Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973 A sunnudaginn var gerðist það í Brixham I Englandi, að lúðrasveit Hjálpræðishersins í bænum stillti sér upp fyrir utan krá eina og hóf að leika „Áfram, Kristsmenn, krossmenn" af miklum þrótti. Veitingamanninum, sem heitir Georg Shepherd, þótti sem lúðra- þyturinn hefði truflandi áhrif á andrúmsloftið í kránni, settistvið rafmagnsorgelið sitt, og hóf að leika marsinn úr „Brúnni yfir Kwai-fljótið“ eins hátt og hægt var. Eftir stuttastund birtust verð ir laganna, og tjáðu honum, að hann yrði að láta af framferði sínu, þar eð hann, með ólöglegum hætti, kæmi i veg fyrir, að Hjálpræðisherinn gæti fram- kvæmt guðsþjónustu sína. Veitingamaðurinn vildi ekki una þessu, og nú er allt útlit fyrir, að málaferli séu framundan. ☆ Þessi mynd var tekin I skfrnarveiziu Hákons Magnúsar I Noregi nýlega. Það er auðséð, að Mártha Louise er ekkert sérstaklega ánægð með það, að bróður hennar sé veitt meiri athygli en henni sjálfri, og sýnist okkur, að hún vilji troða sér f sófann á milli foreldra sinna. Þau ovæntu tíðindi hafa nú borizt, að Liz Taylor og Richard Burton séu tekin að deila ákaft um umráðaréttinn yfir risa- demantinum fræga. Þau eru ekki að gera sér neina. rellu út af krökkunum — hafa samið um, að þeir verði hjá þeim til skiptis. En um demantinn gegnir talsvert öðru máli — Liz vill fá að eiga hann, en Richard vill selja dýrindið og skipta andvirðinu með eiginkonunni fyrrverandi. Þegar demanturinn var keyptur á sínum tíma, átti hann að bera fagurt vitni um eilífa ást, svo að eiginlega er þetta mesti svindl- gripur. Annars fyndist okkur athugandi fyrir hin þjökuðu hjón að hafa það eins með gimsteininn og börnin — þ.e.a.s. hafa hann til skiptis. ☆ Oona O’NeiIl, eiginkona Charlie Chaplins, en hún er nú 48 ára að aldri, hefur sýnt honum einstaka umhyggju í hjónabandinu. Þau hafa verið gift í 30 ár, og allan þann tíma hafa þau aðeins verið aðskilin í 8 daga. ☆ Anna Kashfi, sem einu sinni var gift Marlon Brando, ber hon- um ekki vel söguna f endur- minningabók sinni, sem er nýkomin út. Þar segir hún meðal annars, að hann hafi enga manna- siði kunnað, verið ruddalegur og siðspilltur. Auk þessa hafi hann verið heldur óspennandi elsk- hugi, þannig að nú þarf engin að vera að svekkja sig yfir að hafa ekki krækt í hann. ☆ Nýlega voru Anna prinsessa og Mark Phillips, unnusti hennar, í Kænugarði, þar sem prinsessan tók þátt f kappreiðum, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Hjónavfgslan á annars að fara fram í Westminster Abbey 14. nóvember næstkomandi, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. fclk í fréttuni HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Þetta er maðurinn, sem hjálpaði mér að lenda, mamma. Hann heitir Steve Navarre. Ég myndi ausa yfir þig kossum, herra Navarre, en f augnablikinu er ég ekki kræsileg. Ég kem með í sjúkrabflnum til sjúkra- hússins, frú Holland. Ég vona, að ég heimti laun mfn seinna, frá ykkur báðum. Og talandi um kossa. Á þvf augnabliki: Mér tókst það Lee Roy, ég fékk pláss f kórnum. Allt f lagi, allt f iagi, hættu þessu kossaf langsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.