hann skýrði frá ásiglingar tilraununum á Árvakur og ýkti svo stórlega, að trúnaðarbrestur varð mil'li islenzku upplýsinga þjónustunnar og erlemdra blaða- manna. Furðuðu erlendu blaða- mennirnir sig á því, hvernig það mœtti vera, að slíkar frétfcir bær ust beint frá forsætisráðherra ís- lands, því að blaðafulltrúimn kvaðst hafa fréttirnar beimt frá honum, enda verið kaidaður úr ræðustól til að tala við forsætis- ráðherrann. Eiít þeirra blaða, sem teiur að þessi íramkoma hafi stórlega skaðað málstað Is- lands, er sænska blaðið Express- en, eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá. Sú frétt Morgunblaðsims hefur orðið til þess, að Hamnes Jóns- son, blaðafulltrúi, segir í viðtali við Tímann s.l. laugardag, þar sem hann er spurður um þessi ummæli Expressen: „Það kemur alltaf fyrir, að einm og eimn æsifréttamaður slæðist með og segir meira en sagt hefur verið. Hitt er furðu- leg árátta hjá einstaka islenzku blaði að leggja sig fram um að prenta upp vitleysuma úr erlend- um blöðum, em mimnast ekki á það sem satt og rétt er. T.d. var frétt úr sænska æsi- fréttablaðinu Expressen um á- siglinguna á Árvakur slegið upp í Morgunbl'aðinu. Ég bíð nú eftir því, að Morgum- blaðið birti t.d. grein úr Herald Tribune, Le Monde, Neue Zúric- her Zeitung eða grein úr eim- hverju öðru virtu blaði, sem fór rétt með ummæli mín. Ég skýrði að sjálísögðu frá mál'imu eins og það stóð, þeg-ar n.ér barst fréttim. Ég sagði, að þrisvar hefði verið siglt á Ár- vakur og tilraunir gerðar tll að sökkva honum. Skipið væri þeg- ar mikið laskað. „Þór væri kom- imm á vettvang og vonandi tæk- ist honum að bjarga Árvakri og koma honum til hafnar. En allt væri í tvísýnu um það sem stæði." Vitamlega væri það æskilegt fýrir Hannes Jónsson, að málið væri ekki rifjað upp frekar, em tiligreimd ummæl'i bláðafulltrúans géra það nauðsynlegt, að skýrt sé frá því, sem erlend blöð sögðu af framkomu hans á blaðamamna fumdinum. ■The Daily Teiegraph segir frá ummælum Hannesar á þessa leið: „fslenzkt varðskip skar tog- vira Fleetwoodtogarans Gavina í gær, einni klukkustund eftir að „opinber talsmaður“ lýsti því yfir, að það væri að sökkva vegna ásiglingar og skemmda af völdum brezks verndardráttar- báts.“ Blaðið segir síðan, að talsmenn landhelgisgæzlunmar hafi leiðrétt þessa frétt og bætir svo við: „Þremur hundruðum biaða- manna, sem fylgdust með Nixon- Pompidou viðræðunum í Reykja vík, hafði verið sagt af Hannesi Jónssyni, blaðafulltrúa rikis- stjórnarimnar („Icelamd’s Chief Information officer), að það væri efamál, hvort Árvakri yrði bjarg að eftir „hræðilegt ofbeldi“ af hálifu verndiardráttarbátsins Ir- esman. Eftir að hafa heyrt hina opim- beru tilkynningu lamdhelgisgæzl unnar af atvi'kimu, voru margir íslenzku blaðamammanna í mikl- um bobba vegna þess sem þeir kölluðu klaufalega tilraum stjórn arinnar ti'l þes að komast í sviðs ljósin í viðræðum Nixons og Pompidous." The Guardian segiir í fyrir- sögn: „íslendingar setja atburð á svið.“ „Icelanders put on a showpiece incident." Segir 1 upphafi þessarar frétt ar, að íslenzka rikisstjórnim hafi sett á svið átök til þess að sýna erlendum fréttamönmum alvöru þorskastríðsins. Síðan segir: „Því miður var sú útgáfa af atburðinum, sem himn opinberi talsmaður íslenzku ríkisstjómar inmar gaf fyrir troðful’lium blaða mannasalmum, ýkt og lýsingin bar merki skreytni, sem islenzku blaðamennirnir reyndu að leið- rétta á eftir, með því að gefa brezkum starfsbræðrum sínum raunhæfari og réttari fréttir. Á timabili tiikynnti útvarps- stöð varnarliðsins, að 17 manns væri sakmað, og gerði þessi frétt suma hlustendur þess skelfimgu lostna.“ 1 frétt sinni rugl'ar blaðamað- urinn þeim saman Hamnesi og Ólafi Jóhannessyni ög má það vera íhugunarefni fyrir þann sdð arnefnda. 1 lok fréttarimmar, segir blaðið, að útgáfa 1'andhelgis.gæzlumnar af málinu hafi verið mun skyn samlegri og réttari og þegar á alilt sé litið, sé ekki annað hægt að segja, en Árvakri hafi tekizt nokkuð vel ætlunarverk-Sftt. Það segir m.a.: „Árvakur, sem sam- kvæmt Jóhamnessyni (sic., hér er vonandi átt við Hamnes Jóms- son) átti að vera að sökkva, tókst allt 1 eimu að skera vörpu frá Fleetwoodtogafranum Ga- vina.