Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÖBER 1973 ® 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 311 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel 14444 «255551 BÍLALEIGA CAR RENTALl SKODA EVÐIR MINNA. SHopg - LBOM AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABILAR HF. Bílaleiga. - Simi 81260. Fimm manna Citroen G.S stat- ion. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). IjantlwiiiM i;r4M)iir - >rt« r I ■■-<»<> iii' 'BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS mörg önnur verkfæri með harðmálmstönnum fyrir trésmíðar. L> ÞORHF ■ RfYKJAVIK SKÓIAVOROUSTÍG 75 III! ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER &SAMVINNUBANKINN STAKSTEINAR Ferðamálin og fólkið Á ferðamálaráðstefnunni, sem lauk fyrir skemmstu höfðu menn talsverðar og virðingar- verðar áhyggjur af náttúru- vernd hérlendis og ennfremur af öðru atriði, sem er raunar náskylt hinu fyrra, nefniiega „salernisaðstöðunni" á ýmsum af fegurstu stöðum landsins, en orðið er tekið að láni úr einu dagbiaðanna. 1 þvf máli virðast menn hafa orðið ásáttir um, að nú stoðaði ekki lengur að kveina og kvarta: mál væri að menn tækju til höndunum og „stórátak" á þessu sviði það eina, sem dygði. A ráðstefnum af þessu tagi er vitanlega fjallað um fram- tíðina, auk þess sem menn lfta aftur fyrir sig og gera upp bækurnar fyrir liðna árið. Það kom fram á fyrrgreindri ráð- stefnu, að stússið í kringum ferðamanninn gerist æ um- fangsmeira með okkur Islendingum og kallar eins og títt er um vaxandi atvinnu- greinar á aukið fjármagn og aukinn mannafla og auknar framkvæmdir út og suður um landsbyggðina. A ráðstefnunni mun hafa verið hugur f mönnum, sem er gott, og samkomulag með besta móti, sem er jafnvel betra. Hinsvegar sýnist Iftið hafa verið rætt um það, hvaða dilk „stóriðja" af þessu tagi getur dregið á eftir sér. Þó fer líka að verða tfmabært að huga að því. Svfar gáfu sér tóm til þess nú fyrir skemmstu og með næsta óvæntum afleiðingum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að smalamennskan hefði gengið of vel og tfmi væri jafnvel til þess kominn að stinga við fót- um. Ferðainannastraumurinn var að færa þá f kaf. Hann var að verða plága f stað blessunar. Landsmenn voru að týna sjálf- um sér f mergðinni af út- lendingum: þeir voru að verða hornrekur f eigin húsi. Það verður ekki vefengt, að með hugkvæmni og atorku má hafa miklartekjur af erlendum ferðamönnum og þvf meiri, sem betur er búið að þeim: með stærri og rfkmannlegri gisti- húsum til dæmis, með beinni og breiðari hraðbrautum, með fjölmennara og stimamýkra þjónustuliði lfka — nú, og með myndarlegri „salernisaðstöðu" frá fjöru til fjalls. Fáir munu að heldur mæla með þvf, að við tslendingar reisum um okkur múr, gerumst einsetumenn og bönnum heimsóknir útlend- inga; það er beinlfnis háska- legt, og sú þjóð verður fávfs og fælin eins og dæmin sanna. Aðgát skal höfð Hitt er þó jafnvíst, að með þvf að opna allar gáttir fyrir útlendingum, þá erum við Ifka að gefa nokkuð af sjálfum okkur og landinu, sem við byggjum. Hér verður þvf að fara að