Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 23 Olafur H. Jónsson framkvæmdasljóri F.25.1.1905. D. 8.10.1973. Ólafur í Alliance var hann oftast kallaður, kenndur við það -gagnmerka fyrirtæki, sem hann starfaði fyrir lengstan hluta ævi sinn-ar. Ólafur og Alliance voru nær jafnaldra. Félagið gerði út fyrsta botnvörpuskipið, sem smíðað var fyrir íslendinga, og hlaut það hið virðulega nafn: Jón forseti. Síðan eignaðist það togarann Skúla fógeta og fleiri fiskiskip. Faðir Ólafs, þjóð- kunnur athafnamaður og al- þingismaður, var lengi forstjóri Alliance, og tók Ólafur við af honum árið 1930, þá aðeins 25 ára gamall, nýbakaður lögfræðingur. En þótt forstaða Alliance væri aðalævistarf Ólafs, kom hann víða við sögu í atvinnulífi þjóðarinnar, og eru þau mál rakin af öðrum. Sjálfstæðinmaður var hann ein- dreginn og vann flokknum af miklum áhuga og ósérplægni, átti m.a. lengi sæti i fjármálaráði flokksins. Fyrir öll þau störf á hann miklar þakkir skildar. Ólafur var slíkur gerðarmaður, að allsstaðar vakti hann traust og tiltrú. Hver maður fann, sem komst í kynni við hann, að þar fór maður fastur fyrir í orði og at- höfn. En samfara festu og alvöru var sérstök hlýja, glettni og góð- látleg stríðni, sem hann hafði gaman af eins og faðir hans og sem fór honum svo vel. Höfð- ingi var hann heim að sækja og tryggur vinur vina sinna. Mesta lán Ólafs í lífinu var kona hans, Sigþrúður Guðjóns- dóttir, einstök kona að allri mann- gerð og kvenna vinsælust. Innilegar samúðarkveðjur til Sigþrúðar, sonanna fjögurra og annarra ástvina. Gunnar Thoroddsen Mágur minn og góður vinur, Ólafur H. Jónsson, framkvæmda- stjóri, andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfararnótt 8. þ.m., eftir löng og erfið veikindi. Hann var fæddur í Reykjavík 25. janúar 1905. Foreldrar hans voru Þóra Halldórsdóttir, bónda að Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, Guð- að hún kom til Reykjavíkur, bæði i matreiðslu og fatasaum, sem kom henni að góðum notum síðar á ævinni. Strax eftir komu sina til Reykjavíkur gerðist hún félagi í K.F.U.K. og sótti mikið samkomur félagsins. Kristín var trygglynd kona og afar barngóð, og vegna tryggðar hennar og vináttu hafði hún alla ævina samband við niðja fyrstu húsbænda sinna. Að lokum vil ég sérstaklega þakka þeim læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans, sem önnuðust hana I veikindum hennar. Systkinum hennarog öðr- um ættingjum sendi ég og fjöl- skylda mín- samúðarkveðjur. Kveðjuathöfnin fer fram frá Fossvogskapellu i dag, miðviku- daginn 17. október kl. 10.30 f.h. Blessuð sé minning hennar. Valgerður Björnsdóttir. mundssonar og Jón, alþingis- maður og síðar bankastjóri, Ólafs- sonar bónda i Sumarliðabæ í Holtum Þórðarsonar (Víkings- lækjarætt). Að honum stóðu því traustir stofnar Islenzks kjarna- fólks, og verður það ekki frekar rakið hér. Ölafur ólst upp í foreldrahúsum á rausnarheimili, enda húsbónd- inn einn af frumherjum íslenzks athafnaiífs i byrjun þessarar aldar og húsmóðirin þekkt að rausn og myndarskap. Heimilis- bragur var þar jafnan með glæsi- brag. Nutu þess ekki einungis fyrirfólk þess tíma, heldur einnig sveitungar þeirra hjóna, svo og skólapiltarog vinir barna þeirra. Ólafur var settur til mennta eins og þá var kallað. Hann fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1924 og síðar lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1930. Hann var farsæll og traust- ur námsmaður, og reyndist skóla- lærdómur hans honum happa- drjúgt veganesti síðar á lífsleið- inni. Eftir