“ Bæði þessi virtu blöð hafa það éftir opinberum talismamni ri'kis- stjómarinnar, að Árvakur hafi verið að sökkva. Og það eru fleiri blöð, sem taka í sama streng. The Fimancial Times segir á þessa leið: „Því var lýst yfir í Reykjavik, að varðskipið Árvákur væri illa laskað og hætta á að það sykki, vegna árásaraðgerða Breta. Á meðan notaði íslenzka ríkis- stjórnjn tækifærið.tiil þess að ráð ast á framkomu Breta á hinum mikla söfmuði blaðamanna i Reykjavík vegna toppfundar Nlxons og Pompidous. Talsmaður hennar Hanmes Jónsson lýsti yfir, að tiu til tutt ugu togarar ætluðu að „sigla niður" Árvakur, óvopmaðan. Þeim tókst að siigda á skipið, sem var í þann vegimn að sökkva, þótt viðgerð hefði farið frarn á sjó. „Þessi atburður sýn ir yður glögglega, hvers konar yfirgang af hálfu Breta við eig- um í höggi vdð," sagði Mr. Jóns- son“.“ Evenimg Standard segir þanniig frá atbUrðunum m.a.: „Við austUrströndima kom flug vél fréttamannsins að Árvakri, sem siigldi á fulilri ferð á leið simmi að norðurströnd Is'lands. Það var ekki á leið til tveggja næstu kaupstaða, Neskaupstaðar eða Seyðisfjarðar. Harnnes Jónsson, talsmaður ís- lenzku ríkisstjómarinnar, sagðd í gær, að floti tíu til tuttugu brezkra togara hefðu tekið þátt í ásiglimgarárásiinni á Árvakur og skilið það eftir sökkvandi." Og eitt virtasta blað V-Þýzka- lamds Sud-deutche Zeitung skýrir svo frá: „Isdenzka rikis'stjórnim tid- kynnti, að brezkir togarar hefðu þrem sinnum siglt á íslenzkt varðskip og skaddað það svo, að það væri að sökkva." Blaðið hef- ur Hannes fyrir fréttinmd. Þannig eru fréttir flestra blaða á sama veg. Þau bera Hammes Jónsson fyrir því, að Árvakur væri að sökkva, og benda sdðam á, að hér hafi verið farið rarngt með mál. Hér eru aðeins tiifærð nokkur dæmi i tilefni af áður nefndu við tali við Hannes Jónsson 9. júní s.l. Hannes gefur þar í skyn, að „virt blöð“ skýri yfiríeitt frá at- burðunum þannig, að ísdending- ar geti sæmilega við umað. Nefn ir hann nokkur dæmd þess, að blöð reyni yfirleitt að fá sannar fréttir, ekkd sizt virt blöð. Og það er kannski þess vegna, að Herald Tribune vitnar nær al- drei til blaðafulltr. í frétt sinmi af atburðunum, heldur styðst við frásögn lamdhedigisgæzl'unmar og brezkar fréttir. Þvi aðeins er vitnað til Hannesar, að tilfæra þurfi skoðanir opimberra aðida á Islandi á verknaðinum, en þó sagt, að Harnmes hafi tidkynnt um ásiglinguna. Blaðið hefur það sérstaklega eftir lardheigis- gæzliunni, að engin hætta væri á þvi, að skipið væri að sökkva. Slikt hefur þannig flogið fyrir. Eins og fram kemur í þessum tilvitnunum, reyndu íslenzkir blaðamenn, að gera gott úr mis- tökum Hannesar. Eigi að sdður varð framkoma hans til þess, að fjölmörg blöð værna ísdenzku rik- isstjórnina um að hafa sett þenn an atburð á svið. Þanniig segir Herald Tribune frá því, að orðrómur hafi verið á kreiki, um að íslenddngar ætl- uðu að notfæra sér, að hér væru staddir svo margir blaðamenn, og The Time lætur liggja að hinu sama. Hið alvarlega við frumhlaup blaðafuldtrúans er þó það, að Forsíða The Guardian 2. júní sl. Forsíða The Daily ThelegTaph 2. júní sl. i - ýkjusögurnar af ásiglimgumni á Árvakur hafa verið notaðar tid þess að gera upplýsingar íslend- irnga um landhelgismálið al- mennt tortryggilegar. Andstæð- ingar okkar grípa tækifærið og segja, — þarna sjáið þið, — það er ekkert að marka það, sem þess ir Islendingar segja. Og er ís- lenzkur málstaður betri en svo, að ástæða sé til að skaða hanm með ýkjurn og skröksögum. Má í því sambandi geta þess, að Morgumblaðið hefur vitneskju um, að eftir Árvakursmálið hættu sænskir fjölmiðlar að vitna fyrst í islenzkar frásagnir af landhelgismálinu og síðan breZkar, en gera sjónarmiðum Ðreta þau skid í staðiimn sem ís- lenzk höfðu áður fengið. Flest af því, sem frarn kom á blaðamannafundum meðan á fundum Nixons og Pompidous stóð, var vélritað og afhemt blaða mönnum, islenzkum og erlend- um. Nú er ástæða tid þess að blaðafulltrúinn geri hreint fyrir sínum dyrum með því að láta vél rita orðrétt það, sem hann sagði um Árvakursmálið, svo að mernn geti séð, hvað hann raunveru- lega sagði. Þeir sem hlustuðu gátu ekki skidið ummæli hans öðru visi en að Árvakur væri að sökkva með manmi og mús, svo að vitnað sé tiil Aftonbladet og Dagens Nyheter. Geri bliaðafulltrúimn þetta ekki, en haldi áfram uppteknum hætti að ráðast á Morgunblaðið fyrir það eitt að segja frá þvi, sem satt er og vissulega hefur skað- að málstað íslands, er fylli'lega kominn timi til að íhuga, hvaða hlutverk Hannes eiigimlega hafi, áður en t rúnaðarbre'.s tur sá,; sem nú er rnidii embættis hans og blaðamanna verður að trúnaðar- missi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.