öllu með gát. Ferða- mannapakkhús á borð við Majorka eru keypt of dýru verði. Gjaldeyririnn streymir að vfsu inn f landið, en hinir innfæddu eru orðnir þrælar kaupsýslunnar, vikapiltar og snúningastelpur gestanna, sem þeir magna yfir sig. Gamlir siðir deyja, og grónar atvinnu- greinar dagar uppi; og byggðin verður að lokum að allsherjar skemmtigarði, þar sem lands- lagið kúrir afskræmt undir skræpóttum Ijósaskiltum. Það er semsagt hægt að búa til þannig „ferðamannapara- dfs“, að fólkinu sem þar var fyrir, verði ekki vært f henni. 1 forystuliði okkar f ferðamálum er margt góðra og gegnra manna. Það er óskandi þeir muni þessa hluti, þegar þeir Ifta til framtíðarinnar. Það er hægt að kaupa ferðamanna- gjaldeyrinn of dýru verði. Fórnin getur orðið of stór, og sumt sem við eigum hér uppi á tslandi ætti helst ekki að vera falt. Viljum við selja öræfakyrrð- ina, eða verður vornóttin okkar nokkurntfma metin til fjár? Er nokkur svo harðbrjósta að vilja selja hana eins og kart- öflur? íUP spurt og svaraÓ Hringið I sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins. STAÐGREIÐSLA SKATTA Sigurjón Jónsson, Hrísateigi 34, spyr: Staðgreiðsla opinberra gjalda hefur verið eitt af baráttumál- um launþega um margra ára skeið. Því spyr ég: Eru nokkrar líkur á þvf, að þessu fyrirkomu- lagi verði komið á í náinni framtíð? Fjármálaráðuneytið svarar: „Staðgreiðsla opinberra gjalda" er það hugtak, sem notað hefur verið um þá hug- mynd, að skattþegn greiði skatta sína af tekjum jafn- harðan og hann aflar þeirra. Markmiðið með þessari aðferð við skattheimtu er, að skatt- þeginn sé aldrei með óskattlagt fé undir höndum, heldur geti hann ráðstafað öllum greiddum launum. Sem hugmynd hefur þessi aðferð mjög mikla kosti. Stjórnskipuð nefnd fjallaði um staðgreiðslu skatta á árun- um 1966 og 1967, og á grund- velli álitsgerðar hennar flutti f jármálaráðherra þingsálykt- unartillögu um málið á 87. lög- gjafarþingi 1966—1967, en hún hlaut ekki afgreiðslu, enda er málið flóknara en virðist við fyrstu sýn. Greiðslukerfi af þessu tagi hentar mjög vel, þar sem yfir- gnæfandi meiri hluti skatt- greiðenda tekur föst laun, sem eru óbreytt mánuð eftir mánuð eða breytast með reglubundn- um og hóflegum hætti til hækk- unar. í því tilviki má með all- góðri nákvæmni áætla fyrir- fram, hvaða hlutfall af tekjum sé hæfilegt til að skattar séu fullgreiddir í árslok.Hins vegar er miklum erfiðleikum bundið í slfku kerfi, að eiga við sveiflu- kenndar tekjur, sem ráðast af ófyrirsjáanlegum atvikum eins og aflabrögðum eða veðurfari eða par sem verðþróun frá ári til árs er illa áætlanleg. Væri tekjuskatturinn fast hlutfall af brúttótekjum eins og útsvar, væri þetta einfalt, en skattkerf- ið gerir ráð fyrir stighækkandi tekjuskattlagningu og viðtæk- um frádráttarheimildum og þvi er ffyrirfram vandfundin rétt frádráttarprósenta fyrir skatt- greiðendur með slíkar tekjur. Reynsla Dana, sem tóku þetta kerfi upp fyrir fáum árum, er slæm og lítil hrifning þeirra mörgu skattgreiðenda þar í landi, sem síðustu vikur hafa verið að fá háa bakreikninga við endanlega