lögfræðipróf 1930 urðu snögg umskipti í lffi Ólafs. Hann gerðist starfsmaður hlutafélags- ins Alliance, sem þá var annað stærsta útgerðarfélag á Islandi, og siðar á sama ári forstjóri þessa fyrirtækis. Auðvitað var þetta glæsileg aðstaða fyrir jafn ungan mann. En hér kom fleira til. Islenzkum útgerðarfyrirtækjum og raunar flestum öðrum fyrir- tækjum á tslandi var um þetta leyti og á árunum þar á eftir mikill vandi á höndum. Heims- kreppan mikla reið yfir, íslenzkar útflutningsafurðjr féllu I verði meira en þekkst hafði um ára bil. Við þetta bættist, að aðalút- flutningsmarkaðir Islands, salt- fiskmarkaðirnir nálega lokuðust, vegna haftastefnu, sem tekin var upp í aðal viðskiptalöndum okkar, Spáni, Italiu, Portúgal og raunar víðar. Allt þetta skapaðu ný og áður óþekkt viðhorf og kallaði á nýjar ráðstafanir, bæði félags- legar (samstarf að útflutnings- málum svo sem stofnun Sam bands ísl. fiskframleiðenda o.fl.) og efnahagslegar (aukna fjöl- breytni í framleiðslu sjávarfurðu, svo sem síldarverksmiðjur o.fl.). Ekki verður með sanngirni annað sagt en að Ólafur hafi hlýtt kalli timans I þessu efni. Má í því sam- bandi minna á þátt hans í að koma á fót Síldarverksmiðjunni á Djúpuvík á árunum 1934—35. Það er á flestra vitorði, sem þá þekktu til, að það var ekkert meðal- F. 26. nóvember 1902 D. 9. október 1973 I dag verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík okkar ástkæri frændi Magnús Bl. Jóhannesson er lést á Landakots- spítala þann 9. október eftir skamma legu. Magnús var sonur hjónanna Arndísar Bl. Magn- úsdóttur og Jóhannesar Guðmundssonar skipstjóra til heimilis að Nýlendugötu 24, en þar bjó hann lengst af ævinnar og því sannur Vesturbæingur. Magnús stundaði fjölbreytt störf um ævina og var samviskusamur og röggsamur til vinnu. Á unga aldri vann hann hjá Verslun L. H. Miiller, en þar sem endranær ávann hann sér traust og virðingu húsbænda sinna. En sjómanns- blóðið í æðum hans réð því, að hann hvarf frá verslunarstörfum mannsverk að hrinda þvi máli í framkvæmd, eins og aðstæður voru þá á Islandi. Ólafur tók jafnan mikinn þátt í félagssam- tökum útgerðarmanna, átti þátt í stjórnum samtaka þeirra, svo sem Félagi ísl. botnvörpuskipaeig- enda, Lýsissamlagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Samlagi ísl. skreið- arframleiðenda o.s.frv. Af hálfu þess opinbera voru honum einnig falin trúnaðarstörf sem fulltrúa útvegsmanna og hlaut fyrir það verðskuldaða viðurkenningu. Enda þótt starf Ólafs væri lengst af tengt útgerðarmálum, átti hann einnig þátt í rekstri og stjórn ýmissa iðnaðar- og verzlunarfyrirtækja, þó sá þáttur f starfsferli hans verði ekki rak- inn hér. I sögu íslenzkra útgerðarfyrir- tækja undanfama áratugi hafa skipzt á skin og skúrir. Ef nahags- sveiflur hafa verið tíðari í atvinnulífi okkar en víða annars staðar. Ekki fór Ólafur eða fyrir- tæki hans varhluta af þeim ham- förum frekar en margir aðrir. Hins vegar ber þess að geta, að Ólafur hélt alltaf vöku sinni og var til hins síðasta jafn sann- færður og frá upphafi, að Islenzk- ur sjávarútvegur og framleiðsla í sambandi við hann, hlyti um fyrirsjáanlega framtíð að vera hornsteinn íslenzks atvinnulífs. Þetta var honum í blóð borið og bjargföst sannfæring. Það var ekki ætlunin, með þess- um fátæklegu kveðjuorðum að bera á torg minningar um persónuleg kynni. Er það þó sagna sannast, að margs er að minnast. Hitt má þó gjarnan koma fram hér, að Ólafur var fágætur persónuleiki. Stundum hrjúfur á yfirborðinu, en til- finninganæmur, hjálpsamur þeim, sem til hans