Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 31 — 200 Framhald af bls. 32 inu utan 50 sjómilna. Er okkur þvi nauðsynlegt að ráða vernd og veiðum langt út fyrir 50 milur. Það hefur verið stefna ís- lendinga að fá yfirráð yfir öllu landgrunninu út að ystu mörkum þess. Til þess að ná þessu mark- miði er nú sigurvænlegast að styðja 200 mílna stefnuna og framkvæma hana. Þær þjóðir, sem vilja víðáttumikla landhelgi, en hafa mismunandi stórt land- grunn, virðast geta sameinast um 200 mflur. Þar sem við mundum með þeirri leið fá þau fiskimið, sem mestu skipta, og 200 milurn- ar ná yfir landgrunnið og sums- staðar lengra, samræmist það fyllilega íslenskum hagsmunum að taka upp þá stefnu. Fyrirhugað er, að hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna verði haldin á næsta ári. Sumir spá þvf, að henni muni ekki ljúka fyrr en eftir 2 — 3 ár eða jafnvel síðar. Tvo þriðju atkvæða þarf til, að ályktun verði bindandi fyrir alla, en auk þess þurfa allmörg ríki að fullgilda hana, til þess að alþjóða- samningur komist á, er gildi sem alþjóðalög. Um slfka niðurstöðu er mikil óvissa, og hætta á, að langur tími líði, uns það gæti leg- ið fyrir. Eftir því getur islenska þjóðin ekki beðið. Til þess er allt of mikið í húfi. Nægilega traustur grundvöllur liggur þegar fyrir undir útfærslu í 200 mflur á næsta ári. Hér skulu nefnd helstu rök: 1. Lífsnauðsyn íslensku þjóðar- innar á að vernda þau fiskimið, sem tilvera hennar byggist á. 2. Sú viðurkennda þjóðréttar- regla, að strandríki eigi allar auð- lindir i hafsbotni á landgrunni sfnu, — full rök liggja til þess, að hið sama skuli gilda um verðmæti í sjónum yfir hafsbotninum. 3. Samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 18. desem- ber 1972 um, að strandríki skuli eiga rétt til náttúruauðæfa í haf- inu yfir landgrunninu. 4. Vitneskjan um, að meiri hluti þjóða heims styður 200 mílna efnahags- og auðlindalög- sögu. Þar sem skipta þarf hafsvæðum eða hafsbotni milli landa, er það alþjóðleg regla að miða við mið- lfnur milli landanna. Til Græn- lands eru um 160 sjómílur og til Færeyja um 210 sjómílur. Landsgrunnslögunum, nr. 44 frá 1948, þarf að breyta til sam- ræmis við þá stefnu, sem hér er mörkuð, og gerir tillagan ráð fyrir þvf, að ríkisstjórninni sé falið að undirbúa þá lagabreytingu og leggja fyrir Alþingi. Verndun og friðun fiskistofna er okkur íslendingum lffsnauð- syn. Það þarf að gera stærra átak í þeim efnum en gert hefur verið til þess að tryggja sem best skyn- samlega hagnýtingu fiskistofn- anna. Með tillögunni er lögð áhersla á, að svo verði gert. Að því er snertir skilning á málstað okkar með öðrum þjóðum og stuðning við hann frá þeirra hendi, eru öflugar friðunarað- gerðir grundvallaratriði. Það er eindregin ósk og von — 100 ára Framhald af bls. 3. fjöldi heillaóska, blóma og ann- arra gjafa. En hún sat hin keik- asta í þessu afmælishófi sínu f tvo og hálfan tíma, brosti við vinum sínum, þakkaði vinsemd og gjafir og naut sýnilega af- mælisins, sem lauk með þvi, að allir viðstaddir sungu Blessuð sértu sveitin mín, að ósk af- mælisbarnsins, undir