Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 Erla Haraldsdóttir — Minningarorð „Skjótt hefursól brugðið sumri, því séð hef ég f ljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri.“ Skjótt hefur sól brugðið ævi- sumri Erlu og skjótt hefur guð brugðið gleði góðvina hennar. Um leið og haustaði að í ríki náttúr- unnar, féll húmið á lífsveg henn- ar. Ósegjanlegur harmur er kveð- inn að oss öllum, sem þekktum hanaog nutum vináttu hennar, en mest að eiginmanni, dætrum og móður, sem áttu ástríki hennar og umönnun og guldu hinu sama í móti. Síðustu tvö árin höfum við fylgst í von og trú og hljóðri fyrir- bæn með stríði, sem stóð með hríðum og hléum. Fyrir hléin vor- um við sem aðrir ástvinir þakklát- ar af hjartans grunni. Þá færðist friður og hamingja yfir sviðið, lífið skartaði sínu fegursta, og hver dagur var sem dýr perla. Frá þeim tímum eigum við margar hugljúfustu minningarnar um Erlu og Helga, f góðvina hópi, á ferðum innan lands og utan, og ekki síst í einlægum trúnaðarvið- ræðum, en vináttan verður ætíð trúrri og tærari, þá er örðugleikar steðja að. Enginn má sköpum renna. En drottinn leggur líkn með þraut. Mót hinum þunga skapadómi gengu þau í lífstrú og bjartsýni, meðan auðið var. Þegar séð var, að hverju fór, var því mætt opn- um augum og fullri vitund og trúnaðartrausti. Skilnaðarstund- in var sveipuð þeirri fegurð and- ans hið innra og’ fegurð himinsins hið ytra, að varpar huggunarríku skini fram á veg ástvinanna, og mun að trú okkar létta leið henn- ar í himnanna ríki. Erla var fædd 9. sept. 1929 og hafði þannig náð 44ra ára t Litli drengurinn okkar KÁRL elíasson a'idaðist 11 október í Öelan spitala Thionville í Frakk- landi. Jarðarförin hefur farið fram. Elías Andri Karlsson Rannveig Jónsdóttír og aðrir aðstandendur. aldri, er hún lést hinn 10. þessa mánaðar. Hún var dóttir hjón- anna Haralds Lárussonar rakara- meistara, sem einnig féll fyrir aldur fram, og Vilhelmínu Einars- dóttur, sem nú lifir dóttur sína og má þannig öðru sinni þola þung- bæran missi. Að Erlu stóðu eink- um skaftfellskir stofnar í föður- ætt, en ættir Mýramanna og Aust- firðinga í móðurætt. Erla ólst upp elst fjögurra systkina, þó mjög jafnaldra systur sinni Soffiu (Stellu). Voru þær alla tíð mjög samrýndar, en ekki síður kært með þeim og yngri systkinunum, Haraldi og Sólveigu. Bjuggu þau systkin við mikið ástriki foreldra og hinn ágætasta heimilisbrag, sem varð þeim drjúgt veganesti út í lffið. Með þroskaárunum hlaut Erla vandaða skólagöngu i Kvenna- skólanum og lauk þaðan prófi 1947 með góðum vitnisburði. Lagði hún þar sinn fulla skerf til félagslífs og vináttubanda. Still- ingu hennar, gæsku og björtu yfirbragði var svo við brugðið, að hún var kölluð „engillinn i B- bekknum". Ut í lífið gekk hún sem sérstaklega heilsteyptur per- sónuleiki, sem lét vel að starfa sjálfstætt, enda gat hún sér mjög gott orð á starfsferli sínum utan heimilis. Veigamestu timamótin og um leið gæfusporin í lífi Erlu voru þau, er saman lágu leiðir hennar og Helga Bachmanns, viðskipta- fræðings, sem nú um árabil hefur veitt hagdeild Landsbankans for- stöðu. Ung felldu þau hugi saman og voru vígð í hjónaband árið 1951. Meiri eindrægni og tillits- semi milli hjóna getur varla. Erla var honum ekki aðeins stoð og stytta í vaxandi vanda og ábyrgð, heldur tók virkan og jákvæðan þátt í hugðarefnum hans og félagsathöfnum, svo sem m.a. stéttarbræðrum hans og kórfélög- um er ljúft að minnast. Þeim varð auðið fjögurra dætra, en þær eru: Edda, gift Kristjáni Svanssyni, t Eiginmaður minn, EINAR PÁLSSON, skrifstofustjóri, Lynghaga 1 5, lézt að morgni 1 6 þ m. að heim- ili sinu Guðlaug Á. Valdimars t Eiginmaður minn og faðir okkar VILBERGUR AÐALGEIRSSON, Vesturbraut 1, Grindavík, lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur, 1 5. október. Eiginkona og börn. t Móðir okkar GUÐBJÖRG GRÍMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1 8. október kl 3 Magnea Reynaldsdóttir, Ingólfur Jónsson. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa PÉTURS OTTASONAR skipa smiðs Stýrimannastig 2. Guðrún S. Árnadóttir, Otti Pétursson, Helga Pétursdóttir, Guðbjartur Kristinsson og bamabörn. myndlistamema, Sjöfn 16 ára, Hrönn 7 ára og Sif 5 ára. Leiðir Erlu og okkar vinkvenn- anna lágu saman þegar á bernsku- aldri og skólaárum. Þá voru knýtt bönd, sem tíminn hefur treyst, og við trúum, að enn muni halda yfir heimanna mörk. Erla var þá þegar sem æ siðan björt og fögur, glæsileg og virðuleg í allri fram- göngu. Yfirbragð hennar var höfðinglegt og viðmót hennar markað góðvild og hlýju með undirtón alvöru. Gáfur voru henni af gnægð gefnar. Hún var svö vönduð, að allt f kringum hana varð að vera vandað. Smekk- ur hennar var óbrigðull, hvort heldur var á klæðnað, húsbúnað eða listaverk. Allt sem hún klæddist, fór henni vel. Allt um- hverfis hana féll í stuðla smekks og stíls. I saumaklúbbi okkar samein- uðu þær systur, Erla og Stella, vinkvennahópa úr tveim skólum, og hafa þeir runnið saman í eina órofa heild, Ötaldar eru þær stundir, sem Erla hefur átt með okkur og leitt talið að hugþekkum efnum og mannlegum vandamál- um. Ötaldar eru þær stundir ánægju, skemmtunar, ferðalaga og frjórrar lífsnautnar, þar sem makar og stundum börnin hafa verið með, en þessi vinahópur spannar fjölskyldurnar í heild, svo sem vera ber. Ekki er tóm til að rekja það nánar, en allar þess- ar perlur minninganna eru geymdar en ekki gleymdar, og núverða þær fágaðar og skírðar æ því meir sem ekki gef ast fleiri. Hugurinn leitar nú á vit ástvin- anna, einkum dætranna ungu og Helga, sem nú er einn forsjá þeirra. Honum sé þökk fyrir ein- stæða umhyggju, hlífð og hjálp við konu sína í þrautum hennar. Meiri alúð var ekki unnt að veita. Nú eru framundan þær byrðar, sem honum mun ljúft að bera. Megi guð gjöra þær léttbærar og leiða þau öll fram á veginn. Einsstæðri móður biðjum við styrks til að standast þá raun, sem á hana er lögð. Fyrirbæn okkar er þó fyrst og síðast fyrir Erlu, ókkar hjartkæru vinkonu, sem nú er kvödd hinstu kveðju þessa heims. Megi ómæld blessun fylgja henni á eilífðar- braut. Megi sálirnar skynja ná- lægð andans, þótt veraldir skilji. Saumaklúbbsvinkonur. Man eg þig, mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar; man eg þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. Þessar ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar verða í huga mínum ávallt tengdar minningunni um Erlu, — hreinar, ljúfar, — og tærar. Mér er vel í minni, þegar hún fyrst kon á heimili foreldra minna sem unnusta Helga bróðurs míns, og þau þá vart af unglingsaldri. Hún kom eins og álfkona inn i okkar brúnaþungu fjölskyldu. Eins og svo margar ungar kon- ur námsmanna með lítil auraráð lagði hún hart að sér við hlið hans, því metnaður hennar beind- ist að velferð hans, og þeim farn- aðist vel. Ótaldar eru ánægjustundirnar á góðu og fallegu heimili þeirra, þar sem alls staðar mátti kenna sérkennilega næman og finlegan smekk hennar. Þar var góðvild og glaðværð í öndvegi og vökul um- hyggja fyrir gestum og gangandi. Þau eignuðust fjórar dætur, tvær eru enn lítil börn, —en allar bera þær umhyggju og prúð- mennsku hennar fagurt vitni. Það, sem verður þó minnisstæð- ast, er stærð hennar og æðruleysi á örlagastundu, þá hún stóð and- spænis þeim vágesti, er átti eftir að verða henni að fjörtjóni, langt um aldur fram. Þá gat hún ennþá veitt öðrum af hlýju hjarta sínu og hlegið létt að leik lítils barns eðaspaugilegum tilburðum þess, Ég þakka henni heila og góða vináttu. Góðan Guð bið ég að styrkja fjölskyldu hennar og eiginmann. Megi það milda sáran harm að eiga minningu um farsæla sam- búð, þar sem tveir hugir stefndu saman að einu marki. Helga Bachmann. Ó, send til hans, sem heitið Jesús ber, hann hjálpar einn, ef sál í nauðum er — sem Guð oss sendi að sýna þjáðum lið, ó, send til hans, og þú munt öðlast frið. Ó, send til hans, er allt í ljúfa löð i lffi fellur — sál þín er svo glöð. Og þegar siðast sækir að þér hel, þá send til hans, sem gerir allt svo vel. Það voru margar hendur, sem voru útréttar þér til hjálpar, vina, til að létta þér