Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973
25
ffleÖinofgunkaffinu
mr _ 11 ^
Blddu aðeins, vinur. Ég ætla
bara að slökkva á stereó-
græjunum svo að ég heyri
hvað þú ert að segja.
Gettu hver er komin með
lögfræðinginn sinn.
_ ..........................................
— Hvað er eiginlega að þér, manneskja? Áður fyrr fannst
þér alltaf mest gaman þegar það var Iff og f jör I kringum þig.
^ciö^nu^PÁ
Jeane Dixon
Spáin er fyrir daginn í dag
Hrúturinn 21. marz —19. apríl
Ljúktu þvf, sem þú ðtt ógert, áður en þú hefst handa um nýjar
framkvæmdir. Það þýðir ekki að veraað grauta í of m örgu samtfmis.
Heimilislffið ánægjulegt, enda þótt ekki sé neinna stórviðburða að
vænta.
Nautið 20. aprfl — 20. maí
I dagsins önn þarftu að einbeita þér að störfum þfnum oggæta þess
að láta utanaðkomandi truflanir ekki tefja þig, því að útlit er fyrir,
að tfminn verði ódrýgri en þú gerðir ráð fýrir.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Reyndu að halda þigsem mest í einrúmi í dag, og forðastu að lenda í
illdeilum. Meðan þú hugsar þfn mál í ró og næði, eru líkur á að
eitthvert vandamál leysist fyrirhafnarlaust. og á óvæntan hátt.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Reyndu að fyrirgefa eitthvað, sem gert hefur verið á hluta þinn,
enda þótt þér muni reynast erfitt að gleyma því. Athugaðu vel, hvar
þú stendur fjárhagslega, og leggðu ekki út f neinar vafasamar
fjárfestingar.
Ljónið 23. júlf — 22. ágúst
Láttu ekkert tækifæri ónotað til að uppræta ósamkomulag, sem ríkt
hefur upp á sfðkastið. Reyndu að hvflast eins og unnt er, og gerðu
þér grein fyrir, með hvaða hætti velferð heimilisins er bezt borgiði
Mærin 22. ágúst — 22. september
Stundum vantar talsvcrt á, að þú gerir nógu miklar kröfur, og á það
jafnt við um kröfur tíl sjálf (s)(rar) þfn og annarra. Sennilega er
þetta aðalástæðan fyrir þvf, að þú nærð ekki jafn góðum árangri og
æskilegt er.
Vogin 23. september — 22. október
Nú er komið að leikslokum, og þú þarft að leggja spilin á borðið. Þú
skalt vera hreinskilin(n) — það borgar sig bezt úr þvf, sem komið
er. Leitaðu ráða hjáþér reynslurfkara fólki.
Drekinn 23. október — 21. nóvember
Þegar neyðin er stærst er hjálpin níest — og hún kemur ifr þeirri
átt, sem þú áttir sfzt von á. Sýndu þakklæti þitt f verki, og vertu ekki
feimin(n) við að láta tilfinningar þfnar f ljós.
Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember
Klaufaskapur þinn, og óheppni sökum hans, er stundum með
ólfkindum. Þegar maður er búinn að verða sér til skammar er
ekkert annað að gera en að biðjast afsökunar, en þá verður Ifka
hugur að fylgja máli, efeitthvert mark á að vera takandi á þvf.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Láttu þér nægja að rækja skyldustörfin f dag. Þetta er ekki tfmi
neinna meiriháttar afreka. Þú þarft að gera upp sakirnar við
einhvern — og því fyrr því betra. Þú ættir að gera meira af því að
velja þér fremur viðmælendur en viðhlæjendur.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þér mun ganga vel f starfi þfnu f dag, en varastu að styggja þá, sem
viðkvæmir eru. Þú ættir að athuga betur heilsufar þitt. Sýndu
samstarfsvilja og tilhliðrunarsemi. Kvöldið sérlega ánægjulegt
heima fyrir.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Ekki vrrður margt til aS angra þig f dag. Þú ættir a5 gefa þérgóSan
tfma til aS sinna fjölskyldu þinni, sérstaklega þeim, sem eldri eru.
Einnig ættir þú aS athuga meS aSdrstti til heimilisins.
Olíuviðræður
Vinarborg, 11. okt. AP.
FULLTRÚAR olíuríkjanna
fyrir botni Persaflóaog stærstu
vestrænu oliufélaganna hafa
komið sér saman um nýjan
fundartima til að ræða verð-
hækkanakröfur framleiðend-
anna, en þessar viðræður stöðv-
uðust á mánudag. Nýi fundar-
tíminn er á föstudag. Viðræð-
urnar hafa legið niðri síðan á
mánudag vegna þess, að olíu-
félögin vildu fá umhugsunar-
tima til að semja móttillögur
gegn kröfum framleiðendanna.
Til sölu vid Sörlaskjól
Hæð og ris, sem er 3ja og 4ra herb. ibúðir, ásamt góðum
bílskúr. Eignina má einnig nota sem 7 — 8 herb. íbúð.
Vel ræktuð lóð. Mjög góð eign.
Sala og Samningar
Tjarnarstíg 2
símar 23636 og 14654
Góð veiði þegar gefur
Góð síldveiði er nú á Norður-
sjávarmiðum, þegar veður leyfir,
en nokkuð brælugjarnt hefur
verið þar upp á siðkastið.
Bátarnir halda sig nú mest austur
af Hjaltlandi, en þaðan er tæp-
lega tveggja sólarhringa sigling
til Danmerkur.
— Um dýra-
spítala
Framhald af bls. 11.
sjálfsagt. Rikisstjórnin mætti vel
við una, ef ekkert af hennar
útgjöldum væri hlægilegra í
augum þjóðarinnar en þessi eina
og hálfa milljón (sem ekki fæst)
Raunar er það Islendingum
til stórrar vansæmdar að hafa
ekki sjálfir sýnt þann manndóm
að koma upp slíkri stofnun af
eigin rammleik.
Það er rétt hjá ráðherranum, að
hundahald er bannað I Reykjavik,
og við þvi er ekkert að segja og
líklega öldungis rétt stefna en
verði þessi gjöf ekki þegin,
mættum við öll hundar heita.
Reykjavík 11. september 1973.
Sigurlaug Björnsdóttir.
Styrktarfélag Fóstbrædra
Söngur grln og gaman
Tvær fyrstu haustskemmtanirnar verða haldnar í Fóst-
bræðrahúsinu um næstu helgi þ.e. föstudaginn 19. og
laugardaginn 20. þ.m.
Skemmtanirnar verða alls átta. Öllum styrktarfélögum
verða send aðgöngukort að einhverri þeirra.
ATHUGIÐ VEL DAGSETNINGU YKKAR KORTA, þegar
ykkur berast þau.
Velkomin
FÓSTBRÆÐUR.
betta er fyrsti vinningurinn I jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins. Dodge-Dart 1974.
Fjögra dyra bifreid med aflstyri
Vegna tafa á afgreiðslu bílsins frá Bandarikjunum verður hann
ekki til sýnis í Bankastræti fyrr en í byrjun næsta mánaðar.
Þangað til munum vér selja happdrættismiða við Bernhöftstorf-
una í Bankastræti ur SIMCA-BIFREIÐ þeirri, sem myndin að
neðan sýnir.
Þessi hagnýta SIMCA bifreið verður annar
vinningur í happdrætti voru, sem dregið verð-
ur um í desember.
MIÐINN KOSTAR 100 KRÓNUR.
Happdrættl Krabbamelnsfélagslns