Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 Þingsályktunartillaga sjálfstæðismanna: Sigurvænlegast að stefna að 200 mílum Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú, eins og boðað hafði verið, lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um útfærslu fiskveiðilandhelgi íslands í 200 sjómílur. Flytja allir þingmenn flokksins tillöguna en Gunnar Thoroddsen er fyrsti flutningsmaður og mun því mæla fyrir henni á þinginu. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að fiskveiðilandhelgi íslands verði stækkuð þannig, að hún verði 200 sjómílur frá grunn- línum allt í kringum landið, og komi stækkunin til framkvæmda eigi síðar en 31. desember 1974. Þar sem skemmra er milli íslands og annarra landa en 400 sjómílur, skal í samræmi við alþjóðlegar venjur miðað við miðlínur milli landa. Alþingi felur ríkisstjórninni að leggja fyrir þingið frumvarp um þær breytingar á lögum, sem nauðsynlegar eru vegna útfærslu í 200 sjómílur. Alþingi leggur nú sem fyrr áherslu á nauðsyn þess, að settar séu strangar reglur um verndun fiskistofna til þess að tryggja sem best hagnýtingu þeirra og koma í veg fyrir ofveiði og að þeim reglum verði fylgt eftir með festu.“ í greinargerð með frumvarpinu segir: „Síðan Alþingi samþykkti 15. febrúar 1972 útfærslu íslenskrar fiskveiðilandhelgi í 50 sjómílur, hefur þróunin um víðáttu land- helgi verið afar ör. Þegar undir- búningsfundum hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna lauk 1 ágústmánuði 1973, var það mat hinna fróðustu manna, að meiri hluti ríkja heims væri orðinn fylgjandi 200 mílna efnahags- eða auðlindalögsögu, en slík lögsaga felur meðal annars í sér fiskveiði- lögsögu. Rétt til að sækja ráð- stefnuna háfa um 150 þjóðir, en gert er ráð fyrir, að milli 130 og 140 þeirra muni taka þátt 1 henni. Eftir könnun á viðhorfi ríkja er talið, að 80 ríki hið fæsta og allt að 100 ríkjum muni styðja 200 mílur. Eftir þann áfanga fyrir rúmu ári, er fært var út í 50 mílur, er það brýn nauðsyn að færa fisk- veiðilandhelgina sem fyrst langt út fyrir þau mörk, svo að hún nái yfir allt landgrunnið. Mörg verð- mæt fiskimið liggja á landgrunn- Framhald á bls. 31 Jóhann Svarf- dælingur með styrk í fjárlögum 1 síðasta fjárlagafrumvarpi er heimild fyrir 127.258.00 kr. greiðslu til Jóhanns Péturssonar Svarfdælings. Jóhann kom til Is- lands f fyrra eftir margra ára dvöl í fjölleikahúsum 1 Bandaríkjun- um. Frásögn hans þá í innlendum fjölmiðlum af aðstöðu risavaxins manns í samfélaginu vakti mikla athygli. Silfurlampinn fór á 43 þús. ENGINN hörgull var á fólki, sem vildi veita Silfurlampanum við- töku á Hótel Sögu f gær, og fengu færri en vildu. Var lampinn sleg- inn á 43 þús. kr. feðgunum Kristjáni Guðmundssyni og Guðmundi Árnasyni, kaupmanni f biðskýlinu við Bústaðaveg. Var sú upphæð þó næsta lág f saman- burði við þær 300 þús. kr., sem boðnar voru f olfumálverk Jóns Stefánssonar af Strúti og Geitá. Var þar með sett nýtt íslandsmet á listaverkauppboði. Sjá nánar á bls. 2. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Óbreytt bruna- iðgjöld Borgarráð ákvað á fundi sfnum f gær, að iðgjald brunatrygginga f f Reykjavfk skyldi vera óbreytt að krónu- tölu fyrir árið 1974 þrátt fyrir fyrirsjáanlega hækkun bruna- bótamats á þvf ári eða allt að 30%. I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, að reiknað væri með því að brunabótamat fasteigna myndi hækka um allt að 30% fyrir árið 1974. Hann sagði, að iðgjald brunatrygginga í Reykjavík væri jafnan ákveðið hlutfall af brunabótamaúnu og ætti það því að hækka til samræmis. Birgir sagði, að borgarráð hefði hins vegar ákveðið á fundi sfnum í dag, að iðgjaldið skyldi haldast óbreytt að krónutölu frá þvf sem varf