stjórn Jóns Tryggvasonar. Á þriðjudagskvöld verður svo afmælisveizla heima hjá henni á Héraðshælinu fyrir heima- menn. Vinir Halldóru voru á einu máli um, að úr þvf hún hefði sagzt ætla að verða 100 ára, þá kæmi þeim ekkert á o'vart, að Halldóra Bjarnadóttir hefði efnt það, sem hún lofaði. mílur flm. þessarar þáltill. að till. fái stuðning frá öilum stjórnmála- flokkum og að samstaða náist á þingi og með þjóðinni um þetta störmál." Þá er í lok greinargerðarinnar tekin orðrétt upp ályktun fundar þingflokks og miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var 30. ágúst s.l., um þetta efni. Sú ályktun hefur birst í Morgunblað- inu. Helgi Bergmann listmálart, heimsækir vini sína á Snæfells- nesi nú um helgina með mál- verkasýningu. „Ég fer á Nesið á hverju ári, óg mér finnst ekki hafa verið neitt sumar nema ég hafi dvalið þar einhvern tfma,“ sagði Helgi f viðtali við Morgun- blaðið áður en hann lagði f hann með myndirnar 26, sem hann ætlar að sýna f barnaskólanum f Ólafsvík á laugardag og sunnu- dag. Þessar myndir eru allar frá Snæfellsnesi, flestar málaðar á — 130 þús. tonn Frámhald af bls. 1 meðalársverð er, en í kjölfar þess verður svo komið á svæða- skiptingu umhverfis landið. Er þá líklegt, að sex-svæða fyrir- komulagið gildi. Nái Bretar 130 þúsund tonnum verða þeir að hætta veiðum, þar til veiðiár er liðið. Að öllum lfkindum verður það miðað við tfmabilið 1. september tii 31. ágúst. Fund forsætisráðherranna í morgun sátu einnig sir Alec Douglas-Home utanrfkisráð- herra og Joseph Godber sjávar- útvegsráðherra. Talsmaður forsætisráðu- neytisins brezka sagði, að fundurinn hefði verið sem hin- ir, vinsamlegur og upp- byggjandi. I raun sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, að ekki væri unnt að tala um samkomulag, fyrr en svar hefði borizt frá íslenzku ríkis- stjórninni — eftir að Ólafur Jóhannesson hefði skýrt henni frá niðurstöðum viðræðanna. Ens og sagði í frétt af við- ræðum f Morgunblaðinu í dag, ríkti talsverð bjartsýni á fyrsta fundinum í gærmorgun, en þegar síðdegisfundurinn hófst, sem raunar stóð aðeins í hálfa klukkustund, þyngdust viðræður eitthvað. Síðan var ræðzt við yfir kvöldverði í gær- kvöldi og munu þá Bretar eitt- hvað hafa slakað til, þótt ekki hafi verið mikið, enda sagði Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra við blaðamenn Mbl. í gærkvöldi, er hann kom frá við- ræðum um kl. 23.00: „Það gengur heldur þunglegar en áhorfðist í fyrstu.“ 1 þessu skilorðsbundna sam- komulagi er gert ráð fyrir, að bátaflotamiðin við Island verði algerlega friðuð fyrir togveið- um, svo og svæði, sem eru upp- eldisstöðvar fisks. I síðustu samningaumleitunum við Breta buðu þeir að takmarka veiðar sínar við 145 þúsund tonn á ári, en tslendingar vildu ekki leyfa þeim að veiða meira en 117 þúsund tonn. Af þessu sést, að í viðræðum nú hafa menn svo til mætzt á miðri leið, þ.e. íslendingar hafa gefið eftir 13 þúsund tonn en Bretar 15 þúsund tonn. Opinber brezkur talsmaður sagði um samkomu- lagið, að Bretar væru nokkuð ánægðir með það, enda sýndist það vera sanngjamast. Sami maður sagði, að búizt væri við svari íslenzku ríkis- stjórnarinnar innan 10 daga. Þess má geta, að Bretar eiga nú rúmlega 40 frystitogara en hins vegar munu verksmiðju- togarar þeirra vera sárafáir. þessu ári, sumar að vísu eftir eldri vinnuskissum. „Eg vil að það komi skýrt fram, að þó að sýningin sé haldin i Ólafsvík, þá er hún ætluð öllu Nesinu, og ég vona að vinir minir úr plássunum öllum láti sjá sig.