álagningu, vegna þess að frádráttarprósentur hafa orðið of lágar á sínum tíma. Ráðamenn þar í landi hafa því ráðlagt Islendingum að hugsa sig vel um áður en slíkt kerfi yrði upp tekið hér. í samræmi við þetta hefur sú Stefna verið mörkuð af hálfu fjármálaráðherra og Alþingis að nálgast „staðgreiðslu" skatta eins mikið og mögulegt er innan ramma núgildandi fyrir- framinnheimtu opinberra gjalda. Því var með breytingu á tekjuskattalögum s.l. vor (1. nr. 60/1973) fjármálaráðherra heimilað að ákveða fyrirfram- greiðslu opinberra gjalda með öðrum og rýmri hætti en verið hefur. Slík reglugerðarsetning verður undirbúin fyrir n.k. ára- mót. Er þess að vænta, að þess- ar ráðagerðir leiði til jafnari dreifingar skattgreiðslna á ári en verið hefur undanfarin ár. Sveiflukenndar tekjur hljóta hins vegar alltaf að leiða til enn sveiflukenndari skatta miðað við okkar núverandi tekjuskatt- lagningu. Við þau vandamál er að etja næstum með sama hætti í staðgreiðslukerfi eins og nú er. Þegar þrem umferðum í aðal- tvímenningskeppni TBK er Iokið, er staða efstu para þessi: Bernharður—Júlíus 574 Gestur — Gísli 570 Björn Kr. — Þórður 557 Auðunn — Þórarinn 556 Jón B. —Sigurður 553 Birgir — Brynjólfur 551 Björn E. — Ólafur 548 Guðjón — Ingólfur 544 Hermann — Reynir 535 Guðmundur — Hallgrimur 532 Gylfi — Kristján 528 Rafn — Þorsteinn 526 Meðalskor er 495 stig. 4. umferðin verður spiluð nk. fimmtudag, en þá verður raðað í riðlana, þannig að efstu pörin verða í A-riðli, 12 næstu í B- riðli og 12 neðstu pörin í C-riðli. X X X X X X X Frá Bridgefélagi Kópavogs. Nú er lokið þriggja kvölda tvímenningskeppni með sigri þeirra feðga Bjarna Péturs- sonar og Sævins Bjarnasonar. Þeir spiluðu mjög vel í síðustu umferðinni og sigruðu nokkuð örugglega, hluta 586 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Bjarni — Sævin 586 Gunnar — Björn 575 Grímur — Guðmundur 560 Valdimar — Haukiir 556 Kristinn — Þorsteinn 542 Ragnar — Sirrý 532 Birgir — Ragnar 532 Ragnar — Einar 520 Óli — Kári 506 Helgi — Guðmundur 503 Meðalskor var 495 stig. Næsta keppni félagsins verður sveitakeppni, sem hefst á morgun kl. 20. Spilað er á Álfhólfsvegi 11, annarri hæð. X X X X X X X BRIDGEFÉLAG KVENNA: Einmenningskeppni félagsins er nú lokið og urðu eftirtaldar konur efstar: 1. Rósa Þorsteinsdóttir 317 2. Sigríður Siggeirsdóttir 312 3. Gunnþórunn Erlings dóttir* 309 4. Júlíana Isebarn 308 5. Ólafía Jónsdóttir 304 6. Margrét Asgeirsdóttir 300 7. Petrína Færseth 298 8. Sigrún Isaksdóttir 293 9. Halldóra Sveinbjörnsdóttir 292 10. Asgerður Einarsdóttir 291 Meðalskor: 270 stig. Næsta keppni félagsins verð- ur tvímenningskeppni. X X X X X X X Eftir 3 umferðir í tví- menningskeppni bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins er staða efstu para þessi: Magnús—Magnús 739 Jón—Jörgen 733 Jón St. — Þorsteinn 708 Þorvaldur — Guðjón 688 Sigríður — Charlotta 685 Margrét — Fanney 683 Guðbjörn — Böðvar 679 Ingibjörg — Sigvaldi 673 Ester — Gunnlaugur 672 Gísli — Vilhjálmur 659 Þórarinn Al. — Björn 652 Ásmundur — Kristján 651 A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.