ár. Þess má einnig geta, að Brunabótafélag Islands hefur tilkynnt, að stjórn þess hafi ákveðið að breyta iðgjalda- töxtum af brunatryggingum fasteigna þannig, að sér- iðgjaldataxtar lækki um 15% og iðgjaldataxtar af íbúðar- húsum um 25%. Belgísk yfir- völd fjalla um vörpumálið Skýrsla Landhelgisgæzlunnar um möskvastærð á vörpu belgfska togarans Henriette frá Ostende hefur nú borizt dómsmálaráðu- neytinu. Að öllum lfkindum verð- ur mál þetta sent á næstunni til viðkomandi yfirvalda f Belgfu. Baldur Möller ráðuneytisstjóri f dómsmálaráðuneytinu sagði i samtali við Mbl. að eftir öllum sólarmerkjum að dæma yrði skýrslan send frá dómsmálaráðu- neytinu til utanríkisráðuneytis- ins, sem sfðan kemur málinu áleiðis til yf irvalda í Belgíu. Samkvæmt samþykkt Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar á að leggja kærur vegna máls sem þessa fram í heimalandi við- komandi skips. Línunavantar frá stiórninni Fyrsti samningafundur ASÍ og VÍ á fimmtudag Reknetin: Fá allt að 250 tunnur í lögn! FYRSTI eiginlegi samningafund- ur Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins hef- ur verið boðaður á fimmtudag f næstu viku og hefst kl 2. I dag heldur sáttasemjari fund með samninganefndum Bandalags há- skólamanna og ríkisins, en hann hélt fund með samninganefndum rfkisins og Bandalags starfs- manna rfkis og bæja sl. mánudag. Ekkert þokaðist f samkomulags- átt á þeim fundi. Forsvarsmenn Alþýðusam- bandsins sátu, sem kunnugt er, fund með fulltrúum Vinnuveit- endasambandsins á mánudag, og þar skýrðu hinir fyrrnefndu kröf- ur sínar, sem samþykktar voru á kjaramálaráðstefnu ASl um sið- ustu helgi. 1 samtali við Morgun- Framhald á bls. 31 Nokkrir bátar stunda nú rek- netaveiði, og hefur veiðin verið treg þangað til f fyrradag. Þá glaðnaði skyndilega yfir henni, og hafa bátarnir komizt upp f 250 tunnur á einu reki. Bátarnir eru nú allir að veiðum f nánd við Tvfsker, og sfldin, sem þeir fá, er mjög stór og góð, enda fæst ekki annað en góð sfld f reknet Bát- arnir eru flestir með 40 net úti, en yfirleitt eru notuð 50—60 net á reknetaveiðum. Vísir KE kom til Keflavíkur í gær með rúmlega 250 tunnur, sem báturinn hafði fengið á einu reki við Tvísker. Sagði Kristján Pétursson verkstjóri hjá Keflavík h.f., að báturinn hefði fengið yfir 10 tunnur í sum netin. Síldin færi öll í frystingu og væri einstaklega vel til þess fallin. Neún, sem Vísir er með, þykja ekki sérstaklega góð. Eru það gömul og hörð nylon- net. ÍTtgerðarmenn hafa enn ekki þorað að leggja í þann kostnað að kaupa ný reknet en nú, eftir að aflinn er farinn að glæðast, má búast við, að farið verði að kaupa ný og fisknari reknet. Fyrir hvert kíló af síld, sem fer úl frystingar, eru greiddar 26.50 kr., en 22 kr. fara til skipta. Afla- verðmæti Vísis hefur þvf verið yfir 600 þúsund í gær. Tveir bátar frá Höfn í Horna- firði eru nú á reknetum. Afli þeirra hefur verið frekar tregur þangað til nú, mest 80 tunnur, en yfirleitt 30—40 tunnur á reki. I gærkvöldi var Skinney svo vænt- Framhald á bls. 15 Borgarleikhús 1 byggingu næsta ár A að taka 450 manns í sæti Góðar horfur er nú á, að framkvæmdir við nýtt borgar- leikhús f nýja miðbænum geti hafizt seint á næsta ári. Hafa þegar verið ráðnir arkitektar til að teikna leikhúsið, þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ölafur Sigurðsson ásamt Þorsteini Gunnarssyni, en hann er, sem kunnugt er, einn- ig starfandi leikari og leik- stjóri hjá Leikfélagi Reykja- vfkur. Fulltrúar Leikfélagsins gengu f gær á fund borgarráðs og kynntu fyrir því bygginga- mál nýja leikhússins, eins og þau standa í dag. Búið er að málsetja nýja leikhúsið, og sam- kvæmt þvi verður það alls um Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.