“ Myndirnar, sem allar eru málaðar í olíu, eru til sölu, og sýningin er opin frá 2—10, laugardag og sunnudag. — „Boris” Framhald af bls. 2. var annars afar hörð, þannig að þriðji maður i keppninni, Belgi, var aðeins einu stigi á eftir mér.“ Eins og Daniel gat um, var „Boris“ sigurkokteill hans í Vodkakeppninni, sem Bifreiðar- og landbúnaðarvélar gengust fyrir hér í fyrra. Hann er þannig blandaður: 1/3 vodka, 1/3 kakólíkjör, 1/3 cointreu og dass sitrónudjús. - Samningar Framhald af bls. 32 blaðið i gær, sagði einn af starfs- mönnum Vinnuveitendasam- bandsins, að þeir hjá sambandinu hefðu oft séð það svart í kröfu- gerð en aldrei eins og núna, þannig að ljóst má vera að veru- lega ber á milli aðila i upphafi samningaviðræðnanna. BSRB-menn og samninganefnd ríkisins sátu hins vegar fund með sáttasemjara rikisins sl. mánu- dag, og þokaðist ekkert í sam- komulagsátt. Raunar mun ekkert vera farið að ræða launakröfurn- ar ennþá en hins vegar var á þessum fundi drepið á nokkur smærri atriði og bar mikið á milli. Sáttasemjari hefur boðað til nýs fundar næsta mánudag, þann- ig að ekki hafa verið fund- ir nema einu sinni í viku það sem af er þessum mán- uði. Þykir BSRB mönnum þetta benda til þess, að kjaradeila þeirra og ríkisins stefni beint í kjaradóm. Hann hefur nú tvo mánuði til að kveða upp úrskurð sinn, þannig að dómur hans verð- ur að liggja fyrir 1 síðasta lagi 31. desember. Ef marka má með- höndlun kjaradóms á BSRB- samningum til þessa, má gera ráð fyrir að hann noti umþóttunartíma sinn all- an. Heimildarmaður Morg- unblaðsins sagði þó, að mögu- legt væri að sáttasemjari boðaði næsta fund fyrr, ef afstaða rfkisstjórnarinnar til samninga- málanna almennt skýrðist eitt- hvað á næstu dögum. Næsti fundur sáttasemjara með samninganefndum ríkisins og Bandalags háskólamanna hefur verið boðaður f dag. Talsmaður hinna sfðarnefndu sagði f viðtali við Mbl. í gær, að mönnum þættu fundirnir með sáttasemjara afar strjálir, og kjarasamningar þeirra, líkt og BSRB, stefndu hraðbyri í kjaradóm. „Þetta bend- ir til þess að línuna vanti algjör- lega i samningamálunum frá ríkisstjórninni," sagði hann, en bætti því við, að þeim BHM-mönn um þætti hart hversu timinn væri illa nýttur þessa daga, sem kjara- deila þeirra er í höndum sátta- semjara. Hann fjallar um málið út þennan mánuð, en hafi samning- ar ekki tekizt þá, gengur deilan sjálfkrafa til kjaradóms, sem hef- ur tvo mánuði til að fjalla um málið, eins og áður er getið. Helgi Bergmann sýnir í Ólafsvík Irarunnu4:3 Islenzka unglingalandsliðið f knattspyrnu lék við frska jafn- aldra sfna f Dublin í gærkvöldi og lauk leiknum með frskum sigri 4—3. Leikurinn var liður f undankeppni Evrópukeppn- innar f knattspyrnu og er árangur fslenzku piltanna mjög góður, f rauninni betri en búizt var við. Irsku piltarnir eru allir komnir á samning hjá enskum eða skozkum atvinnumanna- liðum. I hálfleik var staðan 2-1 fyrir 'lrana, þeir skoruðu tvö ódýr mörk til að byrja með, en Gunnlaugur Kristfinnsson skoraði fyrir lsland með skoti beint úr aukaspyrnu. 