leituðu eða hann sá að aðstoðar þurftu og mikill vinur vina sinna. og var á togurum og varðskipum í nokkur ár. Arið 1925 lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum og eftirþað sigldi hann lengst af á skipum Eimskipafélags Islands. Heims- styrjöldin síðari batt óvæntan endi á sjómannsferil Magnúsar. Hann var skipverji á gamla Gull fossi, þegar skipið var kyrrsett í Danmörku við hernámið. Eftir heimkomuna með M/S Esju frá Petsmo starfaði hann lengst af sem yfirverkstjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins, eða um 20 ára skeið. Ákveðni og ráðsnilld Magnúsar komu að góðu haldi í því starfi, og féll honum þungt, þegar hann af heilsufarsástæðum varð að hætta vinnu árið 1970. Arið 1929 kvæntist hann hinni ágætustu konu, Hólmfriði Jónsdóttur, en þau slitu siðar samvistum. Þau eignuðust eina Héðan úr fjarlægu landi minn- umst við hjónin góðs drengs og vinar með þakklæti fyrir órofa vináttu og ógleymanleg kynni. Oddur Guðjónsson. Þegar ég undirritaður stuttlega vil minnast Ölafs H. Jónssonar hvarflar fyrst að mér vinurinn Ólafur. Vinurinn segi ég vegna þess, að frá fyrstu tíð, er ég var heimagangur á heimili þeirra Sig- þrúðar vegna vinskapar míns við elzta son þeirra hjóna, bekkjar- bróður minn úr M.R. Jón núver- andu lögmann, þá var maður alltaf tekinn, ekki aðeins vel- kominn, heldur lfka félagi og jafnvel jafningi. Þetta, að vera tekinn sem jafn- ingi, kollega, var kannski miklu meir virði fyrir menntaskólaungl- ing á þroskaskeiði, heldur en maður gerði sér grein fyrir þá. Stórveizla, er þau hjón héldu okkur nústúdentunum 1953 var eins konar innsigling á afstöðu þeirra til okkar. Maður finnur og skilur það betur núna, hversu mikils virði þessi einlægi vinskapur var, sem síðar meir, er ég útskrifaður háskölaborgari átti oft erindi niður í Tryggvagötu, einkum vegna samstarfs okkar Jóns, elzta sonarins, þá var það alltaf „oplev- else“ að hitta Ólaf heitinn og spjalla við hann um landsins gagn og nauðsynjar, ef tækifæri gafst til, enda var hugur hans mjög bundinn almennri velferð hins fslenzka þjóðfélags, þótt hann væri oft önnum kafinn i sam- bandi við sín margþættustörf. Ef til vil var mesta ánægja að hitta hann og reyndar þau hjón á þeirra fallega og myndarlega heimili að Flókagötu 33. Þar var kannski meiri tími að spjalla um hin almennu áhugamál, og fyrir mér persónulega varð það mikils virði að geta setið við borð með reynsluríkum athafnamanni, sem talaði við mann eins og jafningja. Ég held, að það hafi ekki aðeins verið ég, sem frískaðist og göfgað- ist að eiga samskipti við Ólaf heitinn. Ymsir, sem áttu undir hann að sækja sem forstjóra elzta útgerðarfyrirtækis landsins, eða hans trúverðuga starfslið, hafa tjáð mér, ekki aðeins nú, er Ólafur er allur, heldur áður, að þangað hafi alltaf eitthvað verið að sækja. Oft held ég, að fólk hafi farið fengsælast frá borði, ef það hitti Ólaf sjálfan, þrátt fyrir hans ágæta starfsfólk. Þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti. Ólafur var fyrst og fremst maður — maður, sem lifði f hring- iðu hins daglega lífs og hafði skilning á þvi, jafnframt þvi, sem hann gegndi stóru hlutverki í hinu frjálsa athafnalífi Islands á erfiðum tímum. Mínar kæru minningar um Ólaf eru ekki bundnar útgerð, sem ég hef ekkert vit á, heldur innsýn og skilningi hans á almennum vel- ferðarmálum Islands, sem voru dóttur Ernu Fanneyju, gift Sigur- birni Kristinssyni verslunar- manni. A heimili og í félagsskap þeirra hjóna og dótturbarnanna, Magnhildur og Magnúsar, sem voru sérlega hænd að