byrðina, þegar hún var sem þyngst. Það voru hendur lækna, eiginmanns, móður og margra annarra, sem gjörðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að veita þér lið. Og það voru líka aðrar hendur, sem voru yfir þér allan timann, það voru blessandi hend- ur frelsarans, sem voru þar til að taka burtu sárasta broddinn. Það voru hendur hans, sem hefur tekið í burt brodd dauðans og sigrað hann með því að deyja, svo við mættum lifa. Bænir vina þinna umvöfðu þig, og hendur hans, sem er sjálft lífið, hafa nú borið þig heim, þangað sem renna lifandi vatns- lindir og Guð kemur sjálfur og þurrkar burtu hvert tár af augum barna sinna. Heim, í land full- komleikans. Eitt sinn gaf faðir börnum sin- um þessa ráðleggingu: „Verið ætíð eins og þið ættuð von á sjálf- um kónginum i heimsókn.“ Þetta gæti verið lýsing á þér og heimili þínu, allt var þannig eins og þú ættir von á sjálfum kónginum. Og svo, þegar hann kom, konungur lffsins, þá var allt í reglu, líka fyrir hann. Allt, í kringum þig, einkenndist af fegurð og friðsæld, og það er þessi mynd fegurðar og friðsæld- ar, sem þú nú skilur eftir hjá okkur. Það er ekki ofmælt er ég segi: „Við söknum þín öll.“ En þessi söknuður er þó mildaður af fögr- um minningum um hugprýði þina og æðruleysi f blíðu og stríðu. Það er erfitt að vera kallaður burtu, þegar maður stendur á há- tindi lífsins, það er svo margt, sem bindur okkur við lifið hér á jörð, sérstaklega þegarþað hefur fært okkur svo margt gott, ham- ingju og góða ástvini. En þegar við hin lítum til baka á allt þetta, sem var gott og hugljúft, þá eig- um við lfka auðveldara með að beygja okkur og þakka með orð- um Jobs: „Drottinn gaf og Drott- inn tók, lofað veri nafn Drottins." Þrátt fyrir alla fegurð þessa lífs, þá er það allt forgengilegt, en lífið sanna, óforgengilega. er hjá honum, sem skapaði það allt. Hendur okkar eru veikar og máttvana gagnvart herra lífsins, eins eru orð okkar vanmegnug að veita huggun ástvinum i sárri raun. En orð hans megna það, þessvegna læt ég honum það eftir, þvi orð hans eru lff og eru kraft- ur. Halla. Halldóra Kristín Jónsdóttir — Minning Fædd 7. nóvember 1894 Dáin 6. október 1973 Hinn 6. þ.m. andaðist í Borgar- spítalanum Halldóra Kristin Jónsdóttir, Snorrabraut 40. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins mins, ARAHERMANNSSONAR Blönduósi. Sérstaklega vil ég þakka Björgunardeild Slysavarnardeildarinnar Blöndu, Hjálparsveit Skáta, Blönduósi, Slysavarnafélagi íslands og öðrum þeim, er aðstoðuðu við hma miklu leit Þörunn Pétursdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VALGERÐAR EIRÍKSDÓTTUR frá Sólheimum. Ragnheiður Jónsdóttir, Gunnar Björnsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir, Ingi Kr, Stefánsson, Ragnar Gunnarsson, Jane Nielsen, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir Kristin, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Friðriksdóttir og Jón Tómasson formaður ísafirði. Kristín missti móður sina á öðru ári, og ólst hún upp hjá föður sinum og seinni konu hans, Ingi- björgu Jóhannsdóttur, ásamt tveimur alsystkinum og sjö hálf- systkinum. Arið 1913 fluttist Kristin til Reykjavíkur og réðst f vist til Guðmundar Hannessonar prófessors og konu hans frú Karó- linu, og var hún hjá þeim hjónum i rúm 22 ár. Þar næst fór hún að Álafossi i Mosfellssveit, og starfaði f verksmiðju Alafoss í 15 ár. Að liðnum þessum tima fór hún til systranna i St. Jóseps- spftala í Hafnarfirði og ennfrem- ur til systranna í Landakots- spítala i Reykjavík, og hjá þeim vann hún þar til kraftar hennar þrutu. A öllum þessum stöðum reyndist Kristin dugleg og sam- viskusöm við sín störf, og var hún sérstaklega stundvís og ráðvönd kona, sem ekki mátti vamm sitt vita. Kristín starfaði aðeins hjá þrem húsbændum allan sinn langa ævidag, eða um 60 ár, og segir það vissulega sína sögu. Skólaganga Kristinar var ekki löng, enda fátt um annað að ræða en barnaskóla í þá daga og reyndi hún að bæta við kunnáttu sína með að sækja kvöldnámskeið eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.