1 upphafi sfðari hálfleiks skoraði Gunn- laugur aftur á sama hátt, ir- arnir gerðu sfðan tvö gullfalleg mörk. Þriðja mark Islands var skorað, þegar átta mfnútur voru til loka leiksins. island og Irland leika aftur f næstu viku og þá á Melavell- inum. Telja verður möguleika Islands á sigri f þeim leik tals- vert mikla. — Viö komuna Framhald af bls. 1 ánægðir með það, sem náðst hefur hingað til, og það er grundvöllur fyrir samkomulag sem við teljum réttlátt.“ Fréttastofan segir, að Bretar telji hugsanlegt, að sérfræðingar landanna tveggja muni þurfa að koma saman til að vinna úr tækni- legum atriðum, eftir að ríkis- stjórnirnar hafi samþykkt samn- ingsgrundvöllinn. Hefur AP það eftir brezkum heimildarmönnum, að samkomu- lagið verði til bráðabirgða, og þá líklega miðað við tvö ár. Þetta þýði að bæði löndin standi föst á hinum andstæðu, lögfræðilegu túlkunum sínum á einhliða útfærslu íslendinga. „Viðræðurnar voru ekki eins árangursríkar og ég hafði vænzt,“ sagði Ólafur Jóhannesson við fréttamenn á Heathrow-flugvelli í London, að sögn AP. „En það er stundum betra að vera svartsýnn, — þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum,“ bætti hann við. „Við ræddum mörg atriði,“ sagði Ólafur að lokum, „og sá möguleiki að stjórnmálasamskipti verði rofin og viðræður falli alveg niður hefur ekki verið útilok- aður.“ ______. . .______ — Borgarleikhús Framhald af bls. 32 30 þúsund rúmmetrar. Það á að geta tekið um 450-500 manns í sæti í aðalsal, en einnig verður annar minni salur fyrir 1-200 manns. Stefnt er að þvi, að nýja leikhúsið verði mjög tæknilega fullkomið, og hafa Leikfélags- menn ásamt fulltrúa borgar- innar kynnt sér ný og full- komin leikhús vfða í Evrópu. — Sadat hótar Framhald af bls. 1 var sagt, hvað liðið væri fjöi- mennt og hve lengi það yrði. 1 þingfæðu sinni sagði frú Meir, að baráttan á suðurvígstöðvunum stæði nú sem hæst. Hún sagði, að vopnahlé yrði ekki samið nema öllum ísraelskum stríðsföngum yrði skilað. Um norðurvígstöðv- arnar sagði hún, að sýrlenzki her- inn hefði goldið mikið afhroð. Hún sakaði Rússa um að reyna að hagnast á stríðinu. Sadat sagði, að aðeins væ. beðið eftir skipun frá sér um að skjóta eldflaugum þeim, sem Egyptar réðu yfir og gætu hæft hvaða skotmark, sem væri í ísra- el. Jafnframt bauð hann viðræður um tafarlaust vopnahlé ef ísraelar hörfuðu frá herteknum svæðum. Hann gaf í skyn, að Egyptar mundu ekki beita eld- flaugunum gegn skotmörkum langt inni í ísrael nema ísraelar réðust langt inn í Egyptaland eða Sýrland. Sadat kvaðst fylgjandi alþjóðlegri friðarráðstefnu og kvað Egypta reiðubúna að opna Súezskurð. Golda Meir sagði í ræðu sinni, að Arabar hefðu teflt fram 800.000 mönnum, 4.810 skrið- drekum og 1.025 