afa, eyddi hann flestum fristundum sínum, enda samkomulag eindæma gott milli dóttur og föður og síðar tengdasonar. Magnús bar sér- staka umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og var tíður gestur á heimili Minning: Magnús Blöndal Jóhannesson honum hugstæð, — auk persónu- legrar vináttu. Um leið og ég og fjölskylda min vottum frú Sigþrúði og öllum aðstandendum innilega samúð við fráfall Ölafs, þakka ég honum persónulega vinskap hans. Hann var mér mikils virði. Benedikt Bogason. Það var glaður hópur stúdenta, sem útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Reykjavik vorið 1924. Enginn stúdentaárgangur hygg ég, að hafi sýnt meiri eindrægni og samheldni i gegnum árin en „Viginti quattuor", en svo nefnd- um við árganginn okkar. Þótt viða lægju leiðir, þá misstum við aldrei sjónar hvert af öðru. Skörð hafa komið i hópinn á liðinni tæpri hálfri öld, hvað ekki er að undra á svo langri leið. Við vorum 42 i hópnum, en 16 eru nú horfnir af heimi. Nú í dag kveðjum við26, sem eftir erum einn bezta félaga okkar Ólaf H. Jónsson forstjóra, sem verður vígður til moldar i dag. Við skólasystkinin kveðjum Ólaf með söknuði og finnum, að við eigum ekki aðeins góðum dreng og hoilvini á bak að sjá, heldur og þeim úr hópi okkar, sem lagði sig hvað mest fram til að efla samheldni okkar og tryggðir. Um hið mikla og marg- þætta ævistarf Ölafs rita nú þeir, sem þar þekkja betur til. Ég skrifa aðeins til að þakka horfn- um vini fyrir samfylgdina og blessa hans minningu. Hans ágætu eiginkonu, frú Sigþrúði Guðjónsdóttur, og börnum þeirra votta ég mina dýpstu samúð. Einar Guðnason Enginn skjöldur fyrir Strandasýslu I grein Morgunblaðsins þar sem sagt er frá framleiðslu Glits h.f. áþjóðhátíðarveggskjöld- um, er greint frá því, að fyrir- tækið hafi hafið framleiðslu á veggskjöldum fyrir Strandasýslu. Hér er um missögn að ræða í blaðinu, og óskast hún leiðrétt. Þjóðhátíðarnefnd Strandasýslu hefur hvorki látið teikna vegg- skjöld né óskað eftir framleiðslu á honum. A sameiginlegum fundi þjóð- hátiðarnefnda á Vestfjörðum, er haldinn var í Flókalundi í Vatns- firði í haust, var samþykkt af öllum fulltrúum að fresta ákvörð- un um gerð veggskjalda Glits h.f. og taka síðar sameiginlega ákvörðun um gerð veggskjalda, þannig að annaðhvort engin eða allar þjóðhátíðarnefndir á Vest- fjörðum létu framleiða veggskildi í tilefni hátíðarinnar. Ákvörðun hefur ekki verið tekin í málnu enn. P.t. í Reykjavík, 12. október 1973. Andrés Ólafsson. formaður þjóðhátíðarnefndar Strandasýslu. systur sinnar, sérstaklega var hann henni styrkur eftir fráfall föður okkar. Ekki fórum við bræður og síðar f jölskyldur okkar varhluta af göfuglyndi hans og umhyggju. Þótt hann tæki störf sin alvar- legum tökum og væri stundum nokkuð hvass á erilsömum vinnu- stað, naut hann hvarvetna virðingar, þvi að sanngirni og drengskapur réðu ætið gjörðum hans. Magnús var höfðingi heim að sækja og alltaf uppörvandi og glaður i vinahópi og jafnan ánægjulegt að heimsækja hann i gamla húsið við Nýlendugötu, þar sem hann af einstakfi smekkvísi haf ði búið sér notalegt heimili. Félagslyndur var hann og tók virkan þátt I ýmsum félagsmál- um, en störf hans í þágu kirkju sinnar voru honum einna kærust og var hann i safnaðarstjórn í mörg ár. Kveðjustundin í þessu lífi er ætíð erfið, og þá er huggun að eiga eingöngu góðar minningar um þig, kæri frændi, og vitneskjuna um bjargfasta trú þína á, að ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Systursynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.