herflugvélum gegn ísraelum og að Rússar hefðu sent þeim 200 flugvélarfarma af hergögnum. Hún sagði, að Rússar flyttu eldflaugar og önnur her- gögn til Egyptalands og Sýrlands og að gera mætti ráð fyrir því, að með flugvélunum kæmu einnig ráðunautar og sérfræðingar. Hún kvað von á meira arabisku herliði frá fleiri löndum. Að sögn Guðmundar Pálssonar, framkvæmdarstjóra Leikfélags Reykjavlkur, hafa borgaryfirvöld gefið Leik- félaginu þær upplýsingar, að lóðin undir borgarleikhúsið í nýja miðbænum verði byggingarhæf síðla næsta sumars og kvaðst Guðmundur vongóður um, að framkvæmdir gætu þá hafizt strax seint á næsta ári. —Silfurlampinn Framh. af bls. 2 Kristján og Guðmundur voru augsýnilega ánægðir með gripinn, sem köstaði þá 48.590 kr, er sölu- skattur hafði verið reiknaður, „Þetta var ekki hátt,“ sagði Guðmundur, og Kristján kvaðst hafa búizt við, að lampinn færi helmingi hærra — og verið tilbú- inn til að bjóða næstum þvi svo mikið fyrir lampann. Alls voru 47 listaverk á upp- boðinu. Hæsta boð kom i oliumál- vek Jóns Stefánssonar, Strút og Geitá, 300 þús. kr., sem er hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir Is- lenzkt listaverk á uppboði, en sambærilegt við verðlag á verkum Jóns i Danmörku. Kaupandi var Agnar Jörgensson, en hann gaf fyllilega í skyn við Morgunblað- ið, að hann hefði ekki boðið í myndina fyrir sjálfan sig. „Annars er þetta ekk- ert verð fyrir Jón Stefánsson," sagði hann, „Þegar Sverrir (Haraldsson) verðleggur sig sjálf- ur á þetta." öhnur listaverk, sem fóru á háu verði, voru: Sólarlag, vatnslitamynd Ásgrims Jönsson- ar, á 110 þús. kr„ Hugleiðing, olíumálverk Jóhannesar S. Kjar- vals, á 90 þús. kr„ — Utflutningur Framhald af bls. 3. breytzt. Árið 1968 voru 47% af útflutningi iðnaðarvara flutt til Sovétríkjanna, 28% til Bandaríkj- anna, 12% til Bretlands. Nú eru 35% flutt til Sovétríkjanna, 18% til Bandarikjanna, 28% til EBE- landanna og 18% til EFTAland- anna. Þjónusta Útflutningsmið- stöðvar við fyrirtækin, sem út flytja, hefur varið vaxandi og verkefnin verða stöðugt fleiri og fjölbreyttari, og má þar m.a. nefna að mikið átak var gert á Norður-Amerikumarkaði 1973. Fjármögnunarvandamál út- flutningsiðnaðarins voru útskýrð sérstaklega. Þar kom fram, að ekki hafði enn reynzt mögulegt að afla Útflutningsmiðstöðinni sér- i staks gjaldstofns. Hins vegar gera lög ráð fyrir að þetta verði gert eins fljótt og tiltækilegt er. Af þeim sökum á miðstöðin enn allt sitt að sækja undir fjárveitingar- valdið. Á yfirstandandi fjárlögum er gert ráð fyrir 6 millj. kr. fram- lagi, og nær þetta ekki helmingi þess fjármagns, sem nauðsynlegt er til að standa undir rekstrinum næsta ár. I síðustu fjárlög- um var fjárframlag 5.5 millj. og gert er ráð fyr- ir að kostnaður verði 11 millj. 1973, en nú hefur Iðnþróunarsjóður veitt fé til ákveðinna verkefna og Vörusýn- ingarnefnd til ákveðinna verk- efna. Nú er mikill vandi á hönd- um, sögðu forráðamenn Utflutn- ingsmiðstöðvarinnar og illa farið ef þarf að draga saman seglin. Sérstaklega eins og nú stendur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.